Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.04.1907, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.04.1907, Blaðsíða 3
XXI. 18. Þj óð viiinn. 71 eiginn hag svo tígulega sem væri Cæsar •eða Sókrates. En Jón hefir þá tekið það ráð að láta hann vera næi uppskafuinga- kynkvislinni. Og hann leikur það vel. En leikritið vill hafa hann moð hinu snið- inu. Læknirinn er ekki ílla leikinn, en úr honurn hefði mátt gera miklu meira en Helgi gerir. Vandlætarinn úr innra- trúboðsfiokki er skemmtilegur hjá Erið- linni og hlægilegur — of hlægilegur. Það er hlegið að einstaklingnum en ekki að hugarstefnunni, þegar svona er leikið. ) Xeikritið vill ná í tegundina, en ekki | neinn einstakling. — Oerfi Stefáns Eun- | ólfssonar í kierkinum er ágætt, en mál- [ færið gallað að því leyti, að helmingur- J inn heyrist ekki, en margt af því, sem heyrist er vel sagt. Forstöðukonu skól- ans ieikur Þóra Guðjohnsen mjög vel, en j talar of lágt á stöku stað. Villas Sand- > holt leikur vel og blátt áfram ungan og .alvailegan prest, sem kemur snöggvast inn. Emiiia Indriðadóttir le’kur nunn- una alveg eins og á að leika hana og Arni Eiríksson leikur Stein skraddara á- gætlega. Einar Jónsson frá Galtafelli hefir selt nýja mynd á sýningu í Kaupmanna höfn og segja dönsk blöð, að mönnum verði þar ekki svo starsýnt á neina mynd sem þessa. Mynd þessi er af nátt-trölli. Hefir það nutnið burt mennska konu, en áður en það nær heimkynnum sínum, þá er dagur í austri. Bisinn steytir hnef- .ann í bræði gegn dagsbrúninni, en stúlk- an breiðir feginsfaðm móti ljósinu, lífgjafa sínum. Menn sjá að efnið er tekið úr Þjóðsögunum og myndin er snilldarverk eptir sýnishorni að dæma, sem jeg sá hjá I Einari. Næ9ta þing ætti að veita fé til að | kaupa iistaverk þessa manns, svo að j oss hendi eigi sú hneisa að geta eigi eignast verk myndhöggvara vorra. Það j ætti að minnsta kosti að vera kleift með- j an hann er ekki nema einn. Oss er það j mikill gróði, að hann gefur oss steina i fyrir brauð. Vícfförull. I Iðnaðar’iTiannafélag'iðíEeykja- vík hefir sýnt áhuga, dugnað og skörungs- skap i þvi að koma upp likneski af Ing- I ólfi landnámsmanni. Þeir hafa haldið j hlutaveltu („tombólu14) mikla fyrir Dokkru, J til styrktar fyrirtækinu, en nú hafa þeir j ráðið við sig að hafa happdrætti („lotteri“)v ! En sjálfir gefa þeir það, sem um verður j dregið. Er sú gjöf svo höfðingleg, að j slíkt eru eins dæmi, nýtt hús albúið að innanstokksmunum og lóðin undir því. — Það á að standa við Bergstaðastræti. Lóðina gefa þeir Sveinn JónssoD, Magn- ús Blöndal, Guðmundur Jakobssson o. fl. Trósmíðafélagið gefur allt trésmiði, Stein- ar og Mjölnir reykháfa og fleira, sem af steini er. Jes ZimseD gefur skrár, lam- ir og gler. Og margir fleiri gefa, þótt jeg kunni það ei að telja. Sveinn Jóns- hefir gert teikningu af húsinu og er það næsta snoturt á að sjá Húsið kostar 12000 kr., en 15000 seðla i á að hafa til happdrættis, á 2 kr. hvern. Ivoiod Hansen heitir sá, er nú hefir umsjón yfir skógrækt hér á landi. Er hann danskur sem nærri má geta. Hann hefir ritað um Island i „Ugeskrift for Landmænd“, daDskt vikublað. Hann telur Dani mestu framfaraþjóð í búnaði og segir, að þeir fari til Síberiu og viða um lönd til að hrinda fram búnaði þar, en vanræki að hjálpa aumingja íslend- ingum og kenna þeim að búa. Margt er manna bölið! — Sannleikurinn er þó sá, að Danir eru fengnir til Síberíu og víðar til þess að vinna að framkvæmd á því, sem þarlendir menn vilja gera láta, en koma ekki þangað til þess að ráska með hvað gera skuli, og kenna að búa „uppá dönsku“. Fejlberg gamli hefir svarað þessari grein. Segir hann, að Islendingar verði að hjálpa sér sjálfir, en Danir eigi ekki að gera annað en „hjálpa þeim til sjílf- bjargar“. Hann minnir á, að ílla hafi. fyrir Dönum, þegar þeir ætluðu að fnm, að búa upp á hollenzku. (Það kostaði þá tiu eða tólf miiliónir.) Þeir hafi feng- ið dýra menn frá Hollandi, en tillögur þeirra hafi verið fjarstæða. Alt væri gott, sem gert var, en þyrfti meira fé, sögðu þeir. Er það ekki viðkvæðið hérna líka hjá Kofod Hansen i skógræktarmálinu. Grein hans minnir Fejlberg á til9ögn í matreiðslubók, sem byrjar svo: „Taka skal silfurdisk“. Samsöng hélt Sigfús Einarsson, tónskáld, og söngflokkur hans í dómkirkj- unni í Reykjavik þ. 17. þ. m. Þar var 172 aun, og fór að hugsa um, hve ánægjulegt það væri, að María ætti nú bjarta framtíð fyrir höndum. Rétt á eptir fór hann aptur að vinna, en sóttist ;þó lítið, með því að hann var annars hugar. Hann fór því að óska þess að dagurion væri brátt á enda, svo að hann gæti farið að ná í kvöldblaðið sitt, því hann bjóst við að þar væri c-f til vill getið un: trú- lofun Stanhop’s og Maríu. — Henni var kunnugt um, hvaða blað hann var vanur að lesa, svo að hann taldi víst, að hún myndi sjá um, að því bærÍ9t fregnin um trúlofun hennar. Loks var timinn kominn, og var þá mesti troðning- ur af fólki, það sem blaðið var selt. En Stefán Huso lét sig það nú reyndar litlu skipta ef það var ekki eitthvað, er Maríu hans snerti. Hann náði nú i eitt eintak af blaðinu, og flýtti sér siðan heim með það. Þogar hann kom heim til sín, var kalt i herberg- inu, og kveykti hann því eld í ofninum í snatri. En er hann greip blaðið aptur, varð honum fyrst litið á, að prentað var, með mjög feitu letri: „Deering ofursti tekinn fastur. Grunaður um morð Sam. White’s. Menn hugðu áður, að hann hefði látizt'af slysi“. Átti hann að trúa sínum eigin augum? — Yar þetta að eins imyndun hans? Nei, það var engin ímyndun. — Það stóð þarna svart á hvítu. Ymislegt var og sagt um atvikin að því, er Deer- ing var tekinn fastur, og livaða líkur væru til þess, að hann væri sekur. 169 kornizt út á ganginn án þess nokkur sæi hann, og slopp- ið út um dyrnar, er snúa iit að götunni.“ „En só þetta 9att, Hollister?“ mælti Stanhope, — „og geðshræring ofurstans, og öll aðferð hans, virtist stað- festa þann grun þinn —, hvers vegD aptraðirðu mér þá í kvöld? Imyndarðu þér, að mér hefði þótt ónýtt að geta þá sagt honum til syndanna?“ „Hann hefði að eins hæðst að þór upp i opið geð- ið á þér“, svaraði Hollister. „Ef við eigum að geta komizt fram með það, að saka hann um þenna glæp, verðum við að geta notið aðstoðar dómstólanna.“ „En býstu við, að við náum aptur i hann? Imyndarðu þér eigi, að hann flýi, þar sem hann veit, að við höfum hann grunaðan?“ „Ekki býst eg við, að hann flýi", svaraði Hollister. „Hann er svo auðþekktur, að hann getur eigi vænzt þess að lögreglumenn finni hann ekki, enda hefi eg þegar sim- ritað til lögreglustjóra, svo að gætur verða hafðar á hon- um. — I fyrra málið förum við á fund lögreglustjóra, og telji hann upplýsingar þær, er við getum látið honum i tó, vera fullnægjandi, verður Dee',ing tekinn fastur.“ Daginn eptir 9næddi Hollister morgunverð hjá frú White, og var það í fyrsta skipti, sem þau sáust, eptir að hún varð ekkja. Stanhope hafði eigi séð Mariu, siðán hún kom á fætur, eptir veikindin, og þó að hún hefði að vísu eigi trúlofunarhringinn á fingrinum, duldizt honum eigi, að ekki myndi raótspyrnu að vænta af hennar hálfu, þar sem ástarsælan skein út úr svip hennar. En nú var ekki timi til að rabba saman, því að Stanhope og Hollister, kvöddu þegar, er staðið var upp

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.