Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1907, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.06.1907, Blaðsíða 2
110 Þjóðvil.tinn. XXI., 28 lendingar verði í öllum öðrum málum einráðir með konungi sinum og verða þau mál eigi borin upp fyrir konung í ríkisráði Dana. Tillagan var samþykkt með 35 atkv. gegn 27. Ekki hefir fréttzt neitt um til- Qögur stjórnarliða þar á fundinum. l’r egnmiði fi*á „Reykja- segir frá þingmálafundi, er H. Hafstein hafði haldið á Akureyri. Lík- legt er þó að fundurinn hafi ekki verið ihaldinn fyrir Akureyringa, heldur fyrir nærsveitamenn, því að Akureyri er ekki í kjördæmi Hafsteins. Um sambandsmálið var samþykkt til- iaga eptir höfði stjórnarmanna og, meðal annara orða þar, sagt, að „þingrof hefði verið bæði óþarft og ötillilýðilegtu. Ritsímaskeyti til „Þjóðv.1- Khöfn 6. júní kl. 6. e. h. Gullbrúðkaup. Sænsku konungshjónin halda gullbrúð- kaup sitt i dag. Afarmikið um dýrðir. Frá Póllandi. Forstjóri spunaverksmiðju í Lodz var myrtur í dag. Annar yfirmaður verk- smiðjunnar særður til ólífis. Illræðismenn- irnir sluppu. f Húsírú (juðný Guðmundsdöttir, á Mýrum. Þann 6. maí þ. á. andaðist að heimili sínu Mýrum, i Dýrafirði, hin þjóðkunna merkiskona Guðný Gnðmundsdöttir. Hún var fædd á Mýrum 24. september 1838, og ólst þar upp með foreldrum sínum, merkishjónunum Guðmundi dannebrogs- manni Brynjólfssyni (f 1878) og Guðrúnu Jónsdóttur frá Sellátrum (ý 1894) Vand- ist hún þegar í æsku við hina frábæru húss-stjórn foreldra sinna, auk þess sem hún menntaðist meira en venjulegt var um bændadætur á þeirri tíð vestanlands, þótti hún að öllum kvennkostum skara fram úr öðrum sér samtíða í þvi byggð- arlagi, enda hafði hún einkar farsælar sálargáfur til þess að hagnýta öll þau meðul, sern þá var kostur á i þeim efn- um. Þann 30. september 1864 giptist hún ágætismanninum Guðmundi skipstjóra Sigurðssyni, ættuðum af Ingjaldssandi- Þann sama dag giptust í einu þrjú systk- inin, börn Guðmundar dannebrogsmanns: Brynjólfur (1869) átti Láru, dóttur Vil- hjálms Thomsens kaupmanns á Vatneyri; Guðrún (enn lifandi) giptist Gísla óðals- bónda Oddssyni í LoðkÍDnhömrum, og Guðný sál. giptist Guðmundi sál. Sigurðs- syni. Eptir að þau hjón giptust voru þau á Mýrum í húsmennsku, alla stund til þess Guðmundur dannebrogsmaður dó, en eptir það var sonur hans, Guðmundur Franklín búfræðingur, talinn fyrir búinu, þá stuttu stund, sem hans naut við, en hann andaðist 1. maí 1881, 26 áragamall, ógiptur og barnlaus, einkar vinsæll mað- ur og hinn manDvænlegasti. Eptir lát hans tóku þau hjón Guðmundur Sigurðs- sod og Guðný sál. að öllu við búsforráð- um, og var þó Guðmundur sál. við sitt æfistarf, sjómennskuna. Gjörðist hann þeg- ar hreppsnefndaroddviti og ekki einungis sveitar — heldur héraðs höfðingi, og leyndi það sér okki, að það voru engin smámenni, sem voru húsráðendur á Mýr- um í þá daga, og voru þá hin allra er- viðustu ár hér vestra um það leiti. Heim- ilið var auðugt að öllu því, sem hafa þurfti til allra þarfa fyrir menn og skepn- ur, þó harðinda árin gengu yfir, hvertaf öðru, en þar var líka óþrjótandi auður af kærleik og hjálpsemi, og sannarlega hefði þá farið ver en fór í þeirri sveit, ef þeirra hjóna hefði ekki að notið, enda mun næsta fágætt, að menn nái á fáum árum jaÍD almennri vinsæld einsogGuð- mundur sál. Sigurðsson hélt, er heldur almennara, að menn líti misjöfnum aug- um á þá, sem hafa sveitarstjórn á hendi, — en það fékk ekk' að standa lengi, því hann andaðist eptir stutta legu í lungna- bólgu, þ. 26. marz 1883, 48 ára gamall, sárt harmaður af öllum, sem til hans þekktu. Þau hjón áttu að eins eitt barn, Guðmund Agúst, sem varð námssveinn á Möðru- vallaskóla, en dó á ísafirði 24. september sama ár og faðir hans, 18 ára að aldri. Þó Guðný sál. væri hamingjunnar barn í fullum mæli, þá var hún líka sorg- arinnar barn. Bróðir hennar Brynjólfur, þrekmikill og mikilhæfur maður, andaðist á Friðriksspítala utanlands, vorið 1869, eptir sárar þjáningar. Faðir heDnar, hinn merkilegi öldungur andaðist 21. desem- ber 1878. Bróðir hennar GuðmuDdur Franklín dó 1. maí 1881. Mann sinn missti hún á annan páskadag 26. marz 1883, og einkason sinn 24. september samaár. Bróðir hennar, Guðmundur Hnga- lín, drukknaði sviplega 30. október 1894. Bróðir hennar, Jón kaupmaður í Flatey, dó 16. janúar 1888. Móðir hennar and- aðist 20. april 1894. Þannig var hún búin að sjá á bak svo mörgum af sín- um allra kærustu ástvinum og stóð nú að síðustu uppi þrotin að heilsu um mörg hin siðustu æfiár sín. Jeg skal ekki fara mörgum orðum um hina miklu kosti þess- arar mikilhæfu konu, minning hennar er hafin yfir mitt lof, Þess skal að eins geta, að um sína daga var alls engin kona á Vesttjörðum hennar jafnoki, að frábærri ráðsnilld og skörungsskap. Það var ekk; að eins húss-stjórnin, utan húss og innan, sem ber þess órækan og fagurlegan vott, heldur hafði hún mikil og góð afskipti og áhrif á sveitar og héraðsmál, og kom þar hvervetna fram sem bezt gegndi, því hún aflaði sér ítarlegrar þekkingar á flestu því, sem borgaraleg staða útheimtar. Hún las mjög mikið af alls konar fræðibókum, sem hún ánáði, og fylgdi trúlega með tímanum að kynna sér öll blöð og rit um landsmál á 'sinni tíð. Hún var hin mesta trúkona og vildi ekki heyra neitt af þeim tilbreytingum og trúarringli, sem marga hefir flækt í efasemi og trúleysi á síðari tímum. Hún hafði um mörg síðustu æfi ár sín á liendi fjárhald Mýrakirkju og lét í sameiningu með tengdabróður sínum, Friðrik hreppstjóra Bjarnasyni á Mýrum, uppbyggja kirkjuna,. trausta og vandaðri en áður, hafði hún gefið kirkjunni dýr- mæta skrautgripi til altarisþjónustu. Þó hún ætti ekkert lifs afkvæmi eptir það hún missti einkason sinn, þá voru börnin hennar næsta mörg; því enginn getur tal- ið allan þann fjölda, sem hún gerði gott ! á ýmsan hátt, bæði með gjöfum og holl- um ráðum, sem hún sá opt betur en flestir aðrir, og þó hún væri hin mesta fjárgæzlu kona, þá var ekki horft í það að hjálpa þeim, sem bágt áttu, þegar hún sá þess þörf, og það opt úd þess að láta míkið á bera. Henni var meðsköpuð stað- föst tryggð, líkn við aumstadda og lát- laus háttprýði og ljúfmennska við alla, æðri og lægri, en samfara því var hrein einurð, þrekmikil lunu í sorg og gleði. Síðustu æfiár sín var hÚD sem liúskona á Mýrum, — hvar hún ól allan aldur sinn — i sambúð við systur sína, húsfrú Ingibjörgu Margréti og mann hennar,Frið- rik hreppstjóra, og naut af þeim hinDar alúðlegustu umgeDgni og virðingar. Þann siðasta dag, sem hún lifði, var hún mjög glöð og hressari en að undanförnu, því mjög var hún orðin heilsu þrotin, var hún niðri við framan af deginum, og ræddi við heimafólkið, það sem viðstatt var og nokkra aðkomandi og veitti þeim vel- gjörðir með sinni vanalegu alúð, virtist mönnum sem hún væri áð öllu heil, en litlu eptir miðjan dag hneig hún niður, þar sem hún var stödd, og andaðist stutt- um tíma síðar. Læknis var tafarlaust vitjað, en hún var nær örend af heila- blóðfalli. Hún var jarðsett að Mýrum 14. raaí með viðhöÍD mikilli, að viðstöddu fjölmenni, og hefði þó enn fleiri komið, ef veður hefði verið kyrrara en þann dag var. Sóknarprestur hennar, síra Sigtrygg- ur Guðlaugsson flutti tilkomumikla nús- kveðju í sorgarhúsinu og var þar á eptir sungið kvæði, er Kristinn bóndi Guðlaugs- son á Núpi hafði ort. I kirkjunni flnttu þeir líkræður sira Sigtryggur, og síra Þórður Ólafsson á Söndum, og sagðist báðum mjög vel. Yið gröfina voru sung- in eptirtýlgjandi erindi. Allra daga kemur kvöld. Gæfu sól með geislum skýrum glanzað hefir lengi’ á Mýrum, margur fann þar skjól og skjöld. Héraðsfrægð af göfgum garði gengið hefir langa tið. NiL'er fölnuð fyrr en varði frægðar daga sólin blíð. Farðu blessuð, bliða önd, þin var útrétt opt til bjargar og að vinna snilldir margar auðsnilld, sterka hjálpar hönd. Hætt að slá er hjartað bliða, huggun opt sem gaf og ráð,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.