Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1907, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1907, Blaðsíða 1
0 Verð árgangsins (minns 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríkn doll.: 1.50. ÞJOÐVILJINN Borgist iyrir júnimán- aðarlok. -- ' ■ TuTTUGASTI OG FYESTI ÁBGANGUB. =|~7-— =— -g—KITSTJÓtíl: SKÚLI THOKODDSEN. Uppsögn skrifieg, ógild nema komið sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, ng kaupandí samhliða uppsöyninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 30. Bessastöðum, 27. júní. 19 0 7. TT tlönd Danmörk. í vor lézt eÍDn af fólks- þingsmönnum Dana, Fogtman, er var í flokki liinna framsæknari vinstrimanna; 28. mai var maður kosinn í hansstað;sú kosningarbarátta var sótt af miklu kappi, sér i lagi vegna þess, að af úrslitum þeirr- ar kosningar þóttust menn mega marka, hvernig alþýðu goðjist að stjórnmálastefnu ráðaneytis J. C. Christensen, en það reyndi 1 á síðasta þingi að slá talsveit af kröfum sínum i því skyni, að fá ihaldslið lands- þingsins, til þess að samþykkja frumvörp sín, en það tókst ekki. Af hálfu hinna frjálslyndu vinstrimanna bauð Ove Rode sig fram; hann er ritstjóri blaðsins r,Poli- tikken“, helzta málgagns þess flokks. Úr- slitin urðu þau, að hann féll fyrir barna- skólakennara þar úr kjördæminu, erfylg- ir stjórninni að málurn. Bar það til þess, að fjöldi hægrimanna greiddi honum at- kvæði. Skammt frá bænum Vejle á Jótlandi brunnu 3 bæjir. 13 ára drengur, sem við óaðgæzlu liafði orsakað eldinn, bjargaðist með naumindum. — I bænum Álaborg bianD einnig stórhýsi eitt; skaðinn met- inn 200,000 kr. Danskur leikari Nathansen að nafni, skaut fyrir skömmu á konu sína og drap sjálfan sig á eptir, en konan lifði það af og fær engin varanleg mein af þvi. Or- sökina segja sumir afbrýðissemi, en aðrir fjárkröggur eða geðveiki. Hryllilegt morð var fyrir skömmu fram- ið í grennd við bæinn Fredericia sunnan til á Jótlandi. I kofa einum fyrir utan bæjinn bjó brauðsali nokkur, Karl Kopp, ásamt konu sinni og 5 börnum á unga aldii. Hjónabandið var með versta móti, konan hélt við ýmsa menn og fór ekki dult með, þegar þeir voru náttlangt hjá henni varð maðurinn að ganga úr rúmi og sofa út í hesthúsi. Maður þessi hafði alla tið verið allra mesti meinleysismað- ur, en vitgrannur, en þessar heimilisá- stæður urðu til þess, að hann hneigðist mjög til drykkjuskapar. Að kvöldi þess 4. júní kom hann heim eptir miðnætti mjög ölvaður, en komst þó í rúmið; um morguninn um 7 leytið vaknaði elzti drengurinn og sá, að hann stóð við rúm- stokk konu sinnar og tautaði fyrir munni sér: „Það skal verða í síðasta skipti, sem þú gerir það“, en svo gekk hann aptur til rúms síds og drengurinn t-ofnaði, en klukkustundu síðar vaknaði haun við að móðir hans stóð fyrir framan rúm hans og hélt annari hendinni um hálsinn, en blóðið fossaði út á milli fingranna og gat með naumindum stunið því upp, að biðja drenginn að sækja hjálp. Hann spratt þegar upp og hljóp til hiíss eins rétt hjá, en þegar hann kom til baka ásamt Dá- grönnunum, lá konan við herbergisdyrn- ar i andarslitrunum. Hún hafði 4þuml- unga breiðan skurð á hálsinum. Maður- inn hafði myrt hana með brauðhnif með- an liún lá sofandi i rúminu, því að ella hefði hann ekki getað það, sökum þess, að hún var miklu sterkari on hann og barði hann iðulega, er hann vildi ekki sitja eða standa eins og henni þóknaðist. Morðinginn fannst í brunni í garðinum, hafði hann reynt að drekkja sér, en vatn- ið reyDdist of lítið. Yar þegar sent til yfirvaldanna og játaði morðinginn þegar í stað, en ekkí sáust þess nein merki, að hann iðraðist verksins. Noregur. Stórþingið hefir fyrir skömmu samþykkt þá stjórnarskrárbreytingu, að Stórþingið skuli framvegis vera sett fyrsta virkan dag eptir 10. janúar, í stað þess, að r.ú kemur það saman fyrsta virkan dag eptir 10. oktober; en hins vegar felldi það margar tillögur, er fóru i þá átt, að veita Stórþingsmönnum fast þingfarar- kaup, í stað þess, að nú hafa þeir dag- laun, 12 kr. á dag. Bretland. Eitt af þeim málum er efst stóð á stefnuskrá Gladstono og hans manna var heimastjórn Ira, en að síðustu klofn- aði flokkurinn á þvi og all-margir af fylg- ismönnum hins núverandi ráðaneytis, og jafnvelsumirráðherrarnir,eruþvímótfallnir. Sjálfur forsætisráðherrann Campell-Bann- erman er mikill íra-vinur, en þó treyst- ist hann ekki að fara fram á fullkomna heimastjórn, en liins vegar vildi hann til þess að bæta nokkuð úr hinum bráð- ustu þörfum íra, géra umboðsstjórnina ÍDnlenda. Hafa Irar nú lialdið þjóðfund til þess að ræða mál þetta og var það einróraa álit þeirra, að eigi bæri að taka þessu boði, en krefjast fullkominnar heima- stjórnar, má þvi telja víst, að engu verði breytt um stjórn írlands fyist í stað. En hins vegnr hefir stjórnin annað mál á prjónunum, er búast má við að verði að- al-þrætueplið á þessu þingi; það er stór- kostleg umbót að þvi er snertir landbún- aðarlöggjöfina. Verði frumvarp það að lögum geta sveitarstjórnirnar krafist þess, að jarðeigendur selji þeim eða leigi jarð- ir og vilji þeir ekki sinna því, getur stjórn- in skipað menn, er geri það í þeirra stað; til þess að standast kostnaðinn við þeita er sveitunum heimilað að taka lán, er þær endurborga á 80 árum. Jarðir þær, er sveitirnar þannig fá til umráða, leigja þær svo efnalausum mönnum með sem hagkvæmustum kjörum. Chamberlain gerist nú gamall og hef- ir lengi legið sjúkur, fór hann þvi til Miðjarðarhafsins, að leita sér heilsubótar, en ekki varð hún meiri en svo, að þá er hann kom til baka urðu 2 menn að styðja hann á göngunni frá járnbrcutarklefanum og yfir í vagninn. Frakkland. Þar í landi er mikið upp- þot meðal vínyrkjumanna, heimta þeir, að stjórnin finni einhver ráð, er að gagni megi koma svo að þeir fái selt afurðir sinar við viðunanlegu verði, heitir sá Mar- cellin Albert, er fyrir þeim er. ræðumað- ur mikill, fylgir alþýða honum alvog í blindni. Fundir þeir er hann heldur eru afar fjölsóttir, á einum voru til dæmis 600,000 manns. Stjórninni hefir enn eigi tekist að friða þá, en bændur reita að borga skatta og sveitarstjórnirnar leggja niður völdin svo til vandræða horfir. Dáinn er hershöfðinginn Billot 79 ára að aldri. Hann var í stríðinu 1870—71 og gekk ágætlega fram. Bandaríkin. Roosevelt á í stöðugum útistöðum við auðmannafélögin. Fyrir skömmu hélt hann ræðu, þar sem hann kvað vera nauðsynlegt, að sarnbandsstj' rn- in foDgi sömu yfirráð yfir járnbrautarfé- lögunum og öðrum slíkum fyrirtækjum, sem hún hefir yfir þjóðbönkunum. Gyðingar í Ameriku ætla að stofna háskóla. Talið er, að til þess muni þurfa 35 milljónir króna, er safnað skal með frjálsum srmskotum. Telja þeir slíka stofnun Dauðsynlega til viðhalds trú síddí og þjóðerni. Ungverjaland. Ungverjar eru reiðir ríkiserfÍDgja sinum, Franz Ferdinand fyr- ir það, að hann tók að eins þátt í iitlum hluta krýningarhátíðarinnar og sneri þá aptur til Vinarborgar. 48 þingmenn af sjálfstæðisflokkinum tóku alls ekki þátt í hátiðinni. ............. Þingmálafundur Reykvíkinga. ÞingmeDn Reykvikinga boðuðu til þingmálafundar 22. þ. m. kl. 8ljr Á á- kveðnum tíma var kominn rnesti mann- fjöldi að Bárubúð og þegar fundur var settur var l-.úsið orðið troðfnllt. FuDdar- stjóri var kosinn með meiii hluta atkvæða Sighvatur bankastjóri Bjarnason; en skrif- ari Ólafur Davíðsson. Fyrsta mál á dagskrá var sambands- málið. ÞÍDgmaðurinn annar, Guðm.Bjöms- son, bóf umræður og rakti sögu stjórnar- skrármálsins stuttlega og að nokkru leyti hlutdrægnislaust. Þó var þar er til nú- timans kom vart við hlutdrægni. Hann brigslaði stjórnarandstæðingum um hve óákveðnir þeir væru og vildu, eptir þing- inálafundunum að dæuia, hafa vaðið fyrir neðan sig. Þetta má undarlegt kailast, þar sem stjórnarandstæðingar hafa verið sem ákveðnastir í öllurn sínum kröfum

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.