Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1907, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1907, Blaðsíða 3
XXI., 30. ÞJOÐVILJINN. 119 Ásgeir sálugi Kristjánsson var kvænt- ur Friðgerði Þorarinsdóttur, bónda Sig- urðssonar á Látrum, þar sem faðir Ásgeirs, -afi hans, og langafi, höfðu búið. — Af foörnum þeirra hjóna eru nú þessi á lífi: 1. Anna, ekkja Halldórs sáluga Jönssonar, nú til veru á Isafirði. H. Þóra, ógipt, til heimilis í Skálavík í Yatnsfjarðarsveit. 3. Kristjana, ekkja Einars heitins Bjarna- sonar frá Hagakoti, nú til heimilis að Hrafnabjörgum i Ögursveit, og 4. María, ógipt. En uppkomin dóttir þeirra, Petrina að nafni, er gipt var Skarphéðni Elíassyni, sem nú er húsmaður að Garði í Skötu- firði, er látin. Eptir lát Friðgerðar konu sinnar, sem Háin er fyrir mörgum árum, bjó Ásgeir heitinn með ráðskonu, Ouðrunu Elíasdbtt- ur að nafni, og eignaðist með henni eina dóttur, sem Ouðrún heitir, og gipt er _Þórarni Einarssyni, húsmanni á Látrum. Á yngri búskaparárum sínum,varÁs- geir sálugi Kristjánsson í tölu efnaðri búanda í Yatnsfjarðarsveit. — Fiskur gekk ;þá lengra inn í Djúpið, en nú gjörist og ihafði Ásgeir heitinn þá all-mikinn báta- útveg frá Látrum, og átti opt mikinn afla. — Hafði hann formenn á bát- um sínum, en stundaði eigi formennsku sjálfur nema þá helzt að vorinu. — Land- bóndi var hann og all-gildur, meðan er hagur hans stóð í blóma. — En á efri .árum hnignaði efnahag hans mjög, ekki 'SÍzt eptir það, er hann varð fyrir þvi ó- happi, að bæjarhús hans á Látrum brunnu. — Reisti hann þá bæjarhúsin nokkru síð- ar að nýju, og hólt áfram búskap að Látr- um, unz hann brá búi árið 1904. Mörg síðustu ár æfinnar var hann blindur, og var þá orðinn mjög ellihrumur. 17. apríl þ. á. andaðist i Reykjavik skipherra Sigurgeir Bjarnason frá Isafirði, á 43. aldursári. — Hann var fæddur að | Engidal í Skutilsfirði 3. okt. 1864, og voru foreldrar hans Bjarni Jónsson í Engi- dal, og kona hans, Herdís Jónsdóttir. — Sigurgeir sálugi ólst upp í Engidal, en kvæntist á Isafirði 2. nóv. 1889 eptirlif- andi ekkju sinni, Ólínu Ólafsdóttur, og varð þeim alls 7 barna auðið, og eru nú að eins fjögur þeirra á lífi: 1. Helga, 17 ára. 2. Hrefna, 15 ára. 3. Bertel, 12 ára, og 4. Sigurgeir, 10 ára. Sigurgeir heitinn var bátaformaður í margar vertíðir, og all optast í tölu afla- sælustu formanna við Isafjarðardjúp. — Þilskipaformaður var hann og nokkurum sinnum. Hann var yflrleitt dugnaðar- maður til lands og sjávar, meðan er heils- an entist. — Hann var og maður all-vel greindur, en naut sín sjaldnast tíu síð- ustu ár æfinnar, sakir heilsuleysis. — 29. maí þ. á. andaðist í Isafjarðarkaup- stað skipherra Albert Brynjólfsson, frekra 43 ára að aldri, fæddur að Bæ í Súganda- firði 5. des. 1863. Foreldrar hans voru: Brynjölfur Jónsson, er bjó að Botni, en síðan i Bæ í Súgandafirði, og kona hans Málfríður Guðmundsdóttir, bónda að Laug- um í Súgandafirði, Úlfssonar. — Þegar Albert sálugi Brynjólfsson var tíu ára, missti hann föður sinn, er drukkn- aði, við sjötta mann, í des. 1873, á ferð frá Flateyri í Önundarfirði til Súganda- fjarðar; en móðir hans giptist síðan apt- ur Tómasi heitnum Eiríkssyni, og með þeim fluttist Albert sálugi til ísafjarðar, rúmlega tvítugur, og dvaldi hjá þeim, unz hann 1. nóv. 1891 kvæntist eptirlifandi ekkju sinni, Sæmundínu Messíönu Sœmunds- dóttur, og var þeim alls ellefu barna auð- ið, og eru sjö þeirra á lífi, hið elzta 12 ára, en hið yngsta á fyrsta ári. Albert heitinn Brynjólfsson var stak- ur dugnaðar- og fyrirhyggjumaður. — Hann stundaði báta-útveg við Isafjarðar- djúp, og var einnig öðru hvoru þilskipa- formaður, enda sjálfur eigandi þilskipsins „Friða“, og meðeigandi í þilskipunum „Racilíau og „Chatie“, og lánaðist hon- um vel, bæði formennska á opnum bát- • um, og skipstjórn á fiskiveiðaþilskipum. • Ráðdeildarmaður var hann og mikill, og ] var þvi all-vel sjálfstæður í efnalegu til- j liti. Síðustu sex ár æfinnar þjáðist hann af veiki þeirri, berklaveiki, er loks olli dauða hans, og má að Albert sáluga telja mikinn mannskaða, á bezta aldri. Síðla í maimánuði þ. á. andaðist í Pat- reksfjarðarverzlunarstað skósmiður Quðm. Davíðsson, rúmlega tvítugur. — Banamein hans var berklaveiki. 27. s. m. missti Björn kaupmaður 01- sen á Patreksfirði son sinn, Magnús, á 3. ári. 20 tíu þúsundir sterlingspunda, en allar aðrar eigur mínar, í föstu og lausu, skulu ganga til Lauru Fenton, dóttur minn- ar, eða, só hún dáin, til þess ættingja míns, sem næstur «r að skyldleika“. Þegar þetta var lesið upp, spratt James le Breton upp úr sæti sínu, og mælti: „Alveg er jeg nú hissa! Dóttir hans, Laura Fenton! Jeg hefi eigi vitað betur, en að frænka mín, sem var svo lagleg, sé dáin fyrir mörg- um árum“. Friðrik, sem aldrei hafði heyrt þess getið, að til hefði verið manneskja, er hét Lauia Fenton, varð eigi sið- ur forviða, stóð, sem steini lostinn, og mælti eigi orð frá munni. „Hvar kvennmaður þessi á heima, veit eg alls ekki“, mælti hr. Breffit. „Þegar umsjónarmaðurinn sýndi mér rþann heiður, að láta mig semja arfleiðsluskrá sína í tyrsta skipti, var Laura, dóttir hans, löngu gipt, og ánafnaði hann henni þá ekki eins eyris virði, og minntist naumast á hana. — Annars staðar heyrði eg á hinn bóginn, að oinka-dóttir umsjónarmannsins hefði fyrir rúmum tólf ár- gengið að eiga söngkennara sinn, gegn vilja föður sins, ■og farið með honum til Nýja-Sjálands, og þar er hún að líkindum enn þá, ef hún er á lífi“. „En hvernig í dauðanum förum við nú að hafa upp á henni?“ mælti James le Breton, og svaraði þá hr. Bref- fit: „Til þess eru blöðin, virðulegi vinur“. Rectorinn, sem setið hafði þegjandi, gat þess nú, að sór finndist það mjög eðlilegt, að föðurástin hefði vakn- að hjá umsjónarmanninum, er hann lá fyrir dauðanum, þó að hann hefði áður verið ósáttur við dóttur sína. Hr. Breffit var á anriari skoðun; en eigi urðu svo 17 hálfgerðum styttingi, og Williams lét einnig á sór heyra, að honum þætti þetta illa farið. Friðrik íhugaði nú málið stundarkorn, og sagði síð- an: „Jeg sé, að þið hafið eigi getað breytt öðru vísi, en þið gerðuð, og þykir mér illa farið, að dr. Drysdale hefir símritað til mín, fyr en hann gerði. Hann spurðist nú fyrir um veikindi föðurbróður síns og settist svo að morgunverði, því að matarins getum vór mennirnir eigi verið án, hvað sem ábjátar. En er hann hafði matazt, gekk hann inn i svefn- herbergið, til þess að sjá lík föðurbróður sins, og líta á- sjónu hans í síðasta skipti. Enda þótt föðurbróðir hans hefði aldrei reynzt hon- um, sem vinur, né verið trúnaðarmaður hans, hafði hann þó aldrei verið eins hræddur við svip hans, einsogýms- ir aðrir voru. Hann hlaut og jafnan að minnast þess, að honum átti hann allt að þakka, og mundi hann enn glöggt ept- ir deginum, er hann kom til hans i fyrsta skipti, er hann var fimmtán vetra gamall drengur. Föðurbróðir hans tók hann þá að sér til uppeldis, og lofaði að annast hann, ef hann hegðaði sér vel. Hann var þá munaðarlaus, og átti engan annan að á jörðinni. Faðir hans, sem var kaupmaður, hafði orðið fyrir öhöppum, og dó af hjartaslagi sama daginn, er gjaldþrota- skipti á búi hans voru auglýst í blöðunum. Umsjónaranaðurinn, er eigi hafði skipt sér neitt af bróður sínum, eptir að hann varð kaupmaður, með því •að hann hafði ófeeit á kaupmannastéttinni, og taldi bróð- >ur sinn því hafa gjört of lítið úr sér, tók einka-son hans

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.