Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1907, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.06.1907, Blaðsíða 2
118 Þjóðvil.tinn. og skoðunum. Og því undarlegra er það, að þetta skuli koma frá „Lögréttu“-mönn- um, sem eru raemdir um allt landið fyrir hringl og skoðanaskipti. Ekki breytti þingmaðurinn heldur út af þeirri megin- reglu flokks sins, að vera sem óákveðn- astur, og sem dæmi má nefna, að hann minntist ekki einu orði á ríkisráðssetu ráðherrans, som þó virðist eitt af aðal- ágreiningsefnum manna hór. Er hann j hafði lokið ræðu sinni, las hann upp svo j hljóðandi tillögu: „a. Fundurinn telur rétt, að konungur skipi menn, er alþingismenn tilnefni, helzt af öllum flokk- um, í millilandanefnd til þess að íhuga sam- bandið milli íslands og Danmerkur, og undir- báa og koma með tillögur ura sambandslög. b. Fundurinn vill, að þjóðinni gefist kostur 4, að láta vilja sinn 1 Ijósi við nýjar kosningar um þær tillögur, sem gerðar kunna verða, áður en þær eru lagðar fyrir alþingi. c. Fundurinn vill, að leitað sé samkomulags á þeim grundvelli, að ísland sé frjálst sambands- land, að sem fæst mál séu sameiginleg og að löggjöf í þeim málum sé þannig báttað, að , það eitt verði að lögum hér á landi, sem al- þingi samþykkir. d. Fundurinn telur nauðsynlegt, að í væntan- legum sambandslögum séu skýr og hagfelld ákvæði, er tryggi rétt íslands, ef ágreining- ur rís um, hvað séu saraeiginleg mál og hvað sérrnál11. Eptir þetta urðu fjörugar umræður um sambandsmálið og tóku þessir til máls, er studdu blaðainannaávarpið: Björn Jóns- son, Einar Hjörleifsson, Magmís Blöndal og Benedikt Sveinsson. A móti töluðu: Jón Ólafsson, Hannes Hafstein, Lárus i Bjarnason og G. Björnsson. Einkum virt- ist oss Einar Hjörleifsson tala vel og skynsamlega. Öllum þeim skeytum, sem hann fókk frá mótstöðumönnunum skaut hann aptur, svo þau urðu skeinuhættari og hinir fengu hina mestu sneypu af. Ráðherra Hannes Hafstein talaði, þótt leitt só frá að segja, miku líkara því, sem reiðum götudreng sæmdi, en æðsta em- bættismanni landsins. Magnús Blöndal snikkari bar fram svo hljóðandi tillögu: „Fundurinn krefst þess, að væntanlegur sátt- máli um samband íslands og Danmerkur byggist á þeim grundvelli einum, að ísland sé frjálst sambandsland Danmerkur og hafi fullt vald yfir öllum sínum málum og haldi fullum fornum rétti sínum samkvæmt „Gamla sáttmála11, en mót- mælir harðlega allri sáttmklsgerð, er skemmra fer. Sjálfsagða afleiðing af þessu telur fundurinn, að íslenzk mál verði ekki borin upp fyrir konungi f rísisráði Danal‘. I sambaDdi við sjálfstæðismálið talaði Guðm. Finnbogason um íslenzkan fána, þótt ílla gengi að fá leyfi til þess hjá fundarstjóra. Hann veifaði íslenzkafán- anum og Krítarfánanum, svo að menn sæju mismuninn, var þá Jón Ólafsson, sem hefir haldið þessari markleysu fram í allan vetur mjög að athlægi, en höfðingjarnir á fremsta bekknum urðu hljóðir við. Guðm. las upp þessa tillögu: „Fundurinn telur sjálfsagt, að ísland hafi sérstakan fána og fellst á tillögu stúdentafélags- ins um gerð hans. Klukkan að ganga tvö var farið að gaKga til atkvæða. Atkvæði fóru svo, að allir liðir, sem voru bornir undir at- kvæði, í tillögu Guðm. Björnssonar, voru felldir, en tillaga Magnúsar Blöndals var samþykkt með mjög miklum atkvæða- mun. Eptir þessi úrslit fóru helztu paurarn- arnir úr stjórnarliðinu af fundi. Þá heimt- uðu fundarmenn, að borin yrði upp fána- tillagan, en því neituðu bæði fundarstjóri og þingmenn. Fundarmenn kuDDU þvi ílla sem von var, að þeir fengju ekki að greiða atkvæði um málið, sem búið var að ræða, en þingmennirnir stóðu fastir á ætlun sinni. Kvað svo ramt að, að Guðm. dyr, ef þeir færu ekki eptir vilja þingmanna, en loks lét Tryggvi gamli þó undan og kom jafnframt vitinu fyrir Guðmundi og var fánatillagan þá borin upp og samþykkt með öllum þeim atkvæðum, er greidd voru. Ýids önnur mál voru tekiri til umræðu, þar á meðal kirkjumálið. I því máli hallaðist fuhdurinn að aðskilnaði ríkis og kirkju. Almennan kosningarótt karla og kvenna vildi fundurinn hafa. Að lok- um var samþykkt tillaga frá Birni rit- stj. Jónssyni, að skora á þingið að hafa taumhald á stjórninni, að hún ekki sökkvi landinu í botnlausar skuldir. Þessi urðu úrslit fundarins og mun þeim verða tekið um land allt með gleði. Ritsímaskeyti til „Þjóðv.“ Kaupmannahöfn 18. júní, kl. tí e. h. Rússland. Kíkisþingið rússneska var rofið á sunnu- daginn var. Meiri hluti þingsins hafði neitað að framselja þegar í stað 16 jafn- aðarmenn, en vísað málinu í nefnd. Eng- ar óspektir þó á Rússlandi. Noregur. Stórþingisnefnd mælir raeð 10,000 kr. styrk til gufuskipaferða frá Noregi til íslands og Færeyja, sjö ferða á ári. Mun verða samið við Wathnes-erfiDgja. Danmörk. Konungshjónin dönsku snúa heimleið- is frá Parísarborg á morgun. Konungur stendur við 3 daga i Færeyjum. K.höfn 19. júni, kl. lx/2 e. h. Hæztiréttur hefir staðfest aukaróttar- dóm Akureyrar í máli Lárusar H. Bjarn- arsonar gegn Einari Hjörleifssyni. Meið- yrði dæmd dauð og marklaus. Málskostn- aður 300 kr., sekt BO kr. K.höfn 20. júní, kl. B e. h. Yínyrkja-óeirðirnar á Suður-Frakklandi eru orðnar byltingarkenndar. Barizt með strætavirkjum í Narbonne og Montpellier. Margir sárir. Barizt á göium í Lissabon i gærkveldi út af alræðismennskunni. Tveir menn féllu og margir særðust. (Ir Súgandafh'ði (Vestur-ísafjarðarsýsluj eru holztu fréttir þossar 13. júní þ. á.: Síðan á páskum 'nafa vélabátarnir saltað fisk úr 80 XXI., 30. tn.,eða því sem næst, og auk þess fengið nokkuð af steinbít og heilagfiski. — Úr Súgandafirði ganga nú alls 8 vélabátar, og eru 5 þeirra úr Súganda- firði. 2 úr Önundarfirði, og einn úr Dýrafirði. — Á róðrarbáta er aflinn mun minni, enda var tregt um afla framan af vorvertíðinni, en á hinn bóginn prýðisgóður afli í júní. lleybirgðir voru nægar yfir veturinn, svo að fénaður gekk vel fram. Á yfirstandandi vori andaðist hér í hreppi fíissnr Þorml(l8son í Selárdal, ókvæntur maður, um tvítugt. — Hann var á þilskipi, og sýktist þar af lungnabólgu, og var lagður veikur á land. — Gissur sálugi var talinn meðal efnilegustu manna þar í hreppi, og hafði, meðal annars, afl- að sér nokkurrar þekkingar í tungumálumfdönsku og enskuý Frú Patreksfirði eru þessar fréttir 11. júní síðastl.: Frá Patreks- fjarðarverzlunarstað ganga nú alls ellefu þil- skip til fiskiveiða. og var aflinn orðinn öllu betri en í fyrra um sama leyti. — Á opna báta byrjaði aflinn um hvítasunnu, og hæztur afli í verstöð- um í Patreksfirði, og í Tálknafirði, orðinn úr 10 tn. af salti. Nýja kirkjan á Patreksfirði var vígð á hvíta- sunnunni. Tveir vélabátar frá Esbjærg á Jótlandi stunda | nú fiskiveiðar frá Patreksfirði, og von á fjórum í viðbót. Afmæli Jóns Sigurðssonar og ísfirðingar. Afmælis Jóns Sigwrðssonar var minnst á Isa- firði á þann hátt, að fánar blöktu á stöngum. — Höfðu 24 dregið nýja islenzka fánann á stöng, en 10 fálkamerkið, en danski fáninn blakti á húsum þriggja stórverzlana, og enn fremur á húsi eins borgara. Um kvöldið flutti ritstjóri Jónas Quðlaugsson fyrirlestur um Jón Sigurðsson, og Guðm. skáld Guðmundsson Ias upp kvæði, er hann hafði ort. Próf i lögum hafa Sveinn Björnsson, ritstjóra, og Sigurjón Markúaaon tekið með II. einkunn betri. Fyrri hiuti lagaprófs hafa þeir tekið, Bjórn Þórðarson eptir bráða- byrgðarákvörðununum, með góðri II. einkunn, eptir nýja laginu Sig. Lýósson með I. einkunn, og Gruðm. Guðnmndsson með II. einkunn. Fyrri hiuta í læknisfroeði befir Vald. Erlendsson tekið í Kaupmannahöfn með I. einkunn. Embættlsprðfi við lfleknaskólanu hafa þeir lokið Váld. Steffensen með I. einkunn og Gmðm. T. Hallgrímsson með II. einkunn. Þeir eru báðir Reykvíkingar. Heimspekispróf við Hafnarháskóla hafa þeir tekið, Magnús Gíslason og St. Sch. Thorsteinsson með ágætiseink- unn, .Jóhannes Jóhannessen og .Tón Sigurðsson með I., Pétur Jónsson með II. einkunn. Fjúrkláðinn er að koma upp á ný. í Stardal í Mosfells- sveit hefir kláða nýskeð orðið vart í tveim hrútum aðfengnum. Ennfremur hefir frétzt um fjárkláða af Langanesi og fé hofir verið smalað þar úr afrétt til böðunar. Vonandi er, að þeim fjár- kláðaleifum verði útrýmt, sem enn kunna að finnast hér á landi, því að ofmiklu fé hefirver- ið varið til þess máls, ef árangurinn verður Iftill eða enginn. Mannalát. 9. júní síðastl. andaðist að Kleifakoti í Vatnafjarðarsveit í Norður-ísatjarðar- sýslu Asgeir Kristjánsson, Þórarinssonar, Halldórssonar. — Hann var fæddur að Látruin i Vatnsfjarí'arsveit, og átti þar jafnan heimili, unz hann fluttist að Kleifa- koti árið 1904, og mun hann hafa verið nálega hálf-áttræður, er hann andaðist.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.