Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.08.1907, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.08.1907, Blaðsíða 3
XXI. 36.- 37. Þjóðviljinn 143 fæddur 1852, og kom til rikis 1864. — EÍDkasonur hans, I-Tschak að nafni, fædd- ur 25. marz 1874, er nú tekinn við rík- ússtjórninni. — Aðal-orsökin til þess, að I-Höng varð að sleppa völdutn, kvað vera -óánægja Japansmanna yfir þvi tiltæki Xoreu-manna, að vilja hafa fulltrúa á frið- arþinginu i Haag. — Sendimenn höfðu Koreu-menn einnig sent til Bandaríkjanna, til þes9 að leita liðsinnis gegn yfirgangi ■JapaD9manna, sem telja sig yfirdrottna landsins, og vilja þar öllu ráða, svo að | keisarinn i Kowu, og ráðaneyti hans, fær I í raun og veru mjög litlu ráðið. — Jap- | anar hafa og flutt hópum saman til Kor- j eu, og kvarta Koreu-menn undan, að þeir hafi víða farið með ránum. — En ekki vildi stjórn Bandamanna veita sendinefnd j Koreu-manna neina áheyrn. Fjöldi manna í Koreu undi því ílla, er keisari lagði niður völdin, og réð múg- urinn á höll forsætisráðherrans, og brenndi hana, sem og skemmtibústaði tveggja ann- ara ráðherra. — Japanskir lögreglumenn reyndu að skakka leikinn, og biðu 10 þeirra bana, en 30 urðu sárir; en hve maigir af Koreu-mönnum hafa beðið bana í uppþoti þessu, hefir ekki frétzt. — — Indland. Soldáninn í Bali réð sér ný :skeð bana í kvennabúri sínu, og nokkrar af konum^hans. — Hafði hann orðið o- sáttur við Hollendinga, er lönd eiga í ná- grenninu, svo að þeir bjuggust að senda herlið gegn honum, og sá hann þá sitt óvænna. grcgnir frd alþingi. v. Um dánarskýrslur. í neðri deild hafa: G. BjörnssoD, Ól. Thorlacius og JÓd Magnússon borið fram frv. um dánarskýrslur, þar sem svo er mælt fyrir, að í kirkjusóknum, er læknir býr í, megi prestur ekki jarðsetja lík, fyr en hann hafi fengið dánarvottorð frá lækni þeim, er stundaði hinn látna í banaleg- unni, og lætur læknir vottorðið í té ó- keypis; en hafi enginn læknir séð hinn látna í banalegunni, skal innan sólarings frá andlátinu sækja héraðslækni, eða ann- annan löggildan iækni, til að skoða líkið og semja dánarvottorð, og skal greiða lækni 1 kr. fyrir vottorðið, auk ferðakostn- aðar, og dagpeninga, ef í sveit er, sem venja er til. — í dánarvottorðinu skal til- greina nafn bins látna, heimili, stöðu dauðadag, dauðaár og dauðamein. Þá er prestur jarðsetur lík í kirkju- sókn, þar sem enginn læknir býr, skal hann, auk venjulegra atriða (nafns, aldurs, dánardags og greftrunardags) færa í kirkju- bókina dauðamein hins látna, eptir þeim upplýsingum, sem hann getur bezt feng- ið. Aukning hlutafjár^íslandsbanka. Lárus H. BjarnasoD ber fram frv. í neðri deild um aukning á hlutafé í ís- landsbanka upp í 5 millj. króna. Veitingar áfengra „drykkja á skipum. Frumvarp, sem^Aug. Flygenring ber fram í efri deild,^ter því fram, að á skip- um, er koma hér við land, eða gangi meðfram ströndum landsins, eða innfjarða megi veitingar áfengra drykkja fyrir borg- un ekki eiga sér stað, meðan skipið ligg- ur i höfn. — Akvæði þessa nær þó eigi til útleDdra skemmtiskipa, eða annara ferðamannaskipa. Löggilding verzlunarstaða. Frv. um löggilding verzlunarstaðar að Tjaldarnesi í Yestur-ísafjarðarsýslu (i Auð- kúluhreppi), flytur í neðri deild Jóhannes Ólafsson og St. Stefánsson, þm. Eyf. Síra Sig. Jonsson flytur í efri deild frv. um löggilding verzlun6rstaðar að Ey- steinseyri við Tálknafjörð, og annað um löggilding verzlunarstaðar að Króksfjarð- nesi í G-eiradalshreppi. Sporbraut milli Skerjafjarðar og Reykjavíkur. I neðri deild flytja Stefán Stefánsson, þm. Skagf., Jón Jónsson og Árni Jóns- son frumvarp um heimild, til að leggja sporbraut milli Skerjafjarðar og Reykja- víkur, og til að setja reglugjörð um notk- un hafnar í Skerjafirði. Heimild þessi er ætlast til, að veitt sé hlutafélaginu „Höfn“, sem þeir augn- læknir Björn Ólafsson og póstmeistari Sig. Briem standa fyrir. Glegn fullu endurgjaldi frá félaginu skal sérhver, er hefir eignarrétt, eða önnur réttindi yfir landi því, sem spor- brautin verður lögð um, vera skyldugur til þess, að láta af hendi við félagið svo mikið af réttindura þessum, eða eign, sem 56 * 'hvort það er ekki eins heppilegt fyrir mig, sem er karl- maður, að vera knúður til að starfau. „Sama sagði Drysdale rector við mig; en það er sann- færing min, að þið segið þetta báðir að eins í því skyni, að hughreysta mig“. Laura varð nú brátt í betra skapi, og fór að inna Friðrik eptir ýrnsu um hans hagi, og fór þá svo, að hann trúði henni fyiir því, hve hrifinn hann væri af Susie Moore. „Þér megið ekki láta hugfallast“, mælti hún. „Hvern- ig getur unga stúlkan vitað, að þér elskið hana. ef þér ■segið henni ekki frá þvi. — Þyki henni vænt um yður, ■bíður hús yðar fúslega í nokkur ár. — En vilji hún það ekki, þá er yður engin eptirsjá að henniw. „Hún á bæði föður og stjúpmóður“, svaraði Frif'rik. „Þvættingur! Mætti ekki gabba þau dálítið? Skyldi það vera nokkur synd?“ „í hennar augnm óetað“. „Sé ekki meira í hana spuDnið, þá — —; en það er líklega bezt, að jeg þegi, þar sem jeg þekki hana alls -eigi. — Þér kynnið okkur ef til vill síðar við tækifæri. — En jeg býst nú reyndar ells ekki við þvi, að mér get- ist vel að henniu. „Hvers vegna?u spurði Friðrik, og komu hrukkur í ennið á bonum. Frú Fenton hló. „Jeg er afar-öfundsjúk, og vil ein ráða öllu, að því er snertir hag þeirra, sem jeg þekki, og held ofur-lítið upp á. — Þetta er galli, sem jeg hefi reynt að losna við, en ekki tekizt. — Nú lízt mér ágætlega á yður — þér takið þvi eigi illa, þó að jeg segi yður það Ihreinskilnislega —, því að það er lunderni mitt, að segja 45 „En þér hafið alls ekki breytzt“. mælti hún. „Þér eruð alveg eins og þegar eg sá yður siðast. Þér virðiat alls ekki hafa elztu. „Jú, ellilegri er jeg“, svaraði rektorinn brosandi, „og var eg þó að vísu gamall maður, þegar þér Ivoruð hér síðast. — En þér voruð þá ung stúlka, og gátuð því eigi dæmt um aldur annara“. „Já, þá var eg ung, en — nú er blómatíðin löngu liðinu. „Það megið þér ekki segja, Laura. — Þér eruð enn fögur, og álitleg. — Mér er óhætt að segja það, þar sem jeg er kominn á karla-aldurinn“. Drysdale horfði framan í hana, og brosti, er hann mælti þetta. „Þér megið ekki horfa svona framan í mig, né held- ur tala, eins og þér gerið“, mælti Laura. „Mér er ílla við allt smjaður, og megið þér ekki gleyma, að jeg er orðin þrítug. — En að jeg sýnist enn halda mér nokk- urn veginn, stafar af þvi, að jeg vel mér fatnaðinn, sem bezt hentar“. Garr.li maðurinn hló. „Alveg eins og ígamladaga“, mælti hann. „Þá var það líka viðkvæðið, ef einhver sagði, að þér væruð lagleg, að hann segði það ekki í einlægni. — Munið þér ekki enn, hve reið þérurðuð, og stöppuðuð með fótunum, er eg hældi rödd yðar einhverju sinni?“ „Þér voruð þá slæmur spámaður, þvi miður“, svar- aði hÚD. „Rödd mín hefir aldrei reynzt mér sá fjársjóð- ur, er þér spáðuð, að hún myndi reynazt mér; en á hinn bóginn á eg það þó henni að þakka, að eg hefi eigi þurft

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.