Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.08.1907, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.08.1907, Blaðsíða 5
Þjóð yilIjinn’. 145 XXI., 86.—37. Sama verðlag mun og vera í' öðrum verzlun- arstöðum á Vesturlandi. Sjálfsmorð. Skipasmiður Gnðm. Sigurðsson fyrirfór sér i Bolungarvík í Norður-ísafjavðarsýslu í júlímán. síðastl. Hann hafði sofið einn í húsi, ogfannst örendur um morguninn, hafði skorið sig á háls. — Hann mun hafa verið um fimmtugt. f Skáldið Benedikt Oröndal andaðist í Heykjavík aðfaranóttina 2. ág. síðasil — Hann varð áttræður á síðastl. hausti. — Jarðarför hans fer frarn í Keykjavik miðvikudaginn 14. ágúst. Helztu æíiatriða hans verður siðar get- ið í blaði voru. Mannalát. 12. júlí þ. á. andaðist að heimili sinu Þiugeyri i Yostur-Isafjarðarsýslu, eptir margra ára þunga sjúkdómslegu, Bjarni Björnsson, fæddur að Kletti í G-ufudals- sveit 13. ág. 1835. — Foreldrar hans, er þá bjuggu að Kletti, voru Björn hrepp- stjóri Arnfinnsson og Margret Jönsdottir. Dóu bádir foreldrar Bjarna heitins í sept. 1846, og ólst Bjarni siðan upp i Kvíg- indisfirði, unz hann fluttist til Flateyjar á Breiðatirði, er hann var um tvítugt, og var þá um hríð vinnumaður hjá Sigurði kaupmanni Jbnssyni og Brynjölfi stúdent Benediktssyni, og var þá í röð gildari verk- manna, að þvi er sjómennsku snerti, og aðra vinnu. Arið 1863 fluttist Bjarni heitinn Björns- j son aptur i Gufudalssveitina, og kvænt- j ist, þar sama árið eptirlifandiekkju sinni, = Valgerði, dóttur síra Þorsteins Þbrðarson- ar í G-ufudal, og varð þeim hjónum alls 4 barna auðið, og eru 3 þeirra á lifi. — Árið 1874 fluttust þau að Söndum í Dýra- firði, en 1879 að Þingeyri, og settust þar að í húsmennsku, og dvöldu þar jafnan siðan. Mörg síðustu ár æfinnar var Bjarni sálugi vanheill, og rúmfastur sjö síðustu árin. „Hann var maður vel greindur“ — er blaði voru ritað — „og hafði mik- inn áhuga á landsmálum, og öllu, er til framfara horfði, enda þótt líkamskraptar hans væru með öllu að þrotum komnir. — Vinfastur var hann, og þéttur fyrir, gætinn og stilltur í orðum og gjörðum, enda vel látinn af öllum, sem eitthvað kynntust honum“. — — — Hinn 9. júní siðastliðinn andaðist að heimiii sínu, Leifsstöðum í Svartárdal, bóndinn þar, Ouðmundur Guðmundsson, 49 ára að aldri, úr krabbameini í mag- anuip. Faðir hans er Ouðmundur Jönsson, bændaöldungur þessarar sveitar, alþekkt- ur elju- og atorkumaður, og bóknámsmað- ur langt fram yfir það, sem almenntgjör- ist. — Hann lifir enn, nú nær áttræður að aldri, og er i Hvammi hjá Sigurði syni sínurn, óðalsbónda þar. — Gruðmundur heitinn hafði að erfðum tekið fjör og starfsþol föður síns, og varð honum drýgra, en þó nokkrar krónur hefði verið. Eptir ekki mjög margra ára bú- skap var hann orðinn vel sjálfstæður efna- lega. — Hann var lagtækur maður, bæði á tré og járn, og nærfærinn bæði við menn og skepnur, enda fékkst hann við lækning- ar hin siðustu ár æfi sinnar. Þráttfyrir einyrkjans annriki var hann boðinn og búinn, að gjöra hvers manns kvöð, er til hans leitaði. — Þetta tvennt: áhugi hans á því, að sjá sér og sínum farborða — og hjálp- fýsi hans við aðra, gjörði hann mjög nýt- an félagsmann, og eink&r vinsælan meðal nágranna og sveitunga. Að honum er því mikill mannskaði. — Guðmundur heitinn lætur eptir sig konu og þrjár dætur í æsku. — K. 4. júlí síðastl. andaðist í Isafjarðarkaupstað, eptir tveggja mánaða legu Jens Kristján Jensson, rúmlega tvítugur, fæddur að Berjadalsá í Snæ- fjallahreppi 17. nóv. 1886. — Foreldrar hans voru: Jens, sonur Kristjáns, járnsmiðs á ísafirði (f 1898) og Mtxría Aradottir. húsmanns Magnússonar við Berjadalsá. — Jens sálugi hafði alizt upp hjá afa sínum á ísafirði, siðan hann var á 4. ári, — Síðustu 5—6 ár æfinnar var hann mjög heilsutæpur,og var hanamein hans nýrnaveiki. — Hann var ókvæntur og barnlaus. — 9. s. m. andaðist í sjúkrahúsinu í ísafjarðar- kaupstað Páll formaður Samúelsson, 23 ára að aldri, fæddur 1884. — Foreldrar hans voru: Samúel húsmaður Halldðrsson á Naustum og kona hans Sígríður Pálsdóttir, sem hæði eru dáin. — En systkini Páls, sem lifa, eru: Halldór og Krist- ján, báðir ókvæntir, Rannveig, gipt verzlunarst.jóra Jóni Hrobjartssyni á ísafirði, og Sigríður, sem enn or í æsku Páll sálugi var efnilegur maður, einkar lag- inn til allra sjóverka og duglegur formaður á 54 „En hann heldur á leikhúskíki“, mælti hún enn fremur. „Skyldu þau ætla i leikhúsið? Er nægur tími til þess enn þá?u Friðrik neitaði þvi. „Þá förum við þangað öðru sinni. En hvað eigum við nú að gjöra. — Jeg sé á yður, að þór viljið gjarna reykja. Eigurn við að aka stundarkorn, þar sem heitt er í veðri i kvöld?“ Friðrik hrissti höfuðið. „Það fer Daumast vel á því“, mælti hann brosandi. „Viljið þór þá koma heim með inér? Eða skyldi líka fara miður vel á því? Imyndið þér yður, að fólkið í gistihúsinu tæki til þess, ef þór sætuð hjá mór i 1—2 kl.tíma, og reyktuð vindil?“ „Ekki býst jeg við því, þar sem við erum svo ná- skyldu. „Það erum við auðvitað! En því er nú reyndar opt brugðið við. En er ekki róttast, að við látum það þá fara, •sem fara vill?“ Friðrik samþykktist því, þar sem honum þótti hún skemmtileg. — En er þau voru nýlega komin til gisti- hússins, brá svo vid, að frú Fenton gjörðist allt í einu hljóð, og alvörugefiD. „Þór megið ekki spyrja mig um líðan mína i Syd- ney!“ mælti hun. „En sögu mina skuluð þér þó fá að að heyra seinna“, bætti hún við. „Maðurinn minnu, mælti hún enn fremur „drakk sig í hel, og þá er sagan í raun og veru sögð. — Hefði liann verið þrekmeiri, en hann var, hefði hann getað unnið sér inn mikið fé, þvi að hann var ágætur söngkeDnari, og 47 vandræðum, þar sem hann hefir tekjur, sem hann getur vel komist at með, sé hann ekki of harður í kröfum, enda er bann ungur, og hraustur, svo að óþarfi er að vorkenna honumL. Frá FentOD virtist gera sig ánægða með skýringu þessa, og vék nú talinu að öðru. Frúin snæddi síðan morgunverð hjá dr. Drysdale, og töluðu þau þá glaðlega um hitt og þetta. „Skylduð þér ekki eiga neina gamla kunningja i Oxford, er yður þætti gaman að hitta?“, mælti Drysdale, er þau gengu samau í blómgarðinum, eptir máltíð. „Flest- ir eru líklega dánir. — Veslings konan mín er dáin fyr- ir niu árum. — En eptir einhverjum munið þór ef til vill, sem enn eru á lífiu. — Hann nefndi siðan ýms DÖfn. „Jeg man eptir þeim öllumu, svaraði frú Fenton. „En hvort þeir þekkja mig nú aptur, veit eg ekki. — Jeg var þá ung, eins og þór munið, og stúlkur komu aldrei á heimiliðu. Þetta var rétt athugað, þvi að umsjónarmaðurinn hafði eigi talið nauðsynlegt, að kvennfólk sæi um uppeldi dóttur hans. „Þér voruð eini vinurinn, sem eg átti í Oxford, hr. Drysdaleu, mælti frúin, enn fremur. „Munið þór ekki, að jig kom daglega til yðar, og söng fyrir yður? Þór vilduð helzt, að eg syngi: „II segreto per esser felice“. — Það lag kann jeg enD þá, en sýng það nú nokkuð öðru vísiu. Að svo mæltu gengu þau inn, og settist Laura þá við hljóðfærið, og söng uppáhaldslagið garala manDsins. Honum þótti mjög gaman að heyra hana syngja, en fannst hún þó syngja lagið eitthvað öðru vísi en í L

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.