Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.08.1907, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.08.1907, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (vninnst 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku doll.: 1.50■ Borgist fyrir júnlmán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. ——.— 1= Tuttugasti og UYRSTI ÁRGANGUR. =1--. =— -g**d= RITSTJÓKI: SKÚLI THORODDSEN. =l~7.-3- Uppsögn skrifleg, ögild nema komið sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mávaðar, ng kaupandi samhliða uppsóyninni horqi skuld sína fyrir blaðið. M 36. —37. Bessastöðum. 12. ÁGÚST. 19 0 7 Konungs-heimsöknin. Koma ríkisþingsmannanna. --oQo— I. Komið í land. Að morgni 30. júlí kl. f. h. lagð- ist konungsskipið nBirmau á Reykjavik- urhöfn, og fylgdu þyí herskipin „Gfeysir“, „Hekla“ og „Islands Falk“, sem og„ At- lanta“, er flutti dönsku rikisþingsmenn- ina. Kl. 8V2 f- h brá ráðherra sér snöggv- ast út á konungsskipið, og litlu síðar fór Friðrik konungur í land, og drundu þá fallbyssuskot frá herskipunum. Um kl. 9 f. h. sté konungur á land við bæjarbryggjuna. — Hafði þar safn- azt saman múgur og margmenni, og er gizkað á 6 —7 þús. manna. Fremst á bryggjunni höfðu alþingis- menn safnast saman, til þess að heilsa konungi, og bauð ráðherra hann velkom- inn með nokkrum orðum, og var þá hróp- að nifalt húrra fyrir konunginum. — Of- ar á bryggjunni hafði bæjarstjórn Reykja- víkur numið staðar, og bauð bæjarfógeti Halldór Dw ielssor konung þar velkominn, i nafni bæ|arstjórnarinnar. Þegar konunsur, og fylgdarlið hans, gekk upp bryggjuna, hoilsaði hann al- þingismönnum, ogýmsum embættismönn- um landsins, en ungar telpur, prúðbúnar, er skipað var í raðir á bryggjunni, stráðu blómum á leið hans. Á bryggjunni var sungið svo hljóð- andi kvæði, eptir sira Matth. Jochumson: Kom heill i faðrn vors fósturlands, vor fylkir kær! Þér fagnar byggð og fjallakrans, þér fagnar hjarta sérhvers manns. Kom heill í skjóli skaparans, vor SkjÖldung kær! í öðru sinni Islands snót með ástarlotning kongi mót nú hlær. Svo liðu árin þrjátiu’ og þrjú frá þeirri stund, er hingað yfir hranna-brú þinn hái faðir kom sem þú; á ný vér fylki fögnum nú, á feginsstund. Hin gamla öld nú fyrst er full, en fegri rís með vonargull í mund! Því sj-ngjum ^ér hvað sungum þá, vor sjóli hár! „Velkominn yfir Islands sjá!“ — Nú ómar blitt sú tieillaspá, að frelsið rætist Fróni á, en fækki tár. Ó Friðrik jöfur, fagur er Sá friðinn boðar! Heill sé þér! G-ott ár! Efst á bæjarbryggjunni var reistur heiðnrsbogi, og tveir minni bogar, sinn hvoru megin við aðalbogann, og voru bogastólparnir al-vafðir lyngi; en efst á heiðursboganum voru þrjár kórónur, og fyrir neðan danska ríkismerkið, ásamt fangamarki Friðrilcs konungs, gylltir staf- ir í bláum feldi. — En frá bryggjunni alla leið upp að skólabrúnni stóðu steng- ur hér og hvar, með dannebrogsfánum, og víða var stöngum, með danska fán- anum stungið út um glugga, og sérstak- lega þótti vel skreytt umhverfis Austur- völl, með fánum og smá-veifurn. Fálka- merkin sáust einnig hér og hvar. — Við skólabrúna, þar sem konungur gekk upp í latinuskólann, er honum var fengin til bústaðar, var og heiðursbogi, með kórón- um yfir. Á verzlunarhúsum Thor Jen- sen’s voru fest upp tvö spjöld, og var ritað á annað þeiira: „Velkominn kon- ungur Islendinga“. en á hitt: „Velkomn- ir þingmenn bræðraþjóðar“. — Ymsar verzlunarbúðir t. d. „Edinborg", „7hom- sen’su, vBryde’su og „Duus’a, voru og vel skreyttar að utan, sem og pósthúsið, bank- arnir, og ýms hús einstakra manna. Veður var einkar fagurt, logn og sól- mun áhrifameiri, en ella niyndi. Allir alþingismenn, sem og inúgur j og margmenni, fylgdi konungi upp að j skólabrúnni, og var öðru hvoru hrópað húrra fyrir konunginum. Kl. 10 f. h. komu ríkisþingsmennirn- ir i land, og buðu alþingismerin þá vel- komna á bryggjunni, og almenningur hoilsaði þeim með húrra-hrópum, en is- lenzkur söngflokkur söng danska þjóð- sönginn, og síðan var hrópað húrra fyrir Danmörku. Dönsku þingmönnunum var síðan fylgt til gistihúsanna „Hotel B,eykjavik“ og „Hotel Island^, þar sem þeim var ætlað- ur bústaður, og nokkru siðar, um hádeg- isbilið, settust ríkisþingsmenn og alþing- ismenn að morgunverði á „Hótel Reykja- I vík“, og landlæknir Guðm. Björnssoyi bauð j dönsku þingmennina velkomna. og svar- aði Steff'ensen, vareformaður landsþingsins, með nokkrum orðum. II. Millilandanefnd. skipuð. Skömmu eptir það, er konungur var kominn í land, skipaði hann menn í „millilandanefndina“, til þess að „rann- saka og ræða stjórnskipulega stöðu ís- lands í veldi Danakonungs“, og „taka til íhugunar, hverjar ráðstafanir löggjafar- völdin mundu eiga að gjöra, til að koma máli þossu í fullnægjandi lag“. I nefudinni eru: J. Chr. Christensen, forsætisráðherra, H. Hafstein, ráðherra ís- lands, Níds Andersen, etatsráð, Lárus H. Bjarnason, sýslumaður,, Goos, fyrrum ráð- herra, H. N- Hansen, konferenzráð, J. L. Hansen, málfærzlumaður. Jöhannes sýslu- maður Jóhannesson, N. K. Johansen, bú- garðseigandi, Steingr. sýslumaður Jhnsson, P. Chr. Knudsen, ráðmaður, Chr. Krabbe, héraðsfógeti, Madsen-Mygdal, rikisendur- skoðandi, skrifstofustjóri Jöi: Maqnfesson, H. Matzen, háskólakennari, forseti N. T. Neergaard, A. Níelsen, ríkisendurskoðandi, St. Stefánsson gagnfræðaskólakennari, A. Thomsen, fyrv. kennari, og ritstjóri Skúli Thoroddsen. Nefndinni er ætlað, að hafa lokið störf- um sínum 30. júlí 1908, og er henni veitt „heimild til þess, að fá úr öllum skjala- söfnum . . öll þau skjöl og skilríki að láni“, sem hún kann að „álíta nauðsyn- leg“, sem og til þess, að „heimta þær upplýsingar, og önnur skírteini", er hún kann að óska, „bæði beint frá stjórnar- ráðum“ kohungs, og _frá öðrum stjórnar- völdum og embættismönnum“, og að lok- um að „kveðja til viðt.als þá af embætt- ismönnum“ konungs, er nefndin vill, sem og „aðra, er fúsir mættu vera, til að ræða málið“. Formaður nefndarinnar, er danski for- sætisráðherrann, en vara for-maður ráð- herra Islands. III, Móttökuhátíð í þiughúsinu. 30. júlí kl. 2 e. h. söfnuðu3t alþing- ismenn, og ríkisþingsmenn ásamt kon- ungi, og föruneyti hans, í þingsal neðri deildar. — Sat konungur andspænis dyr- um, þar seui lorsetastóli neðri deildar er vanur að vera, og Haraldur prinz til hægri handar honum, en Christensen, for- sætisráðherra, til vinstri handar. I lestrarsal alþingis, nefndarherbergí neðri deildar, og í efri deildar salnum, var fjöldi áheyranda, konur og karlar, er boðið hafði verið. En er menn höfðu skipazt í sæti, var sunginn fyrri hlutinn af kvæðaflokki, ept- ir Þorstein skáld Gíslason, en tónskáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson í Edinborg hafði samið lagið. — Upphaf kvæðaflokks þessa er á þessa leið: Yelkominn hilmir af hafi! Hingað koin enginn kærari. Fólkið þér fagnar, Friðrekur kongur! 011 mælir þjóðin það einum róm: „Alvaldur blessi þinn konungdóm! Velkominn hilmir af hafi!tt Lörig skilur lönd leið. Yfir sund hönd tengist hönd. Heill stíg á grund Friðrekur áttundi! Yelkominn ver! „Velkomion“ hvervetna mæti þér hér. Velkominn hilmir af hafi!

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.