Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.09.1907, Qupperneq 2
170
Þ JÓB VIL.TINN.
XXI., 43
Kaupmarmahöfn 5. sept. 1907.
Trá Noregi.
Tónskáldið Edvard Grieg andaðist i gær
1 Bergen.
Danmörk.
Yerkfall trésmiða heldur enn áfram,
en líkur til þess, að samningar takist.
Alexandra, Bretadrottning, og Dagmar,
keisaraekkja, eru væntanlegar til Kaup-
mannahafnar á morgun, en Georq, Grrikkja-
konungur, 7. sept.
Trá Maroeeo.
Enn er barist í Casablanca. í orustu
3. sept. féllu 7 af Frökkum, en 18 urðu
sárir. — Af Marocco-mönnum féll margt
manna.
Norðurför.
Mælt er, að skip Michélsen’s, norður-
fara, hafi farizt. — I febrúar lagði Mic-
helsen af stað frá skipinu, ásamt tveim
fylgdarmönnum, og héldu norður á leið
á hundasleðum, og hefir ekkert til þeirra
spurzb siðan. — Nokkrir af hundunum
eru þó komnir aptur.
jiregnir frd alþingi.
IX.
Þingsályktunartillögu
flytnr Þór. Jónsson í efri deild, þar sem skor-
að er á stjórnina, að selja þrjár þjóðjarðir, sem
kaupsbeiðendum hefir þótt stjórnin halda i of
hku verði. Tlutningsmaður vill, að jarðirnari
sem allar eru i Húnavatnssýslu, séu seldarmeð
þessu verði: Sveinsstaðir fyrir 2700 kr.,Kornsá
fyrir 4500 kr., og Brúnastaðir fyrir 2200 kr.
Aukning hlutafjár íslandshanka.
Við 3. umr. málsins í neðri deild 2. sept., var
borin fram breytingartillaga við frumvarpið þess
efnis, að noti bankinn heimildina, til að auka
blutafó sitt um 2 millj. króna, greiði hann 15°/0 af
árlegum arði sínum i landssjóð (í stað 10°/0), eins
og arðurinn er, þegar hluthafar hafa fengið 4°/0.
Tillaga þessi var felld með 15 atkv. gegn 7. j
Prestainálanel'nd
neðri deildar lagði það til, að frv. um sölw kirkju- I
jarðn, um lán úr lamissjoði til byggingar íbúðar- '
húsa á prestssetrum, um umsjón oq fjárhald kirkna, !
um skyldu presta, til að kaupa ekkjum sínum llf- j
eyri, um veiting prestakalla, og um ellistyrk presta j
ag eptirlaun, yrðu samþykkt óbreytt, eins og þau
komu frá efri deild, eða með óverulegum breyt-
ingum.
Að því er frv. um skipun sóknarnejnda og her-
aðsnefnda snertir, vill nefndin á hinn bóginn
breyta því í það horf, að sóknarnefndin hafi inn-
heimtu sóknartekna á hendi.
Sporhraut milli Skcrjafjarðar og Reykjavíkur.
Meiri hluti nefndarinnar í neðri deild í því |
máli (Jón í Múla og Stefán kennari) leggur það j
til, að leyfið sé veitt. „Höfn í Skerjafirði, og járn- J
braut þaðan inn í miðjan höfuðstaðinn“, segir j
meiri hlutinn, „og allt til sjávar, hlyti að voru j
áliti stórum að bæta úr vandkvæðum þeim hin- J
um miklu, sem nú eru á öllum fólks- og vöru-
flutningum að og frá bænum á sjó, til stórhag-
ræðis og hagnaðar fyrir allan almenning. — Auk
þess mundi járnbrautin greiða mjög fyrir flutn-
ingi inn í bæinn á grjóti, og öðrum innlendum
byggingarefnum, svo sem möl, sandi, leir o. fl.,
sem nú er bæði dýr og örðugur“. Enlandræmu
af Skildingarneslandi, sem félagið „Höfn“ hefur
eignazt, vill meirihlutinn, að lögð sé undir lög-
sagnarumdæmi Reykjavíkur.
Minni hluti nefndarinnar (Guðm. Björnsson)
telur allt mæla gegn höfn við Skerjafjörð, inn-
siglingu hættu meiri, ísalög o. fl. — Höfn að
norðanverðu muni ekki fara fram úr 2 millj. |
króna, og ekki nauðsynlegt, að vinna allt verkið
í einu; bænum myndi „áskotnast mjög stórt, og
afardýrmætt, byggingarsvæði, við það, að fylltar
verði grynningar næst landi“.
Hækkun alþýðustyrktarsjáðsgjaldsins.
Frv. stjórnarinnar um hækkun alþýðustyrkt-
arsjóðsgjaldanna þannig, að karlmaður greiði 2
kr., en kvennmaður 1 kr. (í stað þess er karl-
menn greiða nú 1 kr., en kvennmenn 30 aur.)
▼ar samþykkt í neðri deild 3. sept. — Tillag
landssjóðs til sjóðanna, sem stiórnin hafði ætlazt
til að væri 50 aur. fyrir hvern gjaldskyldan
mann til sjóðsins, var og hækkað upp i 1 kr.
fyrir hvern gjaldskyldan karlmann, og 50 aur.
fyrir hvern gjaldskyldan kvennmann. — Gjald-
skyldir til sjóðanna, sem nú eru nefndir „öryrkja-
sjóðir“ eru allir, karlar og konur, sem eru fullra
18 ára, og ekki yfir 60 kra, nema félausir menn,
sem fyrir ómaga, eða ómögum, eiga að sjá, þeir,
sem njóta sveitarstyrks, og aðrir, sem ekki geta
unnið fyrir sér, vegna veiklunar á sál, eða lík-
ama, sem og þeir, er hegningarvinnu sæta.
Ritstjóri blaðs þessa vildi hafa alþýðustyrkt-
arsjóðsgjaldið óbreytt, sem nú er (1 kr. af karl-
manni, en 30 aur. af kvennmanni), taldi það
' mundu verðaalþýðumönnumofþungbært, að gjald-
ið væri 2 kr. af karlmanni, en 1 kr. af kvenn-
manni; það yrði all-tilfinnanlegur beinn skattur
á heimilum, enda hefðu þeir, sem gjaldið ættu
að greiða alls enga tryggingu fyrir því, að vei’ða
nokkurn tíma nokkurs styrks aðnjótandi. — Um
styrkinn ætti að sækja til hreppsnefnda, og myndu
þær veita styrkinn gamalmennum, er ella þörfn-
uðust sveitarstyiks, og ákvæði frumvarpsins yrðu
þvi til þess, að létta á sveitarsjóðunum á þann
hátt, að færa nokkuð af gjaldabvrgðinni yfir á
einstaklinga, sem nefskatt. — En væri þess að
gæta, að aukaútsvörunum væri jafnað niður eptir
efnum og ástæðum, þar sem alþýðustyrktarsjóðs-
gjaldið hvilir jafnt á öllum. — Hér væriþví verið
að létta á efnamönnum með því að leggja bein gj'óld
1 Afátœklingana; þetta væri óeðlileg, og ranglát
meginregla.
Engu að síður var þó hækkun gjaldsins, sem
fyr er getið, samþykkt; en nú er eptir að vita,
hvað efri deild gerir.
Felld frumvörp.
Frv. um löggilding verzlunarstaðar við eystri
enda Viðeyar var fellt í neðri deild 30. ág. —
Það var þm. Reykvíkinga, Guðm. Björnsson, sem
andmælti mjög frumvarpinu, taldi það mundu
draga verzlun frá Reykjavík, ekki sízt kola-
verzlunina.
Frv. um dánarskýrslur, sem áður hefir verið
getið í blaði þessu, var og fellt í efri deild 30.
ágúst.
Lausameun og þurrabúðarmcnii.
Nefndin í neðri deild (Jóhannes Ólafsson, Pét-
ur Jónsson og Skúli Thoroddsen) vill gera þá
broytingu á frumvarpi efri deildar, að öllum, j
sem eru 16 ára að aldri, sé heimilt að leysa
lausamennskubréf, í stað þess er efri deild ákvað
aldurstakmarkið 21 ár. — Að öðru leyti gerir
nefndin eigi verulegar breytingar á frumvarpinu.
Væntanlega flytur „Þjóðv.“ lesendum sínum
ágrip af lögum þessum, sem leyfa, meðal annars,
húsmönnum og þurrabúðarmönnum, að setjast
að, hvar sem þeir vilja, án þess að þurfa leyfi
hreppsnefndar, eða bæjarstjórnar —, þegar málið
er leitt til lvkta á þinginu.
Kosuingalagufrumvarpið — l'allið.
3. umræða um kosningalagafrumvarp stjórnar-
innar fór fram í neðri deild 31. ág. Síra Ólafur
Ólafsson bar fram rökstudda dagskrá í þá átt,
að skora á stjórnina, að' gefa kjósendum kost á,
að kynna sér málið til næsta þings, en tillaga
þessi var felld, með 12 atkv. gegn 12, enda virt-
ist ráðherranum vera það mjög mikið áhugamál,
að málið næði fram að ganga á þinginu.
En er rökstudda dagskráin var fallin, urðu
úrslit málsins þau, að frumvarpið var fellt, með
12 atkv. gegn 12.
Fossa-frumvurpið.
Nefnd sú, or neðri deild alþingis skipaði, til •
að íhuga stjórnarfrumvarpið um takmörkun á
eignar- og umráðarétti á fossum á íslandi, eign-
arnám o. fl., lauk eigi störfum sínum, fyr en 30.
ág., svo að sýnilegt er, að málið nær ekki fram
að ganga á þessu þingi. — Nefndin telur nauð-
synlegt, að reistar séu skorður við fossakaupum
erlendra manna; en þar sem stjórnin vildi, að
allir, sem búsettir eru „í Danaveldi“, gætu keypt
fossa hér á landi, vill nefndin, að krafist sé
heimilisfangs hér á landi.
Frv. um breytingu túngirðingalaganna. — Fellt.
Ofan greint frv., er getið var um í síðasta nr.
blaðs vors, og efri deild hafði samþykkt, um 100
þús. króna lánveitingu úr viðlagasjóði til gadda-
vírskaupa o. fl., var fellt í neðri deild 4. sept.,
með 11 atkv. gegn 10.
Stjðrn landsbúkasafnsins.
Nefnd í neðri deild, er fjallaði um stjómarfrum-
varpið, varð eigi á eitt mál sátt. — Öll vildi
nefndin að vísu, að skipuð væri 5 manna nefnd,
landsbókaverði til ráðaneytis við kaup bóka og
bandrita, og sitja í henni einn kennari frá hverj-
um embættaskólanna, einn kennara hins almenna
menntaskóla, og landsskjalavörðurinn. — Að því
er launin snertir, féllst meiri hlutinn (síra Þór-
hallur og Guðl. Guðm.) á ákvæði frumvarpsins,
en minni hlutanum (Sk. Th.) þótti nægja, að
hafa laun landsbókavarðar 2400 kr. (í stað 3000
kr.), og fyrri aðstoðarbókavarðar 1200 kr. (ístað
1500 kr.), 'taldi engan hörgul myndu verða á
hæfum umsækendjum, þóttlauninværuekkihærri.
Meiri hluti deildarinnar samþykkti þó hærri
launaupphæðina.
Almennur kosningaréttur.
Meiri bluti nefndar þeirrar, er efri deild al-
þingis skipaði, til þess að ihuga stjórnarfrum-
varp þess efnis, að afnema útsvarsskyldu, sem
skilyrði fyrir kosningarrétti til alþingis (Guðjón
Guðlaugsson og Þór. Jónsson), ræður frá því,
að frv. sé samþykkt, þar sem vinnumönnum sé
eigi jafnhliða veittur kosningarréttur (en til þess
þarf stjórnarskrárbreytingu). ,
Minni hluti nefndarinnar (Jóhannes Jóhann-
esson) vill á hinn bóginn, að frv. þetta, sem
neðri deild hefir samþykkt, verði að lögum, tel-
ur ranglátt, að binda kosningarréttinn við vissa
fjáreign, eða gjaldhæð, og ekki rétt, að fresta
þessari rýmkun kosningarréttarins, unz stjórnar-
skrár breyting sé samþykkt.
Gjiil'asjúður Júns Sigurðssonar t'orseta.
Á fundi sameinaðs alþingis 7. sept. kaus a.l-
þingi 3 menn, til þess að taka á móti ritgjörð-
um, og útbýta verðlaunum úr sjóðnum, ef til
kemur. I nefndina voru kosnir: Björn M. Ol-
sen, ritstjóri Björn Jönsson og Eir. Briem. —
Hlutfallskosning var við höfð.
Framkviemdarstjóri söfnunarsjöðsins
var á fundi sameinaðs alþingis 7. sept. kosinn
Eiríkur Briem, með 31 atkv.
Ytirskoðunarinaður landsbankans
var kosinn Jón Jakobsson, landsbókavörður, er
hlaut 21 atkvæði.
Stjórnarandstæðingar kusu alþm. Bj'örn Kristj-
ánsson, er hlaut 10 atkvæði. — B. M. Olsen fékk
tvö atkvæði, og 2 seðlar voru auðir.
Ferðakostnaðarreikninganefnd.
Til þess að úrskurða ferðakostnaðar i-eikninga
þingmanna voru kosnir, á fundi sameinaðs al-
þingis 7. sept.: Guttormur Vígfússon, Guðl. Guð-
mundsson, Magnús Stephensen, Olafur Briem og
Sig. Stefánsson.
Hlutfallskosning var við höfð.
Lög', aígreidd aí all>ingi.
XXIII. Lög um breytingu á 1. gr. laga
3. okt 1903, um hafnsögugiald í ísafjarð-
arkaupstað (Fiskiskip, innlend ogútlend,
undanþegin hafnsögugjaldi).
XXIV—XXV. Lög um löggilding verzl-
unarstaða: að Króksfjarðarnesi í Geira-