Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.10.1907, Side 2
190
ÞjOÐVILJilNN
Politisk félög.
Blað vort hefirnokkrum sinnum vakið
mále á þvi, hve æskilegt það væri, að
pólitisk félög yrðu etofnuð í ýmsum hér-
uðum lande vore, eins og mjög víða á
sér stað í öðrum iöndum, þar sem frjáls-
leg stjórnarskipun er.
I félögurn þessum myndu félagsmenn
ræða, og skýra hverir fyrir öðrum, ýms
landsmál, sem á dagskrá þjóðarinnar eru,
og mörgu nýmæli myndi þar hreift verða,
er gæti orðið einstökum héruðum, eða
landinu í heild sinni, til nytsemdar.
Tilraunir þær, sem gjörðar hafa verið
hér á landi i þessa átt, hafa þó hingað
til verið fremur fáar, og eigi tekizt svo
vel, sem æskilegt hefði verið.
í sumum sveitum eru að vísu nokkr-
ir örðugleikar á þessu, sakir þess hversu
samgöngum er háttað, en öðru máli er
að gegna i kaupstöðum, og þar sem þétt-
býli er.
En ekki verður þvi neitað, að vöntun
á pólitiskum áhuga hefir valdið mestu
um, hvprsu slíkartilraunir hafa mishepnazt.
Nú eru þeir timar komnir, er vilji ai-
mennings getur haft meiri áhrif á mál-
efni þjóðarinnar, en á fyrri árum, meðan
vilji þingsins var i litlum metum hafður,
sakir ókunnugleika erlendra valdhafa.
Ahugi manna á kosningum er mjög
tekinn að glæðast, í samanburði við það,
sem áður var, og kosningarréttur, og kjör-
gengi rýmra, síðan stjórnarskrárbreyting- '
in komst á, enda þótt rýmkun sú, er gert
var ráð fyrir í frumvarpi stjórnarinnar
(um afnám fjögra krónu gjaldskilyrðisins)
félli í efri deild, <tg stjórnarmenn fengju
varuað því á síðasta alþingi, að kvenn-
fólkið, og vinnuhjúin, yrði kosningarrétts,
og kjörgengis, aðnjótandi.
Þörfin á pólitiskum félögum verður
þvi æ meiri, ekki sizt síðan talsverðar
æsingar fóru að verða kosningunum sam-
fara í ýmsum héruðum landsins. — Poli-
tiska þekkingin í landinu yrði þá meiri,
en nú gjörist, og ýmsir kjósendur yrðu
þá væntanlega færari um það, en brytt
hefir á, á stöku stöðum, að varastblekk-
ingar, ósannindi, og ýmsar veiðibrellur
miður hlutvandra manna.
Ekki verður og hjá þvi komist, að
nokkru fé sé varið til kosningaundirbún-
ings, til fyrirlestra, og óhjákvæmilegra
sendiferða, og kæmi sá kostnaður mun !
léttar, og sanngjarnar, niður, ef til væru
pólitisk félög, er tækju nokkurn þátt í
honum, eða leggðu eitthvað í kosninga-
sjóð þess stjórnmálaflokks, er þau teljasttil.
Á Þingvallafundinum, 29. júní þ. á.,
var rætt um nauðsyn slikr? félaga, er
nefnd skyldu „sjálfstæðisfélög“, og þing-
vallafundarfulltrúunum falið, að gangast
fyrir stofnun þeirra, hverjum í sínu héraði.
Yæri óskandi, að þeir gengju ötullega
fram í þessu, svo að vísir til slíks félags-
skapar kæmist sem fyret á hér á landi.
Sjálfstæðismálið, sem fólögunum er
ætlað að draga nafn sitt af, er og svo
veglegt og þýðingarmikið málofni, að lík-
legt er, að það hvetji menn til þess, að
ganga í félögin.
Það er enginn efi á því, aðslíkfélög
3rrðu þjóð vorri að ýmsu leyti að gagni.
Lög, afgreidd aí alþingi.
XXXXIX. Lög um skipun læknahór-
j aða.
L Lög um farandsala og umboðs-
■ sala. (Ákveðið, að þeir kaupi leyfisbréf,
j er kosti 200 kr., og gildir fyrir eitt ár.
í — Lögin ná ekki til þeirra farandsala og
| umboðssala, sem hafa fast aðsetur hér á
j landi.)
LI. Lög um lánsdeild við Piskiveiða-
sióðinn. (Ákveðið að setja á stofn lánsdeild
við Fiskivoiðasjóð Islands, og henni heim-
ilað, að gefa út vaxtabréf, er hljóða upp
j á handhafa, en geta þó orðið skrásett upp
\ á nafn. — Til tryggingar lánsdeildinni
j skulu vera 100 þús. króna af Fiskiveiða-
! sjóðnum, og má upphæð vaxtabrófanna
; samtals eigi fara íram úr fimmfalldri upp-
hæð tryggingarfjársins, og varasjóðsins til
samans.
Eun fremur eru í lögunum ýmsar
reglur, að því er lán úr lánsdeildinni snert-
ir o. fl.)
LII. Lög um umsjón og fjárhald kirkna.
(Frv. þetta fer í þá átt, að stuðla að því,
að kirkjurnar komizt eem fyrst í umsjón
safnaðanna, og er því að eins áskilinn
meiri hluti atkvæðisbærra safnaðarmanna,
til þess að söfnuðurinn taki kirkjuna að
1 sér. — Hrökkvi árstekjur kirkna eigi fyr-
ir árlegum útgjöldum hennar, þá er sókn-
arnefnd heimilað, að jafna aukagjaldi á
gjaldskylda menn í sókninni. — í stað
skylduvinnu við kirkjubygging, má og
jafna niður peningagjaldi.)
LIII. Lög um vitagjald af skipum.
(Gjaldið 20 aur. af hverri smálest í rúm-
máli skipsins, og greiðist á þeirri höfn,
er skipin koma fyrst í frá útlöndum. —
Skip, sem að eins eru höfð til innan-
lands siglinga, greiða gjaldið að eins einu
sinni á ári, en hin i hvert skipti, er þau
koma frá útlöndum. — Undanþegin gjald-
inu eru herskip, og skemmtiskútur, sem
og ísl. fiiskiskip, ef þau eigi koma frá
útlöndum.)
LIY. Lög um frestun á framkvæmd
laga 19. des. 1903, um túngirðingar o. fl.
(Frestað til ársloka 1908).
LV. Fjárlög fyrir árin 1908 og 1909.
LVI.—LVII. Fjáraukalög fyrir árin
1904 og 1905, og önnur fyrir árin 1906
og 1907.
LVIII. Lög um keunaraskóla í Reykja-
vík.
LIX. Námulög. (Reglur um heim-
ild til málmleitar í jarðeignum landsjóðs.)
LX. Lög um skógrækt, og varnir
gegn uppblæstri lands.
LXI. Lög um lóðarlögnám, vegna
vatnsveitu Reykjavíkur, um vatnsskatt
o. fl.
LXII. Lög um viðauka við lög um
bæjarstjórn í Akureyrarkaupstað 8. okt.
1883,
LXIII. Lög um brunamál. (Urn til«
XXI., 48.
högun á eldstæðum, og reykháfum, um
meðferð á eldi og ljósum, um slökkviá-
höld o. fl.)
LXIV. Lög um stofnun brunabóta-
fólags íslands.
LXV. Lög um fræðslu barua.
„Unga ísland“ hefir nýlega gefið út
tvær bækur: LesVok og Æska Mosartz.
Lesbók hafa þeir búið undir prentun Þór-
hallur Bjarnarson, Jóhannes Sigfússon og
Guðm. Finnbogason. Sögurnar eru vel
sagðar og skemmtilegar, bæði iyrir börn og
unglinga. Nokkrar myndir eru i bókinni,
eptir Ásgrim Jónsson.
Æska Mosartz er þýdd úr þýzku, fróð-
leg og skemmtileg, málið er sumstaðar
dálitið klaufalegt, en yfirleitt gott.
Báðar þessar bækur ná óefað talsverði
útbreiðslu.
gitt og þetta.
Árið, sem leið, gaf brezka biblíufélag-
ið alls út 5,416,569 biblíur, enda birtist
hún þá á átta tungumálum, sem hún eigi
hafði birzt, á áður.
Félagið hefir nú alls gefið bibliuna út
á 409 tungumálum.
„Eitt af því, sem eg öðru fremur get
hrósað mér af“ — kvað brezki aðmiráll-
inn Nelson hata sagt — „er það, að
enginn getur sagt, að eg hafi nokkuru
sinni sagt vísvitandi ósatt.
Á tóbakssýningu, sem nýlega var hald-
in i Lundúnum, var, meðal annars, sýnd
bezta tegund af havannavindlum, og kost-
aði vindillinn 18 kr., og kvað þó seljast
nokkuð af þeim.
Próf essor Ravenstein, meðlimur kgl.
brezka landfræðingafólagsins, ætlast á um
að frjóa landið á jörðinni muni nema alls
28 millj. fermílna (enskra), heiðalönd 14
millj., og eyðilönd einni millj. fermilna,
og telst honum þá svo til, að fullskipað
verði á jörðinni, er ibúatalan só orðin sex
þúsund millj., ef gert er ráð fyrir, að frjóa
landið geti alið 207 menn á fermilu, heiða-
löndin tíu, og eyðilöndin einn mann á
formilu hverri.
Sem stendur, þá er ibúatala jarðarinn-
ar að eins fjórði hluti þess, sem prófess-
or Rav enstein telur hana geta alið.
Ef íbúatala jarðarinnar hóldi áfram að
aukast að sama ekapi, sem síðustu hag-
fræðisskýrslur sýna, ætti jörðin að hafa
ferfaldað íbúatölu sína árið 2072, að því
er nefndur prófessor gerir ráð fyrir.
„Án vináttunnar er lifið ekkert, nema
eymdin“ — er haft eptir Nelson sjó-
foringja —, „og það er svo örðugt, að
eignast sannan vin, að það er nálega ár-
angurslaust, að leita hans; en takist yður,
að finna slíkan vin, ættuð þér að gleðjast
yfir því, eins og yfir fágætustu plöntu“.
Bessastaðir 14. okt. 1907.
Tiðarfar hefit- verið fremur milt síðastliðna
daga, í samanburði við kuldana í hinni vikunni.