Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.12.1907, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.12.1907, Qupperneq 4
Þ JÓBV XL JIN N . XXI., 55.-56. 220 i , '2. Arni, ijósmyndasmiður, kvæntur Helgu Einarsdóttur, G-uðmundssonar á Hraun- urn. 3. Bjarni, ókvæntur, í fteykjavík, og 4. Þbrunn, gipt Franz Siemsen, fyrrum sýslumanni, í Eeykjavík. Uppkomin dóttir þeirra hjóna, Sigríð- ur að nafni, er gipt var Páli sýslumanni Einarssyni í Hafnarfirði, andaðist 29. jan- úar 1905 Arni hoit.inn Thorsteinsson var einn af fruœkvöðiunum að stofnun sparisjóðs í Reykjavík, sem og að stofnun fornleifa- félagsins, og söfnunarsjóðsins. — Hann hafði og áhuga á atvinnumálum vorum, og eru eptir hann ritgjörðir, er lúta að fiskiveiðum, garðrækt o. fl. Hann átti sæti á alþingi, sem kon- ungkjörinn þingmaður, á öllum þingum frá 1877—1903, og var forseti efri deild- ar á mörgurn þingum. Jónasar-hátíð í Kaupmannahöfn. Isl. stúdentar í Kaupmannahöfn héldu Jónasar-hátíð 16. nóv. síðastl. — eins og getið var um í ritsimaskeyti til blaðs þessa —, og hófst hátíðahaidið kl. 8 e. h. Við hátiðahald þetta fluttu þeir sitt erindið hvor cand. mag. Gudm. Finnboga- son og prófessor Þorv. Thoroddsen; en söngflokkur stúdenta söng. — Eun frern- ur var þar og skemmt með upplestri (Guðm. T. Hallgrímsson), og Valdemar Steffensen söng einsöng („Fífilbrekka, gró- in grundu). Siöan var kvöldverður snæddur, og var þá, meðal annars. mælt fyrir þessum minnum: Jónasar Hallgrímssonar (Hannes Hafstein) íslands (Gísli Sveinssonj Fjölnismanna (Sig. Guðmundsson) Einars Jónssonar (Jóh. Sigurjónsson.) Stúdent Jón Sigurðsson frá Kaldaðar- nesi hafði ort kvæði um Jónas, og eru þar i, meðal aunars, þessi erindi: „í brekku einni var birkihrís það bjóst til að verða’ að skóg. í horninu kuldinn hló. En sólin hátt upp á himin rís, og hlýju liminu bjó. Það óx við sumar, og sólarbað, en samt var ei þetta nóg. I horninu kuldinn hló. Því runnarnir hinir ei höfðust að, og brísið varð aldiei að skóg. Þegar allt var í eyði’ og tóm. og enginn var hryggur, né glaður, í gegnum dauðann vér heyrðum hljóm, og hrópað k fólkið með djúpum róm. — Það var lifnaður landnámsmaður. íllt er að búa við brunasand, er byggir stormurinn ólmi; — í náttvirunni þú namst þér iand, ei næðingar vinna þeim bletti grand, hann er grænn, eins og Gunnarshólrni. Nú máttu’ i faðmi fóstru þinnar vera og friðsælt verður enn hið gamla skaut, þar sem á gullstól sól og sumar bera sælviðrisdis um engi, hæð og laut, og Huldu bjarta leiðir Ijóssins álfur; — Ijósálfur ertu’ í hjörtum vorum sjálfur. Fossinn þér syngur lof í Ijóðabrimi, lækir að börnum hvísla um þig brag, fífill í veggtó, fugl á smáu limi flytja þér hjartans kveðju sína i dag. Nú er á sveimi svipur þinna ljóða, vér sjáum aptur „listaskáldið góða“. Eptir máltíð skeinmtu menn sér rneð ræðuhöldum o. fl. .... Ritsímaskeyti til „Þjóðv.u Kaupmannahöfn 26. nóv. ’07. Frá Noregi: Norski ieikarinn Henrilc Klausen er dáinn. (Hann var 63 ára að aldri.) Frá Þýzkalandi: Þýzka rikisstjórnin hefir lagt fyrir ríkisþingið lagafrumvarp, er snertir félög og mannfundi, og fer þvi fram, að ræðu- höld skuli far afram á þýzkri tungu, nema yfirvöldin veiti undanþágu frá þeirri reglu. (Frá þessari ófrjálslvgu ráðstöfun þýz ku stjórnarinnar, sem rniðar til þessað þröngva kosti þeirra þjóðflokka í þýzka ríkinu, er eigi mæla á þýzka tungu, svo sem Pól- verja, íbúanna í Elsass- Lotbringen og Dana í Norður-Slésvík, er skýrt í útlendu fréttunum í þessu nr. blaðs vors, og er vonandi, að frjálslyndir menn á þingi risi öfluglega gegn henni.) Lýðvaldsmenn í Portúgal. Þeim fer enn drjúgum fjölgandi, og þykir ástandið í Portugal þvj all ískyggi- legt. Manntjónið í Karatag. Nú er skýrt svo trá, að við jarðskjáift- ann í borginni Karatag hafi eigi látizt- nema, 4 þús. manna, en 200 verið bjargað 24 „Alveg eins og faðir hennar!“ tautaði Lebrecht, „og auðvitað eins innrætt! Alveg eins og jeg gizkaði á“. Frúin gekk nú til barnsins, tók höndunum um höt- uð þess, kyssti það, og mælti vingjarnlega: Gfuð blessi komu þína hingað, kæra barn!* Að svo mæltu hneppti hún kápunni frá henni, og lagði hana á afvikinn stað. Barnið varð nú brátt, sem heima hjá sér, og fór að skoða ýmsa smá-muni, er voru i glerskáp með gamalli gerð. „En hvað þessar brúður eru fallegar“, mælti hún „Gefurðu henni ekki eitthvað af þessu dýrindis glirigri til að leika sér að?u inælti Lebrecht háðslega. „Jeg gæt ekki þolað það stundinni lengur, að hafa þenna ókurteisa króa kringurn migu, tautaði hann enn fromur. „Og að sjá allt þetta leikliúss-skraut á barninu, meðan varla getur heitið, að búið sé, að koma föður hennar i jörðina.— Það er bnoixli, að sjá þetla hér á heimilinu11. Elísabet hnyklaði brýrnar. „Þad er rangt af þér, að vera að fást uin þetta. — Hver á'tti að gefa barninu sorgarbúning í N .. .?“ Nú var borðstofuhurðinni hrundið upp aptur, og inn kom lítil telpa, gagnólík þeirri, sem inni var. „Gott kvöld, góði pabbi! Gott kvöld, góða frænka!“ mælti hún, og hneigði sig, og kyssti á höndina á frænku sinni. En er hún ætlaði til föður síns, varð iienni litið á ■ ókunnugu telpuna, og roðnaði við. „Komdu Elín“, mælti frú Elísabet. „Réttu litlu telpunni höndina. — Hún heit.ir Benedikta“. Elín Mascke lcit, til föður síns, og brosti. „Bene- 33 lagleg byrði, eða hitt þó heldur, sem Brenkmann’s-ættin hefir tekizt á herðar, þar sem uppeldi þitt er.u Benedikta hætti að reyna að losa sig. „Lof raér ar fara héðanu, mælti hún. „Jeg fer, og beiðist beininga, lof mér að fára héðan“. „Uppgerðu, mælti Ulrich háðslega. „Nei, hér verð- urðu að vera iðin, og læra að stjórna þér, svo að þú verðir virðingarverð manneskja, er timar liða. — í bezta skyni ræð eg þér til þess, að fara eptir skipunum mínum, því að annars neyði eg þig til þess. Mundu þetta, telpa min.“ Að svo mæltu sleppti hann henni, tók vingjarnlega í höndina á Elínu, og gekk út úr herberginu. Birgitta, sem löngu seinna kom inn í herbergið, hit.ti hana í sama stað, er Ulrich hafði skilið við hana, sitjandi niðurlút, og svo tryllingsleg í augunum, að gömlu konunni stóð stuggur af. „Lærðu að sveigja vilja þinn, veslingurinn minnu, mælti hún, og tók hana með sér. „Farðu að hátta, barn- ið rnitt, það er það bezta., sem þú getur gjört. — Þig dreymir ef til vill velu. Lebrecht hafði gjört þá ráðstöfun, að hún svæfi í öðru herbergi, og lá hún þar nú í myrkrinu, án þess að geta sof’nað. Þvi, sem hún hafði orðið að þola í dag, fannst henni hún aldrei geta gleymt. Svona lá bún kl.tíma eptir kl.tíma, unz svefnmók rann á hana, og henni þótti móðir honnar vera að syngja við sig, eins og hún hafði gj ört í gamla daga. Daginn eptir fór hún oinförum, og lét Birgitta hana eiga sig. I

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.