Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.12.1907, Síða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.12.1907, Síða 5
XXI. 55.-56. Þj ÓÐ VILJINN. 221 Járnbrautarslys á Spáni. Hraðlest, er fer milli Barcelona og I Valeneía, féll í gær niður af brú, sem er ! yfir Canesfljótið. — 20 lik hafa fundizt, j en 80 menn hlotið meiðsli. Kaupmannahöfn 28. nóv. 1907. Frá Danmörku; Dönsku ríkisþingsmennirnir, er tóku þátt i íslandsförinni, halda Hafstein ráð- herra veizlu í kvöld. Paulsen, kaupmaður í Sandved á Sjá- landi, hefir verið hnepptur í varðhald. — Hann hefir falsað víxla, er nema 400 þús. króna. Frá Þýzkalandi: Stjórnin á Prússlandi hefir lagt laga- frumvarp fyrir prússneska þingið (land- daginn), er heimilar stjóminni, að beita eignarnámi, að þvi er pólskar landeign- ir snertir. (Frumvarp þetta er enn vottur um mannúðarleysi þýzku sfjótnarinnar, að því er önnur þjóðerni í þýzka rikinu snertir) Frá ísai'irði. er „Þjóðv.“ ritað 10. nóv. þ. á.: „Tíðarfar umhleypingasamt, en góður afli í Mið-Djúpinu, er á sjó gefur, allt að 800 á dag. — Síld nægileg i lagnet, á Skötufirði, og víðar“. Brezliur konsúll. Bretastjórn hefir nú gert þá ráðstöfun — að því er „Þjóðólfur“ tjáist frétt hafa —, að kon- súll Breta á Færeyjum skuli jafnframt vera konsúll þeirra hér á landi, og dvelur hann því væntanlega einhvern hluta ársins í Reykjavík. Staðt'est lög. Öll lögin, er samþykkt voru á síðasta þingi, hafa hlotið staðfestingu konungs. Nýjar bækur. Willard Fiske. Æfiminning eptir Boga Th. Melsted. — Kaupmannahöfn 1907. — 48 bls. 8vo. ÆfimÍDning þessi er gefin út af Kaup- mannahafnardoild bókmeDntaféiagsln9, og er annað heptið í alþýðuritum þess. — Daníel Willard Fiske var fæddur í Ellis- borg í New-York ríki 11. nóv. 1831, og andaðist í Frankfurt am Main 18. sept. 1904. — Fiske nam íslenzku, og kynnti sér islenzkar bókmenntir í Kaupmanna- höfn veturinn 1849—50, og brá sér til Islands sumarið 1879, og ferðaðist þá víða hér um land. — Hafði hann jaÍDan mjög miklar mætur á íslandi, og íslenzkum bókmenntum, og gerði sér mjög mikið far udj, að vekja athygli útlendinga á þjóð vorri, og bókmenntum hennar, enda átti hann sjálfur ágætt safn af íslenzkum bókum. Ilann var einn af hvatamönnum þess, að fornleifafélagið var stofnað, og bóka- safn skólapilta „Iþöku“ — sem nefnt er eptir bæ þeim í Ameriku, sem Fiskeátti heima i — styrkti hann árlega með bóka- gjöfum. En það, sein lengst mun halda nafni Fiske’s á lopti hór á landi, eru ráðstaf- anir þær, er hann gjörði í arfleiðsluskrá sinni, þar sem hann setti á stofn við Com- ell-háskóla í Iþöku frœðistofnun um Island að fornu og nyju, auk þe9s er hann gaf Islandi flestar bækur sínar, tólf málverk, og ýmsa foraa dýrgripi, og all-mikla fjár- upphæð til Grímseyinga, svo sem áður hefir verið getið um i blaði voru. MANKALÁT. I 51.—52. nr. blaðs þessa var getið láts, og helztu æfiatriða, síi-a Hans Hall- grims Jdnssonar, er andaðist að Stað í Stein- grímsfirði 30. okt. þ. á., og skal nú þessu við bætt: Hann var kvæntur liagnheiði, dóttur Magn- úsar hreppstióra Magnússonar á Hrófbergi, og lif- ir hún hann, ásamt 4 börnum þeirra, sem öll eru í æsku. Síra Hans var „vel kynntur hjá sóknarmönn- um sínum“ — er „Þjóðv.“ ritað —. og „starfs- maður mikill, og meðal annars var hann talina sönn fyrirmynd, að því er snerti fénaðar hirðingu, vetur og surnar11. 12. ágúst síðastl, andaðist i sjúkrahúsinu í Brandon i Manítoba snikkari SIGURÐUR AND- RESSON, 66 ára að aldri. og fluttist hann frá ísa- firði til Vestui-heims vorið 1887. Sigurður var sonur síra Andrésar Rjaltaso.iar, er siðast var prestur { Flatey á Breiðafirði, og var hann því albróðir Jóns skólastjóra HjaJtalín’s á Akureyri, og þeirra systkina. — Hann kvænt- ist fyrst Hildi Jönsdóttur, prests Benediktsonar, og eru nú þessi börn þeirra á lífi: 1. Asgeir Sigurðsson, kaupmaður i Reykjavik. 2. Hjalti Sigurðsson, verzlunarmaður í Reykja- vík, og 3. Jón Sigurðsson, bóndi i Tantallon í Ameríku. Uppkomin dóttir þeirra, Maryrét að nafni, er gipt var Olafi verzlunarstjóra Ofeigssyni í Kefla- vík, er dáinn fyrir nokkrum árum. Aður en Sigurður fór til Vesturheims, höfðu þau hjón slitið sambúð sinni, og andaðist Hild- ur í Reykjavík, fyrir eigi all-fáum árum. í Manitoba kvæntist tiigurður Andrésson apt- ur, og lætur eptir sig ekkju, Jakobínu Bjarna- dóttur að nafni, og lifa þessi börn þcirra, hið elzta 13 ára, en hið yngsta þriggja ára: Dag- mar, Olga, Lára, Elín, Vna, og Carl. Sigurðnr heitinn Andrésson var trésmiður góð- ur, og stundaði hann þá iðn sína, bæði hér á landi, og optir það, er hann fluttist til Vestur- heims. — A Isafirði var hann all-mikils metinn, með því að hann var maður vel greindur, og 32 hugkvæmdist eigi að spara neitt, svo að bann skildi eigi við þig sem beiningamanneskju?w Það var sem eldur brinni úr augum Benediktu. „Segðu þetta ekki aptur!“ mælti hún, og beit á jaxlinn, og kreppti hnefann. En Elín brá sér hvergi. „Eins og þetta só ekki satt“, tnælti hún. „Þú ert þó, vænti jeg, ekki hreykin af leikaranum, föður þínum, sem var til hnevkslis í ætt vorri?“ Benedikta spratt upp, og réð á Elínu, og beitti bæði 'fingrum og tönnum, þótt litla þýðingu hefði, þar sem Elin var stærri og sterkari. Elín æpti þó upp, og kom þá karlmaður hlaupandi. „Hér eru ljótu lætin!“ mælti hann, og þreif i Bene- diktu. „Skammastu þín ekki?“ „Ekki er það mér að kenna, þó að, þó að hún þurfi mikið að lærau, sagði Elín við Ulrich Brenkmann, og vafði vasaklút um aðra höndina á sér, sem hafði roðnað nokkuð. „Hún skrökvar; það var ekki þess vegna, að eg ætlaði að berja hana“, æpti Benedikta, sem alls ekki gat stjóraað sér. „Hún hæddi bann föður minn, hann góða pabba minn!“ Ulrich leit alvarlega á Elínu. „Er það satt? Það var ljótt af þér. „En ivað hún skrökvar“, mælti EHd. Trúirðu þessu um mig, U!rich?“ Benedikta var bamslaus af gremju, og ætlaði að ráða aptur á Elinu, en gat ekki slitið sig lausa, því að Ulricli hélt henni. „Þú iýgur þáu, mælti hann. Það er 25 dikta!“ mælti hún. „Það er skrítið nafn! Engin af vin- stúlkum mínum heitir því nafni!“ „Benedikta þýðir: sú, sem guð blessar!“ mælÞ' frúin „Það er fallegt nafn, Elín, eins fallegt, eins og nafnið þitt. Farðu og heilsaðu henni fræoku þinni“, mælti hún enn frernur. Litla telpan, sem var björt yfirlits, og rjóð, eins og rauð rós, sleppti nú hendinni á frænku sinni, og mælti: „Pabbi hefir aldrei minDzt á hana“. Að svo mæltu gekk hún þegjandi til föður síns, er hlustað hafði brosandi á samtalið. „Hún er dóttir min, Elísabet“, mælti hann ánægju- lega, og hringdi. „Það er komÍDn timi, til að fara að borða“, mælti hann Frú Elísabet var lystarlaus. — Hún mat friðinn öllu fremur, en sá, að koma barnsins hafði vakið sundurlyndi á heimilinu. Rödd samvizkunnar bauð henni þó, að láta ekki undan. — Henni fannst hún eiga að bæta barninu það upp, er Brenkmann’s-ættin hefði týrrum gjört á hluta móður þess. Henni fannst sér hefði veitt auðveldara, að fullnægja þessari skyldu síddí, ef barnið hefði eigi verið eins líkt föðurnum, hinum fagra, en léttúðuga, Pólverja, eins og það var! Telpao hafði á hinn bóginn ágætustu matarlyst. Nokkru eptir máltiðina, fór t'rúin að hátta barnið, og hal’ði hún látið búa um það í svefnherberginu sínu. Telpan fór sjálf úr fötunum, og lagði þau mjög snyrtilega á stól. I þossu líktist hún móður sinni.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.