Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.12.1907, Síða 2
230
Þjóðviljinn.
XXI. 58
ekki er til neins að fara á sjó, nema ef vera
skyldi á mótorbátum út á haf. — Þannig hefir
þessnm atvinnuvegi þessa byggðarlags verið
gjörspillt, og var byrjunin sú, að dönsku kola-
veiðararnir tóku að sópa innan Ijörðinn, moð
vörpum sínum, hlíðanna á milli, og er það eitt
af mörgu íllu, sam blotizt hefir af sambandi
Danmerkur við þetta land.
Nú eru mislingar komnir hór, og eru sem
óðast að breiðast út, og leggjast þungt á suma,
þó að enginn hafi til þessa dáið úr þeitn, eða
afloiðinguin þeirra."
FólksljiiUli ii ísafirði.
Eptir lauslegu manntali í ísafjarðarkaupstað
í^nóv. þ. á. var íbúatalan þar 1650, en 1600 um
sama leyti í fyrra.
Símaslit.
Landsíminn slitnaði milli Grímsstaða og Hofs
í Vopnafirði 10. des. síðastl., en eptir 1—2 sólar-
hringa hafði þó tekizt að gjöra við símaslitin.
Mislingar á ísafirði.
Skrifað er „Þjóðv.“ af ísafirði 11. des. þ. á.f
að mislingar séu þar í fjölda-mörgum húsum,
og að allir veikist, sem ekki hafa fengið þá áð- j
ur. — Eru það flest börn, og leggjast þeir víða j
þungt á, þó að engir hafi enn dáið úr afJeiðing- j
um þeirra.
Oufubátur strandar.
Gufubátinn „Tóta“ rak á land í Álptafirði, i
grennd við Dvergastein, 15. Jnóv. þ. á., upp í
grýtta fjöru, og hefir eigi tekizt, að ná honum
fram, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, og er talið
h'klegt, að báturinn sé ónýtur. — Gufubáturinn
var óvát.ryggður, og er þetta því mikill skaði
fyrir eiganda hans.
Maður drukknar.
Maður nokkur úr Steingrímsfirði, Lýður Björns-
son að nafni, drukknaði f Staðará um mánaða-
mótin okt.—nóv. — Ráða menn það af því, að
maðurinn, sem var á leið frá Óspakseyri í Bitru
hefir ekki fundizt, en besturinn fannst í hólma
í ánni.
Sýslunefnd Vestur-lsflrðinga
hélt aukafund á Isafirði 9. des. síðastl., og
samþykkti 10 þús. króna fjárveitingu til ritsima
um sýsluna.
Ur Bolungarvík (Norður-ísafjarðarsýslu).
er „Þjóðv.“ ritað 7. des. þ. á.: „Fiskafli hof-
ir verið hér fremur góður, síðan í haust; hæðst-
ur hlutur hér i víkinni er hátt á annað hundr-
að króna, enda nú hátt verð á blautum fiski:
8 aur. fyrir pd. af málfiski, 7 aur. fyrir smáfisk,
og 5—6 a. pd. af isunni. — Upp í þetta verð
komst fiskurinn 18. okt. siðastl“.
Maður drekkir sér.
Kristján bóndi Jónsson í Þjóðólfstungu í Norð-
ur-ísafjarðarsýslu, bróðir Magnúsar sýslumanns
Jónssonar í Vestmanneyjum, og þeirra systkina, j
drekkt' sér við sandinn í Bolungarvík að morgni
30. nóv. þ. á., og fannst nokkrum kl.stundum síð-
ar örendur. — Hafði hann farið út kl. 7 um :
morguninn, til að gegna skepnum, en gengið í I
þess stað til sjávar. — Hann hafði þjáðst af j
svefnleysi nokkrar undanfarnar nætur, og hefir
því eklíi verið með sjálfum sér.
Kristján heitinn Jónsson var stakur dugnaðar-
og atorkumaður, og er að bonum mikil eptirsjá.
Hann lætur eptir sig ekkju og 6 börn, og
væntir „Þjóðv.“ þess, að geta síðar getið helztu
æfiatriða hans.
lr Norður-ísafjarðarsýslu (Mið-Djúpinu)
er „Þjóðv.“ ritað 11. des. þ. á.: „Hér við Mið-
Djúpið befir verið velti-ár til sjávarins i haust, !
hlaðafli að kalla má, siðan um leitir. og hafa
ini nn þegar saltað úr30—40 tn. á bát. — Smokk-
afli mikill í september, og nm veturnæturnar
kom síldarhlaup mikið inn í firðina11.
Mótorbát
frá Isafirði hlekktist nýlega á úti á hafi, bil-
aði vélin. — Formaður fíalldór Pálsson í Heima-
bæ bjargaði mönnunum, en gat eigi sinnt um •
mótorbátinn, með þvi að vont veður var, og týnd-
ist hann þvi. — Mótorbátur þessi, er hét „Helm-
ingur“, var eign bræðranna Ólafs og Einars,
Jönssonar, Einarssonar frá Garðsstöðum, og var
hann vátryggður í „bátaábyrgðarfélagiísfirðinga“.
Aukaútsvör á ísaflrði.
j Á ísafirði var í nóv. þ. á. alls jafnað niður
| 11,300 kr., á 485 gjaldendur. — í fyrra voru út-
j svörin að eins 8000 kr., og gjaldendur 461.
j Mislingar.
i Þeir hafa gengið í mörgum húsum í Akur-
j eyrarkaupstað, og segir „Norðurland“ 30. nóv.
I þ. á., að 5 hafi þar látizt úr þeim, eða afleið-
j ingum þeirra.
j Innbrotsþjéfnaður.
! í nóv. var brotist inn í sölubúð H. Schjöih,
I og stolið þar 230 kr. i peningurn.
i Drukkmiu.
29. nóv. síðastl. hlekktizt báti á rúmri hálfri
viku sjávar frá Stykkishólrni, og drukknuðu 3
menn, og voru þeir þessir: 1. Sak. .Tónsson 53
ára að aldri, lætur hann eptir sig ekkju og 1
barn. 2. Jóu Danítlsson húsmaður, 36 ára, lætur
eptir eig ekkju og 1 barn. 3. Þorgrímur Ólafs-
son ekkjumaður, 43. ára, er lætur eptir sig 4
börn í æsku.
Sveinborg Jósephina Einarsdóttir.
Kona Ólafs skipstjóra Bjarna-
sonar á Ketilseyri í Dýrafirði.
Dó á sjúkrahúsi í Revkjavík,
26. júlí 1907. 47 ára gömul.
Þú bjóst þig burt í skyndi,
því boðið kom svo fljótt,
en kvaddir börn og bónda
og bauðst þeim góða nótt;
en iðgræn eyrin fríða
þar eptir bnipin stóð,
hún mændi út á æginn
í aptan roðans glóð.
En vonin bjó í brjósti
bjá blíðri vina sveit,
þú kæmir endur aptur,
sú ósk var þeirra heit;
en vonin brkst hin blíða
þá barst þeirn fregnin sú,
að fölnað lfk og falin
í foldu værir þú.
En guð, sem tárin telur,
og telur upp á hár,
hann veit, að vinum þínum
það var sem bana sár.
Já! Guð, sem tárin telur,
þinn tilgangur er náð,
vér geturn ekki grundað
þitt góða vísdóms ráð.
En ei skal kveina’ og kvarta,
því komin heim þú ert,
hvar sjúkdóms þrautir þungar
fá þig ei framar snert;
af hreinum huga þakkir
og hjartans bliðast mál,
þér fylgi Hfs á landið
þú ljúfa, góða sál.
Þig grætur góður rraki,
en gleður sig þó við,
að fá að sjá þig síðar
við sína eigin hlið;
og fljótt að fundum IJður,
því frelsið Kristur gaf,
þeim öllum á hann treysta
með öflgum trúarstaf.
Ó, farðu blessuú, blíða,
í bústað englaranns,
þar færðu frjáls að lifa
í faðmi græðarans.
Þú endur vaknar aptur
við alvalds lúður hljóm,
þá lifnar fræ úr foldu
og fögur rísa blóm.
S. Gr. B.
Mannalát.
17. ágúst siðastl. andaðist að heimili
sínu, Alviðru í Dýrafifði, ekkjumaðurinn
Sigurfiur Bjarnason, fyrrum bóndi að Felli
í Mýrahreppi.
Hann var sonur Bjarna bónda á Víf-
ilstnýrum í Onundarfirði, Þorgilssonar í
Breiðadal, Sigurðssonar, Guðmundssonar,
Jónssonar, prests á Söndum í Dýrafirði
(f 1707), Tómássonar; en móðir Sigurðar
sáluga var Margrét Sigurðardóttir frá
Kirkjubóli i Korpudal, Sigurðssonar, og
er það fjölmenn og góð bændaætt í Ön-
undarfirði.
Árið 1859 kvæntist Sigurður i Dýra-
firði Gifðrimu Bjarnadottiir, Olafssonar, og
bjuggu þau siðan 2 ár að Höfða, 10 ár í
Botni, 12 ár að Felli, og 2 ár í Litla-
Garði í Dýrafirði; en eptir það dvaidi
! Sigurður í húsmennsku, og að síðustu hjá
| syni sínum, Bjarna, bónda í Alviðru.
Konu sína raissti Sigurður Bjarnason
fyrir nokkrum árum, og áttu þau nokk-
ur börn, er sum eru dáin, en sum á Ufi.
— Hann var þrekmikið braustmenni, og
gilda9ti maður til verka, bæði á sjó og
landi, glaðvær, og drengur góður. — Hann
mun hafa verið á áttræðisaldri, er hanu
dó, og þó hinn ernasti til hins síðasta.
17. sept. þ. á. andaðist að Þingeyri i
Dýrafirði konan Ragnheiður Justsdöttir. —
Just, faðir Bagnheiðar, andaðist að Botni
í Dýrafirði 1885, um nírætt, ogvarhanu
son Egils frá Arnarnesi, Indriðasonar,
Egilssonar frá Baulhúsum v Arnarfirði,
Bjarnasonar; en seinni koua Ju9ts, og
móðir Ragnheiðar, var Sigríður Arnadótt-
ir frá Klukkulandi, Helgasonar, og var
Ragnheiður fædd að Höfða i Dýrafirði 30.
ágúst 1848, og ólst upp í Mýrahreppi.
Árið 1873 giptist hún Guðmundi bónda
Torfasyni á Dröngum (f 1878). — í ann-
að sinni giptist hún 1883 eptir lifandi
manni sínum, Sveinbirni Sveinssyni, og hafa
þau hjónin lengstum verið í tómthús-
mennsku á Þingeyri. — Með fyrri manni
sínum átti Ragnheiður ekki barna; en
með seinni manni sÍDum átti hún nokk-
ur böra, og lifa tvær uppkomnar dætur
þeirra.
Ragnheiður heitin var lengi heilsu-
tæp, áður en hún andaðist.
Dáinn er nýskeð, á lýðháskólanum á
Hvítárbakka í Borgarfirði, unglingspilt-
urinn Asgeir Hjálmarston, sonur Hjálm-
ars sál. Sigurðssonar spítalagjaldkera í
Rvik. Hann dó úr heilablóðfalli, er hanu
fékk eptir mislinga.
23. ágúst síðastl. andaðist, að heimili
sínu Fremri-Gufudal i Barðastrandasýslu,
húsfreyjan Sigríður Jonsdbttir. Hún var
eitt af hinum mörgu börnum Jbns heit.
Halldbrssonar og konu hans Guðrúnar Jóns-