Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1907, Blaðsíða 2
234
JÓÐ viljímn.
XXI., 59.—60.
inni í Hamborg 17. nóv., og nam skað-
inn nokkurum hundruðum þúsunda króna.
f Prins Arnulf af Baiern andaðist
nýlega snögglega suður á Ítalíu, og var
talið, að hann hefði dáið úr lungnabólgu,
en nýskeð hefir sá kvittur komið upp, að
hann hafi fallið í einvígi, er hann háði
við hertogann af Genua, bróðursoD ítölsku
ekkjudrottningarinnar. — — —
ítalía. Gyðingurinn Ernest Nathan,
er fyrrum var einn af' flokksbræðrum
Mazeíní’8, hefir nýlega verið kjörinn borg-
meistari í Rómaborg. — — —
ítússland. Mjög bágt ástand í ýms-
um héruðum landsins, svo að talið er
hæpið, að bætt verði svo úr bjargarvand-
ræðum, að eigi sjái víða á fólki.
Af uppþotsmönnum í Vladivostock
voru nýlega 34 dæmdir i hegningarvinnu,
en tuttugu skyldi skjóta, og einn bóndi
var dæmdur til hegningar. — Mun hegn-
ingin talin auðvirðilegri dauðdagi, og
bendir dómurinn því ef til vill að þessu
leyti á álit rússneska löggjafarvaldsins
á bændastétt landsins.
Aðfaranóttina 16. nóv. réðu lögreglu-
þjónar í Biga á byltingamenn, sem voru
á fundi, og sungu frelsissöngva, þar var
skotizt á fjöldamörgum skammbyssuskot-
um, og féllu 4 af byltingamönnum, og
var einn þeirra kvennmaður. — Einn lög- j
regluþjónn varð og sár.
Bússneska þingið („Duma“) kaus Com-
jakow, sem forseta sÍDn. — Hann er að-
alsmaður, 54 ára að aldri, og úr þÍDg-
flokki „oktobrista“, er nú ráða mestu á
þingi. — Hann flutti keisara, og stjórn
hans, auðmjúka kveðju, í nafni þingsins,
og hefir hún, sem von er, mælzt ílla fyr-
ir hjá frjálslyndum mönnum, enda munu
fáir — nema stjórnin — vænta mikils af
þinginu, eins og það nú er skipað. —
Nú hefir og verið ákveðið, að þingfund-
ir skuli að eins haldnir tvisvar í viku,
en þingmálin að mestu að eins rædd á
nefndarfundum.
I borginni Lublin réðu 10 vopnaðir
byltingamenn ný skeð inn í dómsalinn,
bundu embættismennina, sem þar voru,
og brenndu öll dómsskjöl og sönnunar-
gögn, meðal annars sönnunargögn, er not-
ast áttu i sakamáli gegn nokkrum bylt-
ingamönnum, er í varðhaldi sátu. — Em-
bættismennirnir losnuðu eigi, fyr en síðla
dags, er þeirra var saknað á heimilum
þeirra. — — —
Portugal. í hraðskeytum til blaðs
þessa hefir áður verið minnzt nokkuð á
ástandið í Portugal, og fjölgun lýðveld-
ismanna þar í landi. Tildrögin til óstands
þessa eru þau, að á síðastl. vori rauf for-
sætisráðherrann Jolío Franco að nafni,
þingið, en hefir til þessa látið farazt fyr-
ir, að efna til nýrra kosninga, takmarkað
funda- og félaga-frelsi í landinu, gefið út
fjárlög, og ýms önnur lög, án samþykk-
is þings, og að eins í umboði konungs.
i — HaDn hefir og hept útkomu ýmsra
blaða, og að öðru leyti sýnt ýmis konar
einræði, t. d. skipað að dæma öll pólitisk
málefni við sérstaka dómstóla, eptir sömu
reglum, er gilda um málshöfðanir gegn
stjórn leysingj um.
Konungur er þessu ráðlagi forsætis-
ráðherra síns fyllilega samþykkur, að því
er virðist, og hefir það orðið til þess, að
efla flokk lýðveldismanna í landinu. — A
I hinn bóginn er mælt, að krónprinzinn
Louis Philippe sé ósamþykkur þessum til-
tektum, og dvelur hann því um þessar
mundir í eins konar útlegð.
Nýlega lét stjórnin handsama 300 menn,
er eigi þóttu tryggir í pólitiskum efnum,
flytja þá út á herskip, og fara með þá
til Afríku, og er sízt að furða, þó að slík-
ar gjörræðistiltektir æsi mjög hugi manna,
enda hefir stjórnin eigi séð sér annað fært,
en að kveðja vara-herlið til herþjónustu.
I húsi í Lissabon sprungu í nóv. 4
tundurvélar, og létust tveir menn, er störf-
uðu þar að tundurvélagjörð, enda fund-
ust þar og 124 vítisvélar, auk hinna fyr
greindu, og mikið af sprengiefni.
175 menn hafa verið teknir fastir, og
enn fremur 6 liðsforingjar, og þykir því
mörgum tvísýnt, að stjórnin goti treyst
herliðinu, ef til uppreisnar kemur.
í viðræðu, sem Franco, forsætisráð-
herra átti nýskeð við blaðamann, vildi
hann þó gera lítið úr óánægjunni í Port-
ugal, og kvað stjórnarskipunarlögin aptur
myndu öðlast gildi eptir l1/^—2 ár. —
En fáir munu byggja rnikið á ummælum
hans, þegar litið er á atferli hans, og lög-
brot, að undanförnu.
Ef Carlos, sem nú ræður ríkjum í Port-
ugal, sleppir völdum, hafa ýmsir konungs-
liðar augastað á Dom Míguel, sem kon-
ungsefni. — Hann er sonur Dom Míguels
■— af Braganza-konungsættinni —, er réð
ríkjurn í Porugal frá 1828—1834, en svipt-
44
„Hvernig ætti eg að tortryggja þig Baldvin frændi?“
mælti unga stúlkan, og leit hýrlega til hans.
Hann bandaði ögn hendinni, svo að hún þagnaði,
og gjörðist hann nú all-alvarlegur, og þungbrýnn.
„Þegar mín var minnzt við þig, skyldi þá föður
mins jafnframt hafa verið getið?“ mælti haun, og gekk
fram og aptur um gólfið. „Jeg efa, að honum hafi verið
lýst eins ströngum, og harðneskjulegum, oíds og hann
var í raun og veru. — Á heimili hans sást enginn sólar-
geisli; þar heyrðist aldrei hlátur, né vingjarnlegt orð.
Hver gekk í skyndi fram hjá öðrum, eins og járnaugun
í Ephraim BreDkmann væru alls staðar. — Hugsunin
snerist öll um það eitt, að safna peningum, og hrúga
saman auðæfum á auðæfi ofan, og vildi hann eigi, að
neinn hefði hugann við annað.
Það var haldið spart á við okkur. — Aldrei feng-
um við sætabrauð, aldrei ávexti, þótt rik værum, og í
sömu fötunum vorum við látin ganga, meðan þau héngu
saman, þó að við værum löngu vaxin upp úr þeim.
Þó að skólasystkynin hlægju að oss, hirti hann eigi
um það. — Við önnur börn áttum við ekki að leika
okkur!
Hann vildi hafa vinnu, hvíldarlausa vinnu!
Þegar jeg fór að heiman, kunni jeg því eigi að
nota frelsið, og það var eins og einhver trylling gripi
mig.
En fé það, sem faðir minn lagði mér til af skorn-
um skarnmti, hrökk ekki til, svo að jeg komst í skuldir.
— Það hrúguðust á mig víxilskuldir, það er hverju orði
sannara; en fyrir sod miljónaeiganda voru það þó smá-
53
Becediktu tók nú æ meir og meir að leiðast eptir
svarinu. — Hún reyndi að stytta sér stundir með því,
að snúast kringum Birgittu gömlu, en með því að vinnu-
fólkið var margt, gat hún lítið fundið sér til að gjöra fyrir
hana.
Til Baldvias, frænda sins, þorði hún heldur ekki
að fara, þar sem hún gat vænzt þess, að Ulrich gerði boð
eptir sér þá og þegar.
Einu sinni, er Benedikta ætlaði að finna Birgittu,
heyrði hún, að einhver var að gráta, og gekk á hljóðið.
Sá hún þá innistúlkuna hjá Lebrecht sitfa SDÖkt-
andi í kjallara-stiganum, með svuntuna fyrir andlitinu.
„Hvað gengur að þér, Helena?“ spurði hún; því að
hún kenndi í brjósti um stúlkuna.
En stúlkan grét æ meira, og sagði henni eigi or-
sökina.
í sörnu andránni heyrði Benedikta, að útidyrahurð-
inni var lokið upp, og karlmaður kom gangandi.
Skyldi það vera Ulrich?
Hún flýtti sór niður í kjallarann, til þess að mæta
honum ekki.
Stúlkan, Bem var að gráta, hafði auðsjáanlega eigi
heyrt neinn ko na, og vissi þvi eigi fyr af, en Ulrich
stóð fyrir framan hana.
„Hvað gengur á?“ spurði hann stuttaralega, en þó
eigi óvingjarnlega. — En er honum var engu svarað gjörð-
ist hann óþolinmóðari. „MeDn flóa eigi í tárum að ástæðu-
lausu! Segið, hvað að er!“ mælti hann í skipandi róm.
StúlkaD sótti djúpt aDdann. „Jeg bið yður fyrir-
gefningar, og skal vera stillt“, svaraði hún. „En ástæð-
munir.