Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1907, Blaðsíða 5
XXI, 59.—60.
Þjóðviljinn.
237
Bessastaðir 31. des. 1907.
Tíðarfar rigninga- og stormasamt um jólin
og jörð alauð hér syðra.
Ibúar Reybjavíkur voru i nóv. "þ. á. taldir um
10,300.
Hjúkrunarfélngi Reykjavíkur hefir b’ejarstjórn-
in veitt 400 kr. styrk fyrir árið 1908
„Ceres“ iagði af stað frá Reykjavík til út-
landa 16. þ. m. — Meðal farþegjaj'voru: ritstjór-
arnir Einar Gunnarsson og Jónas Guðlaugsson
og verzlunar-agentarnir, Fr. Nathan og Möller.
Hlutafélagið „Málmur11 i Reykjavík heiir ný-
fengið tíma þann, sem því er ætlaður til pi-óf-
graftar, lengdan til loka ársins 1911.
Óskandi væri, að félagið hraðaði nú fram-
kvæmdunum, sem auðið er, svo að menn sjái
sem fyrst, hvort um arðvænt málmnám er að
ræða.
„Vesta11 kom 19. þ. m. til Reykjavíkur, frá
Kaupmannahöín og Austfjörðum. — Meðal far-
þegja voru: Ráðherrann, alþm. Aug. Plygenring
skipherra Matthias Þórðarson o. fl. — Ennfrem- I
ur frá Seyðisfirði síra Björn Þorláksson á Dverga- j
steini.
Sakir óveðurs gat skipið ekki komið við í
Vestmannaeyjum, og urðu því um 20 farþegjar,
er þangað ætluðu, að fara með skipinu til Reykja-
vikur.
iffcír „Þjóðv.“ þakkar lesendum sínum fyrir
gamla árið, og óskar þeim góðs og farsæls ný-
árs.
Verzlunarfélagið Chr. Er. Níefsen & Co í
Kaupmannahöfn, Niels Juelgade 7, hefir beðið
þess getið, að orðsveimur, er borizt hafi út um
nefnt verzlunarfélng, og sérstaklega um annan
verzlunarfélaganna, sé, að öllu leyti, tilhæfulaus.
Eélagið biður þess og getið, að það vænti
þess, að viðskipti þess hér á landi muni fara
drjúgum vaxandi á ári því, sem í hönd fer.
-j- 21. þ. m. andaðist í Hafnarfirði Böðvnr ,
Böðvarsson, hálf-bróðir gíra Þórarins heitins Böð- |
varssonar í Görðum, samfeðra. — Hann var hálf-
sjötugur, fæddur 17. nóv. 1842, og varð hann
bráðkvaddur.
Hann var tvikvæntur, og var fyrri kona hans
Guði’ún Guðmundsdóttir, prófasts á Melstað, Vig-
fússonar, og eru þrir synir þeirra á lífi: Böðvar,
bakari í Hafnarfirði, Guðmundur kaupmaður í
Hafnarfirði, er fyrrum var ráðsmaður holdsveikra-
spítalans í Lauganesi, og Eggert, trésmiður í
Keflavík.
Seinni kona lians, er lifir hann, var Katrín
Ólafsdóttir, dómkirkjuprests Pálssonar, og varð
þeim alJs 13 barna auðið, og eru nú 9 þeirra á
lífi.
Böðvar heitinn bjó lengi að Reykjum í Mið-
firði i Húnavatnssýslu, en fluttist árið 1882 til
Hafnarf jarðar, og átti þar heimili til dánardægurs.
Hann hafði á hendi barnakennslu i Hafnar-.
firði í 20 ár, og þótti fara það vel úr hendi.
Hann hafði mesta yndi af hestum, og var orð-
lagður tamningamaður. — Var honum og margt
vel gefið, og beimilisfaðir ágætur.
„Vesta“ lagöi af stað úr Hafoarfirði til Aust-
fjarða, og útlanda, 28. þ. m. — Meðal farþegja
var síra Björn Þorláksson á Dvergasteini, Braun
kaupmaður, og fjöldi farþegjatii Vestmannaeyja.
•j- Á jóianóttinna ('aðfaranótt 26. þ. m.) varð
bráðkvaddur í Reykjavík Páll Pálsson Vídalín,
er lengi bjó að Laxnesi i Mosfellssveit. — Hann
var iiekra 47 ára a.ð aldri, fæddur 15. júlí 1860.
Poreldrar hans voru: Páll stúdent Vídalín í Víði-
daistungu (f 1878J og kona hans Elinborg Prið-
! riksdóttir, prests Eggertssonar, og er hún enn
á lífi í Reykjavík.
Leikfélag Reykjavíkur lék 26. þ. m. Nýárs-
nóilina, leikrit Indriða Einai-ssonar. — Hefir höf-
undurinn hreytt henni að mun frá því, sem áður
var, og er hún nýlega komin á prent.
Hús brann á Laugavegi í Reykjavík aðfara-
nóttina 22. þ. m., og vita menn eigi um upptök
eldsins. — Pólk, sem bjó uppi á lopti í húsinu,
bjargaðist, og leið þó eigi á löngu, áðurenhús-
ið var brunDÍð til kaldra kola.
Húsið var eign Baldvins Einarssonar, aktýgja-
smiðs.
Til almenmn
Eins og almenningi mun kuonugt vera,
hefir alþingi Islands síðast, er það kom
saman, sarrþykkt lög um það, að af
Itíiia-lifs-elexíx* þeim, er eg bý
til, og alls staðar er viðurkenndur, og
mikils metinn, skuli greiða toll, er sam-
svari 2/g hlutum af aðfluttningstoilinum.
Sakir þessa afar-háa gjalds, er kom
mér alsendis óvænt, og vegna þess, að
öll þau efni, er elexírinn er búinn t.ilúr,
hafa hækkað mjög í verið, sé eg mig því
miður knúðan til þes-þ að hækka verið
á Kína-Jíf^-elexír* frá þeim degi
er nefnd lög öðlast giIJi, upp í 3 Tki*.
f.yi-11* ílöslixx, og ræð þvi öllum, er
lílína-líísi-elexirs neyta, til þess
vegna eigin hagsmuna þeirru að birgja
sig fyrir langan tíma, áður on verðbækk-
un þessi öðlast gildi.
Valdemar Petersen
Xyvej 16.
Kjöbenhavn. V.
I I us til sölu.
Ibúðarhús í Tröð i Alptafirði er til
sölu. — Húsið er 12X8 áln., tvílyft, og
kjallari undir því öllu; í öðrum enda
kja.llaraDS er eldhús, en laglegt íbúðar-
herbergi í hinum. — Einnig fylgir fjós
úr torfi, og fjárhús og hlaða, hvorttveggja
úr timbri.
50
Ulrich BrenkmaDn horfði forviða á ungu stúlkuna,
og rétti henni höndina, en Benedikta lét, sem hún tæki
ekki eptir því.
Lebrecht Mascke starði á hana, og Elín ekki síður.
„Jeg bíð enn svars upp á spuroingu. mínau, mælti Elin,
all-stríðDÍslega.
Benedikta var blóðrjóð i framan. „Jeg heíi staóizt
prófið, og feDgið einkunina. dávelu, roælti bún stillilega
EIíd beit á vörina. ,.Dável!u mælti hiín. „ Jeg leyfi
mér að efast um það, unz jeg sé það svart á bvítuu.
Benedikta bafði opt heyrt líkar glósur áður, og vildi
nú ekki þola þær mótmælalaust, þar sem hún vissi sig
nú geta sloppið úr ófrelsinu, er hún viidi.
„Jeg befi aldrei gefið þér ástæðu til þess, að bera
mér skreytni á brýnu, mælti hún, „og banna eg þór því,
að ávarpa mig á þenna hátt!u
Elín ýtti ögn við Ulrich. „En hvað þú ert óvin-
gjarnleg við mig núna!u mælti hún þýðlega.
Meira sagði hún ekki, því að faðir hennar greip þá
fram í.
„Hvernig lízt þér á uppeldisbarnið þitt?u mælti hann
all-háðslega við Ulrich.
Ulrich horfði eitthvað út í loptið, og strauk á sér
yfirskeggið. „iívað á nú þessi ertni að þýða?u méelti hann
„Hafi Benedikta staðizt prófið, getur hún bráðlega sýnt
það svart á hvítuu.
Að svo rnæltu sneri hann sér að Benediktu, og
mælti: „Þér eruð þá farin að sætta yður við keDnslu-
konustarfið?14
„Neiu, svaraði Benedikta blátt áfram, og sást í engu,
að henni væri brugðið.
47
mig, átt að leyfa mér að verja mig — það fá verstu
glæpamenn!u
Æran er svipur, heilaspuni, — orð, og þó — þó!..
— Þeir hafa svipt mig hinu dýrmætastaU mælti bann.
Benedikta greip hendinni um háls bonum. „Jeg
met þig mikils, Baldvin, frændiu, roæiti hún mjög inni-
lega. „Jeg ann þéru.
Hann þrýsti höfði hennar að brjósti sér. „Þú ert
væn, Benedikta; jeg veit það. — Tryggð þín læknar hið
særða hjarta mitt; en líf mitt er eyðilagt, og munaði
minnstu, að eg yrði vitfirrtur, er eg fékk ofan greint
bréf!u
Jeg reyndi að hlægja að þeirn, og að sjálfum mér,
en það stoðaði ekki.
Jeg fór þá að læra að vinna, til þess að afla inér
fjár, og geta komizt eptir, hvar málverkið væri niður
komið, og hefi eg í því skyni soitið, og neitað mér um
hið bráðnauðsynlegasta; jeg hefi ferðazt, og kynnt mér öll
málverkasöfn, sem eg hefi til spurt; en glataða málverk-
ið sá eg þó hvergi.
Þessum eptirgrennslunurn hélt eg áfram, uriz eg
veiktist, og iagðist i rúmið, og um það leyti dó faðir
minc.
Jeg hafði að vísu mörgum sinnum svarið, að taka
ekki á móti ueinni hjálp frá Eiysium, en er faðir minn
dó, fékk eg þó arf þann, er mér bar með réttu, og settist
að i húsi þessu, sem einbúi, sem væri eg grafinn lifandi.
En í Elysíum hefi eg aldrei stígið fæti mínum“.
Benedikta komst mjög við, og vissi eigi, hvernig
hún átti að ráða þessa gátu. „Attirðu engan óvin, sem