Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1907, Blaðsíða 3
XXI. 59.—60.
Þ J Ó 8T1JINN.
235
ur var konungstign, sakir einræðis og
harðstjórnar, og hafa ættmenn hans síðan
verið útlagar úr Portugal, — — —
Bandaríkin. Þar heíir verið mikið at-
vinnuleysi, og fólk streymt hópum sam-
an til Evrópu, svo að líks eru engin dæmi.
— I einni vikunni fluttu þaðan t. d. 75
þús. manna,
Stafar atvinnuleysi þetta að miklu
leyti af peningaþrönginni, sem verið hef-
ir i Bandaríkjunum um hríð, en sem síð-
ustu fregnir benda á, að bráðlega muni
þó róttast úr. — — —
Maroeeo. Skamrat frá landamærum
Algiers áttu Frakkar nýlega orustu við j
10 þús. Marocco menn, er urðu undan að
hörfa, eptir mikið mannfall (1200). Mælt
er, að þjóðflokkar í Marocco, er næstir i
búa Algier, séu mjög æstir gegn Frökk- [
um, og hervæðist sem óðast. — — —
I Oranje-ríkinu, er nú lýtur yfirráð-
um Breta, og fengið hefir sjálfstjórn, er
Fischer skipaður forsætisráðherra, og í
ráðaneyti hans eru, meðal annara, her-
foringjarnir Hertzog og Christian de Wet
Jónasar-hátíö á ísafirði.
Isfirðingar hóldu Jónasar-hátíð í Good-
templarahúsinu á Isafirði 16. nóv. siðastl.,
og var þar sungið svo látandi kvæði, er
ort hafði Guðm. skáld Guðmundsson:
Huldusöng við ljúflingslag,
listaskáldið okkar góða,
heim í Gimli ljóss og ljóða
líða heyrir þú í dag! —
Þangað yfir þöglan geim
þýðast ljóðin óma’ á kveldi,
helguð okkar hjartans eldi:
— hörpu þinnar töfraveldi,
það er ekki af þessum heim!
Braga hof þú hefir reist
hæzt á Fr'oni ljóma vafið,
app hið skýra gullið grafið,
tungu okkar endurleyst,; —
skilinn lífs af lýðum fám;
látinn ertu’ á hvers manns tungu,
fyrirmynd þeim öldnu’ og ungu, —
engir fegri ljóðin sungu
hvorki’ i grát né glaumi hám.
„Enginn grætur Is]endÍDg“,
um þig sjálfan kvaðst þú f'orðum.
Það varð sízt að áhrínsorðum:
Allir gráta Islending, —
þann, sem vakti list og ljóð,
lýsti, glæddi allt hið bjarta,
veitti blíðyl hverju hjarta,
hæzt lét guðmóðs blysin skarta
yfir sinni eigin þjóð.
Enginn þekkir leiðið lágt,
þar sem kærri fósturfoldu
fjarri varst þú hulin moldu. —
en við sérhvern andardrátt
heyrum við þinn hjartaslátt
hlýjan gegnum strengjakliðinn,
ljúflings mál og lækjarniðinn,
lóukvak og sumarfriðinn, —
hjartans ekáld, sem hjörtun átt!
Prófastur Þorv. Jónsson á ísafirði, og
forstöðumaður barnaskólansáísafirði, cand.
1 theol. Bjarni Jónsson, fluttu sinn fyrir-
lesturinn hvor um Jónas Hallgrímsson, en
Guðm. skáld Guðmundsson las upp nokk-
ur af kvæðum Jónasar, og póstafgreiðslu-
maður Guðm. Bergsson las upp brot úr
bréfi.
Samkoman’var tnjög fjölmenn
Ritsímaskeyti
til .ÞjóðvF
Kaupmannahöfn 17. des. 1907.
Frá Danmörku.
Þjóðbankinn hækkar vexti af útlánum
á morgun úr 7—71i2°I0 upp í 8 —81/2°/0-
Á sýningunni í Árósum 1908 verður
Islandi ætluð sórstök deild.
Dagmar, keisara-ekkja, er farin heim-
leiðis til Rússlands, og konungshirðin er
flutt frá Predensborg til Kaupmannahafnar.
Dönsku konungshjónin lögðu af stað
í kvöld, til að vera við útför Oscars kon-
uugs í Stokkhólmi (fimmtudaginn 19. des.)
Púðurverksmiðja sprungin.
I grennd við Barnsley á Englandisprakk
púðurverksmiðja, og biðu 70 menn bana.
Frá Bandaríkjunum.
Herskipafloti Bandamanna, sem var í
Atlantshafinu, er lagður af stað til Kyrra-
hafsins.
Kaupmannahöfn 19. des. 1907.
utför Oscars konungs.
Hún fór fratn i dag í Riddarahólms-
kirkjunni, og var afar-fjölmenn. — Þar
voru dönsku konungshjónin, og fulltrúar
frá flestum þjóðhöfðingjum Norðurálf-
urmar.
Slys í námu.
Slys varð í námu í Pittsburg i Penn-
52
Að svo raæltu yppti hann ögn hattinum, eins og
hann kveddi einhvern ókunnugan.
„En þá nokkra daga!“ stundi Benedikta.
XV. lifkipitVLli.
Ulrich Brenkmann var nú seztur að i húsi forfeðra
sinna.
Hann hafði sezt að á fyrsta lopti, þar sem foreldr-
ar hans höfðu búið, og notaði hann sömu húsgögnin, sem
þar voru.
Hann bjó einn, nema hvað hann hafði komið með
þtjón með sér og hann borðaði hjá Lebrecht Maschke.
I fyrsta skiptið, er hann borðaði þar, veitti hann
þvi þegar eptirtekt, að að eins var lagt á borðið fyrir
þrjá.
„En Benedxkta?“ spurði hann,auðsjáanlegaall-forviða.
„Benedikta vildi síður borða með okkur í dag“,
■svaraði Elín, eins og afsakandi, og fitlaði eitthvað við
kjólinn sinn.
Lebrecht gaut hornauga til Ulrich’s. „Hún hefir
orðið að borða ein á herbergi sínu“, mælti hanD, „af þvi
að kennslustundir hennar hafa komið i bága við matmáls-
tima okkar“.
* ' *
*
Ulrich og Benedikta höfðu eigi talað saman, síðan
þau hittust í garðinum.
Hvort það var af tilviljun, eða af ásettu ráði, skal
ósagt látið.
Það bar við, að þau gengu hvort fram kjá öðru í
forstofunni, eða við húsdyrnar, og heilsuðust þá fljótlega.
45
En svo opnuðust augu mín, og jeg ásetti mér, að
byrja nýtt líf, enda liafði eg þá þegar notið gleði lífsina
í ríkulegum mæli.
Lebrecht Masche, sem var sonur viðskiptavinar
föður míns, hafði orðið uppáhald föður míns, er liann var
drengur. — Hann var kænn, og iðinn, og hjá honum
fann faðir minD eiginleikajlþá, er míg vantaði. — Kom
hann sér því svo í mjúkinn hjá föður minum, að hann
varð hans hægri hönd, og —þrátt fyrir aldursmuninn —
urðu þeir miklir mátar.
Lebrecht hafði sýnt mér ýms vinahót, og beiddi eg
hann því, að miðla málum, því að eg vissi, að hann var
öllum öðrum færari um það, að sefa reiði föður míns.
En honum tókst það ekki, því að þegar eg sneri
mér til föður míns, til þess að biðja baDn afsökunar, var
hann afar-reiður, kallaði mig ræfil, og bannaði mér hxxsið!
Jeg hafði tekið það mjög nærri mór, að biðja hann
fýrirgefningar, og heita bót og betrun, og því gramdist
mér háðið, og nísting9kixldinn, enn uieir en ella myndi.
Jeg hafði þá fimm um tvítugt, og á þeim uldri
þykist maður vera fær í flestan sjó, og því fór eg að
heiman, og út í veröldina, — engu ríkari en beiningainað-
ur! Jeg bjóst við að foðurástin kveddi mig heim aptur!“
Baldvin gerði hlé á frásögn sinni, og rak upp skelli
hlátui’. „Föðurástin!“ tók hann upp aptur og nam staðar
fyrir framan ungu stúlkuna. „ Aldrei var eg kvaddur heim
aptur! Hvers vegna ekki? Þarna — lestu sjálf!“
Með skjálfandi hendi tók hann bréf upp úr skúffu
í skrifborðinu sínu, og rétti henni.
Bréfið var farið að gulna, og bar þess ljós rnerki,
að það hafði verið lesið mörgum sinDum.