Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1908, Page 3
XXII., 4.-5.
Þjóðvljinn.
15
sþes9 óræk vitni, að höfundurinn hafi all-
mikla skáldsagDahæfileika til að bera, svo
að enn megi talsverðs af honum vænta,
ef honum endist líf og heilsa.
En eitt er það, sem virðist stórgalli
á „LeysÍDgu“, og það er það, hve mjög
jhöfundinum hættir til þess, að vera óþarf-
lega margorður, og yfir höfuð virðist meiri
flýtisbragur á sögunni, mannlýsingum o.
fl., en heppilegt er. — Það er kostur á
öllum skáldsögum, að liötundurinn feli
•efnið i stuttum og gagnorðum setning-
um, og geri sér sem mest far um, að
vanda orðfærið, og hefla og slétta málið.
— Ymsir skáldsagnahötundar munu þvi
■eigi að eins gera sér það að reglu, að
gagnhugsa söguefnið, heldur jafn vel að
tví- eða þrírita söguna áður en þeir birta
hana almenningi, svo að engu orði sé þar
ofaukið, samræmið í lýsingu á lundarein-
ikeDnum manna sem bezt o. s. frv.
Efum vór eigi að höfundur _Leysing-
ar“ taki upp svipaða reglu, að því er
snertir skáldsögur þær, er hann semur
•Lér eptir, og vorða þær þá alrnenningi
kærkomnari, og hins góða í skáldsagna-
kæfileikum hans nýtur þá betur, en ella.
Anders Hovden. — Bóndinn,
'ljóðabálkur. — Mattliías Jodntmsson is- j
lenzkaði. — Rvík 120 bls. 8vo.
Höfundur Ijóðabálks þessa, Anders Hovd- I
en, er Dorskur prestur, rúmlega hálf-
fímmtugur.
t formála ritsins lýsir þýðaodinn, síra
Matthías Jachumsson, efni bókarinnar í
fám orðum á þessa leið:
„Ötull og óbreyttur fátæklingur (Óli)
ryður sér braut til magurs búskapar á
beru rjóðri, en stundar jafn framt veiði-
skap á báti sínum. — Konu kvongast
hanD vænni og duglegri.
En er bezt gengur, byrjar ólánið. —
Bóndinn lendir í skipreika, og berst í
land einn á kili; hann verður við það
farlama, en búið fer í skuldir hans. —
Þó kemst hann úr verstu kreppunni apt-
ur, enda fara elztu synir hans til Amer-
iku, græða þar fé, og hverfa siðan heim
aptur, til liðs og lausnar karli og kerl-
ingu. — Annar þeirra bræðra (Þórir)
gjörist þroskamaður mikill, enda á hann
konu samboðna sér. — En er hans vegur
er með rnestum blóma, týnast synir hans
á sjó, og svo sjálfur hann, en Odd ber i
land, í öskrandi næturhríð, einn á kili
(eins og afi hans fyr). — Hann er þá
unglingur, og elzt upp með móður sinni.
— Heitir hann henni þvi, að fara aldrei
framar út á hið fláráða djúp. En er pilt-
urinn sýkist af sæþrá, leyfir hún um síð-
ir, að hann íari. — Hann hverfur út í
lönd, og — kemur aldrei aptur.
Síðustu ltvæðin eru um móðurinnar
siðasta stríð
Sem sýnishorn birtum vér hér kvæðið
„Voðanóttinu, sem er svo látandi:
Stormurinn harðnar í hamstolarok
og hringir inn líksöngs-nótt;
vit.ar og hlys er borið í kaf;
og bjargráð veit bvergi 'drótt;
bálviðrið veltir upp brimhvitum haugum.
und bárunum lýsir af hrævargs augum,
þær hamast um bátanna heljarsvið,
sem híðbirnir ólmast við lömb og kið.
Þá heyrast bljóð
á heljarsióð,
! og hræin skolast um sollið flóð
j
Þar og þar sézt á höfuð og hönd,
og hrifið er dauðatak.
Enginn er búinn við banastund.
hvert borð er hrifsað og flak;
glæpir og brot i gleymnu minni
ganga nú aptur i fyrsta sinni,
og nú er beðið um náð og grið,
en náköld báran gefur ei frið.
Þá heyrast bljóð
á heljarslóð.
og hræin skolast um sollið flóð.
Húsfaðir hver einna harðast verst
með hendur negldar við kjöl,
að hugsa um kotið og hópinn sinn
er harðara’ en dauðans kvöl.
Hann heyrir kveiuið i konu sínni,
köllin og veinin í bænum inni —
hátt yfir öskrandi hafsins geim:
„Hvenær kemur hann pabhi heim?u
Þá uoyrist hljóð
á heljarslóð,
og hræin skolast um sollið flóð.
i Svo rekur og hrekur þá heljarnótt
j um hafsins gínanda flóð,
I kolsvartur himinn og bvergi björg,
| en hafrót og tryllandi hljóð.
) Á kilinum hanga menn hópum saman,
I heyrandi líksönginn kaldan og raman;
svo týna talinu, einn og einn,
unz eptir á kilinum sést eigi neinn.
Þá heyrast hljóð
á heljarslóð,
og hræin skolast um sollið flóð.
Allt sem menn söfnuðu ár fyrir ár
með árvekni, þrautum og dáð:
afkoman, bærinn og eignir og líf
og allt verður sjávarins bráð.
En(_svo rennur sól yfir svarrandi strandur
78
nin Lebrecbt’s, og með því að vinnufólkið var ebki við,
taldi Birgitta sér skylt, að grennslast eptir, hví hringt
væri, enda þótt hÚD hefði ákafa gigt í fætinum.
„Ekki gott í skapinu núna!u mælti bún, er hún kom
aptur. „Hr. Lebrecbt vill fá hressingu á undan morgun-
verði. — Af því stafaði allur hávaðinn“, mælti Birgitta
við Beuediktu, sem var að hjálpa henni, að hagræða ýmsu
í búrinu.
„Láttu mig færa honum þetta, og hlífðu fætinum“,
mælti Benedikta, og sinnti ekki mótmælum gömlu kon-
unnar.
En er hún gekk fram h]á herbergi Ulrieh’s, sá hÚD,
að hann var að gaDga út, með öðrum maDni, og heilsuð-
ust þau, er þau gengu hvort fram hjá öðru.
Þegar Benedikta kom inn til Lebrecht’s, sáhún,að
hann var að ganga um gólf, og var auðsjáanlega í slæmu
skapi, en Eliu sat i ruggustól, og ruggaði sér fram og
aptur.
„Jeg skil þig ekki, pabbi“, heyrði Benedikta, að
hún sagðh „Fái jeg ráðin hérua á heimilinu, skulu þess-
ir asnar fá að hegða sér öðru vísi. Og Birgitta, þessi ó-
svífna kvennsnipt, skal strax verða rekin burt, þegarjeg
er orðin frú BrenkmanD; því lofa jeg þéru.
Beriedikta, sem varð óviljandi heymarvottur að þessu
beit saman vörunum. — Elín hlaut að vera viss í sinni
sök! Þetta hlaut að detta á þá og þegar! En að hún
skyldi enn vera kyr á heimilinu.
Blóðrjóð, og skjálfheDt, setti hún bal?kann á borðið,
og ætlaði að flýta sér út, en þá kom Ulrieh í fasið á henni.
Harm hélt á fallegum blómsveig, og mælti: „Til
jungfrú Bíaloncziksa:!“
67
leggja það, eD peningagræðgin hafði jafnaD aptrað því,
þar aem málverkið var mjög inikils virði.
Hann gat gjört þetta enn.
En var ekki sama takmarkinu náð, ef hann kastaði
því upp i ruslaherbergið?
Þó að það fÍDndist þar einhverntíma, gat enginn vit-
að, hvernig það væri þangað komið, og skeð gat, að það
yrði barni hans til góðs, að gersemi þessi væri ekki eyði-
lögð.
Hann lét nú myndina niður aptur, en ásetti sér
statt og stöðugt, að nota fyrsta tækifæri, er byðist, er
hann væri einn í húsinu, til þess að koma myndinni upp
i ruslaherbergið, svo að honum gæti orðið svefnsamara.
*
* *
Það var verið að þvo beztu herbergin í húsi Brenk-
mann’s, og Benediktu þótti gott, að geta stytt sér stund-
ir með því. að hjálpa Birgittu, og stúlkunum.
En þegar fólkið fór ofan seinni hluta dags, til að
drekka kaffi, varð Benedikta eptir uppi, og fór að virða
fyrir sér myndina af Ephraim BrenkmaDn, sem var mjög
lik LTIrich.
Birgittu, og Baldvin frænda hennar, hafði borið
saman um það, að hann hefði verið drambsamur, og
strangur.
Hún gat ekki slitið 9Íg frá því, að skoða myndina.
Var þessi maður, sem hafði getað fengið sig til þe9s
að fórna tveim börnum sínum, i raun og veru ’íkur Ulrieh!
Var ekki dráttur kringum munninn, og skerpa í
augunum, sem var ólíkt soDarsyninum.
I þessum hugsunum var hún, er hurðinni var lokið
•upp, og Ulrich stóð fyrir framan hana.