Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1908, Page 4
16
ÞjÓÐVILJIN'!*.
XXII., 4.-5.
sýnandi valinn á báðar hendur,
brotin og flekana byrgjandi sand —
boðsending þeirra, sem fundu’ ekki Jand.
Þá heyrist tiljóð
á heljarslóö,
og hræin skolast um sollið flóð.
Þá barðnar i byggðinni hryggðarfár,
svo heimilin bifast við gfunn.
Svo gráta þá ekkjurnar biturt og beiskt,
að blóðaldan stígur í munn,
svo gráta þær bóndann og blessaðan soninn,
á brott er nú yndið og hjálpin og vonin,
allt stóð á glóðum af þrá eptir þeim.
En þeir komu aldreigi — aldreigi heim!
Þá heyríst hljóð
á heljarslóð,
og hræin skolast um sollið flóð.
Smábörnin stara svo hremmd og hijóð
að heyra þau ópin og grát,
eem ungar í hreiðri, sem heyra í örn
og hræðast með ringlað fát.
Hvar er nú höndin, sem hjálpaði, saddi,
lieimilið varðveitti, klæddi og gladdi?
Nú er allt farið, og norðan-bál
næðir i gegnum líf og sát.
Þá heyrist hljóð
á heljarslóð,
og hræin skolast um sollið flóð.
Sýnir kvæði þetta, hve lipur þýðÍDg
síra Matthíasar er; en þar sem vér eigi
höfum átt kost á því, að kynnast kvæð-
UDum á frummálinu, getum vér eigi dæmt
um hve nákvæm þýðingin er, eða hve
vel hún þræðir hugsun höfundarins.
En yfirleitt er margt í ljóðabálki þess-
um, sem alþýða manna hér á landi mun
hafa gaman af að kynnast, enda eru kjör
aJmeDnings í þeim hluta Noregs, þar sem
sagan er látin gjörast (í Sunnmæri), mjög
svipuð því, sem viða háttar í sjávarsveit-
urn hér á landi.
>1 jnl 1 h vit - — Æfintýri handa börn-
! um, m.eð seytján myndum. —M. dríms-
son hefir íslenzkað. — Fimmta iitgáfa.
Rvík 1907.
Hr. Ouðm. Gamalíelsson hefir árið, sem
leið, gefið út þessa alkunnu barnabók,
og á hann þakkir skyldar fyrir það, þar
sem .Mjallhvít“ var orðin ófáanleg; en
hún hefir, sem kiiDnugt er, einatt veríð
vinsæl, og börnunum mjög kærkomin gjöf.
Skemmtilegra hefði það verið, og börn-
unum verið þessi nýja útgáfa enn kærari,
ef myndirnar hefðu verið prentaðar með
litum, og óskandi, að svo verði, þegar
„Mjallhvít verður næst gefin út, sem lík-
lega verður eigi langt að biða, þar sem
þau inunu færri, barnaheimilin hér á landi,
sem ekki vilja eignast „Mjallkvít“.
Vesturf ara-pési,
Canada-stjórn hefir árið, sem leið, gef-
ið úr ritlingum Yestur-Canada (Manítoba,
Saskatchewan, Alberta), er hún telur
„framtiðarland Islendinga“. — A ritlingi
þossum stendur, að hann sé ætlaður til
útbýtingar, en ekki til sölu, og teljum
vér þvi víst, að honum verði óspart dreift
út hér á landi.
I ritlingi þessum er Yestur-Canada
lýst, sem „bezta kornyrkju og kvikfjár-
ræktarlandi heimsins“, og sýnir það dá-
vel, i hvaða tilgangi ritið er samið. —
Þar eru og prentuð bréf all-margra Vest-
ur-Islendinga, er lýsa landgæðum o. íi. i
ýmsum byggðarlögum þar vestra, og virð-
ist hafa verið hyllzt svo til, að bréfrit-
ararnir væru monn, er heima áttu sinn
í hverju byggðarlagi hér á landi, áður
eD þeir fluttu til Vesturheims.
Canada-stjórn er það auðvitað eigi lá-
andi, þó að hún vilji fá sem flesta, til að
setjast að í Canada. — En þar sem ritið
er gefið út í því skyni, að hvetja íslend-
inga til vesturflutnings, bá má geta nærri,
að eigi eru birt önDur bréf, en þau, sem
til þess þykja fallin, og geta íslending-
; ar því eigi byggt á bréfum, sem Canada-
stjórn hefir verið sér í útvegum um í á-
kveðnu skyDÍ.
FregDÍrnar, sem borizt hafa frá Can-
ada í vetur, um hið óminpilega atvinnu-
leysi, sem þar hefir verið, lækkun vinnu-
launa, og jafn vel um fyrirsjáanleg bjarg-
arvandræði á sumam stöðvum, ættu og
að nægja til þess, að vara menn við því,
að flytja héðan af landi til Canada, eDda
tólkseklan hér á landi mjög tilfinnanleg,
og verkalaun hærri, en áður, bæði í land-
sveitum, og við sjóinn.
Vér teljum því vist, að þessi ritling-
ur Canada-stjórnar beri eigi tilætlaðan á-
rangur, og að engir verði þeir, er láta
hann hvetja sig til vesturfarar.
gankavextir lcckka. 21. janúar
síðastl. barst Islandsbanka símskeyti þess
efnis, að danski þjóðbankinn hefði fært
útláDSvexti niður í 71/2°/0, og lækkaði ís-
landsbanki þá jafn harðan útlánsvexti of-
í 7Va°/0-
Nú hefir Englandsbanki einnig lækk-
að útlánsvexti ofan í 5—6%, og í Frakk-
landsbanka eru þeir að eins 31/, —4%'.
63
„Mér þykir vænt um að fá tækifæri til að tala við
yður“, tók haDn til máls, og horfði hvasst á hana. „Mér
þætti gaman að, að leggja fyrir yður spurningu, sem eg
hefi verið að bijóta hugann um, síðan í samkvæminu.
Hvar voruð þér? — “
Benedikta bandaði honuro frá sér, og mælti í bænar-
róm. „Spyrjið þér mig ekki að því,. gerið þér það fyrir
mig. Ef eg ætti að missa síðasta og eÍDa geislann i
lífinu —“.
„Kjánalega bsrn!“ mælti hann, og var röddin und-
arlega viðkvæm. „Hver hefir sagt yður, ?ð jeg sé yður
íllviljaður? Segið mér! Er yður illa við mig?“
„Já!“ svaraði hún stuttlega, en dró þungt andann.
Hún gat okki sagt ósatt.
Hann hrökk við. „Einlæg eruð þér“, mælti hann
hann. „Það verð jeg að játa.“
„En það get eg vottað við drengskap mÍDn“, mælti
hann enn fremur, „að vísvitandi hefi eg eigi viljað gera
rangt. En öllum getur skjátlazt, og má eigi gefa þeim
það að sök, nema þeir viti, að þeir gjöra það, sem rangt
er, og brevtí þó eigi háttarlagi sinu.“
Að svo mæltu benti hann á mynd Ephraims, og
mælti: „Hann hefir óefað verið dæmdur mildilega hÍDU
roegin grafarinnar, því að hann hugði sig breyta rétti-
lega, þó að aðrir sæu þráfaldlega, að hann hafði eigi á
réttu máli að standa.“
„Fordæmið þér þá móður mína?“ mælti hún mjög
hrærð.
Þeirri, sem hefir heitt elskað, verður að fyrirgefa
mikið“, mælti hann og komst mjög við.
77
staðar hjá gosbrunninum, og horfði á silfurtært vatnið
þyrlast upp, og niður aptur.
Og með því að Benedikta var ein, fór hún að syngja
og var röddin bæði fögur og hliómmikil.
Eu er hún hætti, heyrði hún, að lokið var upp hurð
í húsinu, og geugið hratt ofan stigann.
Henni varð bylt við, og leit upp i gluggann á fyrsta
lopti, er stóðu opnir, þótt eigi sæist ljós.
„Gruð minn!“ Ulrich er þó ekki heima?“ mælti hún,
„Birgitta fullyrti, að hann væri i heimboði!“
En í sömu andránni sá hún hann koma út í garðinn,
Benedikta ætlaði rétt að hníga niður. „Fyrirgefið,
að jeg hefi gert yður ónæði“, mælti hÚD. „ Jeg vissi ekki
að þér voruð heima, guð veit, að jeg vissi það ekki!“
Ulrich komst við, er hann heyrði, hve auðmjúk hún
var í róminum. „Hver kenndi yður að syngja svona,
Benedikta?“ spurði hann.
Benedikta varð all-vandræðaleg, og niðurlút. „Bald-
vin frændi!“ mælti hÚD.
„Baldvin fræDdi!“ mælti Ulrich, all-forviða. „Nú
skil eg, hvert þér fóruð um kvöldið, Og nú veit eg, hvað
alið befir óvild yðar til min. — Verið þér óhrædd, Bene-
dikta! Jeg skal ekki aptra yður, enda væri það nú um
8einan“.
Að svo mæltu gekk hann aptur inn í húsið.
En Benedikta þrýsti höndunum að brjósti sér, og
grét beisklega.
VIII.
Snemma næsta morgun heyrðist hrÍDgt í herbergj-