Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1908, Page 1
ÞJOÐ VILJINN.
— '= Tuttugasti og annar árgangur. ==|. ..... —
.-§œ«-|= EITST JÓE'I: 8«ÚLI THOEODD8EN. =|»-'b3—»-
Verð árgangsins (minnst
60 arkir'l 3 kr.-50 aur.;
trlendis 4 kr. 50 aur., 'oq
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnimán-
aðarlok.
M 6—7.
Uppsögn skrifleg. ógild
nemri komið sé tií útgef-
1 anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsógninrú
! borqi skv.ld sína tyrir
, blaðið.
1908.
Portugals-konungur myrtur.
Krónprinzinn drepínn.
Manuel prinz sœrður.
Símskeyti barst hingað snemma í íyrri
viku, þar sem skýrt er frá þvi, að
Konungurinn í Portugal hafl verið
skotinn til bana, er hann ók í vagni
eptir einni af aðalgötunum í Lissabon.
— Sömu örlög hlaut og krónprinzinn,
er var í sama vagni, en annar sonur
konungs, Manuel prinz, varð sár, og
heflr hann nú tekið konungstign í Port-
ugal.
Franeo, forsœtisraðherra, heflr flúið
úr landi,
Uppreisn heflr verið bæld niður.
í 59.--60. nr. blaðs þessa, er skýrt all-
ýtarlega frá óstandinu í Portugal, og til-
drögunum til þess, og leyfutn vér oss þvi
að vísa til þess, og látum nægja að minna
á það, að á siðastl. vori raut forsætisráð-
herrann Jolío Franco þingið, en efndi eigi
til nýrra kosninga, og hefir hann síðan,
með samþykki konungs, beitt ýmiskonar
gjörræði, hept funrla- og félaga-frelsi, lát-
ið flytja fjölda mótstöðumanna sinna nauð-
uga úr landi, og yfir höfuð stjórnað land-
inu, sem alræðismaður.
Siðustu fregnir frá útlöndum gátu þess
þó — sbr. 4.-5. nr. „Þjóðv.u þ. á. —,
að konungur hefði séð sig um hönd, og
ætlaði að iata þÍDgkosningar fara fram í
næstk. aprílmánuði; en þetta hefir verið
of seint ráðið, og þvi hafa, einhverjir bylt-
ingamenn framið glæp þann, sem að of-
an getur.
Hið glæpsamlega athæfi konungs, og
forsætisráðherra hans, að fótum troða lög
landsins, og traðka rétti fjölda manna á
ýmsan hátt, hefir þvi leitt til þess, að
konungur, og elzti sonur hans, voru myrtir,
Og sést hér því, sem optar, hveilfthlýzt
jafnan af íllverknaðinum, fyr eða siðar.
Greinilegri fregnir um atburði þessa
fá menn síðar. — Símskoytið fer Djjög
fljótt yfir sögu.
Carlos konungur, sem myrtur var, var
fæddur ‘28. sept. 1863, og tók við ríkis-
stjórninni 1889, er faðir hans, Loðvík I.,
andaðist; en móðir Carlos’ var María Pía,
syst'.r Umberto, Ítalíu-konungs, sem myrt-
ur var 29. júlí 1900, og dóttir Victors
Emanuels, Italíukonungs (f 1878). — En
kvæntur var Carlos konungur Amalíu, sem
var dóttir Lodvíks Filipps, greifa afParís
(f 1894); og var hann sonarsonur Loðvíks
Filipps, er var konungur Frakka 1830 —
1848, og sviptur var völdum i febrúar-
stjórnbyltingunni.
Krónprinzinn, er einnig var sviptur
BESSASTÖÐUM, 13. EEBR.
ur lífi, hét Louis Philippe, hertogi af
Braganza, og var hann á 21. árinu, fædd-
ur 21. marz 1887. — Mælt er, að honuin
hafi eigi líkað atferfi föðursins, og Franco's,
en eigi hafa morðingjarnir þó virt það við
hann. — Hann var ókværitur maður, og
þvi liefir bróðir hans, Manuel, hertogi af
Beja, tekið við konuDgdómi. — Hann er
að eins 18 ára að aldri, fæddur 15 dov.
1889.
I simskeytinu segir, að uppreisn hafi
verið bæld niður, en líklega liefir hinum
unga konnngi þó eigi þegar tekizt, að
koma á friði og spekt i landinu, því að
meðan óstandið var, fjölgaði lýðveldis-
mönnum mjög í Portugal, og flokkur
þeirra manna, er reka vilja núverandi
konungs ætt frá völdum, og hefja Dom
Migueil til konuDgstignar, óx einnig drjúg-
um; en sú konungsætt hefir eigi ráðið rikj-
um i Portugal siðan 1834.
Franco, forsætisráðherrann, er mestu
mun hafa valdið, að því er lögleysurnar
snertir, hefir hörfað úr landi, og á nú að
líkindum eigi skemmtilega æfi.
Til
Jiríks jljagnússonar
á 75. afmæli hans 1. febrúar 1908.
Þig dreymdi ’ hinn glæstadrautn um armaþá, i
sem dygðu bezt við stærsta grettistakið,
og uin þann örn, er hæzta heiðið sá
og hvernig skýin eru lit á bakið.
; En takt’ því vel þó brygðist eitt og eitt
af öllu því, sem dreymt var forðum sætast,
því það er djörfum drengjum einum veitt
að dreyma fleira’ og stærra' en nær að rætast.
Þig dreymdi’, ef til vill, kynja-bappa þann,
sem kaus að vild hver laut hanstöfrasverði;
en sástu þjóðarstríð og sterkan mann,
sem stóð þar glaður hverja nótt á verði?
Og sástu það, hann átti’ úr málmi mál
og mat það litið hverir fyrir stóðu:
Þvi úr þeim auði’ hann drap það dýra stál,
sem dvergar höfðu’ í fornu vopnin góðu.
Og sástu’ haDn kunni’ að sigra’ og heyja
strið,
er sultarvættir hremdu fóstur9trendur
og hversu mörgum mynd haDS þá varð fríð
og minnisstæðar þessar bróðurhendur?
Hann einn sá neyð, sem fól sig bak við
fjöll;
og fálét móðir hugði’ að sínu’ í leyni:
hún sá þá opin sonarbrjóstin öll
og sá hver hjörtu voru þar úr steini.
Og sástu þá hvar voldug öfund var,
sem vildi’ hann fengi brennimerktar hendur j
og tæki land — svo megindjúpt í mar i
að mannorð hans ei ræki’áneinarstrendur. j
En sástu lika för að feigðarmúr,
sem fólksins óþökk lybur eins og klaki
og öfund þá, sem á þar snígilbnr
og ekki nokkurt framaverk að baki.
Þig dreymdi frítt; en fár þann sigurhldur,
sem fékstu’ á bræðrum þínuin hinum ungu:
og horfa’ á það, hve hlekki vora braut
hvert hiklaust spor og geigiaust orð á
tungu.
Og ef við undum ver við réttarrán
og reyndist dáltið meira, sem við þorum,
og hreinna’ er mælt og síður sæst á smán,
þá sjást þó nokkur blóm í þinum sporutn.
Yor æska horfði’ á hafið eptir þér
og hefði fylgt þér glöð að ytstu skautum,
sem lengst frá þeiin, sem hoknir þræða hér
í huuda’ og inanna spor á lögðum bn.utum.
Frá þór bar yfir æginn geislastaf,
sem æska og dugur langa vegu kenna,
og þeim er horfið leiðarljó s í haf
er logar þínir hætta’ að verma’ og brenna.
Haglega d stað farið.
I blaðimi „Reykjavíku birtist 4. febr.
þ. á. grein, sem ber fyrirsögnina; „Þeir
tala mest um Ölaf kong .. .“
I grein þessari er taliun upp fjöldi
þjóðmála, er náð hafa samþykki síðustu
þinga, og komist svo að orði: „A.llt þetta
befir flokkurinn (þ. e. stjórnarflokkurinn)
haft fram......, og flestþrátt fyrir meyna
mötspyrnu mótftokkcins“.*
Það, sem stjórnorflokkurinn, samkvæmt
greininni, á að hafa fengið fram, „flest
þrátt fyrir megna mótspyrnu mótflokks-
ins“, er sagt, að sé, að hann hafi:
flutt stjórnina inn í landið,
sett stjórninni ábyrgðarlög,
skapað benni innlendan dómstól,
varið Landsbankann,
reist lagaskólann,
lækkað eptirlaun embættismanna,
símbundið hérnð landsins oglandiðviðumheiminn,
útvegað leiguliðum forkaupsrétt að ábýlum þeirra,
heimilað almenna sölu að opinberum leigujörðum,
stofnað geðveikrahæli,
reist innlend ábyrgðarfólög,
breytt kirkjulöggjöfinni til stórbóta,
sett varnir við uppblæstri lands,
bætt fyrirkomulag fræðslumála,
fengið Dani til vænlegs viðtalsum sambandsmálin,
tekið almennan kosningarrétt, almeiman ellistyrb
og fríkirkjumálið á dagskrá sína**.
Hvað er nú hæft í þessum ummælum
-Reykjavíkur?"
*) Auðkennt í „Reykjavík“.
**) Að stjórnarflokkurinn bafi tekið „fri-
kirkjumálið á dagskrá sína“ mun þykja nýstár-
legar fréttir. — Ekki hreifði hann því máli á
síðasta þingi, er kirkjumálalöggjöfinni var breytt.
— Jafnvel L. H. Bjart.ason, or var sá eini,
sem var því fylgjandi í kiikjutnálaneindinni^
fylgdi því ekki fram á alþingi síðastl. sumar.