Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1908, Side 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1908, Side 7
XXII., 6.- 7. Þjóðvljinn. 27 nætur, op voru þeir af 62 heimilum; en vöku- konan hafði vakað yfir 25 sjúklingum, af 24 fieimilunri, í samtals 182 nætur. I stjórn félagsins voru endurkosnir: sír» Jón Helgason, cand. jur. Hannes Thorsteinsson og ■ Sighv. hankastjóri Bjarnason. — Endurskoðunar- inenn voru og kosnir: Brynj. H. Bjarnason, kaup- | maður, og bankagjaldkeri Halldór Jónsson. Hóraðslæknir Guðrn. Hannesson flutti fyrir- i lestur um sjúkra-hjúkrun og um mebalabrúkun. j „Laura kom frá Vestfjörðum 5. þ. m. — Meðal > farþegja var Guðm. Eggerz, settur sýslumaður j í Snæfellsnessýslu, P. M. Bjarnason verksmiðju- j eigandi á Isafirði, .Jón Hallgrimsson, kaupfélags- j stjóri að Bakka í Arnarfirði, og Guðm. kaupm. j Kristjánsson i Haukadal. ! Til útlanda iagc'i „Laura“ af stað 8. þ. m. og tóku sér þá far með henni: Eggert Briem bóndi í Viðey, Egill kaupmaður Jacobsen, og frú hans, verzlunarstjóri Konráð Stefánsson á Blönduósi, P. M. Bjarnason frá ísafirði, Guðm Kristjánsson í Haukadai og Jón Hallgrímsson á Bakka. Til Vestmannaoyja fór og fjöldi sjómanna, hátt á annað hundrað. Leikfélag Reykjavíkur er nú hætt að leika Nýársnóttina eptir að hafa leikið hana alls 18 sinnum. Bvrjaði félagið 7. þ. m. að leika John Storm eptir Hall Caine, og daginn eptir lék það Kam- illufrúna, og verða þau leikrit nú sýnd á leik- sviðinu nokkrum sinnum. „Mjölnir11 kom frá útlöndum að kvöldi 4. þ. m. eptir 11 sólarhringa ferð frá Leith, enda hafði skipið hreppt mjög slæm veður i hafi. — Skipið fór til Vesturlandsins 9. þ. m. Samsöngur var haldinn í Báruhúð í Reykja- vik 2. og 3. þ. m. — Þar söng Þórður læknir Pálsson, frú Elizahet Þorkelsson, jungfrú Elín Matthiasdóttir, og jungfrú Kristrún Hallgrímsson lék á hljóðfæri. — Reykvikingar fjölmennt.u á ske.mmtun þessa. Ililt og þetta. Frakkneskur maður, Redmond að nafni, heiir nýlega húið til eins konar stigvél, eða sjóskiði, sem notuð eru til göngu á sjó eða vatni. — Gerði hann nýlega ýmsar tilraunir á ánni Signu og gekk þar hratt, og hiklaust. — Sjóskiði þessi eru likust ofur-litlum batum, og vatnsheld hólf i háðum endum, og alls ekki þung. Telur Redmond engu örðugra, að læra að nota sjóskíði þessi, en hjólreiðir, og segir, að eigi muni líða á löngu, áður en þau verði almennt notuð. ii i.111 i.i. ii,.i.iiii.iiiii.iii.iii i'i'i' i ihi i' i iin.n i 'ii.n n, ni.ii. iimi". FwnpmA.,,, Til almeniiinss. Eius og almenningi mun kunnugt vera, hefir alþingi íslands síðast, er það kom saman, san?þykkt lög um það, að af liína-lífs-elexíx* þeim, er eg bý til, og alls staðar er viðurkenndur, og mikils metinn, skuli greiða toll, er sam- svari 2/8 hlutum af aðfluttningstollinum. Sakir þessa afar-háa gjalds, er kom mér alsendis óvænt, og vegna þess, að öll þau efni, er elexírinn er búinn til úr, hafa hækkað mjög í verði, sé eg mig því, miður knúðan til þess, að hækka verðið á liina-lífs-elexix* frá þeim degi er nefnd lög öðlast gildi, upp í 3 kr. fyrix* ilöskxi, og ræð því öllum, er Ix ína-lífs-elexii*s neyta, til þess vegna eigin hagsmuna þeirra að birgja sig fyrir langan tíma, áðui en verðhækk- un þessi öðlast gildi. Valdemar Petersen Xyvej 16. Kjöbenhavn. V. Hús til söIxl. íbúðarhús i Tröð i Alptafirði er til sölu. — Húsið er 12X8 áln., tvílyft, og kjallari undir þvi öllu; í öðrum enda kjallaraDS er eldhús, en laglegt ibúðar- herbergi i hinum. — Einnig fylgii íjós úr torfi, og fjárhiis og hlaða, hvorttveggja úr timbri. Enn frernur hjallur 9X6 áln., með geymslulopti, Með húsunum selst einnig rækteðti!' lóðarblettur, sem mun vera freklega um j eitt hundrað úr jörðu, og út-engjar. Semja má um kaupin við undirritaðaD. Tröð 23. okt. 1907. Sveinn A. Hjaltasen. Ef þér viljið lifa leDgi, verðið þér að rnuna eptir því, að aföllum meðulum sem upp fundin hafa verið til þess að vernda heilsu manna, kemst ekkert í samjölnuð við hinn heimsfræga meltingar- bitter Kína- lífs-elexíx*ixixi. Tæring. Konan mín, sem árum saman hefir þjáðst af tæringu, og leitað ýmsra lækna, hefir orðið talsvert betri, siðan hún fór að staðaldri að neyta Kína-lifs-elexirs Valdemars Petersen’s, og vona jeg, að hún 86 Síðan hallaði hann sér aptur á bak í skrifborðstóln- um, og gráfði andlitið í höndum sér. Skyldi Möller hafa hitt hana? Skyldi þeim hafa samið? Þessar spurningar létu hann engan frið hafa. — Hann varð að vi(a vissu sína! Hann varð að finna BeDe- diktu. Þegar hann var í þessum hugsunum, heyrði hann Elínu segja: „Berðu ekki á móti því, Benedikta, að þið Georg Möller hittust í garðinum í dag! Ekki hefði hann komið, nema hann hefði verið hvattur til þess! Það er stór-hneixli, og svívirða, fyrir oss öll!“ „Hvernig geturðu lengið það aí þér, að vera einatt að móðga mig, og gera mig tortryggilega? Jeg hefi aldr- ei gjört neitt á hluta þinn“, mælti Benedikta. „Jeg segi þór það enn einu sinni, og í síðasta skipti, að það var af tilviljun, að jeg hitti hann“. Elín fór að skellihlæja, en í þeirri andránni kom Ulrich að, og mælti: „Það er von, að Benedikta stygg- ist, þegar þú tortryggi r hana. — Það var eptir umtali við mig, er Georg Möller var í garðinum“. Elín reiddist, en stillti sig þó. „Hún blekkir þig, Ulrich, eins og hún hefir blekkt oss árum saman, og jeg get sannað, að jeg hefi á réttu máli að standa. — Jeg skal kalla á Helenu, og þá getur bún sagt þér það, sem hún sagði mér, að áður en Georg Möller iór út í garð- inn, spurði bann, hvar Benedikta væri vön að vera, og þóttist vita, að hún hlyti að vera í garðinum“.- Áu þess að bíða svars, hljóp Elín inn í húsið, til þess að sækja vituið. Benedikta skalf, eins og hrísla, og sneri sér nú að 83 „Og var erindið ekki annað?“ spurði Baldvin, og starði á frænda sinn. Það kom hik áUlrinh, og hristi hann höfuðið. — Hon- urri datt í hug, að Baldvin kynni að vænta einhverrar uppreisnar, að því er liðna timann snerti. — Gat og verið, að ásakanirnar gegn honum væru rangar .... „Látum hið gamla eiga sig!“ mælti hann að lokum. Baldvin rak upp skellihlátur. „Á jeg að láta þ«ð eiga sig, sem aldrei hefir látið mig í friði, og ekki lætur mig í friði í gröfinni? Gefið mér aptur mannorð mitt, sem þið stáluð frá mér?“ „Þú minnir mig, frændi, á háleita skyldu, sem eg eigi befi sinnt til þessa, og er hún sú, að reyna að bæta fyrir það, sem misgjört hefir verið við þig af hálfu afa míns, og foreldra minna“, mælti Ulrieh. „Þú hefir, ef til vill, verið hafður fyrir raDgri sök“. „Ef til vill!“ tók gamli maðurÍDn upp eptir honum. „Ef til vill! Hver kemur með sönnunargögn fyrir því, að jeg hafi eigi stolið myndinni? Hver getur gefið mér mannorð mitt aptur?“ „Er það sár enn ekki gróið?“ spurði Ulrieh. „Hver kannast nú við þessa gömlu sögu?“ „Jeg!“ gall garoli maðurinn við, „jeg!“ Að svo mæltu sagði hann ofur stillilega: „Það er ekki, nema eitt, sem þið í Elysíum hafið að segja mér! Og því segi eg yður, Ulrich Brenkmann, að dyrnar mín- ar eru þarna! Yið höfutn ekkert saman að tala!“ Ulrich stóð, sem steini lostinn. — Hann hafði kom- ið í þvi skyni, að jafna gamlan ágreining, en var nú vísað á dyr. Ekki var trútt um, að talsvert fyki í hann, en harni

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.