Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1908, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1908, Qupperneq 4
‘2: Þjóðviljinn. XXII., 6.-7. Háskól:ij>róf 1 lœknisfrœði. Embættisprófi i læknisfræði hafa í janúar þ. á. iokið í JSaupraannahöfn: Slcúli Bngason og Páll Egilsson, og hlutu háðir fyrstu einkunn. Vlnsölu luntt. „A-Usturland11 segir, að vínsölu hafi verið hætt á Eskifirði á nýári, og sé nú hvergi vínsala á Ansturlandí. Frá ísnlirði er „Þjóðv. ritað 28. janúar síðastl., að tíðin sé fremur óstillt, og hví sjóferðir fáar, en fiskur nasgur, er gæftir leyfa. Mislingar í ýmsum húsum í kaupstainum, en taldir vægir. Barnaveiki hefir komið upp í 5 húsum í kaup- staðnum, on henni létt af, og að eins eitt harn vi-ikt. Tveir mótorbátar hrot.nuðu að mun í veðrinu 24. janúar þ. á. — Átti Bjarni kaupmaður Sig- urðitton frá Borg annan. en útvegsmaður Kr. Jóhnnnsson á ísafirði hinn. Seldar rerzlanir. Félagið A. T. Möller & Co. í Kaupmannahöfn kvað nýskeð hafa keypt G-ramsverzlanirnar á Vesturlandi (í Stykkishólmi, Þingeyri og í Hauka- dal. sem verið hafa eign Adolph’s-erfingjanna í Kaupmannahöfn). Hvað kaupverðið hefir verið höfum vér eigi fi étt. Skrautritað íívarp sondu ýmsir kunningjar Eiríks meistara Magn- ússonar í Camhridge honum 1. fehr. þ. á., er hann varð 75 ára gamall, og vottuðu honum þakkir fyrir æfistarf hans 1 þágu íslands og ís- lenzkra bókmennta. Skáldið Þorsteinn Erlingsson orti og til hans kvæði það, sem hirt er í þessu nr. blaðs vors. ilheimsÁþróítamót. Öiympiskir ieikar. TTm þetta afui heíir hr. Helyi Valty's- { son birt all-langa grein í nLögróttnu, 22. \ og 29. f. m., og minnumst vérhérnokk- I urra atriða úr grein þessari, eptir tilmæl- í um höfundarins, með því að rúm blaðs- j ins ieyfir eigi, að greinin sé birt í heíid I sinni. „Olympiskir leikar“ nefndust leikar þeir, er Grikkir tömdu sér í fornöld, og nú nefna menn sama nafni alheims-íþrötta- mót, sem nýlega er byrjað að heyja í ýms- um lönduin. með ákveðnu miilibili. Arið 1906 voru leikar þessir háðir á j Grikklandi, og tóku Norðurlönd þá í fyrsta skipti þátt í þeim, og unnu Norðmenn, Svíar, og Danir, þar ýms verðlaun. — Ekki sízt þóttu tveir tugir íþróttamanna, er Norðmenn sendu, bera af flestum öðr- um, að því er samtök og áræðni snerti, og afla þjóð sinni frægðar. Á sumri komanda verða „ólympiskir leikar“ háðir í Lundúnaborg, og þykir höfundinum Islendingum ílla aptur farið, „síðan þeir þreyttu afl við hýðbírni, sund við konunga, og vigfimí við víkinga og villimenn viða vegu milli Vínlands og MikJagarðs1', ef þá fýsi eigi í sumar, að „tefla um frægð og sóma landsins“. Telur bann það mundu vekja eptir- t.ekt á þjóð vorri, ef hún sendi nokkra menn á alheims-íþróttamótið, til að þreyta þar kappleiki, því að „hluttakan sjálf bæri vott um líf, þroskun og menning“, enda gefist nú færi á að sýna, að „vér séum sérstök þjóð, með sjálfstæðu þjóðlífi og þjóðareinkennum“. Höfundurinn skýrir því næst frá því, I að „Ungmennafélag ísiands" (sambandið) ætli að gangast fyrir því, að sendir verði 4 menn á íþróltamótið í Lundúnum í sum- ar, nefnilega 1 eða 2 frá Akureyri, 1 eða 2 úr Reykjavik, og einn úr Þingeyjar- sýslu, og „sýui þeir þar íslenzkar glímur, taki þátt í hnefaleik, grískuin glímum, og ef lil vill fleiru'. Sogir höfundurinn, að formaður Ung- mennafélaga-sambandsins, hr. Jóhannes Jósepsson, láti sór mjög umhugað um mál þetta, og telur það þvi í góðum höndum, og „óhætt' að „trúa honum, og þeim, er hann kysi sór til fylgdar, fyrir sóma þjóð- ar vorrar, bæði hvað islenzkar glimur snertir, og eins aðrar íþróttir, er þeir tækju þátt í“. Höfundurinn getur þess því næst, að aðrar þjóðir kosti íþróttameun sína að miklu ieyti á þessi alheims-íþróttamót, og skorar á Islendinga, að skjóta saman 3000—4000 kr., tii þess að styrkja 4 unga menn til fararinnar, telur hvern þeirra munu þurfa allt að 10C0 kr., með þvi að „dvöl í Lundúnum um þær mundir, er íþróttamótið stendur, verði eflaust geysi- dýr“, þvi að þangað streymi þá marg- menni úr ýmsurn löndum. Viil hann, að allir góðir drengir legg- ist nú á eitt, til þess að fá máli þe9su frarn gengt, og að hver leggi fram sinn skerf, hvað iítill, sem hann er, og „fái sinn skerf í þjóðfrægð og þjóðgleði þeirri, er leiða mundi af för þessari“, og munu þá „íslenzku gíímurnar .. frægar verða um veröld viða“. 80 „Hvernig lízt þér á faðir minn?“ mælti bún all-æst. „Mér sýnist öll þörf á því, að hún fari sem fyrst brott af heimilinu“, svaraði Lebrechf, „og skal eg nú hugsa roálið“. * * * Þó að hitar væru, og kvöldin björt, fór þó fiöldi heldra fóiksins í borginni skömmu síðar í leikhúsið, því að fræg leikkona hafði komið til horgariunar, og ætlaði að ieika í sjónleiknum: „Heimiiið“; eptir Sudermann. Eiín vildi fá að fara í leikhúsið með karlmðnnun- um, pn Ulrich var eigi um það, þar sem það orð fór af sjónleiknum, að hann væri tæpast skíriífu kvennfólki boðlegur. En þar sem honum var kunnugt um, hve mikils Elín rnátti sín hjá föður keDnar, taldi hann þó þýðing- arlaust, að andmæla för heDnar í leikhúsið. Þau óku því saman í leikhúsið, og var Elin i ljóm- andi góðu skapi. Elinu hafði eigi dulizt, hve kalt hafði verið milli Ulrich’s og Benediktu síðustu dagana, enda þurfti ekki skarpskyggni, til að sjá bað. Það var auðsætt, að Ulrich hafði ekki geðjast vel að blómasendingunni til Benediktu, þó að hann léti iítið á þvi bera, er hann rétti henni biómstrin. Þegar Ulrich var nýiega seztur í ieikhúsinu, kom Georg Möller til hans, og tók hann á eintal. „Féklc hún blómin?" spurði hann, óvanalega fjörlega. „Það ert þá þú, Georg, sem sendir blómin?“ mælti Ulricii hálf-kýmileitur. „Þú ættir ekki að gera það apt- ur! Frænka min kærir sig ekki um nafnlausar sending- 80 _Alveg rétt, Benedikta — meðan yður er haldið hór, sem fanga —“ mælti hann, Og lagði áberzlu á orð- in; „en ef þór verðið hór af fúsum og frjálsum vilja, Bene- dikta — þá syngið þér fyrir mig“. Benedikta þoldi eigi augnaráð hans, og leit niður. „Jeg verð hór aldrei af frjálsum vilja“, pisiíraði hún, og skauzt svo burt i snatri. Ulrich leit á eptir henni. „Barn, barn“, mælti hann í hálfum hljóðum, „gjörðu mér eigi svona örðugt fyrir. Jeg vil bæta fyrir ailt, sem eg hefi brotið gegn þér!“ liíxjp*it~o_x±. Fáum dögum síðar sagði Ulrich vinnufólkinu, að taba til á öðru lopti, svo að Baidvin Brenkmann gæti flutt þangað, hvenær sem væri. Hann gerði sér vísa von um, að allt jafnaðist með honum og frænda hans, og að BeDealiktu tækist, að vinna sigur á mótspyrnu hans. Fyrir Ulrich var það að tvennu leyti þýðingarmikið, að Baidvin flytti tii Elysíurn. — Hann bætti þá fyrir það, er misgjört hafði verið við Baldvin, og hann efaðist ekki um, að Benedikta vrði þá kyr í húsinu, unz þau tengd- ust því bandi, sern ekki slitnar. Ætli honum tækist það? Hann unni Benediktu, og vildi fá hennar. — En ástaguðinn, sem opt er glettinn, hafðí búið örina, sem hitti hann, á þann hátt, að hann þjáðizt mjög af efa og kvíða. — Gat hann ekki húizt við því, að Georg Möller yrði tekinn fram yfir hann? Elin, sem komst á snoðir um, hvað til stæði, með því að Birgitta sagði henni skýrt og skorinort, að Bald-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.