Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.03.1908, Blaðsíða 2
42
Þjódviljinm.
XXII, 11.-12.
Danska skáldið Carl Ewald er látinn.
(Carl Ewald var með beztu skáidum Dana
A síðari tímum. Mk^gar góðar skáldsög-
ur, ssfintýri og sjónítlkar liggja eptir hanu.
Hann var fæddur árið 1856).
Edison
rafmagnsfræðingur liggur fyrir dauð-
anum.
28. febr. kl. 7. e. h.
MiHilandanefndin.
Millilandanefndin átti með sér hálftíma
fund í dag í landvarnarnefndar-herberg-
inu í ríkisþinghÚ8Ínu.
Þagmælska fyrirskipuð.
Dr. Knud Berlin tilnefndur af ráða-
neytisforsetanum skrifari nefndarinnar.
Danir lögðu fram stór skjöl.
Islendingum (í nefndinni) boðið í kon-
tmgsdansveizlu í kvöld og i miðdags-
■veizlu hjá konungi á morguD.
Á ^
skemmti^amKonm Alpthreppinga
4. ágúst 1907.
Jeg ætia að segja örfá orð, í þeim til-
gangi að minnast hennar móður okkar:
Fjallkonunnar gömlu. — En jeg er stadd-
ur í vanda. Efnið sem nota mætti til
umræðu er svo fjölbreytt, myndirnar, sem
augað sér, svo margar, að mér er um
megD að velja létt.
Mér dettur í hug saga, að vísu imjög
fitutt, en mér finnst þó ekki fjarlægt að
note bana fyrir „texta":
Drottning ein, sem átti mikinn fjölda
Bona og dætra, en réði fremur litlu ríki,
átti aðsetursstað á fjöllum uppi, hömrum
girtum á alla vegu, var þar vígi gott, og
íllt aðsóknar óvinum hennar.
Synir drottningar, þeir er vaxnir voru,
voru eÍDÍr til landvarnar, var þeim það
örðugt verk, því nágranaa þjóðirnar vildu
opt seilast að drottningarskautinu, ef þær
sáu þar oitthvað eigulegt.
Elestir voru bræðurnir brausbir og vel
mannaðir, en fremur þóttu þeir sundur-
lyndir, og spillti það mjög Iramkvæmd-
um þeirra. Reiddist drottning þeim opt
fyrir þessar sakir, ávitti þá harðlega og
kvað þá aldrei mundu ná þrifnaði, ef
þeir héldu ekki einn taum allir; var þá
xödd hennar sem þrumugnýr, og eldur
brann úr augum hennar. — Opt létu þeir
ávítur hennar sér að kenningu verða, fylktu
sér sem einn, gerðu hart áhlaup á óvina-
herinD, og sigruðu.
Þegar þeir komu úr slikum ferðum,
var drottning harla glöð í bragði, breiddi
móti þeiin móðurfaðminn ástrika og vafði
þá að hjarta sér, með ávarpinu: „Elsku
dreDgirnir mínir!“ var þá andlit hennar
eitt blíðubros.
Dætur hennar voru heldur ekki iðju-
lausar, þær önnuðust heimilisstörfin, en
— þær vildu gjöra meir — vildu taka
þátt í landvömÍDni með bræðrum sinum,
en þeir stóðu fast á móti, og kváðu þær
Jitlurn heillum stýra mundu. En ef nokkrar
þeirra reyndu þrótt sinn og þor i land-
vörninni, kom það fljótt í ljós að „styrk-
ur er að mannsliðinuw; kom svo um siðir,
fyrir tilhlutun gömlu konunnar, að dæturn-
ar hervæddust, og fylktu eér við hlið son-
anna; unnu þá systkynin hvern sigurinn
á fætur öðrum, unz öllum óvinum var
stökkt á brott, og lifðu svo í fullu frelsi
langan aldur.
Avalt var drottning börnum sinum góð
móðir, svo góð, að betri móður getur ekki.
Röddin hennar var ætíð svo áhrifagóð,
hvort sem hún vitti þau fyrir barnabrek,
eða blessaði þau fyrir unDÍn afrek, að þau
gleymdu henni aldrc'.
Svona er sagan, og mér finnst mega
tileinka henni móður okkar hana.
Eitt skáldið okkar segir um svoitina
sína:
Fjalladrottning móðir mín,
mér svo kær og hjarta bunuin;
sæll eg bý við brjÓ9tin þín
blessuð aldna fóstran mín.
Hér á andinn óðul sín,
öll sem verða á jörðu fundin.
Fjaliadrottning móðir mín
mér svo kær og hjartabundin.
Því skyldum við þá ekki mega nefna
hana móður okkar FjalladrottnÍDgu? Börn
á hún mörg og mannvæaleg, þó sundur-
lynd séu, og ófús að leggja niður brekin.
Hún er þeim öllum góð móðir og má
ekki mein þeirra vita.
Móðurröddina hennar gotum við ávalt
heyrt og hvarvetna, ef við að eins hlust-
um eptir henni. Hún er ýmist hvislandi
eða hrópandi, hörð eða blíð, grátþrungin
eða gleðiblandinn, og áminningar hennar
eru flestar skráðar ódauðlegu letri fyrir
augum okkar, hvert sem við horfum.
Þegar þrumur og eldingar þjóta um
loptið, erum við átakaDloga minntir
á reiðina hennar, eldingin er leiptrið úr
augunum hennar, en þruman reiðiröddin.
Með fjöllunum sínum, er staðið hafa því
nær óbreytt um margar aldir, minnir hún
okkur á að vera staðfastir, víkja aldrei
eitt fet frá réttu, standa karlmannlega
fyrir árásum mótaflanna og vera þolgóðir.
Með straumvötnunum, sem ávalt renna
í 9ÖU1U átt, minnir hún okkur á að halda
fram stefnunni, þ. e. vilja það sama í dag
og við vildurn í gær; og eins og ein áin
rennur í aðra, unz margar ár eru orðnar
að einni, eins eigum við að sameina starfs-
þrekið okkar og vinna allir með einum
hug, því það er sannleikur, sem aldrei
verður hrakinn í þessum orðum skáldsins:
„I sameining vorri er sigur ti! hálfs, í
suDdrungu glötun vors réttasta máls“.
Fossarnir í ánum, þó flestir séu smá-
vaxnir, og særinn við sendnu og grýttu
ströndina, minna okkur á aflið í okkar
eigin vöðvum, þeir kveða við hátt, til að
láta okkur heyra til sin og skilja hvað
þeir segi, og eins og straumvatnið brýzt
um i þrengslum og byltir sér fram af
borginni i hringjandi fossi og dansar svo
íhoppandihringiðufyrirneðanbergstallinn,
nernur ekki staðar, heldur skundar áfram
með óbilandi fjöri; og eins og særinn læt-
ur öldurnar skella óaflátanlega á skerjum,
töngum, grönduin og víkum, svo eigurn
við að beita aflinu okkar með fjöri og
áhuga að hverju, sem við snúum okkur,
láta engin þrengsli hepta förina okkar á
framsóknarbrautinni, enga mótspyrnu tefja
framkvæmdir góðra málefna og þegar Við
svo höfum náð einhverju ákveðnu mark-
miði og mótspyrnan á þeirri leið er sigr-
uð, gleðjast þá yfir sigrinum, um leið og
við hefjum baráttu fyrir nýjum hugsjón-
um. Með blómunum sínum, sem hún
skrýðir sig með á hverju vori, vill hún
kenna okkur að meta gildi fegurðarinnar.
Lognið, og heiðríkjan, minna okkur á
friðinn og kyrðina, sem allar sálir unna.
Þegar þokan hylur föllin, og umhverf-
ið, og við sjáum því nær ekkert i kring-
um okkur, erum við minntir á, að til er
önnur þoka — andleg þoka — í sálum
okkar sjálfra, sem að vísu byrgir ekki
ávalt allan andlega sjóndeildarhringinn,
en — glepur okkur þó opt sýn. Og eins
ogblærinn þyrlar burtu þokunni og hreins-
ar „loptið með heilnæmum anda“, svo
við geturo neytt þess og bresstlíkamann,
svo eigum við að leyfa andleguru menn-
ingarstraumum greiðan aðgang að sálum
okkar, svo að þokan og drunginn verði
að víkja þaðan, en andlega lífið efiist og
styrkist, sem mest, að unnt er; því það er
órjúfanlegur sannleiki, að „maðurinn lifir
ekki af einu saman brauði“.
Fuglinn, sem lyptir vængjum sínurn
til flugs i himingeiminn, minnir okkur á
frelsið, dýrmæta hnossið, sem allar þjóðir,
um allan aldur, hafa barizt fyrir, okkar
þjóð einnig, en slælega þó á stundum.
Fuglinn bendir okkur líka upp; upp
á móti sól og degi; móti sólunni, sem
minnir okkur á það bezta, göfgasta og
helgasta, sem til er í mannssálinni: hœr—
leikann. — Allir menn hafa í æsku, i sér
fólgið, frækorn kærleikans, mismunandi
að lífsafli og þroska; og eins og sólin
vermir og lífgar frjóangann veika, sem
gægist úr moldinni á vorin, svo á kær-
leihs-sól þroskuðu kynslóðarinnar að verma
kærleiks-fræ æskulýðsins; en eins ogland-
ið okkar á marga glerhála jökultanga,
sem senda frá sér nístandi kulda i allar
áttir, sem kælir og deyðir margan frjó-
angann, svo eru til, meðal þjóðarinnar okk-
ar, afar-margir menn, sem segja má um,
að hafi ísmola í staðinn fyrir hjarta, og
þaðan hefir margur unglingurinn kulda
kennt.
Sem betur fer, eru þó þeir tr.enn að'
eins undantekningar, frá fjöldanum, og
isl. þjóðin stendur ekki ein sér í þessu
efni. Kuldinn, og kærleiksleysið, gengur
eins og rauð deplalina gegnura alla mann-
kynssöguna. En — þegar vel er að gætt,
sézt þó, að eptir því sem menning þjóð-
anna vex, vex einnig kærleikurinn. Heim-
urinn er auðugri af kærleika nú, en fyr-
ir 100 árum, og það er trúa mín, sem
kemur fram í þessari stöku.
Mannsins hávi hroka skafl
hverfur út í geiminn;
en — kærleikurinn er það afl,,
sem á að sigra heiminn.