Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.03.1908, Blaðsíða 4
44
Þjóðviljinn
XXII., 11—12.
að að í umbúðum og hefir þar eugin
mannshönd snert þá, og var því ekki að
tala um, að mannskepna þessi, sem lá í
sinu sóttvarnarhaldi, hefði smittað þá,
enda höfðu skipverjar á „Ceres“ étið þá
með góðri list alla Ieiðina upp til lands-
ias, og auðvitað gengið um í Leith, sem
frjálsir menn, því þar vissi enginn af
„atvikinu“ þó að stjórnarráðið hér gæti
þefað það upp, mér og öðrum til bölvun-
ar. Allir skipverjar máttu farn hér í
land optir vild, og er þó mest sýkíngar-
hætta af mönnum (þegar um sýkingar-
hættn annars er að ræða). Nei, ráðið hafði
nú einu sinni komið sér saman um að
láta éta alla ávexti úti á skipi hvort sem
það gerðu skipverjar eða menn úr landi,
en í land máttu þeir alls ekki koma (ó-
étnir).
Eins og nærri má geta varð svona
rækileg ályktun ekki gerð í flýti, fyrst
varð að „fÓDa“ og síma austur ogaustan
í marga daga og eflaust hefir komið smá-
Vegis borð á landskassann, og má hann
þó okki við skakkaföllunum, ef eitthvað
er enn í honum.
Mér sárnaði ávaxtatapið, afþví að jeg
var ekki nógu vitur til þess að skilja
nauðsynina á þessu „forboði“; það var að
eins eitt, sem ofurlítið bætti skap-
ið um stund, en það var þegar jeg heyrði
dómsorð hinna samansöfnuðu lesin upp á
þeirra egin máli: Vér bönnum að flytja
ávexti ÍT*á. Leith . . . Það var þessi
dæmalausa mikilmennska í orðalaginu
þetta rfrá Leith“ á stjórnarráðsmálinu
eins og að „vér séum ráðendur í Leith“
Það á að þýða að bannað sé að flytja til
Islands en það er forðast að nefna það.
(Það væri nú lítið, ef að vér réðurn að
eins á Islandi). Jæja látum stjórnarráðið
hafa sitt mál, gott meðan meiningin skilst
og ef að það gæti fengið fólkið til að
hlæja um leið og því er íþýngt með alls-
konar skriffinnsku-ráðstöfunum (ávöxtum
þrettánmannaráðsins) á þess eigin kostnað.
Austri.
llómvöndurinn.
—-0$X>——
„Fram“ heitir félag eitt í Iteykjavik,
sem skrafar fram og aptur um landsmál.
Þetta félag bauð einu sinni nokkrum and-
stæðingum sínurn á fund og ætlaði að tala
um stefnuskrá þeirra. Fékk það til þeirr-
ar vinnu Lárus Bjarnason. Hann las upp
tíu ára gamlar greinar úr „Isafold“ og
nokkrar yngri, sem voru móti landvarn-
armönnum. Þær hafði hann svo til að
sanna, að „Isafold“ og landvarnarmenn
hefðu allt af verið á sama máli. Og hon-
um varð ekki íllt af mótsögnunum, held-
ur upplypti hann sínum sleikifingri við
hverja mótsögn og vitnaði um leið: „Þetta
er sannleikur“. — En þótt, öllum þætti
mikið til þess koma, að heyra Lárus tala
heilt kvöld og koma þó hvergi nálægt
umtalsefninu, og til hius að sjá hve létti-
lega honum fórst að hvolfa mótsögnun-
um saman, utanum innihaldsleysið í því,
sem hann sagði, en þótt öllum þætti mik-
ið til þessa koma, þá bar þó blómvönd-
urinn af. í fundarlok talaði Lárus enn,
þegar hann vissi, að enginn var til svara
og kemur þá raeð heila langloku af lof-
8amlegum verkum, seni stjórnin hafi unn-
ið. eða réttara sagt, heimastjórnarflokkur-
'nn. Þessi blómvöndur þótti bundinn
með ærnum hagleik, er ekki þurfti eitt
satt orð til þess að halda honum saman.
„Fram“trúin hélt honum saman á fund-
inum, en nú skal lesöndum blaðs þessa
sýnt fram á, hversu sundurlaus hann er,
þegar hann kemur úr „Fram“skjölunum.
Fyrsta blómið í vendinum er að flokk-
urinn hafi flutt stjórnina inn í landið.
Þetta er eitt dæmi þess, hve flokkurinn
misskilur þetta nafn, sem hann er að
prýða sig með. Þegar flokknum var gef-
ið þetta nafn, þá var þar með átt við að
stjórnin væri innlend þ. e. œtti hér heima
í þeim skilningi, að hún fengi vald sitt frá
sjáifn þjóðinni. En síðan gerði flokkur-
inn sér að góðu að fá henni hér heimil-
isfang, þótt um leið væri loku fyrir skot-
ið, að hún gæti orðið heimastjórn í
þeim rétta skilningi. Þeir sáu um það
með tíkisráðsákvæðinu. Stjórnin hef ir opt
átt heimilisvist í landinu, t d. höfuðs-
monnirnir á Bessastöðum, en þó er þessi
rangnefndi heimastjórnarflokkur ekki far-
inn að raupa af því enn.
Fleiri blóm verða talin næst.
Nýjar b ækur.
Vetrarbrautin. Tímarit til
skemmtunnr og fróðleiks. I. hepti. Gef-
ið út af bókaverzlun Vestra. Isafj. 1907 —
1908. 68 bls. 8:-.
104
því að unga frúin virtist nú eigi þurfa á frekari hjálp að
halda; en þá breiddi hún, biðjandi, faðminn á mótijmér,
og mælti:
„Látið mig ekki vera eina í þessu voðalega her-
bergi. — Jeg er svo hrædd! Gaztu ekki fengið skemmti-
legra horbergi, Edvin?“
Jeg stóð við dyrnar.
„Það er nógum herbergjum úr að velja; frúin þarf
að eins —“ mælti jeg.
Edvin greip þá fram í, og mælti:
„Jog hefi valið þetta herbergi, Honora, af því að
mér or það þægilegast, enda sé jeg ekki, hvað þér get-
ur þótt hræðilegt hérna. — Þegar kveikt hefir verið á
lömpnnum, mun þér finnast það þægilegt. Vertu nú ekki
barnaleg! Við verðum hér í nótt, en ekki annQrs staðar,
því að upp stigann fer jeg ekki“.
Unga frúin þagði, en eg sá, að hún skimaði hér og
hvar um herbergið, og maðurinn stalst til þess, að fylgja
henni með augunum.
Herbergi þetta hafði lengi staðið autt, og duldist
mér eigi, hve óskemmtilegt það var, er eg renndi aug-
unum um það.
Freka mannhæð voru veggirnir þiljaðir með eikar-
panel, en efri hlutinn, og loptið, var svart af ryki, og
reyk, og allt var herbergið ómálað, og tjöldin, er luktu
um rúmið, sem stóð í einu borninu á herberginu, voru
tekin mjög að fölna af elli.
Engin mynd var á veggjunum, gólfið næstum svart,
og engar glæður á arininum, og yfirleitt var herbergið
hálf-draugalegt.
Á herberginu var að eins einn gluggi, er sneri mót
113
um, og lauk honum upp, og varð mér þá fyrst litið nið-
ur í garðinn, og á stíginn, sem veit ofan að ánni.
Okkur Burrit brá þá eigi litið, er við sáum far ept-
ir stígvél i lausu moldinni fyrir neðan gluggann, og sá-
um, að stórum steini hafði vorið hallað þar upp að hús-
veggnum.
„Hann hefir verið á vakki í garðinum“, mælti Bur -it
„og látið steininn þenna, en í hvaða tilgangi?“
Það fór hrollur um míg, en minntist þess þó jafn-
harðan, að jeg hafði séð ungu frúna aka burt fyrir fáum
minútum. — Jeg var alveg rugluð.
„Steininn verð eg að skoða betur“, mælti Burrit,
stökk út um gluggann, lypti steininum upp, og skoðaði
hann í krók og kring. „Hann hefir verið tekinn hjá ánni“,
mælti hann. „Það er ljóst“.
Burrit hljóp nú stíginn niður að ánni, en kom
brátt aptur, og var þá enn áhyggjufyllri, en fyr.
„Það hafa verið teknir þar fleiri steinar, en þessi
og nokkuð af sandi“, mælti hann. „Það sjást ef til vill
einhver merki þess i herberginu“.
Þetta var hverju orði sannara, því að þar sem kass-
inn hafði staðið, sáust nokkur sandkorn.
„Hvernig er öllu þessu varið?“ mælti jeg.
Burrit þagði, og starði hugsandi út í loptið, unz
hann sneri sér að mér, og mælti í hálfum hljóðum:
„Hann hefir látið mold og grjót i kassann; en bvað
er þá orðið af því, sem í honum var áður?“
Svar upp á þessa spurningu höfum við eigi fengið
til þessa dags.
Burrit hyggur, að glæpur hafi verið framinn, en
getur þó eigi fundið nein merki þess, og veit oigi