Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.03.1908, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 07.03.1908, Blaðsíða 6
4G PJÓÐVILJIN X XXI, 11. 12. sunginn fyrst; en það gerðu þau ekki heldur. Þó var það víst í fyrsta sinn. eam Reykvíkingar hafa átt kost á því að heyra rétt og vel flutt sýnishorn af söng- list DÚtíma skálda. MaríusöDgur Lange- Miillers er liklega það fegursta sönglag (á Capella), sera nokkurn tíraa hefir verið gert, svo að þessvegna hefði vel rnátt á hann minnast. A síðustu samsöngvunum var bætt við eöngskrána nokkrurn lögum, sem þó ekki gerðu samsönginn betri dó verri. Gamait rímnalag, sem Sigfús hefir radd- eett skemmtiiega, var sungið tvisvar, þvi menn vildu endilega heyra það aptur, en mest mun það hafa verið vísnanna vegna, sem iagið er við. Af þeim, sem sérstök hlutverk höfðu á samsöngvum þessum, hótti mér iang mest til frú Ástu koma. Hún spilar áreiðanlega allra kvenna bezt hér á landi, látlaust og vandvirknislega, 00 er það rniklu meir en menn eiga hér að venjast. 0. D. Jjtjr skógrœktarstjóri. Nýja embættið, sem stofnað var í sum- ar, að tilhlutun ráðherraos, er nýbúið að eetja mann í. Embættið hreppti Koefod Han sen, danski, er hótaði í surnar, að rjúka burtu, ef lækkuð væn að nokkru laun þau, er stjórnin vildi veita honum. Alþingismenn sinntu þó eigi þessari hót- un, og ákváðu launin 3000 krónur. Nú hefir hann þó gengið að því, og mun fá- um þykja mikils um vert. Hann skilur hvorki né talar íslenzka tungu. Annars er það undarlegt, að stjórnin skuli vera að seilast til Dana, til að fá mann i ísleozkt embætti, þar sem við eigum völ á góðum, og sjálfsagt betri, islenzkum manni. ússtjórnarskólinn. Siðan á nýári síðastliðnu hefir hin ötula og góðkunna forstöðukona skólans jórnfrú Hblmfríður Oísladóttir rekið hann á eigin kostnað og er skólinn nú ekki að neinu leyti rekinn, eða kostaður, af Búnaðarfélagi Islands. Hún tók um ára- mót við lílilsháttar eignurn skólans, og skuldbatt sig fyrir það til þess, að halda honum áfratn um fjögur árin hin oæstu. Má vænta, að skólinn taki nú all-mikl- um framförum, þegar margbrotnu og ó- frjálsu stjórnarbákni er af honum létt. Það hefir aldrei reyDzt bles3unarríkt, að hafa margbrotna stjórn og yfirstjórn fyr- irtækja, sem eiga að fylgjast vel með tím- arrum, og bera sig kostnaðarlega. Gullf'oss leigrður. Tómas bóndi Tómasson, í Brattholti í Biskups- tungum, hefir leigt landsstjórninni Qullfoss, til 5 ára. Landsstjórnin má aptur leigja hann hverj- um öðrum, sem hán vill. Eptirgjaldið er 300 kr Mselt er að Tómas hafi átt kost á að selja fossinn útlendingi, fyrir stórfé, en neitaði. Slík- ir menn eru ekki á hverju strái, því miður, en þeir eiga skilið lof allra góðra drengja. Veitt prestakall. Hofteigur á Jökuldul er nýlega veittur, frá næstu fardögum, Haraldi Þórarinssyni cand. theol. Vélabátiir farast. 2 vélahátar í Vestmannaeyjum slitnuðu aptan úr botnvörpung, er var að flytja þá til lands, og týndust; hafa líkl. sokkið. Bátarnir voru mann- lausir, því skipshafnirnar voru um borð í hotn- vörpuskipinu. Bessastaðir 7. marz. 1908. Fyrirlestur bélt Jón sagnfræðingur Jónsson fyrir skömmu í Reykjavík. Fyrirlesturinn var haldinn að tilhlutun Ungmonoafélagsins og var um rússneska skáldið Leó Tolstoi. Hann var j vol sóttur og sagður ágætur. Hafnfirðingar hafa sent Þórði lækni Edílons- ; syni áskorun um að sækja um Hafnarfjarðar- í læknishérað. Undir áskorunina skrifuðu á 5. hundruð manna. Þórður er piýðisvel kynntux af sveitungum sínum, sem læknir og borgari. Skemmtanir eru með mesta móti í nágrenn- inu. Síðustu viku voru skommtanir á hverju kvöldi í Hafnarfirði, og hafa verið vel sóttar. Leikfélag Keykjavíkur leikur þessa dagana smá- leika, en mun vera að æfa „Þjóðníðinginn“ eptir norska skáldið Hinrik Ibsen. „Sterling11 fór til út'anda 23. f. m. og kom til Leith þann 28. sama mánaðar. Með skipinu fóru um 20 farþegjar. Meðal þeirra: dr. Helgi Péturs- son, kaupmennirnir: Garðar Gíslason, frá Leith, Björn Ólsen, Patreksfirði, Hannes B. Stepben- sen, Bíldudal, Jón Brynjólfsson, Matthias Ólafs- son, Haukadal, og Ólafur Ásbjörnsson. Lækna- skólakandídatarnir: Ólafur Þorsteinssou og G-uðm. Þorsteinsson. Enn fremur verzlunarerindrek- arnir P. Carstensseil, J. Aall Hansen, og Gunn- laugur Þorsteinsson. ý Nýlátin er í Roykjavík unglingsstúlkan Elín Sigmundardóttir, frá Iðu. Hún var 22 ára að aldri og dó úr tæringu. 106 Lok3 gat eg eigi drollað lengur. „Ef yður þykir leiðinlegt bérna, þó að jeg bafi nú lagt í, þá komið ofan i gistiherbergið; þar er bjart og við- kúnnanligt“, mælti jeg, áður en jeg f'ór, enda þótt eg þætt- ist vita, að hann myndi eigí leyfa henni það. Að þessu leyti átti jeg og kollgátuna. — Hr. Ur- quhurt, og frú hans, komu að vísu niður til kvöldverðar, en sátn þar ekki lengi, því að þau höfðu lokið máltíð aður en hinir gestirnir höfðu lokið við steikina. Meðan á máltíðinni stóð hafði Urquhatt að vísu tal- að, og hlegið, en'þó voru hjónin svo döpur í bragði, að, jafn vel Hetty, vinnukonan, tók eptir því, þótt eigi væri hún injög tiltektasöm. Seinna um kvöldið fór jeg einu sinni upp til hjón- aDDa, og sátu þau þá svo fjarri hvort öðru, sem unnt var. — Hann sat hjá stóra kassaoum, en hún í hægindastól, sem eg hafði látið bera þangað hennar vegna. Jeg leit alls ekki á hann, en á hinu furðaði mig, h Je tíginmannleg, og yndisleg, hún var, og skorti það eitt, að hún væri ánægjulegri. — Duldist mér eigi, að hún var tigÍBbornari, og betur menntuð, en bóndi hennar. En svipur hennar lýsti svo mikilli sálarangist, að það var rétt komið að mér, að gleyma algjörlega stöðu minni og þrýsta höfði hennar að brjósti mér. Jeg stiilti mig þó, og spurði hana að eins, hvort eg gæti ekki gert henni neinn greiða. Hún hrissti böfuðið, og tár rann niður lcinn henn- ar, svo að eg sárkenndi í brjósti um hana. Jeg æt.laði nú að fara, en þá kallaði maður bennar til mín. „Konau iiiínu, mælti hann, „þarf að fá léttan kvöld- 111 miklu betra skapi, er hún fór, en um kvöldið, er þau komu. Einkum varð þessi hugsun rík hjá mér, er eg kom inn í herbergið, sem þau höfðu verið í. En þar sem eg á mjög annríkt, hefði hugsun þessi þó vafalaust brátt horfið, ef Burrit hefði eigi komið til inín, mjög alvarlegur á svipinn. Jeg var að hugsa um, hve mikið mjmdi kosta, að láta gera við herbergið, svo að það yrði vel fallið til í- búðar, en sneri svo máli mínu að Burrit, og inDti haDn eptir, hvert erindi hans væri. „Jeg veit ekkiu, svaraði hann, í leiðu skapi. -Jog get ekki látið vera, að hugsa um þetta fólk, en —“ Hann þagnaði, og klóraði sér vandræðalega bak við eyrað. —- „en hvað því veldur, veit jeg ekki sjálfur“, bætti bann svo við. „Eruð þér viss um, að þau hafi ekki skilið neitt eptir?u Á þessi orð lagði Burrit einkeunilega áherzlu. „Skilið eptir?u spurði jeg. „Þau hafa auðvitað borgað það, sem þau áttu að borga. — En hvað skildu þau hafa skilið eptir?u Jeg skimaði þó í allar áttir í herberginu, til þess að vita, bvort eg kærni auga á e'tthvað, og tylgdi Burrit mér með augunum. — En svo liturn við hvort á annað. „Hér er ekkertu, mælti jeg. „Hvar getur það þá verið?u mælti hann. Jeg hniklaði brýrnar, all-gröm. „Hvað ertu að þvaðra?“ spurði jeg. „Þú talar, eins og barn -- segðu Ijósar, hvað þú átt við!“ Burrit korn, og hvíslaði að mér:

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.