Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.07.1908, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.07.1908, Blaðsíða 1
Verð árgangsina (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og i Ameriku doll.: 1.50. Bargist fyrir júnimán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. -:■ ■ |= TUTTUOASTI 0« ANNAR ÁRGANGUR. =|==---- I EIÖANDI: SKÚLI TjH 0 R 0 D D SE N, =1 *3~- <- Upp8Ögn skrifleg, ðgild nema komið sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og' kaupandi samhliða uppsögnínui borgi akuld sína fyrir blaðið. M 33. I Bessastöbum, 18. JÚLÍ. 1908. Ilmeimi menníaskólinn. „Og endalaust sígui- á óg-æfuhlið“. UDdarlegt virðist. það, að engÍDn skuli minnast neitt á menntaskólann, helztu menntastofnun landsins, þar sem kyDslóð- in, sem upp er að renna, fær aðalundir- búninginn undir lífið, og starf sitt til gagns og giptu þjóðinni. Er það af því að mönnum sé ókunnugt um hveraig þar hagar til? Það væri ófyrirgefaniegt athugaleysi. Við svo búið má ekki standa, það sjá allir, og því höfum við ritað eptirfarandi grein, til þess að gefa mönnum einhverja hugmynd um skólann, og hvernig honum er varið. Fyrir nokkrum árum var allróstu- samt í lærða skólanum. Piltar voru óá- nægðir moð skólastjóra, og ýmsar aðfarir hans og kenDaranna. Lenti i hörðu með þeim, og margt var þá gjört frá báðum hliðum, sem betur hefði verið lát.ið ógjört. Skólastjóri hröklaðist, frá skólanum, margir hinna sjálfstæðustu pilta voru rekn- ir, eða veittar aðrar búsifjar. Nýr skóla- stjóri var skipaður, Steingrímur Thor- steinsson, skáld. Um sama leyti kom ný reglugjörð fyrir skólann, sem færa skyldi hann nær því, sem slíkir skólar gerast nú á tímum og róða bót á fyrri reglugjörðinni. Höf. uppkastsins að reglugjörðinni var mag. art. Gruðm. Finnbogason. Síðan hefir lítið eða ekkert heyrzt frá skólanum. Það er eins og allt hafi geng- ið þar með r friði og spekt“, og menn hafa vist haldið, að þar væri allt i góðu lagi, og skólinn því stórum breyzt til batnaðar. Það er ein9 og enginn vilji heyra neitt um skólann, og telji allt piltum að kenna, strákskap þeirra o. s. frv,, heyrist eitthvað um smáólæti þar. Þetta er rangt hugs- að, og það verður að sýna fram á. Það má því búast við, að það verði lítt vinsælt, að minnast á stórvægilega galla á skólanum, en ekki tjáir að setja það fyrir sig, þar sem um svo mikið er að tefla. Sannleikurinn er sá, að siðan nýja reglugjörðin kom, hefir skólinn yfirleitt stórversnað. Orsökin er ekki hjá piltum, heldur hjá reglugjörðinni, og því, hvernig skólastjórn- in hefir beitt henoi í framkvæmdinni. Gamla reglugjörðin þótti ef til vill, ekki góð, en hátíð var hún hjá ómynd- arskrípinu hans Guðm. Finnbogasonar, stjórnarráðsins og kennaranna. Þetta er aðalloga mælt um þann liluta, sem er um próf, vitnisburði, reglu og aga. Eptir reglugjörðinni geta ekki stjórn- að nema framúrskarandi góðir menn, svo í lagi sé. En heimurinn er alltof fátæk- ur at þeim, og því miður er ekki hægt að segja, að slíkir menn hafi valizt í skólann. Yið bekkjarpróf eru engir óviðkomandi prófdómendur, eða _bæjarcensoraru eins og þeir eru nefndir í skólanum. Það fer því alveg eptir höfði kennara, hvort menn tlytjast upp úr bekk eða ekki. Yitnis- burðir eru ekki lesDÍr upp jafnóðum og menn hafa gengið upp í námsgreininni, beldur eru þeir allir lesnir upp, þegar prófi er lokið. Það er vist flestum óskiljanlegt, hvers- vegna ekki befir mátt halda gamla siðn- um, að lesa einkunnir undir eins upp. Og ekki er hægt að færa nokkra skyn- samtega ástæðu til breytingar þessarar. Reglan á að vera sú að breyta aðeins þar til, sem einhver nauðsyn er á. Það er ástæðulaust og vitlaust að breyta, að öðr- um kosti. Ef fyrirkomulagið væri meinlaust, þá hefði breytingin aðeins verið tilgangslaust flan, en þar sem hún er stórhættuleg og skaðleg, er hún meinlegt glapparskot. Þetta fyrirkomulag, sem nú var nefnt, geta kennararnir notað til þess að hafa töglin og hagldirnar um það hverjir stand- ist prófin. Þeim er í lófa lagið að haga svo eink- unnum þeirra pilta, sem eiga að falla, að þeir standist ekki. Þegar svo einkunn- irnar eru lesnar upp, er frammistaða pilts- ins farin að fyrnast, og því ómögulegt, að koma fram nokkurri siðferðislegri ábyrgð á hendur þeim. A meðan einkunnirvoru lesnaruppund- ir eins, skirrðust kennarar f remur við að sýna ranglæti eða hlutdrægni, þar sem fjöldi manna var viðstaddur, og gat dæmt um hve réttlátlega gefið var. En nú eru engar skorður settar órétt- vísi, sem fyrir kynni að koma af kennara hálfu, og það ber því miður opt við, að Kölski gamli hleypur í mannskepnurnar, þegar þær vita engin bönd á sér, og að þær að ósekju geta gjört það, sein þær lystir. Sumir kynnu að segja: „Til hvers er verið að gera ráð fyrir þessu? Vér trú- um því, að kennarar séu almeDnt sam- vizkusamir og skylduræknir1*. Verið getur það, en þótt svo sé, þá er það engu að siður nauðsynlegt að reisa skorður við misbeitingu af kennara hálfu, ef fyrir kæmi. Það er ekki algengt, að menn séu glæpamenn, en þó eru ströng lög gegn þeim. Getur ekki eins verið misjafn sauður í hóp kennara eins og annara manna? A að gera ráð fyrir því, að i kennarastöðuna veljist nokkurskonar englar, eða framúrskarandi fyrirmyndar menn. Þett8 er því fremur varhugavert, þar sem freistingarnar eru rnargar. Það er svo undurþægilegt að hefna sin á póli- tiskum fjandmönnum sínum, eða þeim, sem kennararnir álíta fjandmenn sína, vegna þess að þeir hafa minnst eitthvnð á skólann, og það sem honum viðvíkur, sem ekki hefir verið eptir þeirra höfði. Það er undurþægilegt að láta misgjörðir þeirra (í kennaraDna augum) koma DÍður á börnunum. Þeir atburðir hafa gerzt á síðari tímum, er snmum virðast benda til þess, að heppilegra væri að búa betur um Imútana í þessu efni. Eitt aðalmeinið i skólanum er réttleysi nemenda. Kennarar ákveða eptir geðþótta allar hegningar, og þar sem ekkert or á- kveðið í reglugjörðinni um afstöðuna milli afbrota og refsingar, standa skólasveinar varnarlausir uppi, ef þeim er óréttur gjör. Slíkt fyrirkomulag getur verið í barna- skóla, en í skóla, þar sem eru fullorðnir og hálffullorðnir menn, er það beinlínis hneyxli. Reyndar er allt af verið að reyna, að gjöra menntaskólann að barnaskóla, — og iná þar til nefna það endemis-ax- arskept, að hafa efri aldurstakmörkin ó- hæfilega lág (15 ár í gagnfr.deild, 18 í lærdómsd.) — en samt verða allt af þrosk- aðir og fullorðnir menn í efri bekkjun- um, og það nær engri átt, að ætla sér að fara með þá eins og krakka. Afleiðingin af þessu ástandi, ef áfram heldur, hlýtur að verða sú, að sjálfstæðir og dugandi piltar fælast frá skólanurn, en þar elst upp ósjálfstætt og niðurbælt þýjalið, landi og þjóð til ævaiaDdi tjóns og böivunar. Nýmæli reglugjörðarinnar eitt var það, að gjöra fagra skrift og teikning að skil- yrði til að standast gagnfræðapróf. Ef pilturinn skrifar vel, getur hann flotið á skriftiuni gegn um prófið, þótt hann sé að öllu öðru leyti ver hæfur bd aðrir piltar, sem ef til vill falla, vegna þess, að þeir hafa ekki lært neina fegurðar- eða skrautskrift. ADnað eins bar við í fyrra vor. Piltur einD kom suður til Reykjavikur um veturinn með þeim á- setningi, að ganga undir inntökupróf 1. bekkjar. En svo skýtur einhver því að honum, að hann skuli heldur reyna gagn- fræðapróf. Þetta þykir honum heillaráð, les eitthvað litils háttar urnfram, tekur prófið og stenzt, vegna skriftarinnar. — Fékk mjög gott í henDÍ. Dettur nú nokkrum lifandi manni i hug, að stafagerðin hafi nokkur áhrif á menntun piltsins eða hæfileika til trekara náms? Skriftin á að vera læsileg, það er DÓg. Piltar eiga að vera búnir að læra skrift í baraaskólum, eða heimahúsum, og það verðurblátt áfram hlægilegt, þegar alraenni menntaskólinn fer að seiLst yfir á verksvið

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.