Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.07.1908, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.07.1908, Blaðsíða 3
XXII., 33. Þ,’OBVÍI.J 1ÍSN 131 ®g það úrvalið af stjórnspekingam tveggja þjóða, okki héldu, að þeir gætu sett iög, sem rás við- burðanna og hugsunarháttur síðnri alda engin áhrif gætu haft á. Það er algild regla, að það vald, sem sett hefir lög, getur lika breytt þeim og numið úr gildi, og þessi lög eru því auðvitað breytanleg, ef hlutaðeigaudi löggjafarvöid koma sér saman, en að eins nokkur hluti þeirra uppsegjanlegur. Vilji Danir affienda oss aptur mál þessi og vér við þeim taka, þá getum vér fengið umráð þeirra, en nokkurn snefil af rétti til að krefjast þeirra höfum vér ekki. Væri það rétt, að öll þessi lög væru upp- segjanleg, af því að þeim má breyta, þá hlytu líka öll þau lög, sem til eru um viða veröld að vera uppsegjanleg, því að þeim má öllum breyta. Allir heilvita menn og enda fleiri sjá hvílík fjarstæða •slíkt er. Það er eá raunur á uppsögn, og því, að lög- um verði breytt, að til uppsagnar þarf að eins annar, eða einn, aðilinn að lýsa yfir þeim vilja sínum, að ákvæðið skuli úr gildi felt, eða þvi hreytt, en til þess að regluleg lagabreyting geti orðið, þurfa öll þau völd, er lögin hafa sett, oða þau, er komið hafa í þeirra stað, að vera á eitt sátt. Sambandslagafrumvarpið. (Fregnir úr héruðum). Fundur var haldinn á Akranesi 10. þ. m. Af hendi uppkastsmanna töluðu: ráðherra H. Hafstein og Þorsteinn bóndi Jónsson á Grund, en í gegn mæltu þeir Kristján Jónsson háyfir- dómari og Ólafur fríkirkjuprestur Ólafsson. Ept- ið langar og heitar umræður var samþykkt með -34 atkvæðum svohljóðandi tillaga: „Fuudurinn lýsir því yfir, að hann vill, að frumvarp sambandslaganefndarinnar verði samþykkt með nauðsynlegum breytingum, er tryggi fullveldi íslands yfir öllum sinum mál- um og fullt jafnrétti við Danmörku11. Fund hafði og ráðherrann haldið að Grund9 þ. m., og fengið þar samþykkta traustsyfirlýr- ingu til sín og sinna manna með 25 atkv., en sagt er, að meira en helmingur fundarmanna hafi ekki greitt atkvæði. Fulltrúafundur fyrir Vestur-Isafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu var haldinn að Þingeyri 4. þ. m., aðallega til þess að ræða um sambandsmál- ið. Með frumvarpinu töluðu þeir alþingismaður Jóhannes Ólafsson og Matthías bróðir hans, en í móti síra Þórður Ólafsson á Söndum, Pétur kaupmaður Ólafsson á Geirseyri o. fl., og það svo rækilega, að þeir bræður hrukku af fundi, og var þó Matthías fundarstjóri. Einn maður fylgdi þeim, en hinir sátu kyrrir, kusu síra Þórð fyrir fundarstjóra, og samþykktu svohljóðandi tillögu: „Fundurinn álítur, að því að eins beri að ganga að uppkastinu um ríkisréttarsamband Danmerkur og Islands, að k því séu gerðar þær breytingar, að skýrt sé til orða tekið: að ísland sé fullveðja ríki, og að sameiginlegu málin séu uppsegjanleg, að undanteknu kon- ungssam bandin u“. Á Patreksfirði var haldinn þingmálafundur 27. f. m., og þar samþykkt með 28 atkvæðum tillaga, þvi nær alveg samhljóða ályktun þeirri er tekin var á Þingeyrarfundinum. Millilandanefndarmaður skrifstofustjóri Jón Magnússon hélt fund í Vestmanneyjum 30. f. m. Þar töluðu auk hans: Halldór læknir Gunnlögs- son, alþm. Björn Kristjánsson, kennari 8t. Sig- urðsson, er allir voru óánægðir með frumvarpið óbreytt, ennfremur Magnús sýslumaður Jónsson og Jón þurrabúðarmaður Jónsson, er hlyntir voru frumvarpinu. Samþykkt var, eptir uppá- stungu J. M., að taka enga ályktun í málinu að svo stöddu. Mælt er að uppkastsmenn i Árnessýslu, sem annars eru sárfáir, hafi farið þess á leit við Boga Melsted sagnfræðing, að gefa kost á sér til þing- mennsku, og gerir hann það sjálfsagt fyrir lan- ið, bæði að bjóða sig fram og falla. — Ennfrem- ur er sagt, að síra Hafsteinn Péturssou ætli að bjóða sig fram í Húnavatnssýslu. Hann erein- dregið á móti frumvarpinu óbreyttu. Þingmannaefni uppkastsmanna í Gullbringu, og Kjósarsýslu verða þeir Jón Jónsson sagn- fræðingur og Haildór Jónsson bankagjaldkeri; Hafa þeir verið í kristniboðsferð suður með sjó síðustu dagana, en svo segja kunnugir, að fáir hafi látið skírast. — Þeir líta svo á suður þar sem betra eé að hokra sjálfur en að vera niður- setningur á kothreysi. Norskt-islenzlvt iðnnðar- og verzlunarl'élag hefir fyrir skömmu verið stofnað í Þrándheimi. Þeir félagar hafa í hyggju, að reka hér verzlun með við og annað, er að húsagerð lítur, og taka að sór hafnargerðir. Félagið er hlutafélag og hlutaféð samtals 430 þús. króna. Inn í félag þetta ganga: trésmíðaverksmiðjan ,,Völundur“ „Bátasmíðastöð Reykjavíkur“ og steinsteypu- félögin „Mjölnir“ og „Högni“. Framkvæmdar- stjóri félagsins verður trésmíðameistari Magnús Blöndahl og íteykjavík aðalsetur þess. Félag þetta heitir Skjaldbreið. Lœknaliéruð veitt. Akureyri er veitt settum lækni þar Steingr. Matthíassyni, Hafnarijörður Þórði Edílonssyni, er þjónað hefir þar um nokkur ár, fyrst sem I aðstoðarlæknir héraðslæknisins í Reykjavík og |i síðan verið settur héraðslæknir, Þistilsfjörðurinn ! Jóni Jónssyni lækni, er verið hefir héraðslæknir í | Höfðahverfi. í Aðalfundur Reykjavíkurdeildar bókmcnntal'élagsins. var haldinn 8. júlí. Stjórnarkosningin fór þannig: forseti: Kristján Jónsson háyfirdómari, féhirðir: Halldór Jónsson bankagjaldkeri, ritari Haraldur Níelsson cand. theol. og bókavörður: Morten Hansen skólastjóri, en í varastjórn sitja Steingrímur Thorsteinsson rektor, Sæmundur Bjarnhéðinsson, læknir, Jón Helgason presta- skólakennari og Siguiður Kristjánsson bóksali. Endurskoðunarmenn reikninganna voru þeir kosnir: Björn augnlæknir Ólafsson og Sighvatur bankastjóri Bjarnason. 202 legt er“, svaraði jeg. „Væri hún iiman þessara veggja, ciynduð þér fyrir löngu hafa fundið hana“. „Ut úr húsinu befir hún ekki farið“, svaraði hers- ’höfðinginn. „Menn mínir hafa haldið vörð, og jeg skipa yður að framselja mér hana“. „Jeg myndi gjöra það, ef eg vissi, hvar hún er“, ■svaraði jeg“. „Ef þér finnið hana, getið þér fylgt fram föðurréttindum yðar, sem yður sýnist“. „Gott og vel, jeg hætti leitinni í dag, en byrja aptur á morgun“, mælti hann við unga manninn. „Við •dveljum hér þvi báðir, þangað til í fyrramálið“. Að svo mæltu tyllti gamli hershöfðinginn sér á þrep- skjöldinn, því nð þaðan sá hann stóra ganginn, og litlu ;gaDgana báða, og hafði unga manninn i eins konar fang- elsi í stofunni. En mönnum sinum skipaði hann, að vera á verði hér og hvar í húsiou. Mér kom ekki dúr á auga alla nóttina, en sat í eld- ihúsinu, hjá stúlkunum, mjög hrædd og kvíðafull, því að eg skyidi ekki, hvernig í öllu þessu lá. í dögun byrjaði hershöfðinginn aptur á leitinni, en allt fór á sömu leið, sem daginn áður. Jeg ætlaði að yrða eitthvað á hann, en hann var svo gramur, að liann lét, sem hann sæi þvorki né heyrði •bölvaði húsinu, og öllum íbúum þess, og stökk að lok- iiim á hestbak, og reið brott, ásamt hermönnum sínum. Kn nú kemur það, sem kynlegast er. Jnfn skjótt er liann var farinn, og hófdynurinn heyrðist ekki lengur, sneri eg mér að unga eiginmann- ánum og mælti: „Segið mér nú fljótt, hvar liún er. — Hún hlýtur 199 og var svo stillileg, að grunur minn tók að hverfa, þó að mér væri enn fast í huga, að veita henni nákvæma eptirtekt. „Fyrir mörgum árum“, mælti jeg aptur, „þegar jeg var ung, og nýlega komin hingað, komu hingað ung hjón“ — frúnni brá hvergi, þó að jeg liti framan í hana —; „þau voru lagleg, og vöktu því eptirtekt mína. — TTngi maðurinn vék mér afsíðis, er þau voru nýkomin, og mælti á þes9a loið: „Veitingakona! Hér sjáið þér tvær ólánssamar mann- eskjur. — Við höfum að eins verið fáa klukkutíma i hjónabandinu —“ Augu frúarinnar urðu, sem elding. — Bjóst hún við að beyra sögu, sem hún kannaðist við? Jeg ætlaðist ekki til, að sú von hennar rættist, en ásetti mér, að lesa liugsan- ir heDnar. „Faðir ungu frúarinnaru — mælti frú Truax enn fremur —, „sem var frægur enskur hershöfðingi, hafði eigi viljað veita samþykki sitt til hjónabands þeirra, og höfðu þau því flúið, enda unnust þau hugástum, og höfðu svarið, að ekkert á jarðriki skyldi aðskiíja þau; en unga frúin var enn ófullveðja, og faðir hennar, sem var þeim sárgramur, elti þau, og var nú rétt á hælunum á þeim. ITngi maðurinn hugði, að hershöfðinginri myndi skjóta sig, sem rakka, og þá myndi kona hans einnig eiga skammt eptir ólifað. En ef eg hjálpaði þeim, myndi harka töður hennar ef til vill mýkjast. Þetta var nóg, til þess að vekja meðaumkvun mína, og bauð eg þeim því hér inn í stofuna. „Verið hérna“, mælti jeg, „og þegar hershöfðÍDg- inn kemur —

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.