Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.07.1908, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.07.1908, Blaðsíða 2
130 PjÓÐVILJIlS.V. XXII 33. barnaskólans. — Fyrir utan það, að efasamt er, hvort kennarar skólans séu færir að dæma af nokkuru viti um ritleikni, og ekki er heldur auðvelt að setja neinar reglur um það, hvernig fögur skrift skuli vera, eða hvað sé fögur skrift. Dómar um skrift hljóta því ávallt að vera byggð- ir á smekk manna, og Bde gustibus non est disputandum^.1) Það væri líka aiveg nóg, að halda próf i teikning eins og í hannyrð. Vegna landshátta og efnaleysÍ9 manna hefir það viðgengist lengi, að piltar læsu heima hjá sér einn, eða fleiri vetur, en tækju próf á vorin. Hefir það verið til mikils hagræðis fyrir marga. En nú vinn- ur skólastjórnin að því með hnúum og hnefurn, að útrýma utanskólalestrinum. Ef svo væri, að utanskólasveinar hefðu að jafnaði verið þekkingarsnauðari, og ver að sér en skólasveinar, þá væri skilj- anlegt, þó skólastjórninni væri áhugamál, að útrýma þessari venju. En nú þarf ekki annað en að lita í skólaskýrslurnar, til að sjá, að svo hefir ekki verið. Af þ?í má álykta, að það, sem missist af kenuslu bætizt upp með betra næði og meiri tima. — Það er þá ekki áhugi á meuntun pilta, sem stýrir gjörðum skóla- stjórnar, heldur það, að henni virðist það bera vott um litilsvirðingu fyrir skóian- um, að láta börn sín lesa heima, og vill neyða menn til að vera i honum, hvort sem hann er góður eða vondur, eða hætta námi að öðrum kosti. Alþingi gjörði þá þingsályktun, að utanskólasveinum skyldi leyft, að taka árspróf með skólanemendum, en lands- stjórnin hefir ekki svifist þess, að stinga þingsályktuninDÍ alveg undir stól, og er það rnunar i samræmi við öli hennar af- skipti af skólamálinu. Svona er nú reglugjörðin, og ekki bæta kennararnir hana upp. Með hinni mestu smámunasemi fylaja þeir öllum vitlaus- ustu ákvæðunum. Af þessu leiðir, að í skólamun ríkir stöðugt lílfúð og illindi milli pilta og kennara. Kennslan mikið 1 ólestri og pilturn kalt til kennaranna, sem þeim finnst vilja fara með þá eins og harðstjórar með þræla, eða strangir meist- arar við krakka. Þetta þarf breytingar við. Menn út um land þurfa sð vita í hvaða hendur þeir selja syni sína og dætur. Keyndar er engin von, að óþjóðleg og ófrjálslynd stjórn, eins og núverandi landsstjórn er, komi roeð nokkra bót á þessu, ekki að minnsta kosti að fyrra bragði. En það verður að neyða hana til þess, og það verður að sjá um, að hún virði ekki vilja alþingis að vettugi i sam- ráði við kennarana, sem annaðhvort af heimsku, eða öðrum hvötum, hvetja hana til þess. Skídi S. Thoroddsen. Jakoh Johannesson. (stúdentar). Útlönd. Danmörk. Haraldur sonur Friðriks kon- ') ekki má deila um smekk manna. ungs VIII. er trúlofaður Helenu, dóttur bróðursonar Kristjáns IX., Friðriks Ferdin- and hertoga af Söndenberg-Œucksborg, en móðir Helenu er systir drottningar Vil- hjáhns ÞýzkalaDdskeisara II. Aðfaranótt 18. júní var þar í landi afskapa regn og óveður. Haglið var sum- staðar á stærð við hnetur, og skemmdi mjög akra, og það svo, að allviða varð að sá aptur. Veðri þessu fylgdu þrumur og eldingar, er á nokkrum stöðum kveiktu í húsum. Noregur. 56 af herskipum Breta voru væntanleg til Christianíu 19. júní, og höfðu bæjarbúar ýmsan viðbúnað, til þess að fagna þeim sem bezt. Bretland. 19. júní hófst í Lundúnum hrossa-sýning, og voru hross þau, er þar átti að sýna metin alls 9 millj. króna virði. — mælt er að varið hafi verið um 810 þús. króna, tii að undirbúa sýningu þessa. Abbas Hilmi pascha, Khedivi í Egypta- landi heimsótti London seint i síðastliðn- um júnímánuði. Ný dáinn er Derby lávarður, 67 ára að aldri. Hann var hvað eptir annað ráðgjafi, og landstjóri í Canada 1888—’93. Frakkland. Stjórnin hefir farið fram á við þingið, að veita 400 þús. franka til ferðar þeirrar, er Falliéres forseti ætlar að fara til Kússlands og Norðurlanda. Bússland. Ríkisþingið hefir nýlega veitt 127 millj. rúbla, til þess að leggja nýtt járnbrautarspor fram með Síberiu- járnbrautinni. Mælt er, að byltingarmenn hafi ætlað að ráða rússnesku keisarahjónunum bana, er þau komu nýskeð til borgarinnar Reval til fundar við Játvarð, Breta-konung; en keDnslukona, sem valin hafði verið, til þess að varpa sprengivélinni, réð sér bana áður en keisarahjónin komu, varpaði sér fyrirframan járnbrautarlest, og gekk lestin yfir hana. 16. júní kvað herrétturinn i Warschau upp 18 dauðadóma. Stolypin lagði fyrir þingið frumvarp um laun þingmanna. Skyldi hver þeirra hafa 4000 rúblur, en þó þannig, að frá væru dregnar 25 rúblur fyrir hvern þann fund, er þeir eigi mættu á. Spánn. Spönsk-frakknesk sýning hófst i Saragossa í júni. — Þar var Alfonso konungur og verzlunarmálaráðherra Frakka. f Látinn er nýskeð Vega de Armijo, fyrrum forsætisráðherra Spánverja. ítalía. Dáinn er Ginlio Prínetti fyrr- um utanríkisráðgjafi, um sextugt. Hann var i ráðaneyti Zanardellis 1901— ’93, og mikill vinur Frakka Bandaríkin. laft hermálaráðgjafi hef- ir verið valinn forsetaefni lýðveldismanna við kosuingar þær, er fram eiga að fara á komanda haust.i. Roosvelt, sem sjálfur er ófáanlegur, til þess að taka við endur- kosningu, hefir látið í ljósi áoægju sína yfir vali þessu. f 24. júni Grover Cleveland. Hann var t.visvar forseti, 1885—’89, 1893—’97. Hann var kominn yfir sjötugt. Áusturríki. 12. júní fór fram skrúð- ganga i Vín, í virðingar skyni við Franz Jósep keisara, og tóku 25 þús. manna þát.t í henni, auk 10 þús. hermanna, er skipuðu sér í raðir, þar sem skrúðgangao átti leið um — En áhorfendur voru um hálf millj. manna. — I skrúðgöngunni tóku þátt menn af öllum þjóðflokkum í keisaradæminu, og sýndir þjóðbúningar o. fl., er snerti sögu ríkisins, síðan Habs- borgarættin tók við ríkisstjórninni. — í skrúðförinni voru notaðir 400 vagnar og 4000 hestar. Marokko. Sagt- er, að Abdid Aziz hafi 2. júlí, ætlað að láta halda uppboð á flot- j anum; hann ríkir nú aðeins i hafnarborg- ] unum. — Ennfremur er því fleygt að stórveldin hafi í huga að viðurkenna Muiay Hafid. j Persaland. Að morgni 23. júní um- kringrlu hermenn þinghúsið í Teheran; og var þess krafizt, að fram væru seldir nokkrir menn, er keisari vildi setja í varð- hald. Þingið neitaði og var skotið á her- mennina út um glugga, nokkrir féllu. Herliðið svaraði með skothrið, er stóð lát- laust fram yfir dagmál. — I orustu þessari féllu 33 hermenn, on 3 fyrirliðar og 20 hermenn urðu sárir. Mimnurn er ókuDnugt um hve rnikið mannfallið var af hinna hálfu. Ymsir ritstjórar og leið- togar andstæðingaflokksins, ásamt forseta þingsins, hafa verið teknir fastir; 30 þeirra settir í hlekki og 2 hengdir. Aðalforingi andstæðingaflokksins og 10 ritstjórar flýðu á náðir brezka sendiherrans. Sendiherrar Breta og Rússa hafa krafist þess, að keis- arinn kæmi á reglu, og hefir hann heit- ið því. Úuppsegjanlegleikinn. Ein aE blekkingum þeim, er beitt er til þess að gylla innlimunarfrumvarps-ófétið, er sú, að leitast við, að telja mönnum trú um, að öll sam- eíginlegu málin séu uppsegjanleg. Auðvitað geta innliœunarmennirnir ekki fundið þessum orðuin sínum neinn stað, því að fyrir því, sem er sann- anlega rangt, verða aldrei færð rök, hvað þá held- ur sannanir. í>eir segja, að 9 gr. uppkastsins heimili, að krefjast endurskoðunar á öllum lögunum, og það er satt, en því er sleppt, að breytingar á þeim geta því að eins orðið gerðar, að íslendingar og Danir komi sér saman, nema að því leyti, sem segja má upp nokkrum af sameiginlogu málun- um. Það hofði líka verið alvog meiningarlaust, að heimila uppsögn á vissum atriðum laganna, ef þau hefðu verið þannig úr garði gjörð, að hvor aðili um sig befði getað sagt þeim öllum upp, enda er það beinlínis tekið fram í 6. gr., að þangað til öðru vísi verði ákveðið með lög- um, er ríkisþing og alþingi setja, fníi dönsk stjórnarvöld einnig fyrir íslands hönd með mál- efni þau, et- sameiginleg eru samkvæmt 3 gr. Þeim af sameiginlegu málunum, sem upp- sagnarákvæði 9 gr. ekki nær til, getum vér ís- lendingar aldrei fengið umráð yfir, eða hlutdeild i, nema með samþykki Dana. Þeir geta að lög- um niðið ylir þeim að íullu og öllu um aldur og æii, ef þeim svo sýnist. Af þvi að búast mátti við, að menn sæu í gegn um vef þenna, sem ofin er af bláþráðum ósanninda og ósvífni, hafa þeir ætlað að bæta úr skák með því, að halda jrví á lopti, að í nefnd- arálitinu, ekki i uppkastinu, stendur, að nefnd- armennirnir hafi ekki ætlast til, að lög þessi giltu um alla eilífð. Mikið var, þótt 19 rnenn,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.