Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.08.1908, Page 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.08.1908, Page 1
Verö árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og í Ameríku ioll.: 1.50. Bsrgist fyrir júnimán- aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. -:- )=== TuTTTJ»ASTI 09 ANNAR ÁS9AS9CB. =|- =- “«-*K-|= EIGANDI: S'KÚLI THOEODDSEN. =lfexgg—x- Uppsögn skrifleg, ógild nema komið sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi \ samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 40. Bessastöbtjm, 29. ágúst. 1908. Eldraun. —«0»— Nú reynir á krapt þinn og þraut.seigju, þjóð, sem þjökuð varst öldunum saman! Nú sést það, hvortkólnaðerkappannablóð, hvort karlmennskusvipinn og feðranna móð þú upplitsdjörf enn ber í framan! Þótt nú sé um þingstöðvar Þverœings hljótt og þögn yfir forngrónum haugum, þar skina þó eldar um skammdegis nótt af skærustu frelsisins baugum. Það heilaga gull tók vor ættjörð í arf frá áanna gullaldar morgni. Að halda um það vörð er vort helgasta starf, en barðfylgi’ og samhuga drenglvndis þarf svo falli’ ekki rétturinn forni. Það má ekki selja né sólunda því, er sagt var oss bezt með að fara, svo feðurnir horfi’ ekki haugunum i með hrylling á ættlera skara. Þar liggur við sæmd þín og líf þitt sem þjóð að láta’ ekki fjötri’ á þig smeygja, — að hlaða’ ekki sjálf að þér hefndanna glóð, en hafa þar griðland sem vaggan þín stóð, svo synirnir þurfi’ ekki’ að segja: „Þið selduð oss óborna, allt ykkar blóð kom yfir oss, dæmda að þegja! þið dóuð sem úrkjmjuð, þróttvana þjóð og — þið áttuð shiiið að deyja!u Jeg trúi’ ekki’ að liggi þau ósköp á oss, I að eigurn vér bölvun þá skilið, — að sofandi’ ið dýrasta seljum vér hnoss Og sjálfstæði’ og frelsi vort neglum á kross, og — hröpum í gínandi gilið! En — látum vór múlbinda’ oss mótmæla- laust, sem mannleysur hopum af verði, sem þjóð vér oss dæmum til dauða’ í haust og deyjum fyr’ eigin sverði! Guðm. Guðmundsson. NacztircUuF. Þeir hafa reynt að færa margar ástæð- ur fyrir því innlimunarmennirnir, að Is- land væri eptir uppkasti millilandanefnd- arinnar ætlað að vera fullveðja ríki, en allar hafa þær verið hraktar jafnóðum af sjálfstæðismönnum, og svo rækilega frá þeim gengið, aðuppkastshöfðingjarnirhafa ekki einu sinni þorað að endurtaka þær. En hitt er líka fullkunnugt, að óhugs- andi er, að fá þorra íslendinga til þess að samþykkja frumvarpið, nema hægt sé að telja þeim trú um, að ísland verði full- veðja ríki, ef uppkastið vorður samþykkt Þegar búið er að ónýta fyrir þeim I gömlu sannanirnar, þákoma þeir með aðr- ar nýjar, sem alla jafnan eru töluvert lak- ari en hinar fyrri, sem líka er við að bú- azt. — - Því er fyrst otað, sem bezt er — Það virðist og jafnframt vaka fýrir þeim, að hrúgi þeir að eins nógu miklu upp, þá muni eitthvað loða við frarn ytir kosn- ingarnar — mótstöðumennirnir hafi ekki tima til þess að kveða öll þau ósköp niður. Samt eru það ekki nema þær allra á- litlegustu, sem haldið er fram í blöðum og á mannamótum — hinum, sem ætl- aðar eru allra fáfróðustu sauðunum er dreift út að baki. öeta menn getið ! nærri, hve geðslegar þær eru, þegar þeir | virða fyrir sér þær ástæður, sem mest er j á lopti haldið. ! Sú nýjasta ástæða, er vér höfum heyrt j færða af þeirra hálfu fyrir því, að íslandi væri eptir uppkastinu ætlað að verða full- veðja ríki er, að uppkastið heimilar að setja á stofn æðsta dómstól í islenzkum málum hér í landinu. Innlimunarmennirnir segja, að það sé alveg óhugsandi, að ríkishluti geti haft æðsta vald í dómsmálum sínum. Þetta er alveg spá ný kenning. Og hór eru Danir á annari skoðun. I stöðulögunum segir svo, að breyting á stöðu hæztaróttar sem æðsta dómstóls í íslenzkum máluri verði eigi gerð, nema með aðstoð hins almenna löggjafarvalds ríkisins*. Stöðulögin ætluðu íslandi eigi að verða ríki hvað þá heldur fullveðja ríki Þó er ráð fyrir því gert þar, að hægt sé að breyta stöðu hæztaréttar, sem æðsta dómstóls í íslenzkum málum, og það getur ekki orðið skilið á annan veg en að hægt sé að taka dómsvaldið í slíkum málum af danska hæztaréttinum, og leggja það í hendur sérstökum íslenzkum dómstóli. Það er því nú mögulegt, að stofna ís- lenzkan hæztarétt, jafn vel þó menn byggi á stöðulögunum, án þess að breyta þurfi stöðu íslands í ríkinu. Þessi „óaðskiljanlegi hluti Danaveld- isu, sem stöðulögin kalla ísland, getur því haft æðsta dómsvald í málum sínum. Menn sjá því, að ákvæðið um hæzta- rett í frumvarpinu sýnir ekkert um það, hvort Islandi er ætlað að verða ríki eða ekki. Uppkastið bindur stofnun hæztarótta- réttar því skilyrði, að breyting verði gerð á dómaskipun landsins. í danska text- anum stendur „Omordning af Retsvæsen- et“. sem sýnir, að gjörbreyta verður allri *) í lagatextanum stendur: „Dog at en Omordning af Hejsterets Stilling som everste Instans i islandske Retssager ikke kann ske uden Medvirkning af Rigets almindelige Lov- givningsmagt11. dómaskipun landsins; það nægir alls eigi að samþykkja lög um stofnun íslenzks hæztaréttar, heldur verður líka um leið að breyta lægri dómstólunmn. Að slík breyting geti ekki orðið gerð, án þess að hafa mikinn kostnað í för með sér, virð- ist auðsætt. — Það er því ekki alveg hlaupið að þvi, að fiytja æðsta dómsvald- ið inn í landið. Stöðulögin setja aptur á móti ekkert annað skilyrði fyrir stofnun hæztaréttar en, að til þe9s þurfi aðstoð hins almenna löggjafarvahls ríkisins. Nú sýna Danir það með uppkastinu. að þeir ekki oru því mótfallnir, að gefa slíkt samþykki, og það eru engar likur til, að þeir viljigoraþað að skilyrði, að allt uppkastið verði sam- þykkt óbreytt. Sé svo, þá hlýtur það að koma af því, ao þeir með uppkastinu á- Iit.i sig öðlast oitthvað, er meira sé um vert en slíka viðurkenningu. Stofnun hæztaréttar er hvorki sönn- un þess, að íslandi só ætlað að vera ríki, né samþykkt nppkastsins skilyrði fyrir því, að hann verði settur á fót. Ritsímaskeyti til „Þjóðv.u Khöfn 21. ágúst. Þeir Vilhjálmur keisari og Játvarður konungur hafa fundist. Saman dregur með Bretum og Þjóðverjum. Mylius-Eriehsen. Skip hans kornið til Björgvinjar. Góð- ur árangur. Khöfn 26. ágúst. Marokko. Soldáni steypt úr völdum af bróður sínum. Noregur. Bólan gengur í Kristjaníu; 80 sjúkl- ingar. Vestan um haf hafa enn borizt 5 skeyti, auk þeirra, er áður hefir verið getið, sem öll eru á- skoranir til íslendinga um, að gæta sjálf- stæðis síns. Pembina i Norður-Dakota 13. ágúst. ísland fyrir Islendinga. Enginn ó- uppseganleg mál. íslendingar. Seattle 14 ágúst. Seattle-íslendingar mótmæla allir inn- limuninni. Aldrei að víkja. Jónas A. Sigurðsson. Alberta 20. ágúst. Áskorun: Fellið frumvarpið. Stofn- ið fullveðja ríki. Slítið stjórnarsamband- inu við Dani. Alberta-Í sl endin gar.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.