Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.09.1908, Blaðsíða 2
174
SJ?[jÓÐVILJ INN.
XXII., 44.
lika bvo margir, eem að öllu leyti standa
jafn nærri, að styrkveitingin hlýtur að
verða meira af handahófi en eptir verð-
leikum — einkum þegar þess er gætt,
að það er mjög óheppilegt, að hafa upp-
hæðirnar mjög smáar, vegna þess að þá
er hætt við að þær geri ekkert gagn —
mönnum verði kostnaðurinn ókleifur eigi
að siður. Aður fyr komust margir i gegn
um skólan án nokkurrar annarar hjálpar
en ölmusunnar, vegna þess að hún var
töluvert rífleg — öllum slíkum mönnum
yrði skólagangan ókleif, þótt þeir fengju
nokkurra króna styrk, þeirra vegna mætti
alveg eins afnema námsstyrkinn með öllu
eins og að hafa hann að eins 2000 kr. á
ári, handa ef til vill fast að hundrað
mönnum.
Eins og nú er komið, hafa ekki aðrir ]
ráð á að senda börn sín í skóla þenna, en
efnamenn og Reykvíkingar.
Og það má víst vera dálítið einkenni-
lega skapaður maður, sem telur það heppi-
legt, að verja árlega 30—40,000 kr. úr
landssjóði, til þess eins, að gera efnuð-
ustu mönnum landsins og Reykvíkingum
léttara fyrir að mennta börn sín, því að
annars er það venjulega álitið, að réttast
sé að hjálpa þeim, sem þurfa þess með.
Jafn vel frá sjónarmiði þeirra manna,
sem álíta skólann að eins stofnun fyrir
embættismannaefni, verður fyrirkomulag
þetta óhafandi.
Þeir geta ekki alitið heppilegt, að
einnngis synir efnamanna og Reykvik-
inga geti orðið embættismenn á þessu
landi.
Menn verða að gæta þess, að þótt all-
ríflegur fjárstyrkur verði veittur fátækum
mönnum, er á skóla þenna ganga, þá verða
þó auðvitað þeir einir hans aðnjótandi,
sem reyndir eru að því að vera vel hæfir
til náms. — Alþýðumannasynir, sem ganga
embættisleiðina, eru því alla jafnan all-
vel greindir menn, og líklegir til þess að
geta leyst hlutverk sitt sæmilega af hendi.
Aptur á móti er það siður, að em-
bættismennirnir setja syni sína til skóla-
náms, hvað sem hæfileikunum líður, ef
þeir að eins ekki eru svo gjörsneyddir
öllum námsgáfum, að þeir ómögulega geta
náð prófi.
Auk þess eru enn 3 atriði, sem at-
huga ber í sambandi við þetta mál.
í fyrsta lagi hafa allar lífsnauðsynjar
8tígið stórkostlega i Reykjavík hin síðari
árin, svo að dvöl þar er aðkomumönn-
um miklu dýrari nú en áður var, þess
vegna hefði þurft að hækka námsstyrkinn,
ef hann hefði átt að koma að sama haldi
og áður.
I öðru lagi er mönnum nú gert því
nær ómögulegt, að lesa utanskóla. — Að-
ur var það altítt, að menu lásu heima hjá
sér tilsagnariaust einn vetur, eða jafn vel
unnu fyrir sér að vetrinum, og höfðu lest-
urinn í hjáverkum, og spöruðu þeir þann-
ig talsvert fé — jafn vel mörgum mann-
inurn var skólagangan að eins kleif á
þenna hátt. — Nú verða menn annað
hvort að setjast í 1. eða 4. bekk. Vilji
menn því lesa heima fyrir 1. eða 4. bekk,
þá verða þeir að vera utanskóla 3 vetur
en það getur enginn tilsagnarlaust — eða
með öðrum orðum, það verður alla jafn-
an dýrara en að vera í skólanum.
I þriðja lagi, fá þeir menn ekki skóla-
vist, sem eldri eru en 15 ára, er þeir
ganga inn. — Hingað til hafa margir j
menn fyrst komið í skóla um tvitugt, eða !
vel það, vegna þess að þá fyrst gátu þeir !
að sumrinu unnið sér svo mikið inn, að j
þeir með því ásamt ölmusunni, gátu kost- j
að skólaveru sína að vetrinum. Þegar í
nú þess er gætt, hve erfitt mönnum er
gert fyrir með að lesa utanskóla, eins og
bent er á hér að framan, þá má svo heita,
að slíkum mönnum sé algerlega meinað
að ganga skólaveginn.
Vér getum ekki trúað öðru en að al- i
menningur, er hann athugar þetta, krefj- ,
ist þess af fjárveitingarvaldinu, að styrk- í
ur þessi verði hækkaður.
Hið núverandi fyrirkomulag er óhaf- í
andi. !
Utlönd.
Danmörk. Skógerðarmennirnir, sem
getið var um i síðasta blaði, samþykktu
loks 22 ágúst, að byrja að vinna af nýju
— Er því nú allar líkur til, að friður hald-
ist, að minnsta kosti fyrst um sinn, með
vinnuveitendum og verkamönnum þar i
landi.
26. ágúst dó Jens Busk. Hann var i
fólksþingsmaður í 30 ór. Hann var prýði-
lega málifarinn, og sérstaklega þótti hon-
um takast vel á kjósendafundum. Um
langt skeið var hann í fremstu röð bænda
á ríkisþinginu, og einn af beztu mönn-
um vinstri flokksins, sérstaklega barðist
hann með hnúum og hnefum móti aukn-
ingu vígbúnaðar.
Noregur. Stórþingið hefir lækkað
sykurtollinn um 5 aura á pundinu. Að-
ur var hann 15 aurar pr. pund, en nú
er hann 10 aurar. Stórþinginu var slitið
22 ágúst, og hafði það staðið síðan snemma
í janúar. --- 293 nýir stúdentar ætla að
stunda nám við háskólann í Kristjaníu.
Svíþjóð. „Hinir ungu jafnaðarmenn“
sænsku, sem þykir verkmannaflokkurinn
fara alt of hægt i sakirnar, hafa nú sagt
skilið við hann, og myndað nýjan flokk,
sem á að vera hreinn og beinn byltinga-
flokkur, og beita áhrifameiri meðulum
en verkamenn almennt hafa tíðkað hing-
að til, t. d. allsherjarverkfalli og öðru
þess konar.
Þýzkaland. Verkfræðingur einn, Gluero
að nafni, hefir nýlega sýnt nýtt sprengi-
efni. Þýzku herstjórninni geðjaðist svo
vel að því, að hún fékk verkfræðingin til
þess að láta sig hafa einkaleyfi, til þess
að nota það.
Nýlega komBt. það upp, að gjaldkéri
við banka einn í Frankfurt a. Main Lud-
vig Boltzermann að nafni, hafði dregið
sér 8x/2 mill. marka. Hann hafði verið
í þjónustu bankans í 24 ár, en var fjar-
verandi, er fjársvikin urðu uppvís. Hann
var tekinn fastur, og átti að flytja hann
heim til Frankfurt, en hann skaut sig
til bana á leiðinni.
Fyrir skömmu lést fríherra Speck v.
Sternburg sendiherra Þjóðverja i Wash-
ington. Hann var 56 ára að aldri.
Bretland. Stór sprenging varð í námu
í grend við Wigan í Lancashire. Fjöldi
verkamanna köfnuðu af eitruðum loft-
tegundum.
Lloyd Gleorge ráðgjafi hefir verið á
ferð um Þýzkaland. Komið til Berlínar
Brima og Hamborgar. Svo er látið í
veðri vaka, sem ferð þessi sé að eins gerð,
til þess að kynnast verkmannalöggjöfinni
þýzku, sérstaklega að þvi er snertir elli-
styrk, og hefir Gleorge látið mi'kið yfir,
hvílík fyrirmynd hiín væri Sumir segja
þó, að ferðin hafi meðfram verið gerð í
því skyni, að semja við Þýzkaland um að
draga úr flotavígbúnaðinum, Gleorge hefir
ekki neitað því, að hann hafi minnst á
það mál við ríkjaskrifarann þýzka Bett-
mann Hollweg, en að eins þá sem privat-
maður.
Rússland. Yið heræfingar sem Eystra-
saltsfloti Rússa hélt fyrir skömmu, kom
það í Ijós, að margt af skipunum er í
hinu mesta óstandi, sérstaklega hin minni
skipin.
Landstjórnin í Tamov, fylki því er
Leo Tolstoy á heima í, hefir bannað að
halda 80. afmælisdag hans hátiðlegan á
nokkurn hátt.
Frakkland. Látinn er Henri Becque-
rel, frægur eðlisfræðingur, fæddur 1850.
Hann hefir gert ýmsar uppgötvanir í ljós-
fræði, og hlaut N.obelsverðlaunin 1903, í
viðurkenningarskyni fyrir störf sín i þarf-
ir vísindanna.
Tyrkland. Þess hefir vorið getið, að
Tyrkland er nýbúið að fá stjórnarskrá, og
lítur út fyrir, að það eigi að vera upphaf
ið til ýmsra umbóta þar í rikiuu, sem frá-
leitt er heldur nein vanþörf á, þvi nú
hefir stjórn Tyrkja snúið sér til kennslu-
málaráðaneytisins prússneska, til þess að
afla sér upplýsinga um æðri skóla þar i
landinu, og er svo ráð fyrir gert, að sníða
tyrknesku skólana eptir þeirri fyrir-
myod.
Bandaríkin. Svo sem kunnugt er, var
Roosewelt ófáanlegur til að taka við end-
urkosningu, sem forseti Bandaríkanna.
Hann fer því frá völdum 4 marz 1909,
og ætlar hann þá að fara skemmtiför til
Afriku, á dýraveiðar. A skipi því er flyt-
ur hann yfir Atlantshafið, verður skothús
svo að hann geti haft skotæfingar á leið-
inni.
Fyrir nokkru var hörð deila með Jap-
önum og Bandamönnum, út af því, að
Japönum, sem tóku sér bólfestu í Band a-
ríkjunuo), þótti að ýmsu leyti hallað rétti
sínum, sérstaklega vegna þess að stjórn-
ir sumra fylkjanna, vildu eigi leyfa börn-
um þeirra, að ganga á þá skóla, er ætl-
aðir voru böruum hvitra manna. Forseta
Bandamanna tókst þó að koma á sáttum
að þvi sinni, svo að okki hlutust vand-
ræði af. — Nú er mælt, að deila þessi muni