Alþýðublaðið - 29.06.1960, Qupperneq 3
VIÐTAL VIÐ
GUÐMUND
KÆRNESTED
RÁN, flugvél Land-
hélgisgæzlunnar kom úr
einhverri lengstu ferð
sinni um kl. 10 í gær-
kvöldi, en þá hafði flug-
vélin verið í 12 tíma ferð.
Hafði vélin aðeins setzt
snöggvast á Akureyri til
þess að taka benzín.
Þe.gar flugvélin settist á
Reykjavíkurflugvelli voru þar
fyrir blaðamenn frá Alþýðu-
blaðinu til þess að hafa tal af
skipherranum Guðmundi Kjær-
nested um hina sögulegu ferð.
Ekkert enn
frá opin-
berri hálfu
Alþýýðublaðið spurðist
fyrir um álit utanríkis-
ráðuneytisins í gærkvöldi
um átökin á Grímseyjar-
sundi milli varðskipsins
Þór og brezka herskipsins
Duncan.
Talsmaður utanríkis-
ráðuneytisins kvað ekki
hægt að láta neitt opinber
lega fara frá ráðuneytinu
um málið fyrr en það
hefði verið athugað nánar.
Alþýðublaðið hafði enn
fremur samband við for-
mælanda brezka sendi-
ráðsins um málið.
Hann svaraði því einnig
til, að ekki væri hægt að
segja neitt um málið, fyrr
en það hefði verið athugað
gaumgæfilega af réttum
aðilum. - bjó-
Bretinn mótmælti.
Guðmundur sagði, að hann
hefði mælt brezka togarann
Northern Queen GY-124, tvær
mílur íýrir innan 12 mílna
mörki'n um kl. 14.30 í gær. Var
það norðvestur af Grímsey.
Hafði Guðmundur samband
við skipstjórann á togaranum
og skýrði honum frá því, að
hann væri að veiðum í landhelgi
ea brezki skipstjórinn mót-
mælti. Það er undarlegt sagði
Guðmundur, að Bretarnir skuli'
inótmæla þvi, að þeir séu að
veiðum í landhelgi, þar eð venju
lega segja þeir að þeir séu í full
um rétti að veiðum þar.
Þórsmenn um borð.
ekki sáum við hvort þeir voru
vopnaðir. Báturinn fór margar
ferðir með brezka sjóliða um
borð í togarann og mun hafa
sett allt að 20 manns um borð.
Ekki' kom til neinna átaka um
borð. Eftir nokkurt þóf fóru her
skipsmenn með Þórsmenn um
borð í Þór aftur.
13 togarar í landhelginni.
Guðmundur sagði, að á svip-
uðurn slóðum og Northern
Queen var á hefðu verið 12 aðr-
ir togarar að veiðum. Hefðu því
verið þarna 13 togararað veiðum
í landhelgi. Alþýðublaðið spurði
Guðmund hvort herskipið hefði
ekkert skipt sér af forezku tog-
urunum, er þarna voru að veið-
um í landhelgi. Sagði ‘hann, að
svo hefði ekki verið og virti'st
sem brezku herskipin hefðu nú
tekið upp þá aðferð að látast
ekki sjá landehlgisibrot togar-
anna. En eins og menn muna
skipuðu herskipin forezku tog-
urunum út fyrir 12 míhaa mörk-
in fýrst eftir að brezkir togara-
eigendur ákváðu að halda tog-
urum sínum fyrir utan mörkin
í 3 mánuði. Sagði Guðmundur,
að nú væru herskipin steinhætt
að gefa slíkar fyrirski'panir.
Svo virðist því sem nú fari
í gamla farið aftur. — Bj. G.
ÞRÍR B'ILAR í ELDI
MIKIÐ tjón varð af völdum
elds í fyrrinótt í áklæðisdeild
| Bílasmiðjunnar h.f. að Lauga-
vegi 176. Brann deildin öll að
innan og ennfremur urðu mikl-
ar skemmdir á þrem bílum sem
þar voru.
!
Maður nokkur sagði slökkvi-
liðinu um klukkan 4.30 í fyrri-
nótt, að mikill reykur væri í
húsi Bílasmiðjunnar h.f.
Slökkviliðið fór þegar á vett-
vang og var þá mikill eldur og
reykur í áklæðisdeildinni.
Tókst að hindra, að eldurinn
kæmist í fleiri deildir.
Þarna voru þrjár nýlegar
bifreiðir, sem verið var að
vinna við. Nýlendur Studeba-
kerbíll, R-11120, mun nær ó-
nýtur eftir brunann og mun
verst farinn. Þá skemmdist
mikið bíll Ólafs Jóhannssonar,
læknis, sem er af Chevrolet-
gerð, R-5412. Minnst skemmd-
ist bíllinn R-4326, sem er eign
Guðna Þórðarsonar.
Slökkvistarfinu lauk um
klukkan 6 um morguninn.
Myndin sýnir bílana eftir
brunann.
Guðmundur kvaðst þegar
íhafa haft samband við varðskip
ið Þór, er var statt þarna
skammt frá. Fór Þór þegar á
vettvang. Kl. 15.30 var Þór kom
inn að togaranum og sendi
mannaðan bát að honum. Það
var ekki dónalegur bátur, er
þeir Þórsmenn höíðu til um-
ráða. Yar það hraðbáturinn Eld-
ing, eitt si'nn eign Flugmála-
stjórnarinnar en báturinn hafði
verið á svipuðum slóðum og Þór
og var þegar fús til að leggja í
oruþtuna við Bretaim. Þcirs-
menn voru snöggir að fara um
foorð í brezka togarann og Bret-
arnir sýndu engan mótlþróa. —
Voru togaramenn að hífa í ró-
legheitum á meðan, sagði Guð-
mundur. En Þórsmenn réðu
ekki lengi ríkjum um borð í
Northern Queen, þar eð hálf-
tíma síðar var brezka herskip-
ið Duncan komið á vettvang.
Ife ,
A 25 milna hraða.
Duncan var um 3 mílur frá
okkur, sagði Guðmundur, þegar
Þór setti menn um borð. En
'herskipið kom íbrunandi á 25
mílna hraða á (klukkustund) og
var komið að Northern Queen
eftir 20-30 mínútur. Skipti' það
engum togum, að herskipið setti
út bát með mönnum. Sumir
mannanna voru með fojálma en
HWWWWW%WMWWMWWMMMWWW»MW»W»«MWIWMWMWWWWWW»%WWWiM*WiMiMiWlWWWMt»WIWWMiWWWWWWWWWWWW»Mi
ÞAÐ ER AÐEINS EITT HAB! [
Sex bíla happdrætti Aiþýðublaðsins - Dregið 7. júlí %
5 S i
iWWWMWWVWWWMWWVMWMMWHWtWMWVWWVWtWWWa iVVWnWWWWWVVWVWWWWWWWUWVWAWWWVlWWWWWWW
Alþýðublaðið — 29. júní 1960 3