Alþýðublaðið - 29.06.1960, Blaðsíða 14
Minningarorö
Framhald af 13. síðu.
var Helga bókhneigð mjög og
las allt er hún mátti, einkum
þjóðlegan fróðleik og það, sem
að ættfræði laut, á henni
hafði hún mikinn áhuga og
vissi furðu mikið um ættir í
Suður-Þingevjarsýslu. Á efri
árum eignaðist hún mikið af
ágætum bókum, er hún las
með mikilli kostgæfni og jafn-
an hafði hún yndi af að ræða
um bækur við mig, þegar
fundum okkar bar saman og
hún hafði lesið eitthvað nýlega,
sem tók hug hennar fanginn.
Helga var sérlega félags-
lvnd og mannblendin. Hafði
yndi af að blanda geði við aðra
og skiptast á skoðunum. Hún
rækti það boðorð sérstaklega
vel að gleðjast með glöðum og
iíiryggjast með hryggum. Hún
hafði unun af söng og tók
drjúgan þátt í sönglífi þorps-
ins, meðan röddin entist og
kunni ógrynni af ljóðum og
lögum. Hún gekk í Kvenfélag
Húsavíkur fyrsta árið, sem
hún var hér búsett og var fé-
lagi þess til æviloka; síðustu
árin heiðursfélagi. Hún vann
þar mikið starf og var lengi
fulltrúi þess í stjórn Ekkna-
sjóðs Húsavíkur.
Þegar Helga fluttist til
Húsavíkur fyrir 64 árum var
Húsavík lítið en vaxandi þorp,
þar sem almenningur lifði á
sjóskn og lítiisháttar landbún-
aði. Fólkið skiptist í tvennt.
Annars vegar nokkra menn, er
stunduðu verzlun og fáeina,
embættismenn. Hins vegar al-
þýðu fnanna, er varð að vinná"
hörðum höndum til að afla
sér lífsbiargar, sem oft var af
skornum skammti. Þessi hóp-
ur leit upp til hinna og fannst
eðlilegt að hann réði öllu, —
enda voru völdin í þeirra hönd
um.
Helga var alþýðukona í þess
orðs beztu merkingu. Hún
fann fljótt í hvorurn flokkin-
um hún átti heima og skipaði
sér þar. En hún gerði það ekki
með neinni gremju eða hatri
til hinnar svonefndu yfirstétt-
ar, eins og ýmsum hættir til,
heldur af hinum næma skiln-
ingi á aðstöðu sinni í þjóðfé-
laginu. Hún gat skemmt sér
með háum og lágum og brosað
við öllum, og bros hennar var
hlýtt og gott.
Þegar Verkakvennafélagið
Vonin var stofnað hér í Húsa-
vík 1918 var hún ein af stofn-
endum þess. Hún átti sæti í
stjórn þess um fjölda ára og
var um skeið formaður. Síð-
ustu árin var hún þar heiðurs-
félagi, og lengi þóttu þar ekki
ráð ráðin, nema umsagnar
hennar væri leitað. Hún vann
mörg ár með núverandi for-
manni félagsins og var sam-
vinna þeirra jafnan ágæt, þótt
ekki fylgdu þær sama flokki.
Þegar verkalýðshreyfingin
klofnaði hér á landi eftir 1930
fylgdi Helga Alþýðuflokknum
og stóð þar jafnan föstum fót-
um. Þrátt fyrir öll hin póli-
tísku gerningaveður síðari
tíma, enda var hún kjörin heið
ursfélagi Alþýðuflokksfélags-
ins hér.
Afkomendur Helgu eru nú
hartnær 90 á lífi, og mun hún
hafa verið kynsælasta konan
hér í bænum er hún féll frá.
Karlmennirnir stunda flestir
sjómennsku, þeir sem aldur
nafa til. Yfirleitt er þetta hið
mesta atorku og myndarfólk.
Geðprýði Helgu og gott við-
mót olli því, að hún átti vini
ágæta í öllum flokkum. Það
var engum erfiðleikum bundið
að ræða hitamál dagsins við
bana, því öll hennar ræða mót-
aðist af hógværð og stillingu.
Hún hafði óbeit á öllu stóryrða
glamri og æsiskrifum, hver sem
í hlut átti. Þegar menn deildu
leitaðist hún við að bera klæði
á vopnin, ef því varð við kom-
ið. Aldrei heyrði ég hana hall-
mæla nokkrum manni öll þau
ár, sem kynni okkar stóðu, og
jafnan reyndi hún frekar að
milda og draga úr dómum
rnanna um náungann.
Mann sinn missti Helga fyr-
ir 11 árum og fylgdi honum til
grafar með sömu stillingu og
þreklund, sem hún hafði jafn-
an sýnt. Fám dögum áður en
hún lézt, heimsótti ég hana í
sjúkrahúsinu. Eg sá, að henni
var mjög brugðið frá síðustu
samfundum. Bæði vissum við,
að hverju fór, en ræddum það
ekkert. í ásýnd hennar var
sama sólskinið og sama róin
og jafnan áður. Við ræddum
hin ýmsu vandamál mannlegs
lífs og viðbrögð einstakling-
anna við þeim, eins og við
höfðum svo oft gert áður. —
Þegar ég fór, sagði hún:
„Eg stytti mér nú stundir
við að rifja upp og þakka for-
sjóninni alla mína hamingju-
daga. En eitt er það, sem ég
aldrei get fullþakkað henni,
það er, að ég skyldi eignast
þann mann, sem ég hlaut.“
Um leið þrýsti hún hönd
mína og brosti sínu innilega og
hjartnæma brosi.
Eg hefi í línum þessum leit-
ast við að lýsa Helgu Þor-
grímsdóttur nokkuð af viðhorfi
hennar til vandamála hins dag
lega lífs. En ekkert hygg ég að
lýsi henni betur en eftirfar-
andi saga, er ég vil enda mál
mitt með.
Þegar Helga var 82 ára,
kenndi hún þrymils í öðru
brjóstinu og fór að læknisráði
til Reykjavíkur til frekari
rannsóknar og aðgerðar. Þegar
hún fór, gerði hún alveg eins
ráð fyrir að hún kæmi ekki
aftur heim lifandi. Læknar
töldu, að hér væri um illkynj-
aða meinsemd að ræða og ekki
um annað að gera en nema
brjóstið burt, og var það gert.
Aðgerðin tókst ágætlega, og
eftir fáa daga fréttist, að
Helga væh farin af sjúkrahús-
inu út í bæ til vina sinna. —
Nokkru síðar kom hún heim
’ furðu hress og aldrei hafði ég
! séð hana glaðari. Þá sagði hún
, við mig þessi ógleymanlegu
orð: „Þetta var nánast allt eins
og skemmtiferð. Allt var gert
fyrir mann, sem hægt var. All-
ir voru svo góðir, og allt svo
yndislegt.“
Hvað eru þeir margir, sem
hafa þann sálarstyrk, að geta
gert sjúkrahússvist og hættu-
legan uppskurð að skemmti-
ferð? Hvað eru þeir margir,
sem þrátt fyrir ýmsa örðug-
leika á lífsleiðinni, geta gert
langa ævi að skemmtiferð?
Þetta gat Helga Þorgríms-
dóttir og því er hún svo minn-
isstæð.
Jóhannes Guðmundsson.
Þeir óttast
i
Framhald af 13. síðu.
Willy Brandt, hinn vinsæla
borgarstjóra í Vestur-Berlín til
að hafa forustu í kosningabar-
áttunni. Jafnaðarmenn juku
fylgi sitt í síðustu kosningum
í 'Vestur-Þýzkalandi og er tal-
ið, að Brandt eigi ríkan þátt í
að auka fylgi flokksins. Almenn
ingur í Þýzkalandi er farinn að
ræða um að kjósa ungan, dug-
mikinn mann í kanzlaraemb-
ættið. Afstaða Brandt í Berlín-
armálinu og ósveigjanleg stefna
hans bæði þar og í utanríkis-
'i málum er mjög lík stefnu Ad-
enauers. Kjósendur þurfa því
ekki að óttast neinar breyting-
ar í utanríkismálum þótt
Brandt verði kanzlari, enda
þótt Kristilegir Demókratar
spili á þá strengi.
Helzta vandamál Kristilegra
Demókrata er einfaldlega það,
að Adenauer fæst ekki til að
ræða um hugsanlegan eftir-
mann sinn. Erhard gaf sjálfur
í skyn, að nú hefði Adenauer
ekki neitt á mótj sér sem vænt
anlegum ,,krónprins.“ En vafi
leikur á, hvort honum skjátl-
ast þar ekki. Það lítur út fyrir
að miðstjórn Kristilegra Demó-
krata setji þá jafna á yíirborð-
inu, Adenauer og Erhard. Það
á sem sagt að koma því inn hjá
kjqfeendum, að ‘bessir tveir
menn hafi í sameiningu gefið
Þjóðverjum efnahagslegt og
pólitískt jafnvægi. En þeir eru
margir í flokknum, sem vilja
kynna Erhard sem hinn kom-
andi mann flokksins.
Enda þótt Adenauer sé 84
ára, er hann ennþá dugmikill
stjórnarformaður, en óttinn
við Brandt veldur því, að
'Kristilegir Demókratar telja
sig knúða til þess að setja Er-
hard gegn Brandt. Aldux Aden-
auers veldur þeim kvíða og
þeir vita, að hætta er á, að
stjórnarandstaðan græði á hin
um unga manni. Og nú er út-
litið fyrir Erhard bjartara en
það var fyrir ári síðan, enda
bendir margt til þess, að hinn
ungi borgarstjóri komi til með
að bítast um forustuhlutverkið
í þýzkum stjórnmálum á næstu
árum, en Adenauer fari að
draga sig í hlé.
|_4 29. júní 1930 — Alþýðublaðið
miðvikiulagur
Slysavarðstofan
er opin allan sólarhringinn.
Læknavörður fyrir vitjanir
er á sama stað kl. 18—8. Síml
15030.
o-----------------------O
Gengin. Kaupgengi.
1 sterlingspund .... 106,65
1 Bandaríkjadollar .. 38,00
1 Kanadadollar .... 39,93
100 danskar kr. .... 551,40
100norskar kr. .... 532,80
100 sænskar kr...... 734,70
100 vestur-þýzk mörk 911,25
o----------------------o
Rafnkelssöfnunin: Frá Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna,
kr. 10.000.00 Frá íslenzka
vöruskiptafélaginu, kr. 10.
000.00. — Kærar þakkir
F. h. Söfnunarnefndarinnar,
Björn Dúason.
Flugféiag
íslands h.f,:
Millilandaflug:
Gullfaxi fer til
Glasgow og K-
mh. kl. 08.00 í
dag. Væntan-
leg aftur til R-
vk kl. 22.30 í
kvöld Hrím-
faxi er væntan
legur til Rvk
kl. 16.00 í dag frá Stokkhólmi
og Oslo. Flugvélin fer til Glas
gow og Kmh. kl. 08.00 i fyrra
málið — Innanlandsflug: í
dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar (2 ferðir), Egils-
staða, Helu, Hornafjarðar,
Húsvíkur, ísafjarðar, Siglu-
fjarðar og Vestmannaeyja (2
ferðir). — Á morgun er á-
ætlað að fljúga til Akureyr-
ar (3 ferðir), Egilsstaða, ísa-
fjarðar, Kópaskers, Patreksfj.
Vestmannaeyja (2 ferðir) og
Þórshafnar
Loftleiðir h.f.:
Snorri Sturluson er vænt-
anlegur kl. 6.45 frá New
York. Fer til Amsterdam og
Luxemburg kl. 8.15. Leifur
Eiríksson er væntanlegur kl.
23.00 frá Stafangri. Fer til
New York kl. 00.30.
Listamannaklúbburinn: — í
kvöld verða í Listamanna-
klúbbnum í baðstofu Nausts
ins urr.ræður um hina nýaf-
stöðnu litshátíð Þjóðleik-
hússins. Málshefjandi er
Guðlaugur Rósinkranz þjóð
leikhússtjóri. — Gagnrýn-
endum og fulltrúum Ferða-
málafélagsins er boðið á
fundinn.. Þetta verður sein
asta klúbbkvöld fyrir sum-
arleyfið, en síðan verður
Listamannaklúbbnum lokað
til hausts.
Styrktarfélag vangefinna: —
Minningarspjöld félagsins
fást á eftirtöldum stöðum
í Reykjavík; Bókabúð Æsk-
unnar, Bókabúð Braga Bryn
jólíssonar, Bókaverzlun
Snæbjörns Jónssonar, Verzl
uninni Laugavegi 8, Sölu-
turninum við Hagamel og
Söluturninum í Austurveri.
Skipaútgerð
ríkisins:
Hekla er væntan-
leg til Kmh. árd.
á morgun á leið
til Gautaborgar.f
Esja fór frá Rvk í
gær austur um land í hring-
ferð Herðubreið er væntan-
leg til Siglufjarðar í dag á
autsurleið. Skjaldbreið er á
Vestfjörðum. Herjólfur fer
frá Rvk kl. 21 í kvöld til Vcst
mannaeyja og Hornafjarðar.
Jöklar h.f.:
Drangajökull fór frá Ant-
werpen 25. þ. m. á leið til
Rvk. Langjökull er í Vents-
pils. Vatnajökull kom til Len-
ingrad í gær, fer þaðan til
Kotka.
Skipadeild S.Í.S.:
Hvasafell fór frá Rvk 25.
þ. m. til Arehangelsk. Arnar-
fell fer í dag frá Reyðarfirði
til Archangelsk Jökulfell er
í Rostock Dísarfell losar á
Austfjarðarhöfnum. Litlafell
er á leið til Rvk frá Norður-
landshöfnum. Helgafell fór
27 þ. m. frá Þorlákshöfn til
Ventspils, • Gevlé, Kotka og
Leningrad. Hamrafell fer í
dag frá Aruba til Rvk
Minningarkort
kirkjubyggingarsjóðs Lang
holtssóknar fást á eftirtöld-
um stöðum: Verzl. Anna
Gunnlaugsson, Laugavegi 37.
Langholtsvegi 20. Sólheimum
17 Vöggustofunni Hlíðar-
enda. Bókabúð KRON, Banka
stræti.
Miðvilcudagur
12.55 „Við vinn-
una“. 19.30 Óper-
ettulög. 20.30 Upp
lestur: „Jól við
miðjarðarlínu“,
smásaga eftir Jak
ob Paludan, í þýð
ingu Málfríðar
Einarsdóttur —■
(Lárus Pálsson
leikari). 21.05
Einleikur á fiðlu:
Wolfgáng Schneid
erhan leikur lög eftir Kreisl-
er og Saine-Saens. 21.15 Um
glímulög og glímudóm; Síð-
ara erindi (Helg Hjörvar rit-
höfundur). 21.45 Þjóðdansar
frá ísrael eftir Marc Lavry.
22.10 Kvöldsagan: „Vonglað-
ir veiðimenn", eftir Óskar
Aðalsteinsson; IV. (Steindór
Hjörleifsson leikari). 22.35
„Um sumarkvöld" (Létt tón-
list). 23.00 Dagskrárlok.
LAUSN HEILABRJÓTS:
Úr 8 1 ílátinu er 3 ] ílátið
hellt fullt. Því er síðan
hellt yfir í 5 1 ílátið. 3 1
ílátið er nú fyllt aftur, og
5 1 látið fyllt með því. Nú
hella þeir úr 5 1 dlátinu,
sem nú er fullt. yfir í 8 1
ílátið, og þessum 1 1, sem
eftir er í 3 1 ílátinu, er
hellt yiir í 5 1 ílátið. Að
lokum er 3 I ílátið fyllt og
Iþví hellt yfir í 5 1 ílátið,
sem hafði' inni að halda
einn 1. Þá hafa þeir hvor
um sig 4 1.