Alþýðublaðið - 29.06.1960, Side 15

Alþýðublaðið - 29.06.1960, Side 15
 hana. Það var að vísu eðlilegt en hann hefði samt talað við hana ef hann hefði vitað hvað það var, sem hún hafði að segja honum. Fyrrihluti leikskránnar var aðeins inngangur að seinni hlutanum, að aðalviðburði kvöldsins Giselle með Vene- tiu í aðalhlutverki. En Myra var hrifin af því sem hún sá. „Bíddu þangað til Venetia kemur“, hvíslaði Justin að henni. „Samanborið við hana er þetta ekkert“. Fyrsta hléið kom. Gestir Estellu gengu fram í forsalinn og Myra leit umhverfis sig eftir Brent, en hann var að tala við mann, sem hún þekkti ekki. Justin var alltaf við hlið hennar. „Veiztu að við erum boðin niður til Venetiu í búnings- herbergið hennar“, sagði hann ákafur. „Er það ekki skemmti legt?" Myra hlakkaði ekki til þess, en hún viðurkenndi samt kurt eislega að það væri skemmti- legt. Það var eitt að horfa á Venetiu dansa, annað að tala við hana. Giselle var falleg, hrífandi og yndisleg og dans Venetiu hélt þeim öllum töfrabundn- um. „Það var ekki furða þótt Brent elskaði hana! “ andvarp aði Myra lágt. Mark heyrði þetta andvarp hennar og hann skildi hvað. hún var að hugsa. Hann hafði ekki litið af henni ailt lo-'öid ið og hann hafði veitt því eftir tekt hvernig hún elti Brent með augunum og var sífellt að reyna að fá hann til að veita sér eftirtekt. Hann hafði séð hana í hléinu og það hafði verið auðséð að hún var að reyna að fá Brent til að tala við sig undir 4 auga. Hafði' hún ekki stolt til að bera, — hugsaði hann fyrirlitlega. — , Eins og hún hafði staðið sig vel áður. Hann fylgdist einnig með henni í næsta hléi og hann sá að þá tókst henni að fá Brent til að tala við sig. Allt í lagi, hugsaði Mark reiður. Leyfum henni að eltast víð hann. Leyfum henni að gera sig að fífli! Mark leit undan. Myra hafði ekki séð það og hún sagði ákveðin: „Ég verð að fá að tala við þig, Brent..“ Hann var kurteis en á verði. Hún brosti og hélt áfram: „Það er ekkert leiðinlegt fyr- ir þig, sem ég hef að segja. Það er ekkert sem okkur kemur við . . .“, hún stamaði og reyndi að byrja aftur. En Brent vildi ekki tala við hana, hann vildi ekki hjálpa henni. Hún vissi ekki að Brent var hræddur, að það að tala við hana gerði hann skelfdan. Það var hringt og Estekle sagði: „Komið þið öll!“ . Myra tók um handlegg Brents: „Brent“, sagði hún á- kveðin. „Ég verð að tala við þig! Það er þýðingarmikið!" „Heyrðu mig“, sagði hann, — „við höfum ekki um neitt að tala“. „Þú skilur mig ekki! Ég verð að segja þér það, ég hef verið að reyna að ná í þig í allt kvöld . ..“ Hún þagnaði. Yfir öxl 'Brents sá hún í augu Marks, hann stóð þarna og starði á hana og í andliti hans spegl- aðist bæði fyrirlitning og vor- kunnsemi. Hann hélt að hún væri að reyna að ná í Brent á ný og hann fyrirleit hana fyr- ir það! Hún gat ekki komið upp einu orði, þegar hún skildi sem hann hafði svikið, hafði ekki leyfi til að blómstra svona — það var ekki réttlátt gagnvart honum jafnvel þótt hann elskaði Venetiu. Það lá í augum uppi að þessi Justin var á eftir henni, og ef Mark Lovell hefði verið hér, hefði hann áreiðanlega verið á hælum hennar líka. Hún hafði farið með Mark Lovell í óperuna og hún hafði setið við hlið hans eins og ékkert væri eðlilegra. Brent skildi ekki sjálfur hve ómerkilegur hann var. Ef einhver hefði sagt honum að hann þyldi ekki öðrum mönn- um að vera með þeirri konu, sem hann hefði sjálfur ekki Flóttinn 12 ástinni hvað það var, sem Mark hélt. En Mark leit aðeins á Estelle, sagði eitthvað við hana og fór. 15. Lady Estelle var því vön að frændi hennar færi og kæmi eins og hann vildi, en hún komst ekki hjá því að furða sig yfir því, hvort hann hefði verið að flýja eitthvað Og hvað var hann að flýja? Henni varð litið á Myru ... hún sat grafkyrr og starði fram fyrir sig, það var auð- séð að hún fylgdist alls ekki með dansinum. Jú, Myra var falleg og töfr- andi stúlka. Kannske... jú, það gæti vel verið rétt, ef til vill voru þau hrifin hvort af öðru, Myra og Mark. Því ef það var Myru að kenna að Mark hafði flúið, þá var kannske von! Brent starði á Myru, hvað var það, sem hún hafði verið að reyna að segja honum? Ef hann sýndi áhuga fyrir ann- arri konu, þá yrði Venetia kannske ekki jafn viss um hann. En burtséð frá því að hann langaði til að hefna sín á Venetiu þá gat hann ekki átt- að sig á tilfinningum sínum í garð Myru. í hvert einasta skipti, sem hann leit á hana, leið honum hálf illa. Kona, 'i viljað, hefði hann reiðst. Hann gékk yfir til Myru. Hún var að tala við annan og brosti aðeins til hans. Hann reiddist og honum fannst hann vera hafður útundan, hafði hún ekki sjálf beðið hann um að tala við sig! Hann sá að það var hópur aðdáenda umhverfis Venetiu og Brent varð enn reiðari. Enginn virtist vilja tala við hann! „Þú vildir fá að tala við mig, Myra“, sagði hann. „Ég er til“. „Það er erfitt hér, hér er svo margt fólk“. „Er það þá eitthvað per- sónulegt?11 „Ekki neitt, sem mér við- kemur. En það kemur þér persónulega við“. Hann fór hjá sér. „Geturðu ekki sagt það hér?“ „Nei, því miður, ég vil ekki að aðrir heyri það, sem ég hef að segja og hér eru alltof margir. Þetta er leyndarmál“. Hann varð enn meira rugl- aður. „Hvað segirðu um að fá þér glas með mér á hótelinu?“ lagði hann til. „Ég er alltaf laus eftir átta“. Hún brosti. Klukkan átta hófst sýning 'Venetiu og hún vissi vel við hvað hann átti. Hann er hræddur við Ven- etiu, hugsaði hún og hluti af tilfinningum hennar í hans garð dóu. „Ég held að það sé ekki rétt að ég komi til hótels- ins, scm þú býrð á“, sagði hún rólega. „Nema þig langi til að gera Venetiu afbrýðis- sama“. Hann fór hjá sér, en hún lét sem hún sæi það ekki. „Getum við ekki hitzt ein- hvers staðar annars staðar, Brent? Ég hef dálítið að sýna þér, sem þú þarft nauðsynlega að sjá“. „Hvar vilt þú að við hitt- umst?“ „Það er lítið kaffihús hin- um megin við sjúkrahúsið — Chez Auguste. Ég skal vera þar klukkan sex á morgun ef það hentar þér“. „Ég verð þar“, sagði hann og honum datt í hug að 'Ven- etia hefði bara gott af þvr að borða ein. Venetia hafði gengið til Lady Lovell og brosti blítt. „Hvar er frændi yðar? Kemur hann ekki?“ Justin, sem stóð við hlið hennar, svaraði: „Hann fór eftir fyrsta þátt af „Giselle“. Eg skil ekki hvernig hann gat fengið sig til að fara!“ „FÓR HANN? Fyrir síðasta þátt?“ „Hann neyddist til að fara til sjúkrahússins, skildist mér“, sagði Estelle alvarleg. „Ég er viss um að hann vildi alls ekki missa af dansi yðar, Venetia, en hann er læknir og líf læknis er aldrei hans eig- ið“. „Ég hefði átt að vera stjórn málamaður, hugsaði hún, þeg- ar hún sá að reiðina í augum 'Venetiu lægði ögn. Estelle vorkenndi henni. Hún hafði átt von á að Venetia reiddist en að hún yrði svona reið hafði hún ekki' búizt við. En það var auðséð að kvöld ið var ónýtt fyrir Venetiu. Hún gekk fýld um. „Viðbjóðs- legt sjúkrahús! Það tekur Mark frá mér! Hvernig dirf- ist það að gera það!“ Hún hló, þegar hún sagði þetta, en það var auðséð að hún meinti hvert orð og það gladdi hana þegar hún sá að Brent hrukk- aði ennið við þessi orð henn- ar. Hún var ekki hrædd við að missa hann! Hver myndi svo sem taka hann frá henni? „Mark var mjög hrifinn af dansi yðar, Venetia“, sagði Estelle hæversk. „Hann bað mig um að skila kveðju til yðar og segja yður hve leitt honum þætti að verða að missa af síðasta þættinum11. „En hann verður bara að koma seinna! Ég skal taka frá sæti fyrir hann. Og ég skal EFTIR RONA RANDALL dansa fyrir hann einan — seg ið þér honum það, Lady Lov- ell?“ Hún brosti yndislega og lækkaði róminn, „Segið hon- um að ég skuli dansa fyrir hann einan!“ „Venetia!" kallaði Brent, sem stóð við hlið hennar. Eri hún leit aðeins kuldalega á hann. „Það er ekkert í glasinu þínu, elskan!“ Hún veifaði til þjóns og áður en Brent gat sagt meira, sigldi hún af stað og tók Justin með sér. ÞaS var gott að skeyta skapi sínui á Brent, enda var hann ekki til annars. En hún gat ekki forðazt hann. Seinna, þegar gestirnir voru farnir og bau voru tvö ein, fann hún fyrir reiði hans. „Kysstu mig, Brent“, sagði hún, lagði hendurnar um háls hans og brosti til hans. Hans var freistað -—- grimmi lega freistað. Hann vissi að hann væri glataður ef hann. tæki hana í faðm sér. En hann var reiður og hann vildi ekki láta fara með sig eins og gólf- þurrku. ,.Hvað er að, hjartað mitt?“ hvíslaði hún. „Það veiztu vel! Þú hefur daðrað við þennan Brooks1 strákling í allt kvöld“. „Þér er alveg sama um daður“, sagði hún blítt, „Kysstu mig, Brent“. En henni til mikillar undr- unar lét hann ekki undan. „Justin áleit það meira en daður, Venetia“, sagði hann. „Hann elskar þig“. Hún ynnti öxlum. „Það er gaman fyrir hann. Allir menn hafa gaman af að vera ástj fangnir þótt það sé ekki endur goldið". „En fv^st ást hans er ekki endurgoldin áttu ekki að gefa honum undir fótinn!“ Hún sett-i stút á varir sínar. „Ekki prédika, það fer þér ekki vel, Brent. Þú ert skemmtilegri þegar bú sýnir mér að þú elskar mig“. „Er það bað eina, sem ég get?“ spurði hann biturt. „Þá getur hver einasti maður komið í minn stað“. Þetta var ófyrirgefanlega sagt og hann vissi það og nú rifust þau biturt og ákaft. „Og hvað um Lovell?“ sagði hann reiður. „Það var auðséð að þú varðst fyrir vonbrigð- um, þegar hann kom ekki í boðið til bín, svo ekki sé minnst á hvernig þú lézt, beg- ar þú fréttir að hann hefði farið fyrir síðasta þátt. Ég heyrði skilaboðin, sem þú sendir honum, vinkona. Kann ski þú hafir dansað fyrir hann einan í kvöld líka?“ „Og hvað um það?“ spurði hún ögrandi. „Ef þú hefur gert bað“, sagði b.ann dræmt, „skal ég snúa bitt fallega höfuð úr hálsliðnum“. Hún hló. „Um leið og þú snertir mig, gleymirðu að þú Alþýðublaðið — 29. júní 1960

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.