Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.02.1909, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.02.1909, Blaðsíða 2
18 Þjóðtíljinn XXIII., 5.-6. kynnt, að bann á sumri komanda ætli að láta krýna sig sem czar allra Búlgara, og ganga í grísk-kaþólsku kirkjuna Utanríkisráðherrar stórveldanna hafa skýrt sendiherrum Búlgaríu og Tyrk- lands frá því, að Evrópa sé fastráðin í i því, að hindra ófrið, með þvi að loka pen- ] ingamarkaðinum fyrir þeim, þangað til j þau séu huin að jafna öll ágreirigsatriði j sín á milli. Enn fremur hefir Tyrkjnm ! verið ráðið til að sleppa sínum nýju kröf- j um um landamerkjalínuna og frekari j skaðabætur fj á Bulgaríu. Tyrkir hafa tjáð sig fúsa til þess, ef j Búlgarar taki aptur vígbúnaðarskipun sína. j Búigarska stjórnin hefir gengið að því, i og er því seDnilegt, að brátt verði allt klappað og klárt milli þeirra ríka. Rússland. Roshdestvensky aðmíráll j lézt 14jaD. Hann var aðalsjóforÍDgi Bússa j i stríðinu milli Rússa og Japana og beið j ógurlegan ósigur fyrir þeim í Tsúzhima- j sundinu. Enda þótt ósigurinn væri frá- j munalegum íllum útbúnaði að kenna, var I Boshdestvensky þó dæmdur til dauða fýr- ir vonda framgöngu. Var síðan Dáðað- ur og lifði síðan kyrlátu lífi, og hefir hans ekki heyrzt getið eptir það, fyr en lát hans fréttist. Reinbott lögreglustjóri, sem var aðal- maðurinn í svikum lögreglunnar í Moskwa, hefir verið sýknaður. Raunar er þetta ekki verra en aðrar aðfarir rússnesku réttvísinnar, þegar höfð- ingjarnir eiga í blut. Má þar sem dæmi nefna aðgjörðir hennar í málinu út af svikunum við Síberíujárnbrautina, er nema mörgum millj. kr. Daginn eptir að rann- sóknarnefndin hafði fengið til umráða höll nokkra, er mikiisverð upplýsingar- skjöl voru goymd í, brann höllin til kaldra koia, og varð engum pappírssnepli bjarg- að. Málið fellur því niður af sjálfu sér, og mún enginn í vafa um hver því veldur. Mál hefir verið höfðað gegn Aloxejev, fyrrum vísikonungi, og haf'a þær ásakan- ir verið bornar á hann, að hann hafi þeg- ið mútur af ensku veik:miðjufélagi, er býr til rllt, er að hernaði lýtur. Aðal- lega er málið höfðað í hefndarskyni fyrir greinar, er hann hefir skrifað um ódugnað sjóliðsstjórnarinnar. Alexejev hefir hreins- að sig nf mútubrígslunum, en verið dæmd- ur sekur fyrir að hafa selt ensku verk- 8miðjufólagi uppgötvun eina, vopnum viðvíkjaudi. Hann var dæmdur i 10 þús. rúblna sekt og frá ernbætd. Bandaríkin. Roosewelt á í stöðugum skærura við þingið í Washington. Brigsl- ar hann þingmönnum um svik í peninga- fyrirtækjum þeirra, kveður þa stuðla að fækkun lögregumanna til að hafa betra næði til svikanna, Roosewelt hefir alla alþýðu manna á sínu bandi og fjölda helztu blaðanna. Panamaskurðurinn kvað eiga að verða fullgjör meðan Taft er forseti. Kostnað- urinn er áætlaður 600 millj. dollara. Bandamenn hafa látið af stjórn á Kúba, og fengið hana i hendur Gomez hershöfð- íngja, er nýlega var kosinn þar forseti. Yekur þetta gleði míkia á Kúba, en það er almenn skoðun Ameríkumanna, að Kúbumenn séu ei færir til sjálfstjórnar enn þá. Ritsímaskeyti. til „Þjóðv.“ —o— Khöfn 4. febr. kl. 655 e. h. Prá Bússlandi, Lapuchin lögreglustjóri (í Pétursborg) liandtekinn uppvís að því að hafa ásamt Azer rokkrum ginnt stjórnleysingja og hegnt þeim síðan bruggað banaráð Sergi- usi. Gapon, Plehve o. fl. (Skeyti þetta er mjög óljóst og tví- rætt. Helzt lítur út fyrir, að Lapuchin þessi lögreglustjóri hafi hegnt stjórnleys- ingum, er voru saklausir, en kennt þeim um dráp þeirra Gapons, Sergiusar og Plebvo. En hitt væri líka hugsanlegt, að meiningin væri sú, að lögreglustjórinn sjálfur og félagi lians hefðu látið myrða menn þessa, en skellt svo skuldinni á stjómleysinga, til þess að firra sig öll- um grun. En hvað þeim hefði getað gengið til, að vilja fyrirkoma mönnum þessum er illt að gera sór í hugarlund. Gapon var prestur, er orð hafði fyrir lýðnum sunnudag þann fyrir nokkrum árum, er hann gekk til keisarahallarinnar og beidd- ist ásjár keisarans, og urðu það upptök að Pétursborgarvigunum miklu, hann var myrtur skömmu eíðar. Sergius var stór- fursti og frændi keisarans, en Plehve ráð- herra. Yoru þeir báðir myrtir fyrir nokkr- um misesrum, Sergius í Moskva, en Plehve í Pétursborg). ---O0O---- Þingmálafundur fyrir Dalasýslu var háður í Ásgarði í Hvammssveit 21. jan. 1909. Þar voru mættir 12 fulltrúar úr 6 hreppum sýslunnar, 2 úr hverjum. Með- al anDars voru þeesi mál tekin þar til raeðíerðar. SAMBANDSMÁLÍSLANDS OGDANMERKUR. Svo hljóðandi tillögur bornar upp og samþykktar með 11 atk. gegn 1. a. Fundurinn skorar á alþingi að sam- þykkja ekki frumvarp millilanda- nefndarinnar, nema með gagngerðum breytingum í þá átt, að engin mál sóu óuppsegjanleg um aldur og æfi nema konungssambandið eitt, og að fullveldi hins ísleDzka rikis yfir sam- eiginlegurn málum og sérmálum sé fyllilega tryggt. b. Fundurinn vill að íslenzka ríkið eigi sér löghelgaðan fána. konungkjörnirþing- MENN 0 G ALÞINGI. Tillaga: a.Funduiinn skorar á alþingi að gera þá breytiogu á stjórnarskrá landsins, að afnema konungkjörna þingmenn, án þess að fylla skarðið með þjóð- kjörnum þingmönnum. Samþykkt í einu bljóði. b. Eundurinn vill vekja athygli þings- ins á því, hvort eigi sé þá réttast, að fella burtu skiptingu þingsins í tvær deildir. Samþykkt með 7 atk. gegn 5. c. Fundurinn skorar á alþingi að afnema skriptir og prentun á ræðum þing- manna, ef við það sparast að minnsta ko3ti kr. 10.000, en gefa út í þess stað greinileg nefndarálit, ásamt skýrslu um gang hvers máls á þingfundum og atkvæðagreiðslur með nafnakalli. Samþykkt með 9 atk. gegn 3. d. Fundurinn skorar á alþingi að skipta öllum tvímenniskjördæœum landsins í eÍDmennis og jafn framt búa ekki til log um hlutfallskosningar. Samþykkt með 11 atk. — einn greiddi eigi atkvæði. BINDINDISMÁL. Fundurinn skorar á alþingi að sam- þykkja lög um aðflutningsbann gegn áfengum drykkjura, og að kviðdóm- ar verði skipaðir til að dæma í mál- um, er rísa kunna út af brotum á lögUDum. KYENNRÉTTINDAMÁLIÐ. Fundurinn skorar á alþingi að veita konum sömu réttindi sem karlmönn- um. KIRKJUMÁL. Tillaga: a. Fundurinn skorar á alþingi að fela landsst.jórniimi að leyta með leyni- legri atkvæðagreiðslu, er þó eigi fari fraro fyr en að 2 árnm liðnum, álits þjóðarinnar um aðskilnað ríkis og kirkju á þeim grundvelli, að kirkj- an haldi öllum oignum sínum. Samþykkt með 10 atk. gegn 1. b. Fundur skorar á alþingi að leggja fram allt að 5C00 kr , til þess að halda kirkjuþing í Reykjavík á næsta sumri með tveimur fulltrúum, presti og leikmanni, úr hverju prófastsdæmi- Samþykkt. með 11 atk. gegn 1. MENNTAMÁL. Tillaga: a. Fundurinn skorar á alþingi að knýja landsstjórnina, til að breyta reglugerð hins almenna menntaskóla þannig, að aldurstakmarkið fyrir inngöngu í gagnfræðadeildina færist úr 12—15 upp i 15—18 og í lærdómsdeildina að sama skapi, enn fromur að mönn- urn, er læra utmskóla, leyfist að ganga undir vorpróf allra bekkja. b: Fundurinn skorar á aJ þingi að leggja sem allra ríflegastan styrk til barna- fræðslunnar í landinu. Samþykktar báðar þessar tillögur með öllum atkvæðum. LAUNAMÁLOG EPTIR- L A U N A M Á L. Tillaga: a:Fundurinn skorar á alþingi að stofna ekki fleiri embætti með eptirlauna- rétti. b: að fela stjórninni að undirbúa frum- vörp til laga uin afnám allra eptir- launa. c: að afnema dú þegir eptirlaun ráð- herra, en opið skai honum stánda embætti hans, hafi hann verið embætt- ismaður, og skal honum jafnframt í hvaða stöðu sem hann hefir verið, veitt kr. 1000 á ári hverju í heið- ursskyni. d: að afnema dagpeninga lækna. a. og b. samþykktar með öllum atkvæð- um, c með 11: 1 og d með 8: 3.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.