Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 11.02.1909, Side 5
XXIII., 5.-6.
Þjóðvxljinn,
21
fnllveðja konungsriki, sérstaklega veitist
kann að prófessor Gelsvík. — Bæði pró-
fessor Gelsvik og aðrir Norðmenn, er um
mál þetta hafa skrifað, munu geta varið
málstað sinn fyrir dr. Berlin, ef þeim
þykir grein hans svaraverð, og skal því
ekki farið frekar út í þann hluta grein-
ar hans hór, er beint er til þeirra, enda
eru rökin og óstæðurnar að mestu hin
sömu, sem hann hefir áður fært, og ís-
lendingar hafa vegið og léttvæg fundið —
En hann segir þar ýmislegt, sem fylgis-
menn dönsku stefnunnar hér á landi hefðu
gott af að hugleiða t. d. að óánægja ís-
lendinga með uppkastið só af því sprottin,
að það ætli íslandi ekki að vera alveg
jafn réttháu og Dsnmörku Það er al-
veg satt. Og enga ástæðu hefir Berlin
fil þess að fara að gera uppkastið óglæsi-
legra í augum íslendinga en það í raun
og veru er, því að honnm sem öðrum
Dönum er það auðvitað niikið kappsmál,
að Islendingar gangi að þvi. Enn fremur
segir hann, að prófessor Gelsvik vilji raun-
ar ekki fallast á, að ísland hafi verið ó-
háð sjálfstætt konungsríki, þar sem hann
segi að Norðmenn hafi verið einráðir um
það, hvern konung þeir vildu hafa, en
Islendingar skyldir að taka hvern þann
yfir sig, er konungdóm hefði í Noregi.
Nú var svo fyrirmælt í uppkasti milli-
landanefndarinnar, að um konungserfðir
skyldu gilda dönsk lög — Danir vera þar
alveg einráðir, — en uppkastsmenn vildu
eigi að síður halda þvi fram, að ísland
væri fullveðja ríki.
Grein dr. Berlin er full af ósvífnum j
getsökum í garð Norðmanna, að þeim
gangi ekkert annað til en löngun til að
sölsa Island undir sig, en dr. Berlin get-
ur reitt sig á, að það er honum og fylg-
ismönnum hans um megn, að berja þá
firru inn í íslenzka kjósendur. Þeir vita
vel, að Norðmenn veita Islendingum vegna
þess að þeir hafa sjálfir reynt, hvað það
er að vera í sambandi við stærri þjóð, er
ekki unni þeim jafnréttis, og var þó afls-
munurinn milli Norðmanna og Svia ekki
nærri jafnmikill og hann er milli íslend-
inga og Dana, og vald Svía yfir norsk-
um málum stórum meira takmarkað, en
Dana yfir málum Islendinga, ef uppkastið
næði fram að ganga.
Norðmenn eiga þakkir skilið af oss
Islendingum fyrir hin drengilegu a£skipti
sin af íslandsmálum, og munu því ís-
lendingar láta slíkan óhróður, sem þann
er dr. Berlin flytur, sem vind um eyr-
unn þjóta. L.
KJÖRSKRÁRNAR.
Skrárnar yfir kjósendur til alþingis
liggja frammi á bæjarþingstofunni, þessa
dagana. Aríðandi að allir sem á kjörskrá
eiga að standa, gæti þess, að þeir séu þar
settir. Það hefir komið fyrir, að menn
sem i mörg ór hafa verið kjósendur, hafa
fallið burt af skránni, þess vegna vissast
fyrir alla, sem kosningarétt hafa, að ganga
sjálfir úr skugga um, að þeir séu á kjörskrá
settir. Kosningarétt til alþingis hafa all-
ir karlmenn, sem hafa óflekkað mannorð,
eru fjár sins ráðandi, og 25 ára að aldri,
ef þeir gjalda að minnsta kosti 4 kr. í
aukaútsvar, og ekki er öðrum háðir sem
hjú.
er stefnt saman 15. febrúar (mánudag-
inn kemur), og er það í fyrsta skipti að
þing er háð hér að vetrinuin, þykir það
sórstaklega fyrir þær sakir heppilegra, að
þá eiga menn miklu betur heimangengt,
en um mesta annatímann, sláttinn, en
j kostnaðurinn fyrir landið mjög svipaður,
j nema ef vera skyldi að ferðakostnaðurinn
j yrði heldur meiri. Auk sambandsmáls-
j ins fjallar þetta þing um ýms önnur stór
; mál, hvort sem þeim verður til lykta ráð-
ið eða ekki, svo sem skattamál landsins,
aðflutningsbannið og líklega banka- og
fjárhagsmál, og hver veit noma stjórnin
hafi einhver stórkostleg nýmæli á prjón-
uoum, því að um það verður ekkert sagt,
þar sem öllu er haldið leyndu.
Alþingismenn
þeir, er heima eiga utan Reykjavikur,
hafa verið að koma hingað til bæjarins
síðustu dagana. Fyrstur kom Gunnar Ól-
afsson, þingmaður Yestur-Skaptfellinga,
um mánaðamótin landveg að austan. Með
„Ingólfi“ úr Borgarnesi 6. þ. m. komu:
Björn Sigfússon á Kornsá, sira Hálfdán
Guðjónsson á Breiðabólsstað, Jón Sigurðs-
son á Haukagili, Sigurður Gunnarsson,
90
Þeir gengu nú þaogað, og gekk Frank þá nokkrum
sinnum fram og aptur um gólfið. — Undirliðsforinginn
sá, að hann var að hugsa um eitthvað, og varaðist þvi
að spyrja hann nokkurs.
„Hafið þér annan búning, @n einkennisbúning yðar?“
spurði hann, og nam staðar fyrir framan Myers.
„Nei,u svarði hanD, all-forviða. „Hér, í Nagshead,
gjörist þess eigi þörf, því að hér förum vér alls ekki i
jaein boð.
„Það er leiðinlegt, mjög leiðinlegt. — A einkennis-
búningnum er eg auðþekktur í þúsund feta fjarlægð, eins
og rauður rakki. — En hafið þér þá alls ekkert, sem lík-
ist vanalegum frakka?“
„Ekki annað, en vatnsheldan klæðnað, eins og skip-
herrar nota, og sjóhatt, sem eg nota í rigningu og hvass-
viðriu.
„Agættu, mælti Frank glaðlega. „Það er einmitt
það sem og þarfnast. — Komdu fljótt með hann; — nei-
undirliðsforingi! Yiljið þér lána mér hann, ætlaði eg að
segjau.
„Mér er það sönn ánægja, liðsforingi! Mór datt ekk1
í hug, að þér gætuð notað þann fatnað, jeg hugði, að þér
ættuð við kjólfatnað.“
„Vitleysa!u mælti Frank hlægjandi. „Dettur yður 1
hug, að eg heimsæki heldri mennina i Nagshead í kjól-
fatnaði. — Flýtið yður, að ná í hin fötin; þau eru ágæt
til þess, sem eg ætla þau“.
Myers flýtti sér brott, en Frank hélt áfram að ganga
fram og aptur um gólfið.
Að fóm mínsútum liðnnm, kom Myers aptur með
lantaðinn.
83
„Getur það verið?“ sagði Frank, all-hæðnislega. „Þá
hefi eg óviljandi aflað mér hættulegs mótstöðumanns, og
tel mér lítils sigurs von i viðureigninni við hann, og þvi
réttast að eg hörfi undan. — En leyfið mér kurteisis vegna,
að taka í höndina á yður, svo að við skiljum, sem heið-
virðir mótstöðumenn."
„Uerra minn!u mælti hún og vék undan, all-reiði-
leg. „Þér eruð að hæðast að mér, en það læt eg ekki
gera! Heyrið þór það?“
Frank duldist eigi, hve fögur hún var, er hún stóð
þarna gremjuleg, og rjóð í kinnuru, og með þvi að hann
gat skipt það miklu, að koma sór vel við ungu stúlkuna,
þar sem honum ella gat veitt örðugt að ná tali gömlu
konunnar, varð hann að reyna að sættast við hana.
„Nú skjátlast yður!u mælti hann alvarlega. „Mór
hefir aldrei dottið í hug, að styggja yður, og vil þvi
gjarnan sættast við yður.“
„Yður er lika ráðlegast, að styggja hana ekki!u
heyrðist nú kallað ruddalega, og í sömu svipan sást Bill
standa í dyrunum, og hjá honum maður, sem farinn var
að eldast. „Nú, haldið áfram að tala, liðsforingi! Séuð
þór ekki að fara með einhverja lygina, mega heiðvirðir
menn líklega heyra það!u
Frank leit snögglega á fiskimanninD, og var frem-
ur, að hann yrði hissa, en að hann reiddist. — Áleit hann
það virðingu sinni ósamboðið, að svara Bill, og sneri sór
því að Maggy.
„Núu, mælti hann, og rétti höndina að henni. „Eig-
jjm við þá ekki að vera sátt, Maggy?u
Bill rak upp skellihlátur.
„Þetta er gaman!u kallaði hann. „Jóni þykir skemmti-