Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.02.1909, Qupperneq 2
26
Þ JÓÐ VILJINN.
XXIII., 7.
sönm stefnu í hervarnamálinu í öllu veru-
legu, sem CTimíewsews-ráðaneytið, og hef-
ir það leitt til þess, að urubótaflokkur-
inn hefir klofnað; en sá flokkur hefir ver-
ið stjórnarflokkur, siðan vinstrimannaráða-
neytið var sett á laggirnar í Danmörku
í júlí 1901).
Sambandsmálið.
Sambandslagafrumvarpið fram borið.
— Neergaard fortekur breytingar.
(Hér er átt við það, að frumvarp meiri
hluta millilandanefndarinnar hafi verið
lagt fyrir danska ííkisþingið, og hefir
danski forsætisráðherrann þá jafn framt
lýst þvi yfir, að ráðaneyti hans vildi, að
frumvarpið yrði samþykkt óbreytt, og
mun það ef til vill eiga að herða á al-
þingi, að hafDa eigi frumvarpinu, þar sem
meira sé eigi fáanlegt. — En auðvitað
fer alþingi sínu fram, þrátt fyrir slíkar
yfirlýsingar).
Stjórnarf rumvörpin.
Frumvörp, sem stjórnin hefir lagt fyr-
alþingi að þessu sinni, eru alls 19 að
tölu, og eru þau þessi:
I. Fjárlagafrumvarpið fyrir árin 1910
og 1911.
II. Fjáraukalariafrnmvarp fyrir árin í
1906 og 1907.
TTT. Fjáraukalagafrrtmvarp fyrir 1908
og 1909.
IV. Frnmvarp um samþykld á lands-
reikningnum fyrir árin 1906 og 1907.
V. Frv. um skipun vara-biskups. Vara-
biskupi er ætlað, að vígja biskup, er svo
stendur á, að fráfarandi biskup getur
eigi vígt eptirmann sinn. Svo getur hann
og vígt presta, í forföllum bískups.
Vara-biskupi eru ætlaðar 500 kr. að
árslaunnm.
Frumvarp þetta virðist ærið vanhugs-
að, og má því líklega telja víst, að það
nái ekki samþykki alþingisí þeirri mynd,
sem stjórnin hefir veitt því.
Dcuikirkjupresturinn í Reykjavik, eða
prófasturinn í Kjalarnesþingum, ætti að
geta framkvæmt starf það, sem vara-
biskupi er ætiað, án kostoaðar fyrir lands-
sjóð.
VI. Frv. um löggilding verdunarstað-
ar í Viðey í Kjósarsýslu.
VII. Frv. um ríkisréttarsamband Dan-
merkur og Islands.
Frumvarp þetta er samhljóða rupp-
kastinu“, er meiri hluti millilandanefnd'
arinnar samþykkti, nema leiðrétt þýðing-
arvilla í 8. gr. þess.
Stjórnin vísar, að því er ástæður fyrir
frumvarpinu snertir, að öllu leyti til á-
lits mexri hluta millilandanefndarinnar,
svo nú þarf enginn framar að efa, að
xáðherra H. Hafstein er að öllu leyti á
sama máli um wnppkastiðu, eins og þing-
maðurinn H llafstein á þingmálafundum
síðastl. sumar(!)
VIII. Frumvaip til stjörnarskipunar-
aga um breytiny á stjornarskrá um hin
serstaklegu málefni Islands 5. jan. 1874 oy
st'jórnarskipunarlögum 3. okt. 1903.
Stjórnarskrá þessari er eigi ætlað að
öðlast konungsstaðfestingu, fyr en í „gildi
eru geDgin ný sambandslög um ríkis-
réttarsamband Danmerkur og íslandsu,
en það segir ráðherra, að rætti að geta
orðið nokkru fyr en stjórnarskrárfrum-
varpið gotur orðið samþykkt til fullnustu
á nýkosnu aukaþingi“.
En þegar þess er gætt, hve mikið
brestur á, að uppkastið fullnægi sjélfstæð-
iskröfum Islendinga, og þar sem ráðherr-
ann hefir eigi séð sér fært, að bjóða nein
betri kjör, verða ofangreind ummæli hans
eigi skoðuð öðru vísi en sem markleysu-
hjal, sem ráðherra hefði helzt átt að
spara sér.
Á helztu Dýmæli stjórnarskrárfrurn-
varps þessa mun „Þjóðv.u minnast siðar
Frumvarpið er í ýmsum greinum, t.
d. um takmarkaðan kosDÍngarrétt og kjör-
gensu til efri deildar, um synjun kosn-
ingariéttar og kjörgengis kvenna. sem
ráðherra þykir engin bráð þörf á, o. fl.
miklum mun ófrjálslegra, og óaðgengi-
legra, en stjórnarskrárbreytingarfrumvarp
það, or stiórnarandstæðingar báru fram á
alþingi 1907.
IX. Frv. um styrktarsjbð handa barna-
kennurum. I frumvarpi þessu, sem stjórn-
in tjáist bera fram eptir ósk stjórnar hins
íslenzka kennarafélags, er farið fram á,
að stofnaður sé styrktarsjóður handa barna-
kennurum landsÍDs, og leggi landssjóður
5 þús. krónur til hans til byrjunar, en síð-
an 1000 kr. árloga, og greiða barnakenn-
arar í sjóðinn l°/0 af launum sínum árlega.
Meðan sjóðurinn nemur eigi 20 þús.
króna, skai að eins verja vöxtum hans
til styrkveitinga, en síðan 3/a af öllum
árstekjunum.
„Því að eins getur kennari fengið
styrk úr sjóðnum, að hann sé styrkþurfi,
haDn skal og hafa verið barnakennari í
10 ár, og hafa greitt tillag til sjóðsins að
minnsta kosti í 8 ár, nema hann hafi
orðið að láta af kennslustörfum, sakir
heilsubilunar".
Frumvarp þetta fær að líkindum góð-
an byr á þingi, þótt breytt krmni að
verða ýmsum ákvæðum þess.
X. Frv. um bváðabirgðaluekkun á að-
ftutningsgjcddi. Auk þess er frumvarpið ger-
ir ráð fyrir, að toll-aukinn sem greiddur
hefir verið, síðan sumarið 1905, haldist
óbreyttur, þá er og farið fram á toll-
hækkun á brennivíni, og öðru áfengi (t.
d. 48 aur. á 8° brennivíni á hverjum
potti), sem og 35 aur. tollhækkun á tó-
bakspundinu, 11 aura á tegrasi, 12 aur.
á súkkulaði, og einn eyri á brjóstsykri,
og öðrum konfekttegundum.
öerir stjórnin ráð fyrir, að tollhækk-
un þessi nemi alls 240 þús króna á ári,
eða um 480 þús. á fjárhagstímabili.
XI. Frv. um fiskimat. Ákveðið, að
yfirfiskimatsraenn"skuli alls vera fimm,
þ. e. einn í Reykjavík, annar á Isafirði,
þriðji á Akureyri, fjórði á Seyðisfirði, og
fimmti í VestmaDnaeyjum. — Að árslaun-
urn eru þeim ætluð: 2 þús. kr., 1800 kr.,
1600 kr., 1600 kr. og 800 kr.
Allur saltfiskur, sern fluttur er héðan
af landi, og fara á til Spánar eða Italíu,
skal metinn, og flokkaður eptir gæðum,
af fiskimatsmönnum, undir umsjón yfir
fiskirnatsiiianna.
Yfirfiskimatsmönnum er og ætlað, að.
ferðast um í umdæmum sínurn, til að
leiðbeina mönnurn í fiskimeðferð. — En
umdæmi hvers um sig eru tiltekin í
frumvarpinu.
XII. Frv. um friðun skóga og kjarrs,
og friðun á lyngi o. fi.
XIII. Frv. um breyting á 2. gr. í
lögum 20. okt. 1905 um stofnun bygging-
arsjóðs og bygging opinberra bygginga.
(Heimilað að selja hverja feralin af Arn-
arhólslóð fyrir minnst 2 kr. 50 a.).
XIV. Frv. um dánarskýrshir.
XV. Frv. um breyting á 26. gr. 1.
liði í lögum 16. nov. 1907, um laun sbkn-
arpresta.
XVI. Frv. um stofnun háskbla. I há-
skólanum er ætlast til, að þessar fjórar
deildir verði: guðfræðisdeild, lagadeild,
læknadeild og heimspekisdeild.
XVII. Frv um laun háskolakennara.
XVIII. Frv. um stofnun vátvygging-
aríélags fyrir fiskiskip. Landsjóði er ætl-
að ábyrgjast með allt sð 200 þús. króna,
að félagið fullnægi skuldbindÍDgum sínum.
XIX. Frv. um a\ mennan eWistyrk. —
Nær óbreytt samhljóða f rumvarpi, er stjórn-
in lagði fyrir alþingi 1907.
Gjaldskyldir ailir, sem eru 18—60 ára,
nema, þeir, sem þiggja af sveit, sæta
hegningarvinnu, eru félausir, og hafa fyr-
ir ómaga að sjá, eða hafa tryggt sér minnst
150 kr. á ári eptir 60 ára aldur.
KarlmönDum ætlað að greiða árlega
2 kr. til sjóðsins, en kvennmönnum 1 kr,
(í stað þess er alþýðustyrktarsjóðsgjöldin
eru nú að eins 1 kr. fyrir karlmenn og
30 aurar fyrir kvennmenn, og gjaldskyld-
ir þeir einir, sem í verkmannastétt eru).
Að öðru leyti getur nÞjóðv.“ stjórn-
arfrumvarpanna væntanlega, að meira eða
minna leyti, síðar.
þingmálafundup
9
Ifiorður-Isfirðinqa.
—o—
Árið 1909 föstudaginn 5. febrúarmán-
aðar var þingmálafundur fyrir Norður-
Isafjarðarsýslu, settur og haldinn af hin-
um kjörna alþingismanni Skúla Thorodd-
sen. Fundurinn var haldinn í Goodtempl-
arahúsinu á Isafirði. — Mættir voru kjörn-
ir fulltrúar úr: Hólshreppi, Eyrarhreppi,
Súðavíkurhreppi,Grunnavíkurhreppi,Snæ-
fjallabreppi.*
*) Fulltrúi var og mættur úr Ögurhreppi.—
Á fundinum, sem haldinn var í samkomusal
Goodtemplara á ísafirði, var og fjöldi karla og
kvenna úr ísafjarðarkaupstað, svo að húsfyllir
var. — Yar og öllum veitt málfrelsi, sem á fund-
inum voru, þó að kjósendur úr Norður-ísafjarð-
arsvslu greiddu einir atkvæði.
BITSTJ.