Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1909, Qupperneq 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.03.1909, Qupperneq 6
42 ÞjÓÐVILJTNN 1000 kr. styrk til þess að veita fátæklingum ókeypis tannlæknishjálp. 30. Beiðni frá mótorfélaginu „Stígandi“ í Borg- arnesi um 10,000 kr. styrk í g ár til ferða um Hvítá og Norðurá. 31. Beiðni frá stjórn Slátursfélags Suðurlands um G0,000 kr. lánveitingu. 32. Beiðni frá Ólafi Jónssyni um 1800 kr. styrk í 2 ár til þess að læra að biia til myndamót. 33. Beiðni frá Vilhjálmi Binsen um 1500 kr styrk næsta ár til fullnaðarnáms í loptskeytaað- ferðum. 34. Beiðni frá Iðnaðarfélagi ísafjarðar um að minsta kosti 600 kr. styrk næstu 2 ár til þess að geta haldið uppi kvöldskóla. 45. Beiðni frá Guðni. G. Bárðarsyni um 12J0 kr styrk á ári til náttúrufræðisrannsókna. 36. Beiðni frá Guðm. Hávarðarsyni um 2500 kr upphót á símstauraflutningi 1906. 37. Áskorun til alþingis frá 163 kjósendum í Rangárvallasýslu um að veitt verði úr lands- sjóði nægilegt fé til að brúa Ytri-Rangá á Ægisiðuhöfða. 38. Beiðni frá Böðvari Jónssyni pósti um 100— 200 kr. árlegan ellistyrk. 39. Beiðni frá hreppsbúum Neshrepps utan Ennis um fé til að gera Krossavík við Hellissand að bátakvi. 40. Erindi frá forstöðumanni Forngripasafnsins um aukin fjárframlög til fornmenjaverndunar og Forngripasafnsins. 41. Beiðni frá Einari Hjörleifssyni um 2000 kr Styrk i 2 ár til ritstarfa. 42. Simskeyti til þingmanna Múlasýslna um 2000 styrk til mótorbátakaupa á Lagarfljót. 43. Beióni frá Karli Sveinssyni um 300 kr. styrk í næstu 2 ár til að stunda rafmagnsfræði, 44. Beiðni frá Lárusi Bjarnasyni um 700 kr. styrk til þess að stunda nám á kennaraskóla. 45. Beiðni frá Höfðhverfingum umlOOOkr. styrk til að byggja sjúkraskýli í héraðinu. 46. Kaupfélagið Ingólfur á Stokkseyri sækir um 100,000 kr. lán, er afborgist á 10—15 árum 47. Beiðni frá Kristni Daníelssyni um hæfilega fjárhæð til að byggja vita á Öndverðarnesi. 48. Beiðni frá Kristni Daníelssyni um nægilegt fé til þess að mæla og rannsaka talsimaleið frá næstu talsimastöð að Stað í Súgandafirði. (JFramhald síðar). Af síðustu dönsku blððum, Hem hingað hafa borizt, sézt, að enn er haldið áfram ■ árásum á ritstjóra „ísafoldar“, og dylst auðvitað engum, hver tilgangurinn er. Ekki erum vér i neinum vafa um það, að árásir þessar eru gerðar að tilstuðlan manna hér á landi, sem boita þvi taki undirferlinnar, að leynast sjálfir, til þess að geta komið sér enn betur við, og brosa óefað, tala víngjarnlega, eða kunningjalega o. S. frv., eigi þeir tal við ritstjóra „Isafoldar11 sjálfan. Hve svívirðilegt slíkt atbæfi er, þarf eigi að geta. En eigi höfum vér orðið þess varir, að neitt stjórnarblaðanna hér í Reykjavik hafi vítt þetta atferli, sem er íslenzku þjóðerni til háðungar. Jferzlunartf réttir. —o— Frá Kaupmannahöfn er „Þjóðv.u ritað 22. febr. síðastl., að verðlag á helztu út- lendu vörutegundum só þar á þessa leið: RÚGUE', bezta tegund, á 6 kr. 90 a., RÚGMÉL á 6 kr. 60 a., BANKABYGG á 8 kr., HEIL HRÍSGRJÓN á 10 kr. 75 a., GOTT AMERÍSKT HVEITI á 9 kr. til 9 kr. 50 a., eptir gæðum, ALEX- ANDRA-HVEITIMÉL á 11 kr., allt mið- að við 100 pd. XXIII., 10.—11. KAFFI hefir hækkað í verði, og er nú á 36 a. pd. (líklega vanaleg meðal-teg- und), MELÍS á 14% a. pd., og KANDÍS á 15 aur pd. JÁRNVÖRUR og VEFNAÐARVÖR- UR yfirleitt í heldur lægra yerði od í fyrra, SALTFISKUR er í afar-lágu verði; vel verkaður MÁLFISKUR varla yfir 50 kr. skM SMÁFISKUR 32 kr. og ÍSA á 26 kr. sk$5. — Sé hann eigi vel verkað- ur, selzt hann ekki. — Vonandi, að fisk- veið hækki eitthvað. Að því er ULL snertir, verður hún að líkindum í nokkuð hærra verði, en í fyrra. Straridasýsla (Árneshreppur) 21. febr. ’09: „Umhleypingasöm tið, síðan á nýári, ýmist vestan blota-hroði, eða norðan eða austan bleytu kaföld. Yfirleitt frostalítið, nema nokkra daga um miðjan janúar (15. janúar var 11 stiga frost). — Það, sem af er þ. m., hefir verið óvanalega frostalítið, mest 5 stig, enda ekkert spurzt til hafíss, og vonandi, að hann sé ekki í nánd. Hákarlsafli enginn í vetur, enda aldrei á sjó gefið, sakii' storma. Heilsufar yfirleitt gott, enda nú eigi læknis- hjálpar að leita nær, en á Isafirði, eða að ; Mið - húsum i Barðastrandarsýslp, og má því hver deyja hér án læknishjálpar, að minnsta kosti um hávetrartímann. Prestkosning er nýlega um garð gengin í Saurbæjarþingum í Dalasýslu, og hlaut uppgjafaprestur Sveinn Gwðwundsson meginþorra atkvæða. Háskólapróf í læknisfroeði. Læknisprófi lauk nýskeð við háskólann Valde mar Erlendsson, og hlaut I. einkunn. 112 korn í sömu sporum, en sneri svo við, og gekk til gisti- húss Raffl.es. X. kapituli. Maggy kom fyr heim úr morgungöngunni, en hún var vön, og var gremjuleg á svipinn. „Varstu ekki hjá Zeke?“ spurgi Raffles, all-forviða, er hún kom inn í herbergið. „Nei, pabbi!“ „Hví ekki?“ Fallbyssubáturinn hefir varpað atkerum í grennd við Kitty Howk, og hugði eg, að þú vildir fá vitneskju um það, þar sem þór hafið eigi talað um annað síðustu dagana“. .Tæja! Það var rétt gert af þér, að segja mér það! Sástu annars nokkuð markvert? Vissirðu, hvað fallbyssn- báturinn var að erinda?“ „Liðsforinginn var sóttur út á skip, og —“ Hún þagnaði, því að það, sem gorzt hafði um nótt- ina, var rétt komið fram á varirnar á henni. — Hafði Frank ekki verið svo auðvirðilegur, að brigða lofórð sitt? Var henni þá skylt að efna það, sem hún hafði lofað? fiana sárlangaði til að heÍDa sín, en eitthvað hélt þó í hana. Átti hún að dæma hann hart, áður en hún vissi, hvað haDn kynni að hafa sér til afsökuDar? Gat ekki verið, að hann hefði verið skyldur að fara. Henni fannst hún verða að fá að vita, með hverju hann réttlætti sig, enda gat hún síðar skýrt föður sínum frá ölln. „Nú?“ sagði Raífles, sem beið þess, að hún endaði setninguna. 117 allt er til, kalla jeg á yður. — En ef móðir min fer að rugla oitthvað —“ „Verið óhræddur!“ greip Frank fram í. „Jeg veit, hvernig þarf að taka veslings gömlu konuna. — Betra að vera vingjarnlegur við sjúklinga, oins og hún er, en að beita hörku“. Frank gekk nú inn í gestaherbergið, en Raffles fór ofan í fjöru, til að búa bátinn. Frank settist nú við borð í gestaherberginu, til þess að vekja engan grun, og beið þess með óþreyju, að Maggy kæmi irm. Rétt á eptir kom unga stúlkan inn, og setti þegj- andi glas með vatni í á borðið. „Maggy“, mælti hann lágt, og tók í hönd hennar. „Þér rnegið ekki vera mér reið! I sama bili, sem eg ætlaði til fundar við yður, var mér skipað að koma út á „Mosquito“. „Og urðuð þór að hlýða þeirri skipun?“ spurði hún. „Já, Maggy! skyldan bauð mór það!“ „Það er gott!“ mælti hún. „Jeg trúi yður!“ Hann tók innilega í höndina á henni. „Þakka yður fyrir, Maggy!“ mælti hann. „Jeg er fús á, að efna orð mín, hve nær, og hvar, sem þér viljiðö „Á rnorgun urn þetta leyti!“ hvislaði hún. Hún setti nú fyrir hann romm og sykur, og flýtti sér út. „DaD, drengurinn minn!“ sagði nú gamla konan. „Þú mítt ekki tala leynilega við Maggy; — Það er ekki rótt! Hvað segði Kata um þið?“ „Kata? Það eF'nafn-'móður minnar!“ mælti Frank, all-forviða.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.