Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.03.1909, Page 2
46
f> J Ó Ð VI L J I N N.
XXIII., 12.
3. gr. AUt áfengi, sem flutt er til landsins
frá útlöndum samkvfemt lögum þossurn, skal
fyrst flytja á land í Reykjavík. Þar skal stjórn-
in skipa sérstakan umsjónarmann áfengiskaupa,
og hefir hann á höndum umsjón og eptirlit með
áfengiskaupum, svo sem nánar er fyrir mælt í
lögum þessum.
Umsjónarmaður hefir að launum 600 kr. á
ári, er greiðast úr landssjóði. Svo fær hann og
ókeypis húsnæði fyrir áfengishirgðir, hurðargjald,
bréfa og alla nauðsynlega aðstoð.
4. gr. Nú hefir maður heimild til áfengis-
ílutnings frá útlöndum eptir lögum þessum, og
vill hann neyta þessarar heimildar sinnar, og
skal hann þá i tæka tíð segja umsjónarmanni
áfengiskaupa til um það, hvors konar áfengi og
hve mikið hann vill aðflytja og frá hverju verzl-
unarhúsi, svo og raeð hverri ferð frá útlöndum.
Hann skal og skýra honum frá um leið, til hvers
hann ætli að nota áfengið. Svo skal og tylgja
heiðninni flutningskostnaður til Reykjavíkur.
Umsjónarmaður sendir þá pöntunina því verzl-
unarhúsi eða þeim vínsölumanni, sem hún er
Btíluð til, og heiðist þess, að áfengið sé sent til
sín. Skal umsjónarmaður, þegar er áfengið kem-
ur til hans frá útlöndum, tryggja sér með rann-
sókn, að áfengissendingin sé eigi önnur eða
meiri en um var beðið. Skal hann þá merkja
það með innsigli sínu og segja eiganda til. Eig-
anda skal þá heimilt að vitja þess, en gjalda
skal hann þá um leið þann sérstakan kostnað;
er af aðflutningnum kann að hafa leitt, þó ekki
húsnæðisgjald í Reykjavík ('shr. 3. gr.).
Nú hirðir sá ekki áfengið, er pantað hefir
áður en 3 mánuðir eru liðnir frá því er hann
fékk tilkynning umsjónarmanns um aðflutning
áfengisins, og er umsjónarmanni þá heimilt að
hella niður áfenginu og selja umbúðir þess. All-
an ógreiddan kostnað, er leitt hefir af aðflutn-
ingnum, má þá taka lögtaki hjá þeim, er áfeng-
ið hefir pantað, samkvæmt lögum 16. desember
1885.
Umsjónarmaður ber enga ábyrgð á greiðslu
andvirðis fyrir það áfengi, sem aðflutt er.
5. gr. Skylt er hverjum skipstjóra, er frá
útlöndum kemur, að tilkynna lögreglustjóra um
leið og hann sýnir skipsskjölin, hvort hann hafi
nokkurt áíengi til flutnings fyrir aðra menn, og
þá hve mikið. Hann skal og skýra frá, hvort
og hve mikið áfengi hann hafi meðferðis sem
skipsforða, en óheimilt skal honura, meðan hann
er í höfnum inni eða i landhelgi við ísland, að
veita eða selja eða á annan hátt láta af hendi,
eða láta aðra skipverja iáta af hendi nokkuð af
því áfengi, er til skipsforða er ætlað, til annara
manna en þeirra, sem eru lögskráðir skipverjar
Skipstjóri er sekur við lög þessi, ef út af.
brýtur.
Nú hefir skipstjóri meðferðis áfengi, sem ekki
er ætlað til skipsforða og skal lögreglustjóri þá
á hinni íyrstu höfn, er skipið kemur til, setja
innsigli sitt á hin aðfluttu áfengisílát og ábyrg-
iet skipstjóri, að innsiglin séu ekki hrotin eða
úr ílátunum tekið fyr en skipið er farið alfarið
burt frá landinu.
6. Nú strandar skip hér við land og hefir
meðferðis áfengi annað hvort til flutnings eða
það er skipsforði, og skal strandgæzlumaður þá
þegar taka áfengisílátin til varðveizlu og gæta
þess, að ekki sé i þau farið. Hann skýrir þeg-
ar í sti.ð lögreglustjóra frá, en lögreglustjóri set-
ur innsigli sitt fyrir ílátin og kemur þeim til
geymslu á óhultum stað. Afengi þetta má lög-
reglustjóri ekki selja eða á annan bátt láta af
hendi til annara manna, en skýra skal hann með
fyrstu ferð réttum oiganda strandmunanna frá
björgun áfengisins og senda honum það til ráð-
stöfunar á hans kostnað, nema hann kjósi beldur
að því sé helt niður.
Nú er ókunnugt um eiganda strandgóss og
skal þá eptir að lögskipaður auglýsingafrestur
er liðinn og eigandi hefir ekki sagt til sín, hella
því áfengi niður, er finnast kann meðal strand-
munanna.
7. gr. Engan áfengan drykk má flytja um
landið hér innanlands, hvorki á sjó né landi,
annan en þann, sem annað hvort er merktur inn-
sigli umsjónarmanns áfengiskaupa, svo sem fyr-
ir er mælt í 4. gr. laga þessara, eða þá þann
drykk, sem um getur í 5. og 6. grein og merkt-
ur er með innsigli lögreglustjóra þess er í hlut á.
8. gr. Hverjum þeim manni, sem heimitaður
er aðflutningur áfengis samkvæmt lögum þessum,
skol óheimilt að veita, gefa, selja eða látaáann-
an hátt af hendi til annara manna nokkuð af
því áfengi, er hann hefir aðflutt. Þó mega lyf-
salar Játa áfengi af hendi eptir skriflegri lækn-
isforskript, og þó að eins einu sinni eptir sama
læknisseðli (recept). Svo er og um alla dropa,
duft, kökur eða lyfjablandanir, sem hafa í sér
fólgið meira en 21U°jo af vinanda.
Heimilt er að deila mönnum messuvín við
altarisgöngu. ' (Niöurl. síOar).
Ritsímaskeyti.
til „Þjóðv.u
—o—
KaupinanDahöfn 13. marz 190y.
Frá Danmörku.
Bæjarstjórnarkosning í Kauptnanna-
höfi : 20 jafnaðarmenn, 16 hægrimenn (og
telst þar með umbótaflokknrinn) 5 gjör-
breytingamenn, og einn, sem var á heiroa-
trúboðsskrá.
Sex kvenDmenn.
(I stað þess er jafnaðarmenn og gjör-
breytingamenn (frjálslyndir vinstrimenn)
hafa áður starfað sainan við bæjarfull-
trúakosningarnar, þá fór nú hvorþes9ara
flokka sinnar leiðar. — Hægrimenn og
umbótaflokkurinn unnu saman við kosn-
ingarnar að þessu sinni.
Telja má víst, að jafnaðarmenn og
gjörbreytingamenn fylgist að rnálum í
bæjarstjórninni, sem að undanföruu.)
Mjög ósæmilegt
athæfi erþað,sem „Reykja-
víkin“ gerir sig seka í 12.
marz þ. á., er hún kallar „Fjallkonuna11 „leka-
byttu“ „ísafoldar11, og segir ritstjóra „ísafoldar11
hafa látið hana „flytja níðgrein umkonung vorn“.
— Tilefnið eigi annað, en það, að „Fjallk.11 hafði
komizt óheppilega, og ómaklega, að orði um
konung, er hún minntist þeirra ummæla kon-
ungs, að honum „félli miður“, að verða að veita
Hafstein ráðherra lausn.
„Reykjavíkin“ vill fyrir hvern mun, að rit-
stjóra „Isafoldar11 sé eignað þetta, enda þótt öll-
um sé vitanlegt, að ritstjóri „Fjallkonunnar11
annast sjálfur ritstjórn blaðs síns að öllu leyti.
Er nú þessu skrökvað upp, til að birta það
síðan í dönskum blöðum, sem heilagan sann-
leika?
Það er ekki óþekkt, að ýms ósannindi „Reykja-
vikur“ hafa verið hagnýtt á þann miður göfug-
mantilega hátt.
Síðar í „Reykjavíkur“-greininni segir um
frumvarpsandstæðinga yfirleitt, án þess nokkur
þeirra sé undan skilinn, að þeir hafi „móðgað
og sært konung vorn“.
Fyrir það, að leyfa sér, að bera á horð fyrir
almenning jafn ósvífin, tilhæfulaus ósanuindi,
ætti höfundurinn að hýðast á þingi, ef hann
væri eigi kominn yfir þann aldur, og hýðingar
mjög orðnar íátíðar.
Iregnir frá alþingi.
--COO-
IV.
Fellt frumvarp.
Frv. stjórnarinnar um dánarskýrslur,
sem efri deild hafði samþykkt, varfellti
neðri deild 9. marz, með 13 atkv. gegn
10, mun hafa þótt baka almenningi ó-
þarfa kostnað i sumum tilfellum, og litlar
líkur til, að skýrslurnar yrðu réttar úr
þeim kirkjusókntim, þarsem enginn læka-
ir er búsettur.
Fœrsla Kjördags.
í frv., sem komið er fram í neðri deild,
er það lagt til, að almennar kosningar
til alþingis skuli fara fram fyrsta vetrar-
dag, en eigi 10. sept., sem nú er.
Póstafgreiðsla í Vík.
Gunnar Ólafsson ber í efri deild fram
þingsályktunartillögu þess efnis, að póst-
afgreiðsla verði sett í Vík, og að póst-
ferðum verði fjölgað um helming milli
Odda og Víkur á þeim tíma árs, er póst-
vagn gengur vikulega milli Beykjavíkur
og Ægisíðu.
„Bókasafn Vesturlands“.
Síra Sig. Stef. ber fram í efrideild frv.
þess efnis, að flytja amtsbókasafnið í Stykk-
ishólmi til Isafjarðar, að undanskildum
þeim útlendum bókum, sem út eru gefn-
ar fyrir árið 1885.
Bókasafn ísafjarðarkaupstaðar, sem nú
er, sameinast safni þessu.
Þegar sameiningin er komin á, fær
Stykkishólmur annað eintak þeirra bóka,
er safnið á í tvennu lagi.
í stjórn „bókasafns Vesturlands"4 eru
þrír menn, kýs bæjarstjórnin á Isafirði
einn þeirra, en sýslunefndirnar í Norður-
ísafjarðarsýslu og Vestur-ísafjarðarsýslu
sinn manninn hvor.
Brófhirðing að Dynjanda í Jökulfjörðum.
Aukapóstur í Furufjörð.
í neðri deild ber Sk. Th. fram þings-
ályktunartillögu þess efnis, að stofna bréf-
hirðing að Dynjanda í Jökulfjörðum, og
að aukapóstur, sem nú gengur að Dynj-
anda frá Stað í Grunnavík, sé látinn ganga
alla leið í Furufjörð á Hornströndum.
Gagnfræðaskólinn á Akureyri.
Stefán skólastjóri Stefánsson ber fram
í efri deild frv., sem fer því fram, að
kennurum við nefndan gagnfræðaskóla
skuli fjölgað, séu fjórir alls, og einn þeírra
skólameistari.
Nemendur, sem hafa heimavist í
skólanum, skulu árlega greiða 5 kr. í
skólasjóð, en aðrir nemendur eina krónu.
— Stjórnarráðið semur skipulagsskrá skóla-
sjóðs, eptir tillögum skólameistara.
Skipting Sauðárkrókslœknishéraðs.
Ói. Briem ber fram í neðrideid frv. þess
etois, að skipta Sauðárkrókshéraði í tvö
læknishóruð:
1. Sauðárkrókshérað: Skefilsstaðahreppur,