Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.05.1909, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.05.1909, Qupperneq 2
82 ÞjÓÐV IIiJTN n XXIII., 21. apríl síðastl., sbr." síðasta nr. blaðs vors, kom það nú í ljós í ræðu hans: 1° að reikningar Landsbankans, sem árlega eiga að úrskurðast, og kvitt- ast af ráðherra, hefðu aldrei verið sendir ráðherra fimm síðustu árin, og því aldrei verið úrskurðaðir, né kvitt- aðir, sem lög skipa fyrir um. 2° að þrátt fyrir ákvæði í reglugjörð bankans, hefði bankastjórnin eigi hald- ið neina gjörðabók, og yrði því eigi vitað, hvort þeirri reglu bankalaganna hefði verið fylgt, að ekkert lán væri veitt úr bankanum, noma annar hvor gæalustjóranna gildi því samþykki, auk bankastjórans sjálfs. Starf rannsóknarnefndarinnar kvað ráð- herra enn að eins vera í byrjun, ekki lok- ið við fimmtugasta hlutann, og kvaðst hann því ekki vilja skýra neitt frá því, hvers hún kynni að hafa orðið áskynja, þótt hann aldrei nema vissi eitthvað, sem hann kvaðzt ekkert segja um. Að hljóðbært hefði orðið um skipun rannsóknarnefndarinnar, kvað hann starfs- mönnum bankans að kenna, en fyrirspyrj- andi svaraði þvi á þá leið, að bréf ráð- herri hefði alls eigi borið það með sér, að gæta bæri þagnarskyldu Fyrirspyrjandi kenndi ráðstöfunum ráð- herra um aðstreymi, sem orðið hafði að bankanum, er hljóðbært varð um skipun opt nefndrar rannsóknarnefndar, en ráð- herra kvað minni hluta flokkinn á þingi öllu valda um það, Að lokum bar fyrirspyrjandinn fram tillögu til rökstuddrar dagskrár þess efn- is, að eptirlit með peningastofnunum lánds- ins yrði framkvæmt „með varúðu; en til- lagan, sem þótti, eins og hún var orðuð, fela i sér umvöndun við ráðherrann, var felld rrieð 7 atkv. gegn 6, og réð þar flokkaskipting í deildinni. Á liinn bóginn samþykkti deildin, með 7 atkv. gegn 6, rökstudda dagskrá, er borin var fram af Sig. Hjörleifssyni, er taldi ráðstöfun láðherra hafa verið „lög- mæta og sjálfsagða". — „Rökstudda dagskrdin“ —o — Að því er kemur til ofangreindrar „röksínddrar dagskrár14. sem meiri hluti efri deildar (sjálfstæðieflokksmenn þar) samþykkti, hefðum vér felit oss betur við, og talið réttara, enda ráðherra alveg fullnœgjandi, að eigi hefði verið farir lengra en svo, að dagskrártillaga fyrirspyrjan d. ans (L. H. Bj.) hefði verið felld, eða þá; að meiri hlutinn hefði orðað hina „rök- studdu dagskráu sína á þá leið að eins, að honum þætti svar ráðherra hafa verið í alla staði fullnægjandi. Að vísu erum vér þeim lið dagskrár- tillögunnar, er telur ráðstöfun ráðherra „lögmæta“, fyllilega samþykkur, en að fara að telja hana „sjálfsagðau, fellum vér oss ver við, ekki sízt þar sem hún var eigi framkvæmd leynilega, sem átt hefði að vera, og bankastofnuninni var hollast. En í orðinu „sjálfsagðuru virðist oss felast sá dómurjaf hálfu meiri hluta deild- arinnar, sem upplýsingar þær, er fram komu frá ráðherra, naumast geta réttlætt. Hér var og um ráðstöfun að ræða (skipun rannsóknarnefndarinnar), sem ráð- herra hafði eigi látið svo lítið, að ráðgast um við þingflokkinn, þótt málið væri mjög þýðingarmikið, og hefði því farið vel á því, að hún væri, úr því sem komið var, framkvæmd á hans ábyrgð eingöngu, fyrst eigi þurfti hann ráða, eða atkvæða þingflokksins í byrjuninni. Hann hafði nóg tök á því, að fá rann- sókninni framgengt, þótt meiri hluti efri deildar færi eigi að ýta undir, og taka þannig sinn hluta af siðferðislegu ábyrgð- inni. Ritsímaskeyti. til „Þjóðv.“ —o— Kaupmannahöfn 28. apríl 1909. Frá Tyrklandi. Stórskotahríð að undan förnu í Konst- antínópel (Miklagarði). — Mannfall 400. — Ung-tyrkir unnu sigur. Soldán var settur af í dag. — Upp- vÍ9t, að hann er foringi upphlaupsins (fyrra). Eptirmaður soldáns er Heschad, bróð- ir soldáns. Upphlaupsmönnum harðlega refsað. (í símskeyti, er barst nokkru áður, segir, að tyrknesku prÍDzainir hafi flúið, hafa forðað eér burt úr höfuðborginni, áður en Ung-Tyrkir settust um hana í sama simskeyti er þess og getið, að stjórn Tyrkja hafi gert fullnaðarsamninga við stjórnina í Búlgaríu, er lýsti sig alveg óháða Tyrkjum fyrir sköminu, svo sem blað vort hefir áður getið um, enda svo að sjá, sem stjórnin í Búlgaríu hafi sætt færi, rneðan allt var á tréfótum í Konst- antínópel). Svar til ráðherra. —o— Þeira vansæroandi, og algjörlega ðsönnu um- mælura leyfði ráðherra sér að beina að blaði voru, í þingræðu í ofri deild 8. maí, að það hefði, síðan á öndverðu þingi, talað máli minni- hluta flokksins, sem nú er. Með ummælum þessum getur ráðherra tæp- ast hafa átt við annað, en afskipti blaðs vors af tveim stórmálum, sem honum er orðið sárt um, af því að vér fundum oss þar knúðan til þess, að fara öðrum orðum um framkomu sjálfs hans, en hann myndi kosið hafa. Annað þessara mála er sambandsmálið, og er framkoma ráðberra í því máli, í „forseta-utan- förinni11, skjallega sönnuð að hafa verið, eins og „Þjóðv“. lýsti henni, svo að engar fyrirþráttan- ir af hans hálfu hafa minnstu þýðingu, hvorki fyr né síðar* Að átelja þá framkomu ráðherra, með sera hóflegustum orðum, var skylda vor, eigi að eins sjálfs vor vegna, heldur og vegna sjálfstæðis- fiokksins á þingi, og þjóðarinnar í heild sinni. *) Sbr. t. d. Neergaards-skýrsluna, sem við- urkennt er, að ráðherra hefir samþykkt. Og það er enginn efi á þvi, að þeirri fram- komu blaðs vors er það ekki hvað sízt að þakka — jafnframt. einbeittum vilja ýmsra sjálfstæðis- manna á þingi —, að sambandsmálið nær fram að ganga á þessu þingi í frumvarpsformi, jafn daufur sem ráðberra var þar i dálkinn, er hann kom úr „utanförinni“. Teljum vér óþarft, að fara langt út í það mál að sinni, og gerum það eigi, nema tilknúðir sét um, en getum þess þó, að á þingfundi neðri deildar 28. apríl þ á. kvað jafn vel svo rammt að, að ráðherra taldi sér persónulega fullt eina ljúft.að málið væri afgreitt með rökstuddridagskrá eins og i frumvarpsformi, en kvað þó, flokkinn verða að ráða, hvort sem sér væri það leitt eða Ijúft. Hve gagnólík skoðun minni hluta þingflokks- ins er skoðun vorri á sambandsmálinu, það er alþjóð kunnugt, og gagnar því eigi ráðherranum að reyna að hnekkja áliti blaðs vors með jafn röklausum ósannindum, sem að ofan getur. Hvað hitt málið, Thore-málið, snertir, sýnir gjörðabók sjálfstæðisflokksins, að blað vort hefir í því máli Jylgt fram því einu, sem allur þom Jlokksins taldi heppilegast, meðan ráðherra var er- lendis, og því áður en nokkur undirróður um málið var hafinn. Með ummælum sínum á þingfundi ofri deildar 8. maí hefir ráðherra því gert blaði voru frek- lega rangt til, og tökum vér því alls eigi með þökkum af honum, né öðrum, og þá sízt, er ó- sannindunum er varpað þar fram — í efri deild —, sem vér eigum þess engan kostinn, að bera hönd fyrir höfuð oss. Sem gamall blaðamaður ætti ráðherrann að bera það betur, en hann virðist gjört hafa, að satt sé sagt frá blutunum, og um fram allt, að blanda ekki persónu sinni, þótt ráðherra sé, saman við málefnin, eða ætlast til þess, aðþjöð- in sé þess eigi megnug, að greiða jafn ólíkt hvað frá öðru. Yoðaleg hryðjuverk í Armenlu. —o— Símskeyti, er „Lögréttuu hefir Dýlega borizt, hermir þær hryllilegu voða-fréttir, að 30 þvisundir Armeninga haií verið m\ rtii-. Óskandi, að fregn þessi sé mjög orð- um aukin. En reyDÍst hún sönn — og eitthvað meire, en minna hefir gengið á —, þá er það að líkindum trúmála-ofsinn, sem hryðjuverkunum hefir valdið. frognip frá alþingi. —coo— XII. Á vesturkjálka landsins bætist nú væntaDlega bráðlega úr lækna- þörfiDDÍ, þar sem alþingi hefir samþykkt, að bæta þar við þrem nýjum læknahér- uðum (Nauteyrarhéraðí, Flateyrarhéraði og Reykjarfjarðarhéraði í Strandasýslu), svo sem „Þjóðv.u mun síðar s'kýra nákvæm- ar fró. Það mun vera ætlun þingsins, að fjölga læknahéruðum smám saman, þar sem þörf- in er brýnust, og verður því væntanlega eÍDhverju aukið við á næ9ta þingi; t. d. væri GrímseyÍDgum, og ibúum í Norð- firði i Suður-Múlasýslu, fráleitt vanþörf

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.