Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.05.1909, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.05.1909, Page 3
XXIII., 21. Þjóbviljinjí 83 á því, að alþÍDgi hugeaði þá til þarfa þeirra. Aðflutni ngsb annsmálið. Um það mál urðu all-snarpar uinræður á þingi, einkum í neðri deild, og er nú frumvarpið loks samþykkt í því formi, að ekkert áfengi má flytja til landsins eptir 1. janúar 1912, en selja mega þeir, er vínsölu- eða vínveitingaleyfi hafa, til 1. janúar 1915. Það var efri deild, er skaut inn á- kvæðinu um vínsöluleyfið til 1. janúar 1915, og mun Ari Jónsson. þm. Stranda- manna, upprunalega hafa borið þá til- ilögu fram. Sala Kjarna. Um sölu þeirrar þjóðjarðar til Akur- eyrarkaupstaðar hefir orðið mikið þras á þingi, með því að minni hluta flokkurinn vildi aptra sölunni, og láta Hrafnagils- 'hrepp í Eyjafjarðarsýslu, þar sem jörðin liggur, sitja fyrir, ef hann kynni að vilja kaupa. Fékk minni hlutinn því áorkað í neðri deild, að kaupverð jarðarinnar var hækk- að upp í 12 þús. krónur, úr rúmum 8 þús., en efri deild lækkaði það aptur nið- ur i 10 þús., og þar við var látið sitja. Ekki var laust við, að stór-pólitíkin blandaðist talsvert inn í mál þetta; en ekki hirðir „Þjóðv.u að fara lengra út í þá sálma, Ejárlögin. Með því að efri deild hefir, eptir að fjárlögin hafa komið til hennar í annað skipti, gert nokkrar breytingar, til lækk- unar útgjöldunum, verður sameinað alþingi að útkljá ágreiningsefnin milli deildanna. Eiðar og drengskaparorð. Prumvarpið fellt. Frumvarp um ofan greint efni réð nefnd i efri deild (L. H. Bj., Kr. Daníelsson og Gunnar Ólafsson), til þess að fella, taldi orðalagið, sem verða átti á eiðstafnum, eptir frumvarpi neðri deildar, ekki til bóta frá því, sem nú er, og tæpast sniðið eptir nútíðar málvenju, né lagað, til að varðveita þá alvöru, sem eiðsathöfniuni verði að vera samfara. Efri deild féllst á tillögur nefndarinn- ar, og því var ofangreint frumvarp fellt þar í deildinni. Sjómennska á íslenzkum þilskipum. Fiskiveiðanefndin í neðri deild hefir bori'' frarn þingsályktunartillögu þess efn- is, að sko.a á landstjórnina, að semja og leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til laga um sjómennsku á íslenzkum þilskip- um, er stunda fiskiveiðar, eða flutninga með ströndum fram. Undanþága frá sóknargjaldagreiðslu. Um ofan greint efni samþykkti neðri deild 3. maí, að auk þeirra utanþjóðkirkju- manna, sem eru i söfnuði, er hefir prest, eða forstöðumann, er kgl. staðfestingu hefir hlotið, skulu og undanþegnir sókn- argjöldum „aðrir utanþjóðkirkjumenn, ef 1 -Jli ■ ...I hér á landi er sjóður til eflingar og stuðn- ings trú þeirra með fastri skipulagsskrá, er ráðherra staðfestir, og undir stjórn þeirra manna, er ráðherra tekur gilda, og þeir gjaldi til hans eigi minna en 2 kr. árgjald hver maður 15 ára að aldri. — Sömuleiðis er þéssu gjaldi undanþeginn hver sá utanþjóðkirkjumaður, er greiðir eigi minna en 2 kr. árgjald til sérstaks fræðslusjóðs fátækra barna í sínum hreppi, enda hafi sá sjóður stjórn og skipulags- skrá staðfesta af ráðherra. Pröf i stýrimannafræði. I. f. m. luku þessir prófi við stýrimanna- skólann í Reykjavík: Jóel Kr. Jónsson, Reykjavík...........61 stig Jón Ó. Magnússon, Arnfirðingur........68 — Guðleifur Hjörleífsson, Arnesingur . . 54 — Ólafur Pétursson, Reykjavík............49 — JÞórarinn Olgeirsson, Reykjavík........46 — Jón Árnason Arnfirðingur ......... 42 — Prófdómondur voru: Eiríkur Briem, presta- skólakennari, og skipherra ffannes ffafliðason. Hús brann á 8eyðisfirði. í aprílmánuði þ. k. hrann i Seyðisfjarðarkaup- stað ívernbús Brynjölfs Ijósmyndasruiðs Bigurðs- sonar, en innanstokksmunum varð að mestu leyt hjargað. Vorzlun var rekin í húsi þessu; og var Braun kaupmaður í Hamborg, eigandi hennar, og kvað vörum hans hafa verið bjargað. Hversu eldurinn hefir komið upp, hefir eigi spurzt. Úr Vestmannaeyjum. eru þessi tíðindi: Aflabrögð góð, er gæftir leyfa, en þær mjög stopular i apríl. — Hæðstur afli á vélabáta yfir vertíðina 16 þús., en meðal- afli 7—10 þús. 164 fyrir yður! Áttuð þér ekki bróður, sem hét Daníel, og systur, sem hét Kata, er drukkouðu bæði fyrir mörgum árum?a „Hvers vega spyrjið þér þessa?“ spurði Raffles, hálf- hikandi. „Jú!“ mælti Bob stillilega. „Bæði þessi nöfn eru í bréfinu, og því ímyndaði hr. Twysten sér „Fáið mér bréfið!u greip Raffles snögglega fram í „Þér verðið þá strax að fá mór það aptur — heyrið þér það? Það kann að verða spurt eptir því, og hr. Twysten —“ Mikið rétt! En fáið mér bréfið!„ Nú varð þögn langa hríð, og t'annst Maggy, er stóð á hleri, það vera sem eilífð. — Hún hafði heyrt samræð- urnar, og fengið ákafan hjartslátt. Hvaða leyndarmál gat það verið, er snerti eigi að eins Raffles, föður hennar heldur og Dan og Kötu? „Hún heyrði nú, að stóll var færður til, og siðan heyrði hún málróm föður síns, og heyrði, að hann var æstur. „Lofið mér að hafa bréfiðu, mælti hann, „svo að jeg geti sýnt Konks það!“ „Það þori jeg ekkiu, mælti Bob all-ákafur. „Þér skuluð fá það aptur eptir nokkra kl.tíma!u „Bréfið kynni að misfarastu, svaraði Bob, „og Twy- •eten verður að vera varkár! En fáið mér bréfið, þá skal eg rita upp aðal-atriðin úr þvi, og það getur nægt yður“. „Skrifið þá — en verið nú fljótur!u Nú varð löng þögn. — Stormur, regn og þrumur, æddi úti fyrir, og Maggy heyrði eigi, hvað talað var. Allt i eina heyrði hún, að útidyrahurðinni var ekellt. 161 XY. kapituli. Maggy var allan daginn, sem í draumi, og inntí ekyldustörf sín af hendi, án þess hún vissi, hvað hún var að gjöra. Hún þorði varla að horfa í augun á föður sínum, og einatt var sú spurning að vakna hjá henni upp aptur og aptur, hvort það gæti verið, að faðir hennar væri toll- svikari, og hefði rænt strandmunum, en hún þorði þó eigi, að inni hann eptir því. Hún gerði sér enn von um það, þótt sú von væri að vísu veik, að þetti væri misskilningur, og kveið fyrir að fá að vita sannleikann í þessu efni. Það var eina bótin, að hún var svo önnum kafin, að sýsla um ömmu sína, sem var veik, og þarfnaðist hjúkrunar, að hún gleymdi áhyggjum sínum annað augna- blikið. Gamla konan var með óráði allan daginn, og sagði að eins orð og orð á stangli, og þá eitthvert rugl. Eins og á sór stað hafði þessi óræki vottur þess, að um hættulegan sjúkdóm væri að ræða, nálega alls engin áhrif á Maggy. Þegar kvöld var komið, varð gamla konan rólegri. Maggy sat við rúmstokkinn, og hallaði lémagDa höfð- inu upp að veggnum. Hún var dauðþreytt, en gat þó ekki sofnað; það var suða fyrir eyrunum á henni, og það var mók á henni, og hver hugsunin rak aðra. Svona sat hún lengi grafkyr, udz hiin hrökk allt í einu upp við það, að hún heyrði málróm, sem hún kann- aðist vel við, í næsta herberginu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.