Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.05.1909, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.05.1909, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN. — —1= Tuttu»astx oa pbibji áhöanoub. =1. =— Verð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur., og i Ameriku doll.: 1.50. Bergist iyrir aðarlok. M 26. | Upp8Ögn skrifleg ðgild nema komið se til útgef- anda fyrir 30. dag júní- j mánaðar, og kaupandi j samhliða uppsögninni I borgi skuld sína fyrir blaðíð. 19 09. Heilsuhælis ljöð. (SnngiD, er lagöur var lornsteinu aö heilsnliælina • á Vífllsstöðnm 31. mai 1909). —o— Vér heyrðum opt þá erfikennÍDg, að enginn fresti dauðastund! En oss er vaxið vit og menning og vofum slíkum lokuð sund. — Er heim oss sótti „svarti dauði“ hér sat að völdum þessi trú. En skelfir heimsins, hvíti dauði, þér hjálpar ekki kenning sú. Þeim fjölgar hratt, þeim grænu gröfum, sem geyma lands vors æskuþrótt, og ljósum tárum leiðin höfum vér laugað bæði dag og nótt, og yfir dánum -vonum vakað hjá vorum kærstu langa hríð og — getað okkur sjáifa sakeð um sýking þeirra og dauðastríð. Hér sjást um vit og mannúð merki: að mýkja þjáning krossberans og guð er með í góðu verki, að glæða ljósin kærleikans. Hér skal sá helgi huliðskraptur oss hefja og bera Ijósi mót, og gefa dauða-dæmdum aptur bið dýra frelsi og meinabót. Hér streymir heilnæmt lopt um lindir, sem liða fram með hægum nið, á ljóssins öldum svanur syndir, af söngvum himinn kveður við; á kvöldum þýtur þröst.ur glaður með þýðum klið um viðihól; já, hér er góður griðastaður og gott er sjúkum lopt og sól. Guðs kraptur, ljós og liknarandi hér líði um hvern, er kemur inn, svo fækki tár og leiði í landi, og ljúfar brosi framtíðin! Vér reisum þetta þjóðarvigi við þúsund vona geislaskraut, svo færri af landsins hetjum hnígi í hvíta dauða kalda skaut, Guðm. Guðmundsson. Hér hopar þó ein okkar hörmung ura fet, og hér ætti’ að koma’ á hann sári þann óvin, sem blóðtíund lúka sér lét af lífsstofni vorum á ári; hans fall væri sigur, sem munaði’ oss mest; hann markar hór ótæpt, og heimtir það flest. Hjá óbeit á lærdómi’ og ástleysi’ á sól við alls nægtir sat haun að stóli; Beykjavíx, 31. MAÍ. með rignegldu gluggunum aldur hann ól hjá aumingjans vonleysisbóli; og „ósviknau röðin með a, b, c, d var ábyrgðarsjóður hans, -verðlaunafé. En kveðju þess vinar var kastað á glæ, sem kom af þeim víðbláu leiðum með heimboðin inn í hvern einasta bæ frá angandi túnurn og heiðum að baðast þar, drekka þar dagroðans höf, udz dauðinn sat eptir með hálftekna gröf. En hór skal hann búa sá bláfjalla son, og blessa hér mildur og fagur í kirkjunni fyrstu, sem vermist af von, og vígð er þér himinn og dagur. Og brjÓ8tunum þjökuðu bjóðið þið inn að blessa hér daggeislan, lífgjafa sinn. Þú morgunsól, læknirinn, líttii hér heim með lífsvon, er byrjarðu daginn, og hlúðu með geislunum hugunum þeim unz hnígurðu brosandi’ í sæinn. Og fylgdu loks heim til sin hverjum um sig með hatur á draugum og lofgjörð um þig- Þ. E. IJtlöndL. —O— Til viðbótar við útlendu fréttirnar í síðasta nr. blaðs vors, skal þessara tíð- inda getið: Danmörk. Friðrik konungur VIII., og Louise drottning, brugðu sér til Stokk- hólms i öndverðum maí, og tók GustaJ konuDgur þeim með mestu virktum. Kíkisþingi DaDa var slitið 5. maí, enda þá skammt til þingkosninganna. Bæjarstjórnin í Árósum hefir nýlega ályktað, að taka 9 millj. króna lán, og verður 2'/4 millj. af því láni varið, til að stækka höfnina. Kvennmaður, ungfrú Henny Petersen, hefir nýlega verið skipaður yfirdómsmál- færslumaður, og er það fyrsti kvennmað- urinn i Danmörku, sem þá stöðu fær, að þvi er danska blaðinu „Politiken“ segist frá. — — — Svíþjóð. 1. maí tóku lögreglumenn í Stokkhólmi fasta 24 UDg-socialista, er báru um göturnar fána, sem á var letrað: „Niður með konungdóminn, altarið, og auðvaldið!“ En á annan fánann var letr- að: „Ekki einn eyrir til hernaðar!“ Fyrirspurn var gerð um þetta á þingi Svía.-------- Bretland. Látinn er nýlega Donáld, Currie, eigandi og stofnaDdi Castle-eim- skipalínunnar, sem er ein af stærstu eim- skipa-línunum á Bretlandi. — Hann var 84 ára að aldri. — — — Þýzkaland. 30. apríl siðastl. andaðist í Berlín einn af stærstu forleggjurum Þýzkalands, Albert Langen að nafoi. tæp- lega fertugur. Hann hefir, meðal annars, kostað útgáfu rita ýmsra höfunda á Norðurlördum, Björnson’s o. fl. — — — Tyrkland. Mælt er, að skilríki séu fundÍD fyrir því, að áður en Ung-Tyrkir náðu Konstantínópel á sitt vald hafi Ábdul Hamíd haft í huga, að láta hermenn, og Kurdaþjóðflokkinn, myrða fjölda Grikkja, og Armeninga. — Hafi hann vænzc þess að stórveldin skærust þá í leikinn, og sendu flota til Konstantínopel, og myndi þá skipast svo, að ekkert yrði af árás Ung-Tyrkja á höfuðborgina. I ráðaneyti Ung-Tyrkja er Tewfik for- sætisráðherra, en hermálaráðherrann er nefndur Golib. Talað er um, að megnið af eignum Abdul Hamíd’s muni verða gert upptækt, með því að hann hafði sölsað undir sig rikisfé. Abdul Hamíd hefir verið fluttur til borgarinnar Salonikí, og er þar i gæzlu. — Áður en hann fór úr höll sinni kvað hann hafa drepið eina af konum sínum, sakir afbrýðisserai, en ellefu voru þær, er hann tók með sér. Nýja stjórnin hefir skorað á alla em- bættismenn, að láta stjórninni í té skýrslu um eignir þeirra, og hvernig þær hafi komizt í þeirra hendur, mun lita svo á, sem sums só ef til vill miðlungi vel aflað. Eoskur blaðamaður átti nýlega tal við nýja soldánin, Muhamed fimmta, og fór- ust soldáni orð i þá átt, að hann ætlaði að reynast stjórnarskránni, frelsinu og framförunum trúr. Uppáhalds-sonur Abdul Hamíd’s, sem nefndur er Burhan Eddin, flýði nýlega til Litlu-Asíu, og er mælt, að hann reyni að blása þar að uppreisnarkolura, og hef- ir hann unnið presta i borgunum Aleppo og Bagdad, til þess að prédika um „helg- an ófrið“, sem öllum sé skylt að hefja gegn Ung-Tyrkjum. Mælt er og, að hann ætli sér að fara til Mekka, hinnar helgu borgar Mubameds- trúarmanna á Arabalandi, og láta gera sig þar að soldáni. — — — Bandaríkin. Ofsa-stormur geisaði ný skeð i miðríkjum Bandaríkjanna. — Biðu nokkur hundrað manna bana, en skaðinn metinn 5 millj. dollara. — Félagið „Svarta höndin“, sem fremur morð, og ýmsa óknytti, kveikti nýlega í húsi í New-York, er Italir, sem félagið var ósátt við, bjuggu í. — Þar brunnu inni 8 menn, þar á meðal 6 börn. Gamli John Rockefeller, sem talinn er auðugasti maður i heimi, lá fyrir dauð- anum, er síðast fréttist.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.