Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.05.1909, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.05.1909, Blaðsíða 2
10 2 Ameríski auðmaðurimi Píerpont Morqan hefir nýlega keypt málverk af hertogan- um í Norfold á Bretlandi fyrir 1,200,000 kr. Myndin er af dóttur Christiern’s II., Danakonungs, og málað af þýzka málar- anum Holbein, yngra (ý 1BB3). — Skilnaðarstefna þingvallafundarins. — o— Höfn, 3. maí '09. í fyrri grein* var sýnt fram á, að það takmark, sem íslendingum bæri nú að stefna beina leið að i stjórnrnálum sín- um væri skilnaður. Allt annað væri fá- j nýtt — og konungssambandið við Dan- mörku gæti ekki verið takmarkið, enda bæri nú ekki lengur um það að fást, úr því að Danir hafa neitað að viðurkenna | réttmætar kröfur hinnar íslenzku þjóðar. Skilnaður hefði og ávallt i rauninni — meira og minna Ijóst — vakað fyrir ís- lendingum; það gæfi sjálfstæðísbaráttan ó- tvírætt til kynna. Þess vegna væri það fávizkuhjal, er ráðgj. B. J. og fors. Kr. J. hefðu látið uppi i viðræðum viðDanium skilnaðarmál og skilnaðarmenn á Islandi. íslendingar liljóta sem sé að vera og verða skilnaðarmenn, ef þeir hyggjast ætla að sjá sjálfstæði sínu borgið til fullnustu. Mikill hluti þjóðarinnar hefir og óefað glögga hugmynd um þetta; hefir það lika komið greinilega í Ijós, að „skilnaðuru er meira en hugarburður, þar sem gerðir hafa verið skýrir stafir um þá stefnu í ályktuDum um sjálfstæðismálið. Hefðu skilnaðarályktanir verið bornar upp almennt á þingmálafundum 1907, í samhengi við kröfur þær, er þjóðin vildi að gerðar yrðu til Dana í samningun- ura, svo sem sú stefna, er ein væri sjálf- sögð, ef Danir reyndust ófúsir til við- urkenningar á fullveldi landsins, þá hefði vafalaust allur þorri kjósenda greitt at- kvæði með slikri yfirlýsingu. Það sýndi fylgi það, er þvílikar tillögur fengu á fundum, þar sem samþykktir voru gerð- ar um skilnað, t. a. m. á Seyðisfirði; á- lyktunÍD, er samþykkt var þar, endar þannio: „ . . . ella (o: ef Danir viðurkenna ekk, ríkisrétt landsins við eamningana) telur fundurinn fullan aðskilDað Islands og Danmerkur ekki einuDgis færa leið, heldur jafnvel hina æskilegustu“. Meðan menn voru ekki búnir að sjá svart á hvítu (enn þá einu sinni), hvern- ig DaDÍr brugðust við óskum okkar, vildu ýmsir, þótt skilnaðarhreyfingunni væru hlyntir, að ekki yrðu gerðar álykanir um það mál að svo stöddu. Þess vegna voru víða engar samþykktir um það gerðar, en nærri því allsstaðar mun skilDaður hafa komið til tals — og íékk að heita mátti hvervetna góðan byr. Hvað myndi þjóðin nú segja, er feng- in er full viss fyrir þvi, að Danir neita okkur um rétt okkar! — — *) Grein sú, er höfundurinn á við, mun hann hafa ætlast til, að kæmi 1 „Ingólfi11; en svo hefir ekki orðið. Þjóðvijlinn. XXIII., 26. Þótt þingmálafundirnir séu ekki tald- ir, er samt til frá árÍDU 1907 alls-herjar- ályktun um stefnuna, sem sé sú, er gerð var á Þiugvallaýundinum 29. júní, en á hann hafði þjóðin sent fulltrúa hvaðanæva af landinu. Þingvf. ál. var samþykkt í einu hljóði. Mikill meiri hluti þjóðarinn- ar hafnaði frumvarpi millilandanefndar- innar, með fram fynr þá sök, að kröfur Þingvallafundarins voru þar ekki upp- fylltar; þær áttu að vera grundvöllurinn. Og sérílagi hefir meiri hluti hins núver- andi þings bundist því, að hafa Þingvf.- ál. að sjálfstæðisstet'nuskrá, enda .margir núverandi stjórnargarpar — þar á meðal ráðgjafinn sjálfur — frumkvöðlar sam- þykktarinDar, sem fulltrúar á Þingvöllum. Eptir að ályktunin hefir krafist full- veldisviðurkenningar landinu til handa „í konungssambandi við Danmörku“, er klykkt út með þessurn hætti: „Fundurinn mótmælir allri sáttmálsgerð, er skemmra fer, oq telur þá ei annað fyrir höndum en skilnað landanna, ef eigi nást slíkir samningar, sem nefnd- ir voru“. Svona eru orð álykt. og þau virðast nokkurn veginn Ijós. Nú er þessi samningaleitun við Dani, sem Þingvallafundurinn og aðrir laDdsmálafundir áttu við, er þeir kröfð- ust að farið væri fram á ótvírætt fullrétti í „sambandinu“, um garð qengin. Því hefir ekki fengist framgengt, er Islend- lendingar vildu og töldu vera rétt sinn tvímælalausaD. Kemur þá að þvi, og því einu, er þjóðin ályktaði um að bæri að snúa sér að. þegar þessir „samningaru — og við þá eina var átt hvarvetna um landið, en ekki við neina framtíðarsamn- inga — gætu ekki fullnægt kröfum okkar. Þingvf.al. sem meiri hlut.i þjóðarinDar hefir fallist á og meirihlutaforingjarnir undirgeDgist að breyta eptir, tekur ræki- lega fram, hvað það sé, sem nú komi til mála. Sem sé skilnaður og ekkert annað en skilnaður! j Það var og vísvitandi tilætlan allra ÞingvallafulltrúanDa, eptir því sem kom fram í umræðunum. „Eigí annað fyrir höndum en skilnað- u,r landanna", þ. e. a. s. ekkert er nú annað er stefna ber að, ekkert annað tak- mark liggur nú fyrir en skilnaður. Kon- ungssamband við Danmörku hirðum við ekki um nú; það fékkst ekki viðurkennt hreint við samningana, og tiiraunir til nýrra samnÍDga við Dani um það ber okkur ekki að gera framar — enda mundi | slík verða til einskis eða ílls eins. Nú á að stefna að skilnaði beinaleið, ! segir ÞÍDgv.f.ál., — annað er ekki fyrir höndum! Fyrir meiri hl. þingsins er því að eins tvennt að gera: annaðhvort að keppa að skilnaði, samkv. Þingv.f.áh, eða hlaupast frá þeirri samþykkt, er hann þó sjálfur hefir játast undir og barist með. Og fyrir ráðgjafann, B. J., er ekki heldur nema um þetta tvennt að velja.— Ef dæma á eptir þeim orðum, erB. J. viðhafði um þessi efniá ferð sinni hÍDgað, er útlitið ekki sem glæsilegast. En vit- anlega getur hann virt þau orð sín að vettugi, enda er það bezta ráðið, sem hann getur tekið, ef hann ætlar sér að vera islenzkur Islandsráðgjafi. En þótt svo færi, að B. J. snerist móti skilnaðarhreyfingunni í staðinD fýrir að efla hana, þá verður þó að gera ráð fyrir. að flokkurinn (meiri hl.) kynoki sér við að svíkjast undan merkjum og vinna þannig til hefndar þjóðarinnar. Og skylda hans er: að vinna að því eptir megni — vísvitandi og ákveðið —, að Island geti sem fyrst skilið við Danmörku. Ætti hann að hraða sér að því að sýna þá stefnu út á við, með því (eins og 2. liður Þingvf.ál. gerir ráð fyrir) að lögleiða íslenzkan fána! 0. Sv. Grein Gísla Sveinssonar. —o— Að því er snertir grein hr. Grísla Sveins- sonar, sem birt er í þessu nr. blaðs vors, þótti oss sjálfsagt, að leyfa henni rúm í blaði voru, svo að höfundinum gæfist kostur á, að gera almenningi skoðun sína kunna. A hinn bóginn viljum vér geta þess, að vér erum höfundi greinarinnar í sum- um atriðum ósamdóma, og þó einkum að því leyti, að vér getum eigi talið, að full reynt sé, að þvi er snertir samninga-um- leitanir við Dani, fyr en heyrzt hefir, hverjar verða undirtektir þeirra, að því er snertir sambandslagafrumvarp það, er ný af staðið alþingi samþykkti. Á lauslegu hjali, áður en málið var útkljáð á alþÍDgi, verður eigi byggt. Ea þegar greint svar er fengið af Dana hálfu, þá fyrst kemur til álita, kvað til bragðs skuli taka, og það mál gerir „Þjóðv.“ þá væntanlega að umtalsefni. lög, samþykkt a alþingi. —o— XLI Lög um breyting :• lögum uiii stoínun lands- banka 18. sept. 1885. (Á- kveðið, að bankastjórar skuli vera tveir, með 6000 kr. árslaunum hvor, og tveir gæzlustjórar, með 1000 kr. árslaunum. BankastjóraDa skipar ráðherra, en gæslu- stjórana kýs alþingi, til 4 ára í senn. Laun bókara bankans eru ákveðin 3B00 kr., en féhiiðis 2400 kr., og geta þó, að víð bættu þúsundgjaldi orðið alls BOOO kr. — Núverandi féhirðir landsbankans heldur þó lauDakjörum þeiro, sem hann nú hefir. Bankastjóra Tr. Gunnarssyni ákveðin 4000 kr. eptirlaun, láti hann af forstöðu landsbankans.) XLII. Lög um aðllutnings- bann ft áíeng-i. (Blað vort hefir áður minnzt máls þessa svo ýtarlega, að

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.