Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.07.1909, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.07.1909, Blaðsíða 3
XXIII., 31. .Þjóðviljinn' 123 KONUNGL. HIRB-VERKSMIÐJA. Bræöurnlr Gloetta mæla með sínum viðurkenndu Sjðk<>luðe-lef;'unduin, sem eingöngu era • búnar til úr fínasta Kakaó, Sykri og Vanille. Enn fremur Kakaópúlver af beztu tegund. Ágætir vitnisburðir frá efnafræðisrannsóknarstofum. tiutaféiagið De tato Víi & KonservBs Faliríter. ||. g. |pcauvais Leverandör til Hs. Maj. |j§. gasmuscn Kgl. Hof-Leverandör Kongen af Sverige. Kaupmannahöín. Faaborg. selur: Niðursoðnar vörur. — Syltuð ber og ávexti. — Ávaxtavökva og á- vaxtavín. REYKJAYÍK 9. júlí 1909. ina, Stefán Stefánsson, skólameistari, talaði fyr- •ir minni Jóns Sigurðssonar, Karl Finnbogason fyrir íslandi og ýmsar fleiri ræður voru haldn- ar. Kl: i hófust iþróttirnar, og reyndu monn með sér: glímur, stökk fhástökk, stangarstökk og langstökki, hlnup, kappgöngu, sund og knatt- leik. Yerðlaun voru veitt fyrir hvert um sig. Glimumönnunum var skipt i 5 flokka, eptir þyngd, i 1. flokki voru þeir, er léttari voru en '90 í 2. flokki 90—120 H. þungir menn, i 3. flokki þeir, er vógu 120—145 ti., í 4. flokki 145 —165 tL þungir menn, og i 5. flokknum voru loks þeÍT, er þyngri voru en 165 tL í móti þessu tóku þátt menn úr Eyjafjarðar- og Þing- •eyjarsýslum auk lieimamanna á Akureyri. 6ög, samþgkkt á alþingi. —o— LIV. Lög nm námskcið verzlnnarmanna. — í 1. gr. laga þessara segir, að kaupmenn, kaup- íélagsstjórar, og aðrir þeir, sen* reka ve zl- anir, eða veita verzlunum forstöðu í kaup- stöðum, skuli, þá er þeir taka unglinga, ytngri en 18 ára, til verzlunarnáms ann- ast um, að gerður só skriflegur náms- samningur, og ber hlutaðeigandi lögreglu- stjóra að rita á samninginn vottorð sitt þess efnis, að hann sé saminn á þann hátt, sem lögin mæla fyrir, og er samn- ingur að öðrum kosti ógildur. Að öðru leyti er í lögunum ýms á- kvæði um greinda samninga. LV. Ijög uni viðauka við lög nr. 80 32. nóvember 1907. (Efnis laga þessar, um rétt vissra bókasafna til þess að fá eintök af því sem prentað er hér á landi, hefir áð- ur verið getið hér í blaðinu.) Tíðin. Stöðagt sama einmunatíðin, hitar og stillur. Skúli Thoroddsen, ritstjóri hlaðs þessa, fór til ísafjarðar með „Yestu“ 3. þ. m. og dvelur þar um hríð. í fjarveru hans sér Sigurður Lýðs- son um blaðið. Ungmennafélagið lætur nú vinna af kappi að smíðun sundskála við Skerjafjörð. Á hann að vera fullgerður fyrir 1. ágúst. s/s „Vesta“ fór 3. þ. m. til útlanda vestur og norður um land meðal farþegja: Guðmundur T. Hallgrímsson læknir, og stúdentarnir Guðmund- ur Ásmundsson, Sigurður Sigurðsson, Skúli S. Thoroddsen og Theódór Jakobsson. Danska fyrirlestrakonan Hulda Hansen, sem getið hefir verið um áður hér í blaðinu, talaði á föstudagskvöldið var um kvennréttindahreif- inguna i Danmörku. Þingholtsstræti hefir nú verið lengt svo að það nær alla leið suður á Laufásveg, og kvað vera f ráði, að lengja það ef til vill líka á hinn veginn svo að það nái.yfir að Hverfisgötu. Prentsmiðja Þjóðviljans. I I I 12 „Jeg var þá korn-ungur!“ auzaði hanD, og drattað- ist burt. Jeg ætlaði að ganga á eptir honum, en heyrði Ge- •org þá kalla til min. „Komdu nú!“ mælti hann. „Vér höfum beðið lengi •eptir þór! Eða ætlarðu að verða hér eptir?u Jeg varð nú að fara á hestbak og fylgjast með fé- lögum mínum. Áður en vér höfðum riðið trjágöngin á enda, leit eg þó við, og virti fyrir mér húsið að nýju. Aðal-beykistöð vora höfðum vér á heimili Middlet- onanna, frænda Georgs, og var það glaðværðar-heimili. Var oss tekið þar forkunnar vel, einkum af kvenn- þjóðinni, eins og vér værum synir húsráðanda, sem ný komnir værum heim úr hættulegri langferð. Auðvitað urðum vór að skýra sem greinilegast frá öllu ferðalaginu, og tókust þeir Georg og Boom það á hendur. Gátu þeir þá og um gamla húsið, sem vér gistum i, og tók eg eptir því, að forvitni áheyrandanna fór þá æ meira og meira vaxandi. Að lokutn mælti hr. Middleton: „Ekki skil eg í þvi, að þór hafið verið heila nótt í Hvíthöll, og komist þaðan óskemmdiru. „Jú, óskemmdir komumst vér þaðan, eins og þú «érðu, svaraði Boom, ^en hefðum vér eigi feDgið gistingu þar, efast eg um, að þú hefðir nokkuru sinni séðmiglif- andi, því að jeg var dauðuppgefinn, er vér komum þang- að. - - En er annars nokkuð athugavert við staðinn?u „Jeg vildi jeg gæti sagt yður það!u svaraði ung- frú Middleton, dóttir húsráðanda. „Heyrðu pabbi! Þú 9 En svo hætti það allt í einu, og lagðist eg þá apt- ur lil svefns, er eg hafði hlerað stundarkorn. Rétt á eptir kipptist eg þó allur til er eg heyrði, að gengið var hægt, og þó þunglamalega, frá glugganum að hurðinni, og járnslá smellt fyrir hana. Nú varð allt hljótt í svip; — en svo heyrði eg, að veran geklt að gamla skápnum, og hljómur fór að heyr- ast, sem taldir væru penÍDgar. Rótt á eptir heyrði eg, að einhver dró að sér and- ann rétt hjá mér, og fann, að komið var við yfirsæng tnína, — þuklað á henni. SíiJan fann eg, að sterklega var gripið fyrir munn- inn á mór, og fékk eg þá ákafan hjartslátt. Og áður en eg gat hreift míg, var hinni hendinni .gripið um hálsinn á mér, mjög kraptalega. Jeg barðist um á hæl og hnakka, til þess að losna. En hvað þýddi þessi litla mótspyrna, sem eg gat veitt? Hvernig sem eg barði út öllum skönkum, varð ekk- ■ert fyrir mór, — jeg greip einatt í tómt, og þó var hald- ið jafn fast um hálsinn á mór, sem fyr. Mér fannst eg vera að gefa upp öndina, — fannst ■eg vera að deyja .... fannst dauðinn vera í herberginu hjá mér! Svo fannst mér vera farið burt með mig, líkami inlnn fiuttur til grafar. Mór fannst líkama mínum aflvana og liflausum, vera troðið í poka, fannst sláin tekin frá hurðinni, og pokinn •dreginn ofan stigann, út úr húsinu, út i garðinn, eptir votu grasinu, og þóttist finna ilminn af geraníu-jurtunum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.