Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.07.1909, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst
60 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og
I Ameriku doll.: 1.50.
Btrgist fyrir júnbnán-
afiarlok.
ÞJÓÐVILJINN.
■■■>.=|— Tutttjsasti o» þbibji áköanöub. =1--- ■■ =—
ZJppsögn skrifleg ögild
nema komiö sö til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
ntánaðar, og kaupandi
samhlila uppsögninni
borgi skuld sina fyrir
hlaðið.
M 31.
Reyxjavík, 9. Jtír.í.
1900.
Frá 1. júlí þ. á. til árslokanna geta
nýir kaupendur fengið „Þjóðv.u t'yrir að
eins
—• 1 kr. 75 aur. ••••
Sé borgunin send jafn frarnt því, er
beðið er um blaðið, fá nýir kaupendur
einnig ef óskað er
alveg ókeypis,
sem kaupbæti, freklega
200 bls. af skemmtisögum,
og geta, ef vill, valið um 8, 9., 10., 11.,
og 14. söguheptið í sögusafni „Þjóðv.“
I lausasölu er hvert af þessum sögu-
heptum selt á 1 kr. 50 a., og eiga nýir
kaupendur því kost á, að fá allan síðari
helming yfirstandandi árgangs blaðsins
(samtals 30 nr.) fyrir
= að cins 25 aura, =—
og kostar hvert tölublað þá minna,
en einn eyri.
Til þess að gera nýjum á-
skt*iíerwiiiin,og-öðr*um lcitvip-
endum blaðsins,sem liægast
fyrir, að l>vi er greiðslu aud-
vi rðisins snertir, skal þess
getið, að borga má við ítll-
ar aðal-verzlanir landsins,
er slika innskript le.yfii,entlit
sé útgeíandu aí lcítiijvitvitl-
itniim sent innskriptarskír*
teinið.
Grjörið svo vel, að skýra kunn-
ingjum yðar, ognábúum, frá kjörum þeim,
er „Þjóðv.u býður, svo að þeir geti grip-
ið tækifærið.
— ... Þeír, sem kynnu að vilja taka að
sér útsölu „Þjóðv.“, sérstaklega í þeim
sveitum, þar sem blaðíð hefir verið lítið
keypt að undanförnu, geri svo vel, að
gera útgefanda „Þjóðv.“ aðvart um það,
sem allra bráðast.
Utanáskript til útgefandans
er: Skuli Thoroddsm, Von-
arstrœti 12, Reykjamk.
t-iWi.—TErr
Kirkjueignir.!
Á síðasta alþingi var samþykkt þings-
ályktun, þar sem skorað var á stjórnina,
að undirbúa og leggja fyrir alþingi lög
utn aðskilnað rikis og kirkju.
Þetta er bæði mikið mál og mikil-
vægt, og mörgum virðast erfiðleikar á
framkvæmd þess að ýmsu leyti.
Eitt af þeim atriðum, sem um er deilt
i rnáli þessu er, hvernig ráðstafa skuli
hinum svo kölluðu eignum þjóðkirkj-
unnar.
Nefndin, sem íhugaði þingsályktun þá,
er að ofan getur í neðri deild, áieit, að
að visu væri ríkið hinn rétti umráðandi
allra fjármuna þjóðkirkjunnar, og bæri því
strangt tekið að taka undir sig allar eign-
ir hennar, ef riki og kirkjayrðu aðskilin,
en svo bætir hún við: „En af því að
þessar eignir eru kirkjunni gefnar eða í
hennar eigu komnar í þeim tilgangi, að
styðja trúarbrögð í landinu, þá hlýtur það
og rð vera skylda ríkisins, að verja árs-
arði þessara eigna í þeim tilgangi“. Og
bendir nefndin á, að réttlátast muni vera,
að rikið baldi öllum kirkjueignunum sem
sérstökum sjóði, en verji árlega vöxtun-
um af honum, til þess að skipta þeim
milli allra trúarbragðafélaga í landinu.
Eins og nefndin réttilega tekur fram,
verður þvi ekki haldið fram, að hin evan-
geliska lúterska kirkja eigi rétt á að fá
allar þessar eignir í sinar hendur, þvi að
mest af þeim hafi verið^efið til kaþólsku
kirkjunnar meðan hún var þjóðkirkja vor,
henni til eflingar, og eptir þvi sem mér
skilst, álitur nefndin ekki, að trúarbragða-
félögin hafi réttarkröfu til ársarðs eign-
anna, heldur sé þar að eins um sann-
girniskröfu að ræða.
Og þessi sanngirniskrafa á að byggj-
ast á tilgangi gefendanna.
En hver hefir nú verið tilgangur gef-
endanna?
Að styrkja og efla ákveðin trúar-
bragðafélög, en alls eigi að efla öll þau
trúarbragðafélög, sem til væru eða upp
kynnu að koma í landinu.
Eða hver getur látið sór detta í hug,
að sanntrúaður kaþólskur maður hefði lát-
ið einn eyri af hendi rakna í þeim til-
gangi, að fénu yrði síðar meir varið til
þess, að efla trúarbragðafólög, sem af al-
efli berðust á móti þeim trúarskoðunum,
er hann taldi þær einu réttu?
Það, að lúterska kirkjan fékk eignir
kaþólsku kirkjunnar i sínar hendur, verður
ekki réttlætt með því að vitna til tilgangs
gefendanna, enda var það ekki gert.
Þegar siðaskiptin urðu, var ekki trú-
frelsi í landinu — lútherskan var vald-
boðin — ekkert annað kirkjufélag var
þolað.
En um leið og kaþólsku kirkjunni
var meinuð landsvist sló rikið eign sinni
á eigur hennar — þær voru í raun og
veru gerðar upptækar.
Það er því ríkið, en ekki lúterska
kirkjan, sem eignirnar fékk, þótt nokkr-
um hluta þeirra væri varið i þarfir lút-
ersku kirkjunnar. Það sést bezt á því.
að töluverðan hluta kirkjueignanna seldi
ríkið, án þess það kæmi lútersku kirkj-
unni að nokkru gagni.
Sannleikurinn er því sá, að síðan siða-
skiptin urðu hefir þjóðkirkjan engar eign-
ir átt, en hitt skiptir engu máli, þótt rík-
ið hafi haldið nokkrum hluta þeirra eigua,
er það tók af kaþólsku kirkjunni, sem
sérstökum sjóðum, og varið þeim, eða
vöxtum þeirra, í þarfir þjóðkirkjunnar
lútersku.
Og á þenna eignarétt ríkisins getur
aðskilnaður ríkis og kirkju engin áhrif
haft. Hann hefir það eitt í för með sér,
að þjóðfélagið hættir að hafa skyldu til
að styðja og vernda hina evangelisku
lútersku þjóðkirkju, sem stjórnarskráin
nú leggur því á herðar.
Svo má og geta þess, að ríkið hefir
tekið á sig ýmsar af skyldum þeim, er
þjóðkirkjan áður hafði, eða þjónar henn-
ar, svo sem eptirlit og umsjón með fræðslu
barna, og að sumar gjafirnar einmitt voru
gefnar í því skyni, að hún betur gæti
fullnægt þeim kröfum, er til hennar væru
gerðar i þessu efni.
Þá fyrst er trúfrelsishugmyndinni a&
fullu komið i framkvæmd, er ekkert trú-
arbragðafélag nýtur styrks eða stoðar rík-
isins, því að þeir verða ávallt nokkrir,
og ef til vill margir, er stundir liða, sem
standa fyrir utan öll kirkjufélög, og verða
þeir fyrir misrétti, ef farið er að styrkja
trúarbragðafélög af landsfé, enda þótt öll-
um slíkum félögum í landinu sé gert jafn
hátt undir höfði.
Það er ekki nema sanngjarnt, að leit—
ast sé við, að gera öllum aðskilnaðinn sem
léttbærastan, en eigi að síður vorður að
halda því föstu, að þjóðkirkjan á engar
eignir nú, og að það er gagnstætt til-
gangi þjóðfélag9ins að verja fé til efl-
ingar trúarbragða.
L.
Iresiastefnari.
Prestastefua var háð á Þingvöllum 2»
—4. júlí. Hana sóttu 32 prestar alls, auk
biskups.
Voru þar haldnir fyrirlestrar og rætt
um ýms hin helztu mál kirkjunnar: Lekt-
or Jón Helgason talaði um kenningar-
frelsi presta, síra Gísli Skúlason um
undirbúningsmenntun presta, síra Magn-
ús Helgason um kristindómsfræðslu ung-
menna, síra Haraldur Níelsson um kveld-
máltíðarsakramentið“, síra Böðvar Bjarna-