Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.07.1909, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.07.1909, Qupperneq 2
130 Þjóbviljinn XXIII., 33. etjórn þeirra á Iodlandi. Sjálfur vill hann engar upplýsingar gefa um það efni. Bússland. 29. f. ra. kom saman í Pétursborg nefnd finnskra og rússneskra manna, er átti að gera út um takmörkin milli sórmálalöggjafarvaldsins fínnska og og hins rússneska alríkislöggjafarvalds. Af Rússa hálfu var því haldið fram að Finnland væri samkvæmt rússneskum grundvallariögum óaðskiljanlegur hluti úr Rússlandi, en Finnar vildu að sjálfsögðu halda sér við sín grundvallarlög, var svo fundum frestað fram í september, til þess að Finnar gætu lágt fyrir nefndina skrif- lega skýrslu um málið. Nýskeð er látinn Fr. Martens heims- frægur þjóðréttarfræðingur og íriðarvinur mikill Hann var háskólakennari í Pét- ursborg í þjóðarrétti og hefir ritað margt í þeirri grein. Þegar Rússakeisari 1899 boðaði til friðarfundatins í Haag fól hann hoDum undirbúningsstarfið, sömuleiðis undirbjó hann friðarfundinn 1907, og sat á báðum þessum fundum, sem hinn þjóð- réttarfróði fulltrúi Rússlands. Hann var af þýzkum ættum, var fæddur 1845, og og því að eins 64 ára gamall. Tyrkland. All-agasamt er enn þar j i landi, og gengu jafnvel sagnir um það ! hér á dögunum, að her stjórnarinDar hefði j beðið ósigur fyrir Albanningum, er upp- reist hefðu gert, en það er ekkert að vita nema það sé uppspuni einn. Til mestu vandræða horfir út úr eyjuDni Krít, sem löngum hefir unað íllayfirráð- um Tyrkja, og fyrir nokkrum árumfékk sjálfstjórn svo víðtæka, að það var ekki nema að nafninu sem hún stóð undir tyrkneskum yfirráðuro. Nú vilja eyja- skeggjar helzt að Krít santeinist Grikk- landi, en það vilja Tyrkir með engu móti leyfa, og stórveidin verða því að reyna að miðla málum. Þau hafa haft setulið í eyjunni, og flota við hana, en ætluðu að kveðja það heiœ 1. júli, en nú var sagt um daginn, að þau hefðu séð sig um hönd, og ætiuðu að lá'ta flotann vera kyrran, og á hann að gæta þess að hin DÚverandi stjórnarfarslega staða eyjarinnar hald- ist óbreytt. Egyptaland. Sagt er að félag það er á Suezskurðinn sé um þessar mundir að semja við Egypta um framlenging á einka- leifi sínu, og ætli ef samningar takast, að grafa aDnan skurð jafnhliða hinum gamla og hækka um leið upphæð hlutafjárins. ivíviFðilcgar getsakir. —o — Osvífni sumra minnihluta málsvaranna keyrir nú úr hófi fram. Stöðugt stagast þau á þeim tilhæfu- iausu ósannindum, að meiri hlutinn — sjálfstæðismennirnir — hafi í fyrra sumar flekað og tælt kjósendur. Öll þeirra mót- spyrnu gegn frumvarpinu hafi verið af þvi sprottin, að þeir hafi viljað Dota sam- bandsmálið til þess að komast að völdum. Það er undarlegt með þessaimenn, að þeiin virðist það með öilu óskiljanlegt, að nokkrum mótstöðumanna þeirra^ gangi annað til afskipta sinna af landsmálum, en valdafikn og persónuleg hagsmuna- von. -v" MJS Það er undarlegt að heyra þá menn vera að bregða mótstöðumönnum sínum um, að þeir hafi flekað og tælt kjósendur, sem í guðslaDgt fyrra sumar héldu að þjóðinni röngum skýringum á uppkast- inu, og gylltu það á allar lundir, til þess að reyna að fá hana á sitt mál. Og það bæri vott um stórkostlega sið- epilling, ef íslenzka þjóðin tii lengdar léti mönnum haldast uppi jafn svívirði- j legt atferli. -Það er líka dirfska í meira lagi ef þeir gera sér von um að telja þjóðinDÍ trú, að allir þeir meiri hluta menn, sem eitt- j hvað kveður að, séu sannfæringar- og sam- vizkulausir þorparar, er að eins hugsi um völd og persónuleg arðsvon. Finnast mönnum jafn svívirðilegar getsakir eiga nokkra mildi skilið? Finnst mönnum samvizkusemin öll vera og verið hafa „heimastjórnarinnar1* megin? Yæri ekki mál til komið fyrir almenn- ing að fara að taka í taumana, ætlar ís- lenzka þjóðin að láta innlimunarmönnum haldast uppi að vera að spilla hennar málstað utan lands og ÍDnao? Og hvemig halda menn að innræti þeirra manna sjálfra sé, sem aldrei geta álitið að mótstöðumönnunum gangi annað til en persónuleg bagsvon? L. Ritsímaskeyti. til „Þjóðv.u —o— Khöfn 17. júlí 1909. Frá Þýzkalandi. Bethmann-Hollweg, innanríkisráðherra, orðinn kanzlari Þýzkalands. Frá Persalandi. I Teheran er uppreist. Shahinn flú- inn á náðir rússneska sendiherrans. Frá Danmörku. Christensen er ósveigjanlegur. Nefnd- in í, landvarnarmálinu er 5 klofin og ráðalaus. “Khöfn 21. júlí 1909. Frá Frakklandi. Flotarnálaþref hefir steypt ölemen- ceau skyndilega. Frá Marocco. Kabylar í Marocco berja á Spánverjum. Frá Grikklandi. Ráðaneytisskipti á Grikklandi. Rhallys tekinn við stjóm. Frá Persalandi. KrÓDprioz Persa tekinn þar við ríkis- stjórn eptir föður sinn. (I síðasta blaði „Þjóðv.“ var skýrt frá því, hvernig á því stendur, að kanzlari Þýzkalands, Billow, hefir sagt af sér, að það er sökum þess, að meiri hluti þings- ins er honum andvígur í skattamálinu, hefir nú Bethmann-Hollweg tekið við þe3su vandasama embætti. Þessi ósveigjanleiki Christensens er sjálísagt gegn landvirkjatillögum stjórnar- innar, og það, að nefndin er timm-klofin, bendir til að ekki einu sinni Neergaards- vinstrimönnum (stjórnarliðum) og hægri- mönnum hafi tekiat að verða að öllu leyti sammála. Er nú útlit fyrir, að ekkert nái fram að ganga i hervarnarrnálinu nema tillögur Christensens og hans manna, ef hægrimenn og stjórnarmenn heldur kjósa að fallast á þær, en að málið ónýtist með öllu, eÍDs og skeytið helzt virðist be.uda til. Clemenceau hefir verið forsætisráð- herra Frakka síðan haustið 1906, eða hátt á 3. ár, og er það sjáldgæft á Frakklandi að ráðaneyti verði svo langlíft. Krónprinzinn í Persíu sá er við völd- um hefir tekið heitir Hussein Ali Mirza og er að eins 14 vetra gatnali, faðir hans sem orðið hefir að láta undan uppreisD- armönnum og segja af sér heitir Muhain- ed Ali Mirza og hefir hann að eins ríkt í rúm 2 ár.) Aöaf-fundur íslandsbanka. —o— Ár 1909 hinn 16. júlí var haldinn aðal- fundur i Islandsbanka og fór þar fram: 1. Landritari Kl. Jóns9on skýrði fyrir hönd fulltrúaráðsins frá starfsemi bank- ans síða9tl. ár og útlistaði helztu atriðin Úr reikningi bankans það ár. Lýsti hann því jafofrarot yfir fyrir hönd tulltrúaráðs- ins, að bankinn hefði unnið mikið Og lof- samlegt starf árið sem leið, sem banka- stjórnin ætti þakkir skilið fyrir af hálfu fulltrúaráðsins. 2. Framlögð endurskoðuð reiknings- uppgerð með tillögu um, hvernig verja skuli arðinum fyrir árið 1908 og var með öilum greiddum atkvæðum samþj'kkt að verja arðinum á þann hátt, sem lagt er til á 4. bls. reikningsins. Fá hluthafar þá 61/2°/o í arð af hlutafé sínu fyrir árið 1908. 3. Framkvæmdastjórn bankans var í einu hljóði gefin kvittun fyrir reiknings- skilum. 4. Statsgældsdirektör P. 0. A. Ander- sen, sem fara átti úr fulltrúaráðinu af bluthafa hálfu, var í einu hljóði endur- kosinn. 5. Endurskoðunarmaður var í einu hljóði endurkosinn amtmaður J. Havsteen. 6. Kaupmaðnr Ásgeir Sigurðs^on stakk upp á, að hluthafar vottuðu banka- stjórninni þakkir sínar fyrir mjög góða frammistöðu sína í þarfir bankans árið sem leið. Var það samþykkt með lófa> klappi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.