Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1909, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1909, Side 2
134 PP E> J Ó Ð VIL J í N N. XXIII., 34.-35. lands, og tekið þar kristna trú, áður var hann gyðingatrúar, hafi hann þá og skipt nm nafn og kallað sig Harting. Komst hann í þjónustu keisara og hafði mörg embætti á hendi, þar til hann loks varð yfirmaður rússnesku leynilögregluDnar í Paris, svo sem áður er sagt. Burzew fullyrðir, að Harting beri á- byrgð á Doggerbank-málinu, þar sem rúss- nesk herskip skutu á enska botnverpinga þvi að hann hafi símað til Roshdestvenski að það lægju japanskir tundurbátar með- al ensku fiskiskipanna. — Burzew hefir enn fremur skýrt frá því, að ?' París sé skrifstofa, er rússneskur lögreglumaður, Blints að nafni, veiti forstöðu; hún hef- ir það hlutverk með höndum, að komast yfir bróf byltingarmanna, og jafn vel ann- ara, sem einhver viðskipti hafa við Rúss- iand. Lætur hún stela bréfunum, eða beitir mútum til þess að ná í þau. Og skrifstofa þessi segir hann að sé í höll sendiherrans rússneska í París. — Bur- zew segir enn fremur, að Landesson, sem hann nefndi sig 1890, sé ekki rétta nafn- ið á bófanum, heldur heiti hann Abraham Heikelmann. Út af hneyksli þessu hafa orðið um- ræður í franska þinginu, og hefir Cle- menceau yfirráðgjafi lýst því yfir, að hór eptir fái ekkert riki að hafa leynilögreglu í París; frakkneska lögreglan sé sjálf þess megnug, að vernda erlenda þjóðhöfðingja, er til Parísar koma. ítalía. Þar hefir fyrir þinginu nú í júlímánuði legið frumvarp um að láta verzlunarskip anDast póstgöngur. Mál þetta hefir orðið að gífurlegu æsinga- og kappsmáli t. d. má geta þess að fram hafa komið í því 24 dagskrártillögur og 111 breytingartillögur. 7 júlí varrimm- an hörðust, komst einn þingmaðurinn af flokki lýðveldismannaColajani meðal arm- ars svo að orði, að þar sem ráðherra hefði áð- ur fyrirsviksamlegan fjárdrátt verið dregin til ábyrgðar, þá væri nú ástæða til þess að krefja einn fulltrúa i öldungadeildinni og nokkra ráðherra reikningsskapar. Póst- málaráðherrann varð æfur af reiði út af ummælum þessum, og ætlaði hvað eptir annað að hlaupa að Colajani og berja hann, en hinir ráðherrarnir öptruðu hon- um frá þvi. Hávaðinn og gauragangur- inn í þingsalnum varð að síðustu svo mikill að forseti sleit fundi til bráðabirgða, og lót ryðja áheyranda-pallana, og er ærslunum eigi að síður ekki linti, sleit hann þingfundinum fyrir fullt og allt. — Annars er það ekkert einsdæmi að slíkt uppþot verði þar á þingi. Tyrkland. Sagt var að ef stórveldin meinuðu Krít að sameinast Grikklandi myndi verða upphlaup þar seint í júli- mánuði, og kristnir menn veita múham- edsmönnum atgöngu og drepa þá. Serbía. Allt af er grunnt á þvi góða milli Austurrikismanna og Serba. Ný- lega komu Serbar að nokkrum Austur- rískum hermönnum, er voru staddir á ey i Dvínafljóti, er Serbar eiga, urðu þeir hinir reiðustu og hafa mótmælt því al- varlega við stjórnina í Yínarborg að Aust- urrískur her vaði inn i land sitt. Indland. Indverskir stúdeutar, er fara til Lundúna til þess að leita sér menntunar, ganga margir í félag byltingarmanna ind- verska, er losa vilja Indland undan yfir- ráðurn Englendinga, og er sagt, að auð- ug indversk kona, sem búsett er á Eng- landi styrki þá með fjárframlögum. Um þessar mundir eru um 1200 indverskir stúdentar í Lundúnum, og sagt, að lög- reglaD hafi eptirlit með 700 af þeim, sem grunaðir eru um byltÍDgarhugarfar. Ann- ars er hreyfingin gegn Englendingum á Indlandi að vexða ískyggileg. Byltinga- mennirnir frá Bengal, 8ðal-aðseturstað þeirra, á kreiki út um allar sveitir, og víða eru festar upp áskoranir, þar sem skorað er á Indverja að fara að Englend- ingum og drepa þá. ikáldiS Iwinburne. —O— Tímabilið, sem Yictoría drottning sat að völdum á Englandi, var mestablóma- öld í bókmenntum og skáldskap með þeirri miklu þjóð. Það var bókmenntaleg risa- öld. En nú eru risarnir að falla í val- inn, hver á eptir öðrum, og sæti þeirra auð. Swinburne, ef til vill mesta á- stríðuskáld 19. aldar, fallinn frá, en rétt á eptir honum söguskáldið Meredith, og F. Marion Crawford einum degi á nndaD. Swinburne var orðinn háaldraður mað- ur, er hann lézt, og hættur að yrkja fyr- ir löngu. Frægð sína alla hafði hann eignast fyrir nærri fjörutíu árum og ekki bætt stórum við hana síðan. Samt var lárviðarsveigur skáldsins ávalt um brá hans. Hann var eitt sinn einn allra- sterkasti andans kraptur með þjóð sinni og kvæði hans áttu undra-vaíd til eld- kveikju í brjóstum manna. Hann var ef til vill líkari Byron en nokkurt enskt skáld annað. Og eins og Byron setti hann sig út til að hneyksla landa sína á allar lundir. Hvergi er vel- sæmistilfinningin jafn sterk og roeð Bret- um. Væri þjóðin jafn dyggðug í raun og veru og velsæmistilfinning hennar er næm, væri hún lang dyggðugasta þjóð heims. En æði roargt þykir benda til, að þessi velsæmistilfinning brezkrar þjóð- ar sé opt dularkufl, er óbugaðar ástríður bregða yfir sig. Að minnsta kosti hafa sum beztu skáld bennar þótzt sjá þetta, og sett sig út til að rifa dularkufl þenn- an sundur ómjúkum höndum og sýna það, sem inni fyrir býr í allri nekt. Swinbume var umfram fiest skáld önn- ur uppreistar-skáld. Hann æddi hams- laus gegn valdi vanaDS og hefðarhelg- inDar. Konnnga hataði hann af öllu hjarta og gjörði þá að skotspæni ádeilu sinnar. Lýðveldið var það stjórnarfyrirkomulag, er hann unni mest. Orð nógu nöpur handa keisaranum á Rússlandi og Nap- oleoni þriðja sýndist hann aldrei finna, þrátt fyrir dæmafáa orðgnótt og orðfimi.. FreLisástin, sem blós yfir Norðurálfu eina og bál fyrir vindi, náði hvergi hærri tón- um en á strengjum skáldhörpu hans. Bar- átta Italiu við að losast úr fjötrum Aust- urríkis, afreksverk Garibaldi, speki Maz- zini, — voru allt eptirlætis yrkisefni hans. Trúarbrögðin virtist hann opt hata, að minnsta kosti þá mynd þeirra, sem hann hafði fyrir augum, og skæðari örum hefir enginn skotið i garð kirkjunnar. Ed eigi þótti Iífs9peki hans að sama skapi haid- góð: Drekkum og verum glaðir í dag^ á morgun deyjum við. Siðalögmálið, sem fengið hefir vanans hefð, virtist hann opt fyrirlíta og vilja fótum troða. Astríðan, einkum ástin, var eldur í öllum skáld- skap hans og þar var hann svo heitur og taumlaus, að hann hneykslaði helzt alla. Auk þess ritaði hann mikið í gagn- rýnisáttina í bundDU máli með frámuna- legum fimleika og var eins og logaði á pennanum. en tilfinningar þeirra, er lásu, ýfðust upp til andmæla og gremju við á- deílur hans; fengu þeir þó um leið auð nýrra hugsana og var eins og stormur sópaði brott rykmekki aldaDna frá aug- um þeirra. Síðari ár fóll ró og næði yfir hann. Orti hann þá enn töluvert, en fátt af því segja menn að muni endast lengi. En það, sem hann orti á bezta skeiði, lifir að líkindum meðan ensk tuDga verður töluð, eða lengur og það var mikið. Frelsis- óður hans mun aldrei deyja. Með brenn- andi Ijóðum hefir hann kennt mönnum að elska frelsið betur en menn höfðu áð- ur kunnað. Með Ijóðum sínum jók hann líka að miklum mun listfengi enskrar ljóðagerðar. Hann tók þar við sem Shelly ungur hætti — sá stór-gáfaði bragsnill- ingur brezkrar þjóðar. Swinburne tókst að sýDa betur en nokkrum öðrum hefir tekist, hve míkla hljómfegurð ensk tunga á til, þegar rétt er með hana farið, hvo mikiun fimleika léttasta hugbrigðaleik sál- j arlífsins. Af öllum tegundum Ijóðagerð- j ar, er hann lagði rækt við, komst hann | eflaust hæðst í lýriskum Ijóðum, smá- hugbrigðaljóðum, er sungu sig inn í huga þeirra, er lásu. Hugsanaallið, sem hann var gæddur (the fundamental brain-pow- er) þykir eigi hafa verið að sama skapi veigamikið. Það hefir verið sagt um skáldskap hans, að hann verði að lesa með eyranu. Söguskáldiðogaldavinurhans^ George Meredith, sem lifði nógu lengi til að mæla nokkur orð yfir kistu hans, sagði um hann, að hann væri sjálfboða söngvari allra enskra barna. Algernon Charles Swinburne var fædd- ur 5. apríl 1837, og lézt 10. apríl 1909. I meir en fjórðung aldar hafði hann bú- ið hjá vini sinum, listamanninum Theo- dor Watts-Dunton. Hann var grafinn í grafreit litlu BoD-kirkjunnar á Wight- 6y]U‘ [BREIÐABLIK.J

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.