Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1909, Blaðsíða 3
XXIII, 34.-85.
Þ JÓÐ V IX. JI N N
135
rúmáladeila
Sestur-Islendinqa.
—O—
Menn væntu tíðinda af kirkjuþingi
"Vestur-íslendinga, sem háð var síðustu
viku júnímánaðar.
Það var vitanlegt, að all-mikill ágrein-
’ingur hefir verið þar siðustu árin, milli
fiylgismanna gömlu guðfræðÍDnar og á-
hangenda hinnar nýju, sern síra Friðrik
Bergmann hefir beitt sér fyrir. Fyrir því
var það, að forseti kirkjufélagsins í ávarpi
8Ínu til þingsins, lagði það til, að skip-
nð væri 5 manna nefnd til þess að reyna
að jafna ágreininginn, var það gert, en
varð árangurslaust, samkomulagi varð
ekki náð, en á þinginu urðu rniklar um-
ræður um málið, og komu fratn þrjár til-
lögur, eina flutti Friðjón Friðriksson, fyrv.
kaupmaður fyrir hönd fylgismanna görnlu
guðfræðinnar, og hljóðar hún þannig:
Þingið lýsir yfir því, að stefna sú, sem mál-
gagn kirkjufélagsins, „Sameiningin", hefir hald,-
ið fram á liðnu ári, sé réttmæt stefna kirkju-
félagsins, en mótmælir þeim árásum á þá stefnu
sem komið hafa fram innan kirkjufélagsins frá
síra Friðrik J. Bergmann í tímariti hans „Breiða-
hlikum“. Og út af þeim árásnm gerir þingið
eptirfylgjandi þingsálykt-anir:
1. Kirkjufélagið neitar, að trúarjátningar
kirkjufélagsins séu að eins ráðleggjandi en ekki
bindandi, eins og haldið hefir verið fram af Fr.
J. Bergmann i Breiðablikum.
Trúarjátningar eru bindandi, þar til þær eru
af numdar.
2. Kirkjuþingið neitar þvi, að kennimenn
kirkjufélagsins hafi rétt til að kenna hvað seoj
þeim lizt, jafnvel þó þeir geti sagt, að þeir séu
að kenna eptir beztu samvizku og sannfæring.
Þeir hafa ekki leyfi til að kenna innan kirkju-
félagsins nokkuð, er kemur í bága við það, er þeir
hafa skuldbundið sig til að kenna, sem prestar
kirkjufélagsins.
3. Kirkjuþingið neitar, að trúarmeðvitund
mannsins hafi úrskurðarvald yfir heilagri ritn-
ingu og megi hafna orðum hennar eptir vild, og
þeirri niðurstöðu, sem af þessu, flýtur að biblían sé
óáreiðanleg bók. Aptur á móti lýsir kirkjuþing-
ið yfir því, að það haldi fast við þá játningu
kirkjufélagsins, að öll ritning sé guðs orð, áreiðan-
leg og innblásin, og að hvað eina beri þar að
dæma eptir mælikvarða biblíunnar sjálfrar.
Aðra flutti George Peterson, lögræðing-
ur fyrir þeirra hönd, er fylgja hinni nýju
guðfræðisstefnu, hún er svo látandi:
Til þess að trúmála-ágreiningur sá, sem á sér
stað, verði eigi kirkjufélagi voru til tjóns, leyfi
eg mér að bera fram svo hljóðandi tillögu, er
komi í stað þeirrar, sem þegar er fyrir þinginu:
1. Að báðar skoðanir, sem fram hafakomið,
séu álitnir jafn réttháarí kristninni og kirkjufélagi
voru, þegar þeim er haldið fram á grundvelli
trúarinnar, og þeir sem þeim fylgja, hvorri um
sig, megi ræða það, sem 1 milli ber í friði, í
fullu trausti þess, að sannleikurinn verði ofan á
að síðustu.
2. Að prestar og leikmenn safnaða vorra séu
eigi vittir, hvorri skoðun sem þeir fylgja, og það
sé eigi áliti þeirra né virðingu í kirkjufélaginu
að neinu leyti til hnekkis eða skerðingar.
8. Að fræða megi almenning safnaða vorra
bæði í ræðu og riti, bæði utan kirkju og innan,
um hinar nýju bibliurannsóknir og niðurstöðu
þeirra, þegar það er gert i trú á föður, son og
heilagan anda, í ljósi játningarrita kirkju vorrar,
í þeim tilgangi, að fjarlægja ásteytingarsteina
og efla trú í hjörtum manna.
4. Að halda megi áfram að ra»ða það, sem
þessum skoðunum ber á miili, bróðurlega, bæði
einslega og opinberlega, en forðast að blanda
persónulegum á deilum eða fyrirdæmingum þar
saman við, og engum leyft að gefa í skyn beín-
Hnis eða óbeinlinis, að hér sé að eins um únitara-
trú að ræða annars vegar, en hinsvegar farísea-
hátt og trúhræsni.
5. Að báðar skoðanir hafi jafnan rétt til að
skýra málstað sinn í málgagni kirkjufólaasins,
og hvorug fyrirdæmd.
6. Að kostað sé kapps um að láta ágrein-
ing út af skoðunum þessum eigi spilla kristi-
legri samvinnu né bróðurhug, og leitast við að
lækna þau sár, sem deilan kann að hafa valdið
hingað til.
7. Að kirkjufélag vort láti eigi deilu þessa
spilla samkomulagi við kirkjuna á íslandi, né
bróðurhug, svo vér getum orðið fyrir heillavæn-
legum áhrifum þaðan, og sjálfir stutt og eflt
kristlegan áhuga þar, með orðum og eptirdæmL
Loks bar síra Friðrik Hallgrímsson,
sem stendur utan við flokkana, fram svo
látandi tillögu, í því skyni að reyDa að
ná samkomulagi:
1. Kirkjuþingið mötmælir öllum þeim guð-
fræðisstefnum, sem beinlínis eða óbeinlinis af-
neita sannsöguleik þeirra grundvallaratriða krist-
indómsins, sem fram eru tekin í hinni postul-
legu trúarjátningu.
2. Kirkjuþingið viðurkennir réttmæti og
gagnsemi trúaðrar biblíurannsóknar, en álítur
hins vegar margar af þeim staðhæfÍDgum, sem
nú á tímum er haldið fram í nafni bibliurann-
! sóknanna ósannaðar getgátur, sem sumar hverj-
ar séu andstæðar heilbrigðri, kristilegri trúar-
hugsun.
3. Kirkjufélagið viðurkennir, að opinberar
umræður um trúmál séu gagnlegar, en álitur að
þær eigi alltaf að fara fram með hóværð og still-
ingu, án allrar áreitni og persónulegra brigzl-
yrða.
32
í hnappagatinu, pentudúk á hnjánum, og hélt á vindli
sem þó var eigi íarið að kveikja í.
Diskarnir, þrjátíu að tölu, voru allir eins; en þrítug
asti og fyrsi i diskurÍDn, sá, er heiðusgestinum var ætlað-
ur, til hægri handar við Verrill, var öðru vísi en hinir.
— StóllÍDD, sem honum var ætlaður, var stærri. — Hann
var úr svörtu eikitré, og með laufaskurði. — Borðbúnað-
urinn, sem heiðursgestinum var ætlaður, var og úr silfri
og hjá diskinum stóð gyltur bikar, i staðinn fyrir glas
— Tappinn var ótekinn úr vínflöskunni, sem stóð þar hjá’
Turnklukka, sem var í fjarsk;a heyrðist nú slá ellefu
og vaknaði Verriil við það, sem úr draumi, svipaðist um
í herberginu, stóð upp, gekk að glugganum, og starði út
um hann.
Hann sá vagna og ýms aktæki, þjóta fram og apt-
ur um göturnar, og fólk vera að koma hópum saman úr
leikhúsinu.
Verrill lauk upp einum glugganum, og heyrði skvaldr-
ið, sem vant er að heyrast í stórborgum.
Hann starði stundarkorn út urn gluggann, en lokaði
honum þó brátt aptur, með því að hann var annars hug-
ar, og iitaðist um í herberginu.
Hjá diski hans stóð vínflaska, sem tappinn hafði
enn eigi verið tekinn úr, og glas, sem eigi hafði komið
i deigur dropi.
Hann tók tinið af flösku-stútnum, en settist svo
niður, eptir að hafa litið á úrið sitt, án þess að taka tapp-
ann úr flöskunni.
Klukkuna vantaði enD eitt kortór í tólf.
Hann þerraði svitann af enni sór, eins og hann
hafði opt gert áður um kvöldið.
21
ung stúlka gengur að eiga elskhuga sinn, þrátt fyrir ó-
höpp -- hvort sem þau snerta fjármál, eða önnur alvar-
leg efini.
Heríoringinn, sem þannig hafði limlests í stríðinu,
hafði eptir herferðina snúið til baka til ungu stúlkunnar,
sem gefið hafði honum jáyrði sitt, og þar sem það einu sinni
var gefið, hafði hún ekki viljað taka þáð aptur.
Mór virtist þetta alveg eðlilegt og sanngjarnt, eins
og mönnum virðist öll hjálpfýsi og öll endalok eðlileg, þeg-
ar menn lesa um þau í bókum, eða sjá þau á leiksviði
Þegar menn sjá, og lesa um slíka göfugmennsku, virðist
mönnura ávalt, sem þeir sjálfir myndu hafa fórnað sér
með sama guðmóði. En beri daginn eptir vin að garði,
sem er í vandræðum og vill fá peningalán, komast menn
í herfilegasta skap.
En brátt datt mér í hug önnur ágizkun, sem ekki
var jafn skáldleg, og hin fyrri. Ef til vill hafði hann
kvænst á undan striðinu, áður en hin hræðilega óham-
ingja, sem fallbyssukúlan, er reif af honum báðar fætur
var orsök í, vildi til, og svo hafði konan örvæntingar-
full og mæðuró orðið að taka á móti manni sínum, hjúkra
honum, annast um hann, og hugga hann, — hann, sem þegar
hann skildi við hana var ungur og fallegur maður, og
nú var kominn aptur fótlaus, og sem yrði ósjálfbjarga aum-
ingi, það sem eptir var æfinnar.
Var hann hamingjusamur eða óhamingjusamur. Mig
fór að langa til að kynnast æfisögu hans, og sú löngun
varð að síðustu svo óviðráðanleg hjá mér, að mór virtist
að jeg að inmnsta kosti yrði að vita helztu atriði hennar,
til þess að jeg gæti getið inér þess til, sem hann ekki
vildi eða gat skýrt mér frá.