Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1909, Side 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1909, Side 6
138 Þ J ÓÐV IL JIN N. XXIIL, 84.-35. unum, og því allar líkur til aðhægtyrði að halda öllu í sama horfinu. Að vísuhafðiekkiorðiðhjá því komist, að flokkurinn klofnaði, en það hafði þó tekist, að halda kyrrum miklum hluta Benedikts- liðanna, með því að gera tortryggilega alla þá menn, sem að Yaltýskunni höfðu hallast. Hins vegar var flokkurinn laus við þá menr, er hættast var við, að hefðu beitt sér gegn politík þeirra manna, sem ná réðu þar mestu, að halda íslandi í sem nánustum tengslum við Danmörku. I- haldsliðið þurfti nú miklu síður að óttast óróa í flokknum eptir klofninguna, og var því að vissu leyti styrkara en fyr. En það leyndi sér ekki, að meginþorri kjósendanna fylgdi þeim í þeirri von, að þeir myndu bera merki Islendinga fram til sigurs, í sjálfstæðisbaráttunni. Þess vegna varð að fara að öllu gæti- j lega og reyna að smá beygja kjósendurna. j Þá var síðasta tromfinu spilað. Islenzka þjóðin var þreytt af stjórnar- skrárbaráttunni og þurfti hvíldar við, til þess að gefa sig við öðrum málum. — .Nú var um að gera, „að gera sér mat úrtt stjórnarbótinni, eins og H. Hafstein komst að orði í stefnuskrárræðu sinni. Á þann hátt hugðu apturhaldsmenn að fleina hugum manna frá stjórnarskrár- málinu. Þannig var ástatt. Þannig var hugs- að og talað, er Heimastjórnarflokkurinn eettist að völdum 1904. Apturhaldsliðið hafði sigrað. L. gtíjar boekur. _ t/ u —o— BARNABÓK UNGA ÍS- LANDS. V. Smásögur. Saínaðhefir Thoódór Árna- son. Reykjavík 1909. Það er binn góðkunni útgefandi barna blaðsins „Unga íslandstt, sem gefið hefir út kver þetta. Það er hér um bil 4 ark- ir að stærð, og eru í því þessar sögui: j Stjúpan, Bjólfur og Strandatindur (æfin- j týri), Bræður, Drengur í lífsháska, Eng- ! illinn, Worm Beck og Holtsboli. Sögurn- ar virðast vera vel við barna hæfi. LAUFEY VILHJÁLMS- DÓTTIR: NÝJA STAF- RÓFSKVERIÐ. — Fyrri hlutinn. Kaupmannahöfn 1909. Síðari hlutinn af stafrófskveri þessu kom út síðastliðið haust, en fyrri hlut- inn er ný kominn. Prentun og allur ann- ar frágangur á kverinu er hinn prýðileg- asti, og enginn vafi á því, að börnunum þykir gaman að eiga jafn fallega bók. Kver þetta er að ýmsu leyti með nýju sniði t. d. ætlast höfundurinn til að barn- ið sé í fyrstu látið venjast ejnum bók- staf í senn, og hljóði hans, og að barninu sé kennt jafn snemma að lesa og skrifa, og þess vegna byrjar kverið á skrifletri, og enn fremur ætlast höfundurinn til, að börnin læri að þekkja stóru stafina jafn- hliða hinum smáu. Kverið er prýtt með ýmsum fallegum myndum, sem flestar eru eptir Ásgrím málara Jónsson. Sildarafli nokkur segir „Austri11 10. þ. m. að hafi verið á Reyðarfirði og Eskifirði undanfarið. Síldin gengið þar upp að landi, svoað hægt hefir verið að kasta fyrir hana. I eina kastnót höfðu feng- ist 30 tunnur. Síld sá er þarna veiddist var eingöngu stór hafsíld. Iðnsýningu á að halda á Seyðisfirði snemma i næsta mán- uði. Ullarverð nyrðra hfá kaupmönnum, segir „Norðurland“ 75 aura fyrir pundið, gegn vöruúttekt, en að margir bændur muni láta mikið af ull sinni i kaupfélagið, og senda hann út fyrir eigin reikn- ing. Héraðslœknir Guðmundur Hannesson fór til útlanda með „Sterling“ 22. þ. m., og verður i utanförinni 1—2 mánuði. Drukknun. 13. þ. m. datt maður út af hryggju á ísafirði og drukknaði; hann hét Hálfdán Brynjólfsson, og var úr Hnifsdal. ÍJr Dalasýslu er „Þjóðv.“ skrifað 25. júlí síðastl.: „Fátt er fréttnæmt héðan. Tíðin hefir verið alveg einstæð að gæðum allt það, sem af er sumrinu, fyrirtaks heyþurkur optast nær, en þó næg rekja, svo að grasspretta hefir verið í bezta lagi. Sláttur hyrjaði 11 vikur af sumri og er það ó- venju-snemmt. Fiestir húnír að slá tún sín og viða húið að al-hirða. Er allt útlit fyrir mjög góðan heyskap, þó húast megi við, að tíðarfar hreytist um höfuðdag, en þáverðurheyskapur vænt- anlega orðinn svo mikill, að haginn verður lítill. Verzlun er einnig fremur hagstæð. Gott verð ‘24 fullnægði ekki rainum skáldlegu tilfinningum; og það lá við að hún væri mér vonbrigði. „Á frú de Fleurel börn?“ „Já, litla stúlku, og tvo smádrengi. Það er til þeirrai sem jeg er með leikföngin. Bæði hún og maður hennar hafa verið ákaflega góð við mig“. Lestin nálgaðist nú Saint-Germain. Hún fór í gegnum jarðgöngin, rann inn á brautargarðinn og stoppaði. Jeg ætlaði að fara að rótta hinum limlesta herfor- ingja hönd mína, og bjóða bonum að hjálpa honum að komast niður úr vagninum, þegar hendur voru réttar inn til hans um hinar opnu klefadyr. „Góðan daginn kæri Revaliére“. „Góðan daginn Fleurel!“ Bak við Fleurel stóð kona hans og bauð gestinn vel- kominn, með því að veifa hinum litlu höndum sínum, sem hanzkar voru á. Hún var falleg enn, og hún hélt í hend- ina á lítilli indælli stúlku. Barnið hoppaði og dansaði af gleði, en smádrengirnir litu forvitnislegum gleypandi augum á trumbuna og byssuna, sem Revaliére tók niður af sillunni í klefanum og rétti föður þeirra. Þegar maðurinn með tréfæturnar var kominn niður á stéttina, hlupu börnin öll þrjú upp um hálsinn á hon- ■xun og kysstu hann. Siðan lögðu þau af stað og litla stúlkan tók um þvertréð á annari hækjunni, alveg eins og ef hún hefði haldið um þumalfingur hins góða vinar síns, og gekk við ■hliðina á honum. ENDIR. 29 ustu þrjár næturnar, og því skrapp eg hingað til þín; þú verður að hjálpa mér!“ „Það geri eg á þann hátt“, svaraði læknirinn, „að gefa þér gott ráð. — Hættu við át þetta í ár, — að fullu og öllu.“ „Það get eg eigi“, svaraði Verrill stillilega. „Mér er það ómögulegt. — Jeg hlýt að fara þangað!“ „Þetta er vitfirring!“ mælti læknirinn. „Félag þetta og átveizlur þess, hafa bakað þér taugaveiklun, og jeg tek enga ábyrgð á því, hvernig fer, ef þú ferð eigi að ráði mínu.— Nú læt jeg þig fá dálítið af svefnmeðulum, og þú leggur af stað til Skotlands í fyrramálið, og verð- þar í sumar.“ Verrill hrissti höfuðið. „Þú skilur mig ekki“, mælti hann. „Jeg verð að fara til átsins, er þar að kemur. — En víst er um það, að taugakerfi mitt er allt úr lagi gengið, Henry! Dauðinn er voðalequr! Að vita þá alla vera dána, tuttugu og níu — beztu menn! Það er að vísu hverju orði sannara, að eg er hræddur; en raggeit er eg ekki, og því fer eg til átsins, hvað sem tautar. — Það er að eins dauðinn, sem jeg er hræddur við, og er rnikið til þess að hugsa, að menn skuli ganga til og frá vera að vinnu, skemmta sér, og vita þó þessa ófreskju á hælum sér! En vér erum orðnir þessu svo vanir, nð enginn hugsar um það! En hvað lífið yrði allt annað, en það er, yrði þessari ófreskju í hel komið!“ „Þetta er heimska“, mælti læknirinn. Tóm vitleysa, MaDning! Jeg skammast mÍD fyrir þig! En nú fæ eg þér seðil upp á meðulin; en betur myndi þó hrífa, að þú ferðaðist eitthvað langt, langt burt, og betra, en ekki, að

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.