Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1909, Page 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1909, Page 8
140 Þ J Ó Ð V i'j L I n'n XXIIL, 34.-35 JPerfeolrt silvinclan, (Patent Knudsen) gengur nú um öll lönd heimsins og ber alls staðar sigurinn úr býtum. Fyrstu verðlaun á sýningunum. Hún skilur mjólkina betur en nokkur önnur skilvinda, er sterkust, einbrotnust og ódýrust. Því verður ekki leynt að „Perfectu er bezta skil- vinda nútímans. Útsölumenn kaupmennirnir: Gunnar Gunnarsson L Reykjavík, Magnús Stefánsson Blönduósi, Krist.ján Gíslason Sauðárkrók, Sigvaldi Þorsteinsson Akureyri, Asgeirssons verzlanir, V. T. Thostrups Eftf. Seyðis- firði,Pr. Hallgrímsson Eskifirði, verzluoin Hekla á Eyrar- bakka og Iialldór Jónsson í Vík. Einkasali fyrir Island og Færeyjar: Jakob Gunnlögsson, Kaupmannahöfn. AGENTER BOges af et forste Klasses storre gammelt anerkendt Firma. Billigste Priser,, stor Garanti, stor Fortjeneste. Vi soger som Agenter Lærere, Haandværkere og Folk med stor Person- bekendtskaber. Billet mrk. Agenter modtager William Vawjedal Colbjornsensgade 7 Kjob- enhavn B. Man nsiliit. 20. maí þ. árs andaðist á Flateyri í önund- aríirði Guðmundur Óla/ur Jónsson, íæddur á Læk í Dýrafirði 5. október 1861, þar sem foreldrar hans bjuggu þá, Jón Bjarnason og Helga Bjarna- dóttir. Hann var albróðir Sveins sál. Jónssonar frá Bakka („Þjóðv.“ 16. árg. 1902, 27.-28. blaðj, húsfrú Bjargar í Hnífsdal, húsfrú Guðnýar sama staðar, og þeirra mörgu systkyna. Hann ólst upp með foreldrum sínum á Læk og 1 Ytri- Lambadal fram yfir fermingaraldur, og var eptir það vinnumaður hjá Sveini sál. bróður sinum á Bakka í Mýrasókn og giptist þar eptirlifandi ekkju sinni Sigriði Júlíönu Sighvatsdóttur Borg- firðings frá Höfða, 16. október 1894, fluttu þau litlu síðar að Flateyri, og settust þar að í hús- mensku, með því hann stundaði sjómensku á þilskipum, ýmist sem stýrimaður eða háseti, siðustu árin kenndi hann megnrar vanheilsu, og kom svo að hann lá rúmfastur í brjósttæringu, nær því heilt ár, áður en hann dó, þrátt fyrir þrautgóða læknishjálp og mikla umönnun konu hans og annara. Þau hjón áttu tvær dætur, sem báðar eru á lífi, 1. Bagnhildur Guðrún fædd 11. júní 1895, 2. Helga Þorgerður, fædd 7. des. 1896. Guðmundur Ólafur var heldur vel að sér, eptir þvi sem almennt gerist, og prýðilega verki far- inn, veb lagtækur og góður vafari, sjúkdóm sinn bar hann með þolinmæði og að síðustu, þegar þjáningarnar þrengdu mest að, bar hann sig bezt og bjó sig mjög vel og kristilega undir burt- för sína með fullri rænu til hins siðasta. S. Gr. B. REYKJAVÍK 31. júlí 1909. Tiðin. Stöðugt sama einmuna tíðin E/s „Sterling fór til útlanda 22. þ. ra. Með- al farþogja: Guðmundur Hannesson héraðslækn- ir, Magnús Pétursson eand med. & chir, Chr. Fr. Nielsen umboðsmaður, og margt erlendra ferð- amanna. Nokkra farþegja hafði skipið og til Vest- mannaeyja. E/s „Kong Helge“ fór héðan 21. júlí beint til Kaupmannahafnar með hrossafarm. E/s „Laura“ fór til útlanda 26. þ. m. E/s „Ceres“ kom frá útlöndum 25. m. Moðal farþegja: ungfrú Kristín Petersen, og Þórarinn Kristjánsson stud. polyt. E/s „Prospero11 kom norðan um land frá út- löndum 27. þ. m. Meðal farþegja: Frk. Guð- björg Jafetsdóttir, frk. Unnur Thoroddsen, og Jóhannes Reykdal, raálari. Prentsmiðja Þjóðviljans. 26 „Þá eru það taugarnar, góði minn“, mælti læknir- inn. „Þú átt að ferðast, og taka inn „brómkalíum“. - Annað gengur alls ekki að þér! Þú getur lifað í fimmtíu ár enn, ef svo vill verkast, því að þú ert hraustur að upplagiu. „En þrjátíu — nei, tuttugu og níu beztu vinir mín- ir eru látnir!“ Lækninum brá í svip, en mælti siðan eins og bann hefði áttað sig: „Nú, það er félagið, sem þú átt við!“ „Já“, svaraði Verrill. „En guð minn góður! Að hugsa eér, að jeg skuli vera einn eptir! En einhver verð- ur einatt að reka lestina! En þetta hefir hvílt á mér, eem þung mara, eíðan Curtico dó, fýrir tveim árum. — Hann var tuttugasti og sjötti í röðinni, og dó mánuði áður en vant var að hafa sam-átið, sem haidið var einu sinni á áriu. „Arnold, Brill, Steve, og jeg, vorum þá einir ept- ir“, mælti Manning enn fremur, og settumst því einir við stóra borðið, er sam-átið var haft. — Og þegar að því kom, að drekka minni þeirra, er horfnir voru úr hópn- um, fuudu allir sárt til þes9, að eigi yrði þess ef til vill langt að bíða, að eigi yrði nema einn eptir, til að drekka þetta rninni. „Árið eptir vorum vér að eins þrír á lifx: Arnold, Steve, og jeg, því að Brill — um það, hversu dauða hans bar að, er þér kunnugt! Það var þá því enn daufara yfir oss, er vér sáium að sam-átinu, en árið áður. Næstu tvö ár sátum vór og veizluna þrir. En svo drukknaði veslings gamli Steve í spanska 27 hafinu, er skipið „Dreibund” fórst, svo að við Arnold" sátum þá einir að átveizlunni. — Og henni — henni gleymi eg aldrei, Henry! Læknirinn jankaði sögunni, er hinn þagnaði. „Nú eru þrír mánuðir síðan Arnold andaðist", hélt. Manning áfram, „og í næsta mánuði er dagurinn, sem sam- átið er vant &ð vera, og — þá er eg'JJeinn eptir!“ „Það verðnr þá ekkert§af neinni átveizlu“, mælti læknirinn. „Jú, jeg verð auðvitað að setjast að áti á gamla sam— komustaðnurn“, mælti Verrill. „Eu“ — 6agði hann enn fremur, hrissti höfuðið, og stundi við — „þegar félagið- „Síðasti maðurinn“ var stofnað árið 1868, vorum vór all~ ir á unga aldri. Jeg skoðaði þá fólagsstofnunina að eins gerða tií gamans. Mér datt eigi i hug, að þrjátíu ungir piltar myndu halda því áfram til lengdar. En fyrstu fimm árin dó enginn af félagsmönnum„ og vér hélduin uppteknum hætti, að hittast einu sinni á. ári, án þess að hugsa um, hverjar afleiðingar síðar kynnu að verða. Vór átum saman, til að sjást; annar var eigi tilgang- urinn, að heitið gæti“. „Þey!“ sagði læknirinn. „Nefndirðu þrjátiu eða þrjá- tíu og einu?“ „I félaginu voru þrjátíu“, svaraði Verrill, „en þeg- ar lagt var á borðið, létum vór einatt leggja á borðið fyr- ir einum fleira — og var aukadiskurinn þá ætlaður — heiðurs-ge3tinum“. „Rótt er það“, svaraði læknirinn. „Haltu nú áfiam!“"

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.