Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.08.1909, Side 3
XXIII., 38.
Þjóðviljinn.
151
ríkissjóðsstyrfeinn allan og 5000 kr, frá
íslandi, en Thorefélagið hinar 55000 kr.,
sem þá er eptir af fjárupphæð þeirri, er
veitt var á fjarlögunum í þessu skyni.
Þá kvað og Thorefélagið balda áfram
ferðum símum umfram þær ferðir sem
áskildar eru i samningi þessum.
Styrkur.
Landsstjórnin hefir veitt Ungmennafélagi
Reyk.javíkur og ungmeyjafélaginu „Iðunn“ 225
kr. til skógræktunar af vöxtunum af styrktar-
sjóði Priðriks konungs VIII.
Fiskveiðafélag
sænskt hefir sótt um 12000 kr. styrk úr rík-
isjóði til þess að setja frvstivél í botnvörpung,
er það gerir út til fiskveiða hér við land. Botn-
vörpungur þessi heitir Island og á félagið heima
i’Gautaborg.
Biskup
kom heim úr vísitazíuferð sinni i vikunni sem
leið með „Ingólfi“ frá Borgarnesi.
Trúimiladeilan vestan-iial's.
Svo sem áður hefir verið frá skýrt hór i
blaðinu, var sá endir á kirkjuþingi Vestur-ís-
lendinga, að minni hlutinn gekk af því, nú
hafa tveir söfnuðir þegar sagt sig úr kirkju-
félaginu, annar en Tjaldbúðar-söfnuðurinn í
"Winnipeg, söfnuður síra Friðriks Bergmann,
og var úrsögnin þar samþykkt i nær einu hljóði
hinn er Garðarssöfnuður sem síra Friðrik Berg-
œann var prestur hjá áður fyr, þar var úrsögn-
in samþykkt með, 115 atkv. 72, og hefir sá
minnihluti þegar stofnað söfnuð. Prestur Garð-
arsafnaðar, síra Kristinn Ólafsson, ermjögfylgj-
andi meiri hlutanum, og sagði söfnuðinum þeg-
ar upp þjónustu sinni, er úrsögnin hafði verið
samþykkt.
íslonzkt smjör.
„ísafold“ birtir skýrslu frá P. V. Faber & Co.
í Newcastle um sölu á íslenzku smjöri, þar sem
segir að smjör það, er þeir hafi síðast fengið,
hafi verið mjög misjafnt að gæðum, er muni stafa
af því, hve langt líður frá því smjörið er tilreitt
og þar til þaðkemurámarkaðinn, enda hafi smjörið
verið gott þegar frá eru talin elztu ílátin, og
selst á skömmum tima. Verðið misjafnt eptir
gæðum, beztu tegund seldist á skipsfjöl á 83—
86 kr. Mestur hluti smjörsins hafði þó verið
bezta tegundar, að endingu segir í skýrslunni:
„Markaðurinn hefir verið daufur, en sýnist nú
vera að batna, og osss virðist sem smjörið muni
nú fara að hækka í verði.
Dr. Knnd Berlin.
kvað eiga að halda fyrirlestur um réttarstöðu
íslands og kröfur íslendinga á námskeiði sem
blaðamannafélagið danska lætur halda fyrir
blaðamenn.
Brunabðtarvirðinguna
á safnahúsinu samþykkti bæjarstjórnin á fundi
5. þ. m. Húsið er virt á 195.984 kr.
Grasmaðkii r
hefir gjört viða mikinn skaða í vor og sumar.
Kvað einna mest af þessum skemmdum i Gnúp-
verjahreppi ofanverðum, Landmannasveit, ofan-
verðum Kangárvöllum, og svo í Skaptártung-
unni, Siðunni og Fljótshverfi { Vestur-Skapta-
fellssýslu.
Mest hefir borið á þessum maðki og eyði-
leggingu hans á vallendi og heiðarlendi. Búfjár-
hagar i Skaptártungunni víða hálf eyðiiagðir. —
Einnig hefir maðkurinn farið í túnin sumstaðar
og valdið miklu tjóni t. d. í Hvammi á Landi,
Geirlandi og Mörk á Siðu, og víðar — Sagt er
og, að á einum bæ, Finnstungu í Húnavatns-
sýslu, hafi maðkur skemmt túnið.
„Freyr“.
Síldarafli
befir verið góður i nætur á Austfjörðum. Fá-
skrúðsfirði, Reyðarfirði og Eskifirði, en norðan-
lands lakari, þó er reknetaaflinn í meðallagi, en
mjög misjafn að því er þau skip snertir, er nota
hringnætur, og að öllu samanlögðu er aflinn
töluvert minni þar nú, en í fyrra sumar.
Drukknun.
Maður Friðrik Helgason að nafni, drukknaði
seint i júlímánuði i vatninu í Ólafsfirði. Var
hann að baða sig ásamt 2 öðrum mönnum, voru
þeir ósyndir, en hann kunni lítið eitt að synda,
en þegar hann hafði tekið nokkur sundtök, sökk
hann, og kom eigi upp aptur, en líkið náðist.
Látnir.
22. júlí andaðist á Suðureyri við Súgandafjörð
bóndinn þar, Kristján Albertsson. Kristján heit-
inn veitti og verzlun forstöðu jafn framt búskapn-
um, enda var hann hinn mesti dugnaðar- og
merkismaður.
Þá lézt og 26. s. m. að Botni í Súgandafirði,
Halldór Halldórsson, er lengi bjó að Hóli í Ön-
undarfirði. Hann var um áttrætt.
Sundpróf
var haldið í Reykjarnesi við ísafjarðardjúp
sunnudaginn 1. ágúst, fljótastur varð Daniel
Benediktsson frá Valþjófsdal í Önundarfirði; hann
synti 20 faðma á 36 sek. Alls hafa milli 30 og
40 drengir verið þar við sundnám í sumar.
Slys.
í ísafjarðarkaupstað vildi það slys til 2. þ.
m., að drengur á þriðja ári, sonur hjónanna Páls
Jósúasonar, skipstjóra og Arnfríðar Þorkelsdótt-
ur, er var að vaða í fjörumálinu datt i sjóinn
og með því vindur stóð af landi harst drengur-
inn svo sem 20 faðma frá landi, áður menn tóku
eptir því, var þegar skotið út báti og náðist
drengurinn, en var þá dáinn, og reyndust
allar lifgunartillraunir árangurslausar.
48
Mennirnir fóru að hlægja, og Muhamed fór að hæða
hann 'á á ýmsar lundir, „Lítið áM, mælti hann. „Þetta
á^að”heita karlmaður! Litið á! Hann hefir skegg, og
er þó ekki stærri, en barn, og ekki hærri en riffillinn
minn“.
Maðurinn var sem sé smávaxinn, og þó eigi dreng-
ur; en mun minni vexti en vér Zanagar erum.
Muhamed hélt áfram að hæðast að honum ýtti öðru
hvoru við honum með spjóti sínu, og hló, er hann valt
um koll.
Að lokum lá maðurinn grafkyrr, þó að hann væri
stunginn til blóðs, unz Múhamed beygði sig ofan að
honum, til að ná af honum pokanum.
Þá spratt hann upp, aem elding, þreif hnífinn, er
fyr var getið, og hefði rekið hann í Muhamed, inn á milli
rifbeinanna, ef einn hinna befði eigi stjakað við honum
fæti, svo hann datt.
Hnífurinn var nú hrisstur úr höndinni á honum,
hann bundinn, og settur á bak hestinum, er Muhamed
reið, fyrir aptan hann.
Menn riðu nú heimleiðis, gegnum eyðimörkina, og
göbbuðu hann á leiðinni, og hæddu á ýmsar lundir.
Muhamed, er fengið hafði óbeit á honum þegar í
byrjuD, hvatti hest sinn sporum, í von um, að hinn dytti
þá af baki, er hesturinn kæmist á stökk, og molaðist í
honum hvert bein; en ókunni maðurinn sat þá sem fastast.
Muhamed ýtti og olnbogunum aptur fyrir sig, til
að hrinda honum á þann hátt af hestbaki, og reyndi enn
fremur að særa hann með sporum sínum.
En ókunni maðurinn hékk þó enn á hestsbaki, er
reykinn frá tjaldstöðunum sást leggja milli Argan-trjánna.
45
hverju sinni, er vér á næturþeli sátum í kringum bál, er
kynnt var, þar sem tjaldað var yfir nóttina.
Jeg átti þá heirna í Suður-Marocoo, og þarf þess eigi
að geta, hvernig stóð á veru minni þar.
Einn dag höfðum vér riðið frá E1 Dara, sem var
nokkrar milur burtu.
Yér höfðum riðið yfir sandinn, í brennandi sólarhita
og er vér höfðum tjaldað, og bundið hestana, og snætt
kvöldverð, vindþurkað kindaket o. fl., ásamt geitamjólk
og kaffi, lögðumst vér á ferða-ábreiður vorar, sem voru
úr úlfaldaskinni, kveiktum í pípunum okkar, og eyddum
tímanum í aðgerðarleysis móki.
Selím el Albar Já reykjandi, fyrir framan mig, og
sást að eins á hálft andlitið.
Selím var fríður sínum, og bezti fylgdarmaður milli
Tarfilet og Mogador, gæddur beztu hæfileikum, sem hjá
íbúum eyðimerkurinnar, er til hans þjóðflokks teljast,
eru til.
Jeg sat, þreyttur og syfjaður, og horfði á bálköstinn
Fylgdarmaður minn sat grafkyrr, og þegjandi, og
heyrðist ekkert, nema sog hljóðið i pípunni.
Allt í einu tók hann pípuna út úr sér, lypti upp
höfðinu, og hlustaði með athygli
„Hvað heyrirðu, Selim“ spurði jeg, og iitaðist um.
„Mér heyrist eg heyra jó-dynM, mælti hann lágt.
Jeg 8ettist upp. „Það er líklega þytur vindsins í
Argan-trjánumu, mælti jeg.
Hann hrissti höfuðið. „Nei, það var jó-dynur, sem
eg heyrðiM, mælti Selim. «Nú heyrist hann apturM.
Jeg hlustaði, og hélt fram fyrri skoðun minni.
Hann lagði pípuna frá sér. „ímyndarðu þérM niælti