Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.08.1909, Side 4
152
Þjóðvijlinn.
XXIII., 38.
s
s.
iniHIIIIIIIIIHIIIIIIRIIIIinilHIIIIIIIIIIIHIiIIIHIU
Otto Monsteds
danska smjöriíki erbezt.
Biðjið kaupœannÍDn yðar ura þessi merki:
,Sóleys ,Ingólfurs
, 11 e k 1 Ji> eða ,ísafol d6.
s
AGENTER
seges af et ferste Klasses sferre gammelt anerkendt Firma. Billigste Priser,
stor G-aranti, stor Fortjeneste.
Yi soger som Agenter Lærere, Haandværkere og Folk med stor Person-
bekendtskaber.
Billet mrk. Agenter modtager William Vangedál Colbjernsensgade 7 Kjeb-
enhavn B.
Þjóðhátíð
héldu Austfirðingar á Seyðisfirði á sunnudag-
inn var.
REYKJAYÍK 18. ágúst 1909.
Tfðin. Nú um helgina siðustu hreyttist veðr-
áttan aptur til batnaðar og hefir verið bezta veð-
ur síðustu dagana, hægviðri, sólskin og hiti.
s/s „Sterling11 kom frá útiöndum 14. þ. m.,
að morgni, með marga farþegja, þar á meðal:
Björn Kristjánsson, kaupmaður, Georg Ólafsson,
cand. polyt., Jakoh Appel, lýðháskólastjóri frá
Askov, Chr. Ericksen, stofnandi Hjálpræðishers-
ins hér á íslandi, Páil Zophoníasson, búfræðis-
kandidat, konsúJsfrú Brillouin, frú Kristjana
Thorsteinsson, og margt þýzkra og enskra ferða-
manna, þar á meðal 4 prófessorar frá Wiirtem-
berg.
s/s „Flora“ kom hingað til Reykjavikur 14.
þ. m. norðan um land frá útlöndum (Noregi),
meðal farþegja: Guðmundur Magnússon, docent,
með frú og fósturdóttur, E. Schou, bankastjóri,
Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri, og Sturla Jóns-
son, kaupmaður.
Fimleikamaður, 0. Scháfer að nafni, er ný
kominn hingað, og sýndi hann iþróttir sínar í
„Bárubúð11 á sunnudagskvöldið.
s/s „Skálholt11 kom úr strandferð 12. þ. m. j
að morgni.
s/s „Vesta11 kom frá útlöndum norðan og
vestan um land 14. þ. m., og fór hún til út-
landa 16. þ. m. Með henni föru meðal annara:
stúdentarnir Jakob Jóhannesson, Skúli S. Thor-
oddsen og Þórarinn Kristjánsson.
Lanöakoisslídlinn
byrjar 15. September. Foreldrar barna
á skólaskyldu-aldri, sem óska að láta börn
sín ganga í nefndan skóla, þurfa ekki
að sækja um undanþágu til skólanefndar
Reykjavíkur, en eru vinsamlega beðnir
að gefa sig frarn fyrir 1. September við
undirritaðan eða Systurnar í Landakots-
spítala.
f. fervaes.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
46
hann, all-óþolinmóður, „að jeg, Selim Hassansson, getiekki
gert greinarmun á þessu tvennu. — En mér er ílla við,
að heyra þetta, því það er „Englendingurinn vitlausi“,
serr nú er á ferðinni á næturþeli, enda réð eg Effend frá
því, að tjalda hérna, og keimskur var jeg, að láta þá fá
mig til þess, að tjalda svona nálægt ánni, og það rétt
hjá þeim stað, þar sem hann sézt optast á reið.“
„Heyrðu Selim“, mælti jeg. „Jeg hefi heyrt mikið
hljóðskraí um þenna mann, sem þú kallar „vitlausa Eng-
lendinginn“. Segðu mér það, sem þú veizt um hann
vitirðu á annað borð nokkuð“.
„Viti eg nokkuð? Jeg Selim Hassansson, hvort eg
viti nokkuð? Afi minn sá hann, eigin auguin, er hann
var drengur, og sá hvað hann aðhafðist, er Ibrahim var
höfðingi Zanaga-þjóðflokksins“.
En þó að hann gerði það, sem eigi hafði áður bor-
ið við í þessu landiu, mælti Selim enn fremur, „og sem
eg alls eigi hafði lagt neinn trúnað á, hefði eg eigi heyrt
Hassan, föður minn, segja sjálfan frá því; enda þótt mér
óljúft, að skýra frá þvi, liversu hann, vantrúarmaðurinn,
hæddi syni rett-trúaðra á hvert reipi, skal eg þó segja
yður sögu „vitlausa Englendingsins“, fyrst þér mælist
til þess “
„Hver hann var, hvaðan hann kom. eg hvert hann
fór, veit eg ekki“, hélt Selim áfram máli sínu. „Jeg veit
það eitt, að hóthljóð hestsins hans, heyrast enn á eyði-
mörkinni, þó að einskis dauðlegs manns augu hafi séð
hann, síðan hann hvarf.
í þá tíð, áttum vór opt í ófriði við nábúa vora, þvi
að Zanagar voru hneigðari fyrir ófrið., n akuryrkju; en
nú eru bágir tímar, og þjóðflokkur vor farinn að leggja
47
stund á kvikfjárrækt, og kornyrkju, eins og íbúarnir í
Taradunt, og jeg Selim, verð að hafa ofan af fyrir mér
sem fylgdarmaður um eyðimörkina, þó að í æðum mér
renni blóð hermannsins Hassan’s, og jafn vel blóð Hamel
el Mansurs. — En þetta er guðsvilji!
En svo að eg hverfi að sögunni, bar svo við í gamla
daga, að hópur, sem fór um landið — Muhamed el Albar
var fyrirliði hans; en það nafn þýðir: „hinn mikli“ —
rakst á mann þenna, er gerði Zanaga-þjóðflokkinuin mestu
háðung, rakst á hann hjá ánni, er þeir vötnuðu hestum
sínum þar.
Hann lá, og svaf, og hafði höfuðið þar, sem einir-
berjakjarr veitti því forsælu.
Hann var ræfilslega til fara, hálf-nakinn, og b’er-
fættur eins og beiningamaður frá Mogador.
Hann var og blóðrisa, og magur, eins og hann hefði
eigi bragðað mat í marga daga.
En þó hann væri að dauða kominn, og gæti varla
staðið á fótunum, þá hélt hann þó dauðahaldi, þótt ótrú-
legt megi þykja, i poka, með grjóti í, er hann hafði á
bakinu.
Annað hafði hann eigi meðferðis, nema stóran hníf,
er hann hafði stungið undir mittisbelti sitt.
Hann var í fasta svefni, og heyrði hvorki til mann-
anna, né jó-duuinn.
Hann hreyfði sig eigi, nó bærði neitt á sór, fyr en
hópurinn hafði skipað sér umhverfis hann.
Muhamed ýtti við honum raeð spjótinu sínu, og
deplaði hann þá augunum, þreif í pokann sinn, og skreidd-
ist á löpp, en valt þó jafo harðan um aptur, því að fæt-
urnir voru, sem á nýfæddum kiðlingi.